Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 21 LANDIÐ Siglufjörður | Verktakar Héðins- fjarðarganga hafa gengið frá ganga- munnanum í Skútudal í Siglufirði og eru komnir nokkra metra inn í berg- ið. Samgönguráðherra mun síðan hefja gangagerðina formlega á morgun með því að taka þátt í sprengingu. „Þetta er skemmtilegt verkefni og það byrjar ágætlega,“ segir Magnús Jónsson, verkefnisstjóri við gerð Héðinsfjarðarganganna. Tékkneska verktakafyrirtækið Metrostac as og íslenska fyrirtækið Háfell ehf. vinna verkið fyrir um það bil 5,7 milljarða króna. Göngin sem nú er byrjað á, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, verða um 3,7 kílómetrar að lengd. Undir- búningur fyrir þau hófst í júní. Sam- hliða vinnu við þau verða sprengd 6,9 kílómetra löng göng úr Ólafsfirði í Héðinsfjörð. Undirbúningur fyrir þau er hafinn og búast má við því að sprengingar hefjist þar eftir um það bil mánuð. Borun lýkur eftir um það bil tvö ár en göngin verða ekki opnuð formlega fyrr en undir lok árs 2009, þegar öllum frágangi verður lokið. Erfiðast að byrja Nú vinna liðlega fjörutíu menn við verkið Siglufjarðarmegin og á Magnús von á að 40–50 menn verði á báðum stöðum. „Það er alltaf erfiðast að byrja,“ segir Magnús Jónsson um það hvernig gengi. Í fyrstu sprengingum er hver færsla, sem kölluð er, tekin í tveimur til þremur sprengingum. Sprengingar komast þó fljótlega á fullan skrið. Sprengingar að hefjast í Héðinsfjarðargöngum Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hálfnað er verk þá hafið er Bergið er boltað í gangamunnanum í Skútudal og síðan er bergið sprautustyrkt. Bormenn eru búnir með fyrstu metrana. Eftir Karl Sigurgeirsson Hvammstangi | Sparisjóður Húna- þings og Stranda er að flytja í nýja starfsstöð á Hvammstanga. Nýja húsnæðið er mun stærra og hent- ugra og skapar sparisjóðnum ýmis ný tækifæri. Af þessu tilefni var starfsfólki, iðnaðarmönnum og fleiri gestum boðið til smá hófs í nýja húsnæðinu sem er á Höfðabraut 6 á Hvamms- tanga. Páll Sigurðsson sparisjóðsstjóri er bjartsýnn á framtíðarstöðu Spari- sjóðsins. „Í nýju starfsstöðinni er salur með fullkomnum fjarfund- arbúnaði, sem mun nýtast starfsfólki í ýmissi fræðslu og til að bjóða upp á námskeið fyrir viðskiptavini, s.s. um möguleika í rafrænni bankaþjón- ustu. Við erum með samstarf við Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), þar sem viðskiptavinum er leiðbeint í verðbréfaheiminum. Loks má nefna að sparisjóðurinn er með formlegt samstarf við Spari- sjóð Strandamanna og Sparisjóð Vestfirðinga um ráðningu ráðgjafa, sem er staðsettur á höfuðborg- arsvæðinu. Í því samstarfi sé ég mikla möguleika til framtíðar,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið. Þreföldun húsnæðis Starfsemi sparisjóðsins flytur nú úr 200 fermetra starfsstöð í um 600 fm húsnæði á einu gólfi. Eldra hús- næðið fullnægði ekki lengur kröfum og óskum um bankastarfsemi, en það var byggt fyrir Sparisjóðinn árið 1972. Stefnt er að sölu þess húss til Fasteignafélagsins Borgar ehf. á Hvammstanga, að því er fram kom hjá Páli við athöfnina. Húsnæðið á Höfðabraut 6 keypti Sparisjóðurinn árið 2005 af Kaupfélagi V-Húnvetn- inga, en þar hafði verið rekin bygg- ingarvöruverslun Kaupfélagsins og áður Verslun Sigurðar Pálmasonar. Ellefu starfsmenn vinna við Spari- sjóðinn, þar af einn í útibúi á Borð- eyri. Innlán árið 2005 voru 3,1 millj- arður og hagstæð afkoma sjóðsins um 226,8 milljónir króna. Fyrri hluta ársins 2006 er afkoman hag- stæð um 172 milljónir eftir reiknaða skatta. Sparisjóðurinn, sem er að verða níutíu ára, er eina bankastofnun hér- aðsins og yfirtók hann innlánsdeild Kaupfélagsins á liðnu ári. Páll sagði þetta nýja húsnæði gefa mikla möguleika á aukinni þjónustu við viðskiptavini og á að geta veitt þeim persónulegri þjónustu. Í apríl 2006 tók Sparisjóðurinn við umboði TM á Hvammstanga og áform eru um aukna þjónustu í framtíðinni. Áform um að auka þjónustu í framtíðinni Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Í stúkunni Páll Sigurðsson sparisjóðsstjóri ávarpar gesti við opnunar- athöfnina. Stendur hann í gjaldkerastúku í nýja sparisjóðshúsinu. »Páll Sigurðsson hefur veriðsparisjóðsstjóri frá í júlí 1995, en starfsmaður sjóðsins frá í desember 1973. Hefur hann unnið allan sinn starfs- aldur við stofnunina. Í HNOTSKURN AUSTURLAND Fjarðabyggð | Trúbadorahátíð Ís- lands á nú fimm ára afmæli og verður um helgina haldin á þrem- ur stöðum í Fjarðabyggð. Í kvöld hefst hátíðin í Mjóa- firði, í Sólbrekku nánar tiltekið, og treður þar upp Hlynur Ben frá kl. hálfníu. Aðgangur á tón- leikana er ókeypis og hægt er að sigla með Fjarðaferðum frá Nes- kaupstað kl. 20 og koma til baka þangað um miðnætti. Þá tekur við dagskrá í Egilsbúð með frændunum Bjarna og Tryggva Vilmundarsonum. Miðaverð á þá tónleika er þúsund krónur en frítt er fyrir gesti Mjóafjarð- artónleikanna. Á laugardag er fram haldið með stórtónleikum í Egilsbúð sem hefjast kl. 21.30 og fara fram á tveimur sviðum. Heiðursgestur er Bubbi Morthens og fram koma m.a. Bjarni Tryggva, Einar Örn, Ingvar Valgeirs, Garðar Garðars, Hilmar Elmars, Andri götuspilari, Tryggvi Vilmundar, Einar Þór, Hlynur Ben, Gummi og Marinó. Eftir miðnætti hefst „Október- fest“ Egilsbúðar og stendur til þrjú um nóttina. Trúbadorahátíð Íslands 2006 lýkur á sunnudag á Brekkunni á Stöðvarfirði kl. 21, þar sem Hilm- ar Garðarsson trúbador tekur lagið. Nánari upplýsingar má fá á vefnum www.egilsbud.is. Trúbadorahátíð Íslands hefst í kvöld Morgunblaðið/Eggert Innlifun Bubbi Morthens er heið- ursgestur Trúbadorahátíðarinnar. Seyðisfjörður | „Íslendingar hafa löngum verið andlega sinnaðir og segja má að flestir hafi áhuga á þýð- ingu drauma,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, en Sál- arrannsóknafélag Seyðisfjarðar stendur fyrir ráðstefnunni Á sveimi um helgina. „Við þekkjum öll ein- hverja sem séð hafa svipi, flestir þurfa sálarró, slökun og frið og nán- ast allir eru forvitnir um þessi málefni.“ Ráðstefnan hefst í dag og stendur fram á sunnudag og á hún að vera í senn vettvangur ýmiss konar fræðslu en ekki hvað síst samveru. Aðalheiður segir einnig tilgang hennar að kynnast hvað önnur félög og einstaklingar eru að gera og til þess að hafa almennt gaman af. Spennandi og vísindalegt þing Dr. Erlendur Haraldsson prófess- or, dr. Björg Bjarnadóttir sálfræð- ingur og Þórhallur Guðmundsson miðill eru meðal þeirra er halda fyr- irlestra á ráðstefnunni. Boðið verður upp á jóga og kynningar á starfsemi einstaklinga og félaga víða af land- inu. „Þingið verður í senn faglegt og vísindalegt, umræður verða ríkur þáttur í dagskránni og gamanmálum verður skotið inn á milli. Þinginu er ætlað að ná til almennings með því að fá upp á borðið fjölbreyttari um- ræðu um efni sem ofangreindir fag- menn hafa rannsakað. Þingið verður umfram allt spennandi og skemmti- leg samvera,“ segir Aðalheiður og bendir á að kraftur og dulúð í hinum einstaka fjallasal Seyðisfirði sé frá- bær umgjörð um góða samveru. Nánari upplýsingar um ráðstefn- una má sjá á vefnum seydisfjordur- .is. Á sveimi á Seyðisfirði Ráðstefna um andleg málefni – vettvangur fræðslu og samveru Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Yfirskilvitlegt Horft verður í dulda heima á Seyðisfirði um helgina. SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16 Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6 Fjarðarkaupum Lífsinslind í Hagkaupum Heilsuhúsið Selfossi Spektro Multivítamín, steinefnablanda ásamt spirulinu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Ein með öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.