Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 22
|föstudagur|29. 9. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Daglegt líf brá sér í Hús-
dýragarðinn þar sem bý-
flugnabændur héldu fyrir
skömmu uppskeruhátíð. » 28
daglegt
Friðarsinninn dr. Simon Fulder
hefur skrifað 14 bækur um
náttúrulyf og heildrænar lækn-
ingar. » 29
heilsa
Edda Jónasdóttir bauð til sín í
mat óperusöngvurum sem
syngja í Brottnáminu úr
kvennabúrinu. » 24
matur
Það passar ekki hvaða vín sem
er með ljúffengri hreindýra-
steik. Steingrímur Sig-
urgeirsson velur vínið. » 30
vín
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Frístundirnar snúast að mestu um íþróttir ogfjölskylduna enda hef ég verið að veltast ííþróttum og félagsstarfi alla mína ævi. Ég eralinn upp í ungmennafélagsanda austur á Sel-
fossi og fór sjálfur að stunda íþróttir mjög ungur. Ég
byrjaði svo 14 ára gamall að þjálfa yngri krakka í frjáls-
um íþróttum og hef verið að því undanfarin þrjátíu ár.
Núna er ég að þjálfa hjá ÍR þegar ég er ekki í vinnunni
og það gerir konan mín, Þórdís Gísladóttir, einnig. Við
erum með stærsta unglingahóp landsins í frjálsum
íþróttum. Dæturnar tvær, Hanna og Helga, eru báðar að
æfa frjálsar íþróttir og ég monta mig gjarnan af því að
það sé bara einn tugþrautamaður á Íslandi, Jón Arnar
Magnússon, sem hafi náð betri árangri en ég,“ segir
Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og frístundaráð-
gjafi í Breiðholti. Þráinn hefur síðustu daga verið að
vinna að undirbúningi Breiðholtshátíðar, sem halda á
með pomp og prakt á morgun, en það er í fjórða skiptið
sem slík hátíð er haldin. Breiðholt er stærsta íbúahverfi
Reykjavíkur með um 22 þúsund íbúa. Þar eru fimm
grunnskólar, fjórtán leikskólar, þrjú íþróttafélög og þrjú
frístundaheimili svo eitthvað sé nefnt.
„Við hjónin erum bæði mjög áhugasöm um uppeldi og
allt það sem snýr að uppbyggingu ungs fólks almennt,“
segir Þráinn spurður út í áhugasviðið. „Góður þjálfari á
fyrst og fremst að vera fyrirmynd þeirra, sem hann er að
þjálfa. Hann á að vera góður í samskiptum og hann á að
geta sett sig í spor þeirra, sem hann er að vinna með.
Hann þarf auðvitað líka að hafa góða þekkingu á þeirri
íþrótt, sem hann er að þjálfa þótt persónulega telji ég
leiðtogahæfileikana og mannlegu samskiptin mikilvæg-
ari þætti en tæknihlið íþróttarinnar þegar unnið er með
börn og unglinga. Langbest hefur okkur reynst að setja
skýrar og ákveðnar reglur með krökkunum sjálfum.
Þegar sá rammi er skýr þarf hvorki að beita viðurlögum
né hörku. Ég legg mikið upp úr því að virkja börnin til að
byggja upp í þeim ábyrgðartilfinningu. Þau eiga ekki
einvörðungu að þurfa að taka við boðum.“
Á Breiðholtshátíðinni munu tólf ára börn úr grunn-
skólum Breiðholts afhenda borgarstjóra tillögur sínar að
Betra Breiðholti, sem þau hafa verið að vinna með að
undanförnu. Haldið var barnaþing fyrir nemendur 6.
bekkjar í gær þar sem unga fólkið fjallaði um efni er
tengist mannlífi og umhverfi þeirra. „Börnin hafa verið
að velta því fyrir sér hvað þau geti gert fyrir hverfið sitt
til að bæta það. Það er margt skemmtilegt sem kemur út
úr svona vinnu. Það getur verið allt frá því að einsetja
sér að vera duglegur í skólanum og góður við vini sína og
fjölskyldu upp í það að taka þátt í alls konar starfi í
hverfunum og ganga vel um,“ segir Þráinn.
Áhugasöm Haldið var barnaþing fyrir nemendur 6.
bekkjar í gær þar sem unga fólkið fjallaði um efni er
tengist mannlífi og umhverfi þeirra.
Leggur mikið upp
úr að virkja börnin
Morgunblaðið/Ásdís
KJÖT í káli, eða „får i kål“, er óumdeilanlegur þjóð-
arréttur Norðmanna. Í gær var opinber hátíðardagur
réttarins. Af því tilefni voru Norðmenn hvattir til að
bjóða vinum og vandamönnum til þessarar súpukjöts-
veislu auk þess sem veitingastaðir víðs vegar um landið
höfðu réttinn á matseðlinum í gær.
Uppskriftin er enda einföld því aðeins þarf fimm hrá-
efni í réttinn, sem skipar svipaðan sess hjá Norð-
mönnum og íslenska kjötsúpan hjá okkur.
„Får i kål“
1½ kg súpukjöt
1½ kg hvítkál
4 tsk. heill pipar
2 tsk. salt
3 dl vatn
Skiptið hvítkálinu í báta. Leggið kjöt og kál til skiptis
í pott og stráið salti og pipar á milli laganna. Hellið
vatni yfir og látið suðuna koma upp. Kjötið er látið
malla á vægum hita í 1–2 tíma eða þar til það er orðið
mátulegt.
„Får i kål“ er framreitt rjúkandi heitt á heitum disk-
um. Þeir sem vilja jafna soðið geta stráð svolitlu hveiti
(1–2 msk.) á milli laganna.
Og þá er bara að prófa.
Kjöt í káli
Þjóðarréttur Norðmenn gæddu sér á súpukjöti í gær.
Besti tími dagsins: Milli hálfsjö og átta því þá er maður svo frískur
og tilbúinn í daginn.
Best að borða: Dísulasagna heima í eldhúsi.
Haustgangan: Elliðaárdalurinn.
Uppáhaldssundlaugin: Breiðholtslaugin.
Fallegasti staðurinn: Ásbyrgi.
Þráinn mælir með
*Tilboðsverð 2006
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
*Tilboðsverð 2006
S
e
p
t.
2
0
0
6
Nicorette Fruitmint
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
Nýttbragð
sem kemurá óvart
25%
afsláttur
*
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is