Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 24
matur
24 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
E
dda Jónsdóttir kynnt-
ist töfraheimi elda-
mennskunnar í
Bandaríkjunum, en
þangað fór hún sem
skiptinemi á unglingsárum og
seinna til búsetu. „Evrópubúar hafa
svo staðlaða mynd af matarmenn-
ingu Bandaríkjanna. Flóran þar er
einstök og eins langt frá einsleitri
hamborgaraímyndinni og hægt er
að hugsa sér. Gróskan þar er svo
mikil og skemmtileg,“ segir Edda
sem hefur lengi safnað bandarísk-
um matreiðslubókum. „Ég les þær
mér til ánægju en þær elstu eru
ekki myndskreyttar eins og tíðkast í
dag,“ segir hún brosandi en Edda
leyfir ímyndunaraflinu oft að leika
lausum hala í matargerðinni. „Ég
fæ oft hugmyndir í bókum og blöð-
um og ég hef alla tíð verið óhrædd
við að bæta við og breyta. Elda-
mennska er svo skapandi iðja, það
er svo skemmtilegt þegar brögð eru
í tafli.“
Gestgjafi að eðlisfari
Edda er selskapskona með smit-
andi hlátur og það kemur ekki á
óvart að hún hefur gaman af því að
vera í hlutverki gestgjafans. „Matur
og fólk, það eru mínar ær og kýr og
ég hef gert ýmislegt til þess að sam-
eina þetta tvennt. Mér finnst ynd-
islegt að bjóða fólki heim í mat en
mér finnst líka gaman að kenna. Ég
hef bæði skrifað í tímarit og eins
haldið námskeið fyrir smærri hópa
eins og saumaklúbba í konfektgerð
og fleiru. Það er afskaplega gefandi
og skemmtilegt. Það er líka ágætt
mótvægi við aðalstarf mitt en ég
vinn á markaðssviði Íslensku óp-
erunnar.
Og það voru einmitt nokkrir
söngvarar í nýjustu sýningu Óper-
unnar, Brottnáminu úr kvenna-
búrinu eftir W.A. Mozart, sem voru
svo lánsamir að fá boð hjá Eddu fyr-
ir eina æfinguna. „Nei, þeir slógu
hendinni ekkert á móti því. Óperu-
söngvarar eru miklu sælkerar,“ seg-
ir hún og hlær. „Bjarni Daníelsson
óperustjóri var meira að segja svo
vinsamlegur að gefa mér frí einn
eftirmiðdag til þess að undirbúa og
elda fyrir matarboðið.“
Ævintýri í Blöndu
Matreiðslan er ástríða Eddu og
augljóst að hún leggur metnað sinn í
hana. Matseðillinn í boðinu var fjöl-
breyttur eins og tónlistin í Brott-
náminu, sem samsett er úr mörgum
stílum og straumum sígildrar tón-
listar á tímum Mozarts. Hráefni
Eddu er þjóðlegt en útfærslan langt
frá sunnudagssteikinni sem landinn
á að venjast. „Ég réð mig sem kokk
í veiðihús í Blöndu í Langadal í sum-
arfríinu og fékk margar góðar hug-
myndir þar. Þetta var dýrlegur tími
í draumastarfi,“ segir hún og brosir
út að eyrum. „Ég eldaði, fékk aðstoð
við að skræla kartöflurnar og þurfti
ekki að vaska upp. Yndislegt og allt
öðruvísi en starf mitt hjá Óperunni
sem er samt líka skemmtilegt. En
hvílík vinnutörn! Það er enginn
hefðbundinn matmálstími hjá
laxveiðimönnum. Hádegismaturinn
var tvíréttaður en hann snæddu
þeir um tvöleytið. Þríréttaður
kvöldmatur var svo borinn fram
þegar nálgaðist miðnætti. Ég vann
sextán tíma á dag í sumarfríinu
mínu, svaf sex til sjö tíma á nóttu
þessar fjórar vikur sem ég dvaldi
við Blöndu en það er svo skrítið að
ég kom endurnærð til baka. Á
hverjum morgni þegar ég vaknaði
hlakkaði ég til eldamennskunnar og
að kynnast nýju og skemmtilegu
fólki. Þetta var skemmtileg vertíð.“
Í huga Eddu tengist matur
skemmtilegri samveru og jákvæðri
stemmningu. „Vissulega huga ég að
hollustunni og línunum en finnst í
góðu lagi að gera sér öðru hvoru
dagamun og nota smjör og rjóma,“
segir Edda sem fengið hefur við-
urnefnið óperukokkur og kímir bara
við því.
Lax í dill- og sojasósu
Fyrir 4–6 sem forréttur
500–700 g laxaflök, skorið í bita
og kælt
½ bolli ólífuolía
¼ bolli sojasósa
1⁄8 bolli sítrónusafi
2–4 msk. ferskt dill eða ½–1 tsk.
þurrkað
negull, malaður
ruccola-salatblöð eða spínat sem
meðlæti
Blandið ólífuolíu, sojasósu og sí-
trónusafa saman ásamt dilli og neg-
ul. Látið laxinn liggja í kryddleg-
inum í nokkra tíma. Takið smávegis
af kryddleginum frá til þess að bera
fram með réttinum. Bakið síðan lax-
abitana í ofni við 180°C í 15–20 mín-
útur. Berið fram með ruccola-
salatblöðum eða spínati.
Í boðinu var rétturinn borinn
fram sem kaldur forréttur með mel-
ónum og salati en hann er einnig
mjög góður sem heitur aðalréttur.
Edda mælir með Raimat Char-
donnay-hvítvíni með réttinum.
Lambalæri með
myntusósu
lambalæri
maldonsalt
svartur pipar
hvítlauksrif
Kryddið lærið eftir smekk og
stingið í það hvítlauksrifjum. Setjið
lærið í steikarfat og steikið í ofni við
200°C í 20 mínútur. Lækkið hitann
þá niður í 140°C í u.þ.b. 45 mínútur.
Skerið lærið niður í þunnar sneiðar.
Gott er að láta lærið standa í 20–30
mínútur áður en það er skorið.
Myntusósa
1 bolli hvítvínsedik
6 msk. sykur
¼ bolli mynta, söxuð
Sjóðið edik og sykur saman við
vægan hita í u.þ.b. 8–10 mínútur eða
þar til blandan er orðin að sírópi.
Hrærið af og til í blöndunni á með-
an. Kælið sírópið í u.þ.b. fimm mín-
útur og setjið þá myntuna út í það.
Best er að saxa myntulaufin rétt
fyrir notkun svo þau tapi ekki
bragði. Sósan er
borin fram við stofuhita.
Myntusósan er skemmtileg til-
breyting frá brúnu sósunni, einföld
og góð. Edda mælir með rauðvíninu
Raimat Abadia með lambasteikinni.
Kartöflumús
Fyrir 4
1 kg bökunarkartöflur
300–400 g sætar kartöflur
2–4 msk. piparrót
1 dós sýrður rjómi
salt og pipar
Sjóðið kartöflurnar og búið til
kartöflumús. Blandið piparrótinni
saman við og saltið og piprið eftir
smekk.
Sem tilbrigði má einnig nota
Morgunblaðið/ÞÖK
Matarást Söngvararnir kunnu vel að meta kræsingarnar. F.v. Finnur, Jamie, Angela, Bjarni óperustjóri, Edda óperukokkur, Katharina, Bjarni Thor og Snorri.
Söngelskir sælkerar
Morgunblaðið/ÞÖK
Lax Kryddlögurinn, sem inniheldur meðal annars dill og sojasósu, gælir við bragðlaukana.
Söngvarar Íslensku óp-
erunnar gættu þess vel
að vera ekki numdir á
brott úr matarboðinu
hennar Eddu Jónsdóttur,
enda af miklu að missa. Í
matarbúrinu hennar
finna jafnt söngelskir
sem laglausir ljúffengar
kræsingar.