Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 30
Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Hreindýraveiðitímabilinu er nú lokið og allmörg tonnin af kjötisem bíða í frystikistum og frystihólfum eftir því að lenda ápönnunni eða fara í ofninn. Íslenskt hreindýrakjöt á skiliðeðalvín og fá vín eiga betur við þetta kjöt en þau frá Bor- deaux. Hér eru nokkur góð Bordeaux-vín sem fáanleg eru í vínbúð- unum. Einkunnir vínanna taka líkt og ávallt mið af verði þeirra. Chateau Haut-Ballet Canon-Fronsac 2002. Liturinn djúpur og dökkur, eikin svífur yfir vænum sólberjaávexti. Öflugt, en hreint og beint og aðgengilegt. 1.990 krónur. 16/20 Chateau Pibran 2001 er vín frá Pauillac á Médoc-skaganum. Blek, blýantsydd og pennastokkur í bland við svalan sólberjaá- vöxt og jarðveg. 3.490 krónur. 16/20 Chateau Agassac 2001 er aðgengilegt og þægilegt Médoc- vín. Dökkur nánast sveskjuþurrkaður ávöxtur í bland sem og súkkulaði og kaffikeimur í nefi. Mjúkt og þægilegt en þó með góðri fyllingu. Tilbúið til neyslu en má geyma í 2–3 ár. Góð kaup. 2.690 krónur. 17/20 Les Tourelles du Longueville 2002 er „annað“ vín Chateau Pichon-Longueville Baron. Þetta er stífur og tignarlegur Pauil- lac, með þrumutannínum í bland við sólberjaávöxt og mikla eik. Þarf umhellingu 2–3 tímum áður en vínið er borið fram og mun halda áfram að batna við geymslu næstu fimm árin hið minnsta. Mjög góð kaup. 2.960 krónur. 19/20 Chateau Cantenac Brown 2001 er eitt af stóru víngerðarhús- unum í Margaux. Klassískt í uppbyggingu með meðaltannínum og farið að sýna þroska, berjaávöxturinn (kirsuber og sólber) og blóm smám saman að víkja fyrir jarðbundnari ilm og reyk. Langt og slípað í lokin. 3.790 krónur. 18/20 Brio du Cantenac Brown 2002 er svo „annað“ vín frá toppvíngerðarvínhúsi í Margaux. Kaffi og vindlakassi í bland við sólberjaávöxt með byrjandi þroska. Einstaklega aðgengilegt og drykkjarvænt. Mikið fyrir peninginn. 2.590 krónur. 18/20 Það fær svo eitt rauðvín frá Bourgogne að fljóta með í lokin, enda geta þau ekki síður fallið vel að villibráðinni. Domaine Pierre Guillemot Savigny-Les-Beaune Les Grands Picotons 2002 (hefur nú leyst 2001 af hólmi í hillunum) er vel gerður og dæmi- gerður Búrgundari með rauðum og svörtum skógarberjum, kryddjurtum og rósum í bland við vanillu. Sýrumikið með ágætum þéttleika og lengd. 2.190 krónur. 17/20 matur 30 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég hef nokkrum sinnumfjallað um Austur-Indíafjelagið við Hverfis-götu í gegnum árin. Enda rík ástæða til. Ekki einungis sú að Austur-Indíafjelagið hefur nánast frá opnun verið einn af mín- um uppáhaldsveitingastöðum held- ur einnig vegna þess að staðurinn hefur verið í stöðugri þróun og end- urnýjun. Þrátt fyrir að hafa hitt á ansi góða formúlu í upphafi hefur Austur-Indíafjelagið verið á stöð- ugri siglingu fram á við. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að leitun sé að jafngóðum indverskum veitinga- stað – og þá er ég ekki einungis að tala um Ísland. Jafnvel þegar mat- urinn er borinn saman við bestu ind- versku veitingastaði London (eða Dehli) þarf Austur-Indíafjelagið ekkert að skammast sín. Þvert á móti. Þróun staðarins hefur verið í átt að hágæða veitingastað á öllum sviðum. Frá því að vera einfaldur og kósí indverskur staður yfir í að vera glæsilegur staður með smart inn- réttingum og einstökum indversk- um fornmunum sem veggjaprýði. Það er meira lagt upp úr öllu en í upphafi, ekki bara í eldhúsinu held- ur einnig í innréttingum og borð- búnaði. Vissulega endurspeglast það einnig í verðlagi staðarins. Hann er ekki lengur ódýr, en samt sem betur fer ekki heldur mjög dýr. Matseðillinn er nú tvískiptur. Annars vegar eru réttir úr tandoor- ofni og hins vegar réttir héðan og þaðan af Indlandi, sem endurspegla ágætlega þá breidd sem landið hef- ur upp á að bjóða í kryddnotkun og matargerð. Úr tandoor-ofninum komu t.d. risarækjur tandoori jhinga, rauðar af kryddinu og mild- ar í bragði eftir að hafa legið í jóg- úrtlegi fyrir eldun. Sóma sér vel með blönduðu smátt skornu græn- meti og hrísgrjónum. Lambarétturinn gosht kalimirchi brakandi heitur á laukbeði en kjötið engu að síður ekki gegnumeldað. Kryddblandan alveg hreint stór- kostleg í bland við lambið, pipar, chili ásamt garam masala og borið fram með kóríandersósu. Einhver skemmtilegasta útgáfan af lamba- kjöti sem ég hef fengið lengi, hrein- asta unun að borða það og ég vil ganga svo langt að segja að þetta sé einhver besti réttur sem staðurinn hefur boðið upp á frá byrjun. Annar lambaréttur sem varð fyrir valinu gat ekki verið ólíkari. Kaja Gosht Masala er dæmigerður norð- ur-indverskur réttur sem byggist meira á sósunni en kjötinu. Hún er þykk og bragðmikil, rjómakennd með flóknu kryddblöndubragði. Ekki síður ljúffeng en fyrri réttur- inn. Sömuleiðis í þykkri sósu var suð- ur-indverski kjúklingarétturinn malabar kozhi curry þar sem kórí- ander og karrílauf gefa tóninn í bland við sæta kókosmjólk og greinilegt en hófstillt chili. Hrísgrjón koma með öllum rétt- um en einnig er eiginlega skylda að panta sér naan-brauð úr tandoor- ofninum (sem ég get fullyrt eftir að hafa ferðast víða um Indland að sé óvíða betra en á Austur-Indía- fjelaginu) og raitu jógúrtsósu. Góður staður fyrir hópa Þjónustan á Austur-Indíafjelag- inu er alla jafna mjög góð og skil- virk. Máltíð þarna er hvað skemmti- legust ef hópur borðar saman þannig að hægt er að panta sem flesta rétti. Þeir koma ekki á diskum heldur í sérstökum ílátum á borðið og síðan skammta menn sér að vild á diskinn. Ef svo ólíklega vill til að of mikið hefur verið pantað og ein- hverjir afgangar eru eftir á borðinu er ekkert mál að biðja starfsfólkið um að pakka matnum inn og njóta svo áfram af honum daginn eftir. Vínlistinn hefur löngum verið ein- hver veikasta hlið staðarins og svo er enn þótt glösin séu betri en þau voru. Hann samanstendur fyrst og fremst af nýjaheimsvínum úr þrúg- unum Chardonnay og Cabernet, sem eiga svo sem sæmilega við mat- inn en eru innbyrðis mjög lík. Á móti má svo sem segja að ind- verskir vínlistar eru alla jafna mjög óspennandi. Það væri þó kannski ástæða til að hafa svo sem eitt ind- verskt vín á matseðlinum? Sum þeirra, s.s. frá vínhúsinu Sula, eru alveg hreint boðleg og gætu verið skemmtilegt inlegg. p.s. Þess má geta að Austur Indía- fjelagið hefur um nokkurt skeið ver- ið með einfaldara útibú ofar á Hverfisgötunni sem heitir Austurlandahraðlestin og hefur nú annað verið opnað í Hlíðarsmára í Kópavogi. Morgunblaðið/ÞÖK Indverskt Þegar maturinn er borinn saman við bestu indversku veitingastaði í London (eða Dehli) þarf Austur-Indíafjelagið ekkert að skammast sín. Þvert á móti. Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið sem er við Hverfisgötuna. Bordeaux fyrir hreindýrakjötið » Íslenskt hrein- dýrakjöt á skilið eð- alvín og fá vín eiga bet- ur við en frá Bordeaux. Austur-Indíafjelagið Hverfisgötu 56 Pöntunarsími: 552 1630 Okkar indverska gersemi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.