Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 33

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 33 Símanotkun Íslendinga jókst hratt og á fyrsta heila starfsárinu árið 1907 voru 375 talsímar í notk- un en þeir voru orðnir 1.392 árið 1915. Fljótlega kom í ljós að bronslín- urnar sem fluttu símtöl milli staða dugðu illa og strax árið 1906 slitnaði símavírinn. Séra Ásmundur Gísla- son á Hálsi í Fnjóskadal var einn af fyrstu stöðvarstjórunum og honum brá illa þegar vart varð við fyrstu bilunina. Hann reið að biluninni við Eyrarland, gerði við línuna til bráðabirgða og reið svo heim. „Halló, Akureyri,“ sagðist hann hafa hrópað, móður og másandi í símann þegar heim kom, „og indæl meyjarrödd svaraði mér: „Það er allt í fínasta lagi á milli okkar.“ Mér fannst eins og ég hefði bjargað manni frá líftjóni.“ Upp úr miðri síðustu öld hófst svo átak við lagningu jarðsíma- strengs í stað loftlína. Jókst öryggi símasambanda þá til muna. Talsímastúlkum fækkar Enn ein stór tæknibylting í sögu símans voru sjálfvirku símarnir, en áratugi tók að innleiða þá tækni hér á landi að fullu. Þurfti fólk jafnvel að bíða árum saman eftir að fá sjálf- virkan síma. Smám saman fækkaði því talsímastúlkunum svonefndu. Í árslok 1976 höfðu 71.800 símnot- endur fengið sjálfvirkan síma en lið- lega 4.400 voru enn í handvirka kerfinu. Næsta stóra stökkið var talsamband við útlönd, en með því var hægt að tengja menn áfram við fjarlæg lönd og voru íslenskar tal- símakonur í beinu sambandi við öll heimsins horn. Fjölmargir þættir fléttast inn í fjarskiptasögu Íslendinga, til að mynda umsjón þjóðarinnar með flugumferðarstjórn og veðurþjón- ustu á norðanverðu Atlantshafi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, en Landssímanum var falið að ann- ast þessi fjarskipti. Umdæmið var stórt, náði vestur fyrir Grænland og austur undir Noregsstrendur. Samningur sem Íslendingar gerðu um þessi mál reyndist þeim mjög mikilvægur og segja má að hann hafi greitt fyrir ýmsum þeim fram- faraskrefum sem stigin voru í fjar- skiptamálum þjóðarinnar. Á það ekki síst við lagningu sæstrengj- anna Scotice og Icecan hingað til lands, en einhver merkustu tíma- mót í þróun símasambands Íslend- inga við útlönd urðu árið 1962 þegar þeir voru teknir í notkun. Lifandi myndir Tækninni fleygði hratt fram á síðari hluta 20. aldarinnar. Á sjö- unda áratugnum reistu Bandaríkja- menn lóranstöð á Gufuskálum á Snæfellsnesi og reis þar 100 manna þorp í auðninni. Upp úr 1980 var þegar orðið ljóst að GPS-staðsetn- ingarkerfi myndu leysa lóran af. Fjarskiptatæknin teygði anga sína víða og hafði þegar fyrir miðja síðustu öld náð það langt að hægt var að senda lifandi myndir milli staða og voru fyrstu tilraunir til sjónvarpssendinga gerðar hér á landi árið 1934 þótt ekki hafi það verið fyrr en áratugum síðar að ís- lenskt sjónvarp tók til starfa. Jarðstöðin Skyggnir í Mos- fellsbæ markaði þáttaskil í starf- seminni árið 1980 en með tilkomu hennar var hægt að taka á móti lif- andi myndum um gervitungl frá út- löndum. Eftir hægfara þróun um áratuga- skeið urðu framfarirnar næsta bylt- ingarkenndar um miðjan níunda áratuginn en þá kom m.a. ljósleið- arinn til sögunnar, fjarskiptahrað- braut með sívaxandi umferð. Net- væðing landsmanna var hafin. Sú tækninýjung sem snertir dag- legt líf fólks síðari ár er tilkoma far- símanna. Voru Íslendingar heldur ekki lengi að sjá kosti þessa fjar- skiptatækis þegar hann kom á markaðinn. Notendum fjölgaði hratt og í lok árs 2005 voru farsím- arnir nánast jafnmargir og íbúar landsins. Nýir tímar Allt fram til ársins 1984 hafði Landssíminn einkarétt á öllum tækjum sem tengdust fjarskiptum hér á landi, þar á meðal innflutningi á símtækjum. Árið 1997 var svo Póst og síma skipt upp og Lands- sími Íslands hf. stofnaður. Samhliða því var einkaréttur Landssímans á fjarskiptaþjónustu að fullu afnum- inn. Fyrirtækið Síminn var svo selt á 99. stofnári Landssíma Íslands og upphófst nýr kafli í fjarskiptasög- unni með tilheyrandi samkeppni á markaðnum. n innan seilingar Talsímastúlkur Það þótti fínt að vera talsímakona. Hér eru þær að störfum í Bæjarsíma Reykjavíkur árið 1923. and og tal- eykja- naður ur yf- ð. ra stétt- fs- til eggja ndið. rku aðar í ði. mi sam- opn- kemst gju- upp. ndu girnir eknir í kyggn- in í d- ðarinn ara n tek- mi mi að- lands treng- un. r. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Breytingar Cantat-3-sæstrengurinn tengdur við Vestmannaeyjar 1994. ORÐIÐ sími varð ekki strax fyrir valinu þegar menn reyndu að finna nafn á þetta fyrirbæri. Í bókinni Saga Símans í 100 ár segir að ýmist hafi verið notuð orðin hljóðþráður, hljóðberi, málmþráður, fréttaþráð- ur, málþráður eða talþráður þegar hugmyndir um símalagningu til landsins voru fyrst orðaðar. Kemur fram í bókinni að orðið sími eigi uppruna sinn í fornu nor- rænu máli, hvorugkynsorðið „síma“ merkti þráður eða band og orðið „sima“ finnst einnig í forn- ensku í sömu merkingu. Í orðabók séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili sem út kom árið 1896 koma fyrir orðin talsími og ritsími sem þýðing á orðunum „telefon“ og „telegraf“ og eru þau nýyrði eignuð Pálma Pálssyni cand.mag. Orðið festist fljótt í sessi og allt frá því að síminn kom árið 1906 er vart hægt að segja að annað orð hafi verið notað yfir þetta fjar- skiptatæki. Hljóðberi, málþráður eða sími? LÖNGUM ríkti algjör kynjaskipt- ing í mörgum störfum hjá Síman- um. Þannig var það til dæmis í hópi símsmiða. Fyrsta konan sem lærði sím- smíði var Eyrún Bachmann. Hún útskrifaðist sem línumaður haustið 1979. Þremur árum síðar varð hún símsmiður og síðan sím- smíðameistari. Hún starfar enn í sömu deildinni, sem fyrst hét Jarðsímadeild en nú Aðgangsnet – rekstur. „Þeir voru mishrifnir til að byrja með, karlarnir í deildinni, en þeir tóku mér samt vel og ég varð fljótlega „ein af strákunum“. Það þótti fullkomlega eðlilegt að segja: „Strákar, drífum í þessu“,“ er haft eftir Eyrúnu í bókinni Saga Sím- ans í 100 ár. Það kom þó oft skrít- inn svipur á marga vegfarendur þegar þeir sáu stúlku gægjast upp úr skurði. Enn er leitun að konum í þessari starfsgrein. Ein af strákunum Eyrún Bachmann að störfum. HUGMYNDIN um talsíma þótti svo fráleit þegar hún kom fyrst fram að menn voru fangelsaðir fyrir að nefna slíka firru, ef marka má frétt sem birtist í bandarísku dagblaði árið 1861. „Maður nokk- ur að nafni Jósúa Coppersmith, 46 ára gamall, hefir verið tekinn fast- ur í New York fyrir tilraunir til að ginna peninga út úr óupplýstu og hjátrúarfullu fólki með því að sýna því uppfyndingu er hann segir að geti flutt mannsröddina hvaða vegalengd sem er eftir málm- þráðum, við hinn endann. Hann kallar áhaldið „talsíma“ sem ber- sýnilega er afbökun á orðinu „rit- sími““. Svo segir: „Upplýstir menn vita, að það er ómögulegt að senda mannsröddina eftir þráðum, svo sem gert er með punkta og strik morsstafrófsins, og jafnvel þó að slíkt væri hægt, myndi það enga praktíska þýðingu hafa.“ Ekki voru allir hrifnir af síman- um og 1849 var t.d. unnið skemmdarverk á símalínum í Ken- tucky í Bandaríkjunum og sagt að þær rændu loftið rafmagni og kæmu í veg fyrir úrkomu. Bent var á að uppskera hefði brugðist eftir að línurnar voru lagðar. Fangelsi fyrir talsíma fyr- nkennd- legu við ing gu erfiði. l neins egna rstu,“ r við fór- m þjóð þá ög Þær segja að ýmislegt hafi komið á óvart við vinnslu bókarinnar. „Það er til dæmis svo ótrúlega stutt síðan við höfðum fáa möguleika í fjarskiptum,“ segir Sigurveig og bendir á að t.d. hafi það ekki verið fyrr en á níunda áratugnum sem hægt að var hringja milliliðalaust til útlanda. „Við fundum fyrir mjög mikilli tryggð fólks við fyrirtækið í gegn- um ár og áratugi,“ segir Helga Guðrún. „Það virðist alltaf hafa ver- ið mjög gott að vinna hjá Símanum og fjölmargir unnu hjá fyrirtækinu allan sinn starfsferil.“ Þær segja að þegar fólk rifji upp árin hjá Landssímanum, t.d. þeir sem störfuðu við lagningu síma- strengja yfir heiðar og vötn, fái það glampa í augun. „Það virðist mikil rómantík yfir þessum tíma,“ segir Helga Guðrún. Það sama megi segja um störf kvennanna sem störfuðu á símstöðvunum fyrstu áratugina. Það þótti nokkur upp- hefð að fá slíkt starf. „En það eru svo ótal margir sem tengjast Símanum á einn eða annan hátt,“ segir Helga Guðrún og Sig- urveig segir augljóst að landsmenn hafi viljað taka þátt í þeirri tækni- væðingu sem Landssíminn stóð fyr- ir. „Fyrirtækið opnaði frá upphafi fyrir ýmsa möguleika í atvinnu- starfsemi á Íslandi,“ segir Sig- urveig. „Ekki síst gagnvart verslun og útgerð.“ Að sögn Helgu Guðrúnar kemur vel fram í bókinni hvað saga símans tengist mörgum þáttum í íslensku samfélagi. Hún tengist ótal atburð- um í Íslandssögunni þar sem fjar- skipti léku lykilhlutverk. „Sagan tengist útvarpinu, sjón- varpinu, alþjóðafluginu og mörgu öðru. Hún hefur snert flesta Íslend- inga og er samofin atvinnusögunni alla síðustu öld.“ íður irtæki Plæging Síðasti blýstrengurinn lagður sumarið 1963. Eftirsóknarvert þótti að starfa við lagningu símastrengja um landið á síðustu öld. ýða um 600 ljósmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.