Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ANDRÚMSLOFTIÐ var þrungið spennu þeg- ar lokur hjárennslisganganna vestan við Kára- hnjúkastíflu runnu niður um hálfníuleytið í gærmorgun og vörnuðu Jöklu rennslis fram Jökuldal til ósa. Um hundrað manns voru við- staddir atburðinn í þokusudda, m.a. starfs- menn Landsvirkjunar og Impregilo, fjölmiðla- fólk og landeigandi Brúar á Jökuldal. Greiðlega gekk að renna lokunum fyrir vatns- elginn, en farvegurinn var þar um 12 metra djúpur. Mátti sjá hvernig kólgugrátt lygnt vatnið safnaðist framan við Kárahnjúkastíflu og hækkaði vatnsborð í lónstæðinu stig af stigi, hraðast framan við stífluna fram undir hádegi og alls um eina þrjátíu metra í gærdag. Jökla í uppáhaldi vegna kraftsins Jökla hefur einatt verið í uppáhaldi hjá vatnamælingamönnum vegna hins gríðarlega krafts síns, þrátt fyrir að vera hvorki lengsta né mesta jökulá landsins. Sjá mátti heima- menn og aðkomufólk hvarvetna við farveg Jöklu virða fyrir sér hvernig vatnsborðið smá- lækkaði, en til marks um hraða árinnar frá Kárahnjúkastíflu til sjávar tók það dropa í efsta lagi árinnar um 20 klukkustundir að renna frá stíflunni til árósa. Nánast ekkert vatnsmagn kemur nú í árfarveginn á kaflanum frá stíflustæðinu að Brú á Jökuldal, en eftir það renna nokkrar dragár í hann og mynda einhvers staðar á milli 50 og 60 rúmmetra meðalrennsli alls við ósa. Ómar Ragnarsson sté um borð í örk sína um 2 km ofan við Kárahnjúkastíflu í gærmorgun og lónaði þar á meðan hjárennslisgöngunum var lokað. Honum var meinað að sigla niður ána innan vinnusvæðisins við Ytri-Kárahnjúk, en segist nú kvikmynda hið deyjandi lífríki þegar náttúrumyndir hverfi og vatnið taki hvern fossinn á fætur öðrum. Hann sagði dag- inn einn hinn dapurlegasta í sögu þjóðarinnar og með þessu gengið freklega á hlut ófæddra Íslendinga. „Hér eru að hefjast mestu mögu- legu umhverfisspjöll, óafturkræf, sem orðið hafa í þessu landi. Mátt hefði fá orku á skap- legri hátt og spjöllin því unnin að þarflausu.“ Heilborun aðrennslisganganna yfir í Fljótsdal lýkur í næsta mánuði „Slagurinn er rétt að byrja, því nú er að hefjast kapphlaup erlendra þjóða sem stúta ís- lenskri náttúru svo þær geti varðveitt sína“ heldur Ómar áfram og segir enn hægt að hætta við og fram væru komnar hugmyndir um aðra nýtingu mannvirkjanna við Kára- hnjúka sem þyrfti að ræða áfram. Eftir að búið var að renna stállokunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gleði Agnar Olsen, Sigurður Arnalds, Gianni Porta og Jóhann Kröyer fagna áfanganum. Morgunblaðið/RAX Vegferð Jökla rennur frá Brúarjökli í suðvestri að Ytri Kárahnjúk þar sem hún brýtur á stíflunni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Krafti Jöklu veitt í Hálslón Fjöldi fólks við Kárahnjúka og á Jökuldal fylgdist með jökulvatninu sjatna og Hálslóni skapast hægt en örugglega þegar lokum var rennt fyrir hjáveitugöng Jökulsár á Dal vestan við Kárahnjúkastíflu Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Lokað fyrir Lokum var rennt fyrir hjáveitugöng Jöklu. Ekki svipur hjá sjón Jökulsprænan ein eftir af Jöklu í nú manngengum botni Hafrahvammagljúfurs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.