Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 35
tveimur fyrir hjárennslisgöngin var farið í að
steypa upp í raufar ofan við lokurnar og jarð-
efnum rutt niður framan við lokurnar vatns-
megin til að hindra leka inn í göngin. Næstu
daga verður steyptur gríðarmikill 15 metra
langur tappi inni í göngunum til að hindra að
vatn úr lóninu sleppi inn úr þeim. Lónið fyllist
fyrst við Kárahnjúkastíflu og svo teygir það
sig inn fyrir vinnusvæðið, Sandfell og inn með
lóninu langleiðina að jökli. Lónið fer að sleikja
munna aðrennslisganganna sem liggja yfir í
Fljótsdal um áramót, en fyrst og fremst mun
dalbotninn fara undir vatn í vetur og fylling
lónsins taka um ár. Fylgjast má með fram-
vindu lónsfyllingarinnar af útsýnispalli á Sand-
felli fram á næsta sumar, sem og af vegi inn
með lónstæðinu austanmegin og langleiðina
inn að Brúarjökli. Öllum helstu fram-
kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lýkur um
mitt næsta ár. Framundan er að ljúka heil-
borun aðrennslisganga, en um 900 metrar eru
nú óboraðir og búist við að því verki ljúki í
næsta mánuði. Vinna við styrkingar og frá-
gang í aðrennslisgöngum er þegar hafin. Þá
verður steypukápa Kárahnjúkastíflu kláruð í
nóvember. Auk frágangs verður unnið að Jök-
ulsárveitu austan Snæfells næstu tvö árin, en
hún miðlar vatni af Hraunasvæðinu.
Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX
Í HNOTSKURN
»Rennsli Jökulsár á Dal var í gær-morgun stöðvað við Kára-
hnjúkastíflu og rennur áin nú frá Brú-
arjökli inn í lónstæði Hálslóns.
»Fólk ýmist fagnaði atburðinum ígær eða mótmælti honum, t.a.m.
með kertafleytingu á Lagarfljóti og
Ómar Ragnarsson sigldi bát sínum
Örkinni við annan mann vestarlega í
lónstæðinu.
»Hálslón fyllist á einu ári og máfylgjast með framgangi þess frá
tveimur stöðum við lónstæðið utan
vinnusvæða.
»Nokkrar dragár renna í farvegJöklu neðan Brúar á Jökuldal og
mynda þannig myndarlega berg-
vatnsá.
»Framundan er að ljúka heilborunaðrennslisganganna yfir í Fljóts-
dal, ljúka vatnskápu stíflunnar og frá-
gangur og Jökulsárveita.
Morgunblaðið/RAX
Breyting Vatnsborð Hálslóns næst Kárahnjúkastíflu hafði stigið hátt í 15 metra um nónbil í gær.
ENGRA mótmælenda varð vart í gærmorgun
við Kárahnjúkastíflu þegar lokur voru settar
fyrir Jökulsá á Dal og byrjað að fylla í Háls-
lón. Ómar Ragnarsson sigldi þó örk sinni til
mótmæla nokkru ofar í farvegi Jöklu innan
lónstæðisins.
Íbúar á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð
flögguðu sumir hverjir í gær við hús sín til að
fagna fyllingu Hálslóns. Aðrir mótmæltu ör-
lögum Jöklu og virkjunarframkvæmdinni
allri með því að kveikja á kertum með trega í
hjarta og fasi við Lagarfljót í gærkvöld. Mót-
mæli fóru einnig fram í Reykjavík á sama
tíma og er jafnframt skemmst að minnast fjöl-
mennra mótmælaganga í Reykjavík, á Egils-
stöðum, Ísafirði og Akureyri fyrr í vikunni.
Viðmælendum Morgunblaðsins hjá Lands-
virkjun og Impregilo bar saman um að víst
væri það mikið mál að stöðva rennsli vatns-
falls, en það hefði verið fyrirséður hluti fram-
kvæmdarinnar og því komið nokkuð á óvart
hversu sterk viðbrögðin voru á síðustu vikum
og dögum. Ólíkar kenndir hafa vísast bærst
og bærast enn í brjósti margra Íslendinga
gagnvart fyllingu lónsins í þessari mestu
framkvæmd Íslandssögunnar, þar sem Jökla
er orðið eitt gildishlaðnasta vatnsfall landsins
fyrr og síðar. Jökla mun eftir þetta aðeins
renna í sinn gamla farveg um yfirfall þá er
lónið verður yfirfullt í góðum vatnsárum.
Áin gildishlaðin
Virkjunarsinnar flagga Hálslóni til heiðurs en
mótmælendur trega Jöklu og tapaða náttúru
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vatnsmyndun Ómar Ragnarsson og Völundur Jóhannesson sigldu milli Sauðár og Tröllagilslæks.
Nýtt landslag Aurburður eftir Jöklu í tómum hjáveitugöngum.