Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 41

Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 41 MINNINGAR ✝ Hörður SigurjónKristófersson fæddist í Reykjavík 9. október 1917. Hann lést á heimili sínu, á Kópavogs- braut 1B, 21. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjónía Stígs- dóttir, f. 4. ágúst 1875, d. 30. janúar 1962, og Kristófer Bjarni Jónsson, f. 3. ágúst 1881, d. 16. apríl 1923. Hörður var yngstur sex systk- ina, en hin voru Ingibjörg, f. 24. júní 1906, Sigurbjörg Margrét, f. 16. október 1907, Ásgeir Júlíus, f. 23. júlí 1910, Kristján Björgvin, f. 9. júlí 1913 og Bára, f. 3. sept- ember 1915. Þau eru öll látin. Hörður kvæntist 29. maí 1952 Pálínu Margréti Stefánsdóttur frá Hvalskeri við Patreksfjörð, f. 12. febrúar 1925. Foreldrar hennar voru Valborg Pétursdóttir, f. 8. janúar 1893, d. 19. júlí 1975, og Stefán Ólafsson, f. 10. janúar 1891, d. 3. maí 1942. Pálína og Hörður eiga tvær dætur, sem eru: 1) Val- borg Stella, f. 4. september 1953, maki Eggert Þór Jóhannsson, f. 21. október 1952. Synir þeirra eru a) Hörður Páll, f. 21. júlí 1973, kona hans er Dagrún Fanný Liljarsdóttir, f. 29. október 1981, þau eiga þrjú börn, b) Anton Ingi, f. 23. apríl 1981 og c) Stef- án Jóhann, f. 3. maí 1984. 2) Guðný Kristín, f. 12. febr- úar 1955, maki Bjarni Hermann Halldórsson, f. 28. júní 1955. Börn þeirra eru a) Heiða Björg, f. 5. febrúar 1975, maður hennar er Eiríkur Að- alsteinsson, f. 26. nóvember 1971, þau eiga þrjá syni, b) Hörður Sig- urjón, f. 30. júní 1981 og c) Vignir Ingi, f. 11. maí 1984. Hörður lærði bifvélavirkjun hjá mági sínum Sveini Egilssyni sem rak Ford-umboðið. Hörður fékk meistararéttindi í þeirri grein og varð það ævistarf hans. Ungur að árum fór hann í fimleikadeild Ár- manns og var í þar sýningarflokki um árabil. Hörður verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ástarkveðja og þakkir frá eigin- konu Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Pálína. Fallinn er frá minn elskulegi fað- ir, einn af frumbyggjum Kópavogs sem bjó á Digraneshæðinni eða „Holtinu“. Þetta var lítið og sam- heldið samfélag af fólki sem bjó við svipaðar aðstæður og efnahag. Þetta var hálfgerð sveit og mikið af krökkum á svipuðum aldri sem höfðu nóg rými til að leika sér á og oft var leikið íkringum húsið okkar. Einnig var leikið uppi á „Holtinu“ og þýddi þá ekki að kalla á okkur. Pabbi var vanur að flauta á okkur er við áttum að koma heim. Hann stakk tveimur fingrum upp í sig og flautaði svo hátt að ég held að hafi heyrst um hálfan Kópavog. Við systurnar gátum því ekki sagt að við hefðum ekki heyrt í honum. Pabbi var einstaklega ljúfur og skemmtilegur og alltaf til í sprell. Einnig var hann dansari af guðs náð. Ég hef það líklega frá honum að hafa gaman af dansi. Pabbi var farinn að missa hárið upp úr tvítugu og virtist því eitt- hvað eldri en hann var og heyrðist því oft: „Nei, sjáið þennan gamla sköllótta, hvað hann er klár.“ Einn- ig hafði hann gaman af að gantast við krakkana er þau spurðu hvernig hann hefði misst hárið og voru ýms- ar útgáfur af því, t.d. að hann hefði staðið svo lengi á höndum eða hlaupið svo hratt fyrir horn að hárið datt af. Fimleikatímabilið var ofarlega í huga pabba og hafði hann gaman af því að tala um það og skoða mynd- irnar sem hann átti frá því. Þá var hann til sjós á Vatnajökli í tvö ár og hafði farið víða um heiminn. Var hann búinn að fara í allar sínar heimsferðir löngu áður en ég fædd- ist. Pabbi var lærður bifvélavirki og vann við það alla sína tíð. Hann var mikill Fordmaður og fannst þeir einu almennilegu bílarnir. Pabbi átti nú aldrei neinar drossíur en mér er minnisstætt að þegar ég fékk bílprófið átti hann Ford Cort- inu sem hann „keypti nýja úr kass- anum“. Hann lánaði mér þó stund- um bílinn um helgar til að fara á rúntinn. Þá var keyrt vissan hring í kringum „Hallærisplanið“ og oft gefið í í beygjum og látið væla í dekkjunum eins og strákarnir gerðu, pabbi var þá að furða sig á því að dekkin voru eitthvað miss- litin, hann vissi ekki um strákinn í dóttur sinni og steinþagði ég um þetta. Það er ýmislegt sem hægt væri að setja á blað en ánægðust er ég með að hann gat verið heima og far- ið þaðan yfir á næsta tilverustig, tengdasynir og barnabörnin sex bú- in að kveðja hann. Það var einstak- lega kært með foreldrum mínum og mamma var ákveðin í því að hafa hann heima meðan hún gæti. Ég er ánægð með að menntun mín gat stuðlað að því að svo gat verið. Einnig fengum við ómetanlega að- stoð frá fólki í Heimahlynningu krabbameinsfélagsins. Hann hafði þrjár aðalkonurnar í lífi sínu hjá sér er hann kvaddi þennan heim. Elsku pabbi minn, nú ertu eflaust farinn að dansa tangó hinum megin og ég ætla að vera að búin að læra þann dans næst þegar við hittumst. Þín dóttir, Kristín Harðardóttir. Afi okkar var yndislegur maður sem við munum sakna sárt. Í huga okkar lifa minningar um afa sem var ávallt léttur í lund og stutt var í húmorinn. Afi átti það til að kynna sig sem Hörð hinn hárprúða og sagði að hárið hefði fokið af sér langt um aldur fram. Það var ekki að ástæðu- lausu að alpahúfan var hans aðal einkenni og yljaði honum um skall- ann hvernig sem viðraði. Afi var mikill áhugamaður um bíla og sagði að bíllinn væri góður svo lengi sem það væri Ford en það var sú tegund af bíl sem hann keyrði öll sín ár. Afi var mikill íþróttamaður og hafði ferðast ungur að aldri með fimleikafélaginu Ármanni um öll heimsins höf. Það var ávallt gaman að hlusta á sögur sem afi sagði frá þessu ævintýri sínu og skoða mynd- ir þar sem hann stóð á höndum á strompi, einnig er eftirminnileg myndin þar sem þeir félagar úr Ár- manni stóðu í handstöðu sjö á kistu. Langt fram eftir aldri sýndi afi okk- ur og sannaði að hann væri enn kattliðugur og skemmti okkur systkinum og fleirum með tilburð- um sínum. Afi þrátt fyrir að þú varst orðinn mjög veikur undir það síðasta þá varstu ávallt glaður og jákvæður og lést lítið á því bera hversu þjáður þú værir. Þú fékkst ósk þína uppfyllta að kveðja þennan heim á þínu heim- ili í kringum þá sem þú elskaðir. Afi, við munum sakna þess að heyra þig jóðla, sakna gleði þinnar og jákvæðni, sakna þess að geta ekki knúsað þig og haft þig í kring- um okkur Þín, Heiða, Hörður og Vignir. Þar sem góðir menn fara eru guðsvegir, svo er einhvers staðar ritað. Okkur sem þekktum Hörð Kristófersson duldist ekki að þar fór vænn maður sem öllum vildi gott gera, sama hvort væru menn eða málleysingar. Hann fæddist í fátækt, sjötta barn móður sinnar, einstakrar dugnaðar- og myndar- konu sem kunni vel að láta lítil efni duga til að metta svanga munna. Hörður var mikill lukkunnar pam- fíll í einkalífi sínu. Hann kvæntist sinni góðu konu Pálínu Margréti, þá orðinn 36 ára, búinn að gá vandlega í kringum sig og sá auðvitað að hún var langbesti kvenkosturinn. Þau keyptu sér lítinn sumarbústað í Kópavogi, sem var óvenju vandað- ur, miðað við að þetta var um 1954. Þessum bústað fylgdi sæmilegasta lóð, þar sem þau ræktuðu kartöflur, rabarbara og fleira sem til búdrýg- inda var. Einnig höfðu þau hænur því eggjalaust mátti heimilið ekki vera. Hörður og Pálína reistu sér sannarlega skála um þjóðbraut þvera þar sem ótrúlega stór hópur ættingja og vina átti sér griðastað hvenær sem þörfin kallaði. Systk- inabörn Pálínu voru undir þeirra verndarvæng er þau hleyptu heim- draganum út á menntabrautina. Aldrei var nei í Hadda munni er slíkt var til umræðu og aldrei latti hann konu sína er hún tók að sér að halda útskriftarveislur fyrir frænd- fólkið eða fjölmennar erfidrykkjur eftir tengda-mömmu eða mágkonu. Hörður var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og kátastur þegar sem flestir voru. Ég nefndi áðan málleysingja. Hörður og Pála voru og eru dýravinir og villikettirnir í Kópavogi fóru ekki varhluta af rausnarskap þeirra. Þegar kisurnar voru að bera nýfædda kettlingana sína í kjaftinum upp að húsinu þeirra, leggja þá einn af öðrum und- ir eldhúsgluggann, gá svo hvort ekki væri tekið eftir. Þá var nú ekki verið að tvínóna við að ylja mjólk- ina, gjarnan með heitum hafragraut og færa svöngum kisumömmunum út. Einnig hef ég grun um að krummi hafi oft fengið bita. Vel man ég þegar Hörður kom í fyrstu ferðina í átthaga sinnar heittelskuðu. Það var þröngt setið kringum dúkað borðið í litlu stof- unni á Hvalskeri, sú stofa hafði reyndar þann eiginleika að vera stór að innan þó lítil væri að utan. Að aflokinni máltíð er værð færðist yfir mannskapinn stóð verðandi tengdasonur hægt á fætur, ýtti stóli sínum aðeins frá borðinu, hóf sig ró- lega upp í handstöðu og stóð þar við almenna aðdáun, sérstaklega ung- viðisins, lét sig síga löturhægt niður í réttstöðu, strauk sér um magann og sagði: ah, þetta var nú gott. Gekk síðan til tengdó tilvonandi, smell- kyssti hana og sagði: takk fyrir matinn elskan, og hafði þar með eignast vináttu hennar ævilangt. Það fór svo sem vænta mátti að lík- ami Harðar lét undan að lokum, en sálin hélst ung og ljúf. Kæri mágur, hjartans þökk fyrir allt. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð! (Jóhannes úr Kötlum) Við Ari sendum ástvinum innileg- ar samúðarkveðjur, Ásta mágkona. Olíolíhí … hann hefur örugglega jóðlað svona þegar hann snaraði sér inn um Gullna hliðið hann Haddi hennar Pálu frænku. Hörður Sigurjón Kristófersson maðurinn hennar Pálínu móður- systur kvaddi þessa veröld okkar 21. september sl. eftir tæplega 89 ára vist hér. Það má segja að við höfum átt samleið í tæp 50 ár, þar sem minn fyrsti viðkomustaður í þessum heimi var á heimili þeirra Pálu frænku, reyndar man ég fyrst eftir honum kringum 1960 heima á Hval- skeri við Patreksfjörð, þá hafði hann komið að sunnan á græna Júníornum sínum að sækja Pálu og stelpurnar þeirra eftir sumardvöl vestra – og það sem hann hafði í far- teskinu voru þríhjól fyrir okkur Stefán, þvílíkar gersemar. Mikil glaðværð einkenndi allt fas Harðar, hláturinn og leikurinn við smáfólkið, skríðandi á fjórum fótum með eitthvert smælkið á bakinu. Í bernskuminni mínu var Hörður yf- irleitt standandi á höndum, ýmist úti á túni eða á stólunum inni. Á þessum tíma var hann eini maður- inn sem við þekktum sem var alveg nauðasköllóttur og hafði þá skýr- ingu að hárið hefði fokið af honum af því hann hljóp svo hratt, þessu trúðum við alveg. Ærsl hans við okkur systkina- börn Pálínu urðu til þess að við bundumst tryggðaböndum við þau hjón sem haldast enn þann dag í dag og heimili þeirra varð annað heimili flestra okkar þegar við hleyptum heimdraganum og ber okkur að þakka fyrir þá hlýju og vinsemd sem okkur var sýnd. Gestrisni var mikil á heimili þeirra og margar veislur haldnar þar, útskriftarveislur systkina- barna Pálínu og margar aðrar veisl- ur þar sem veitt var af rausn og miklum myndarskap og Hörður hrókur alls fagnaðar. Selpartíin, ef þeim áskotnaðist selur var hann soðinn og stórum hóp boðið til selveislu og alltaf rab- arbaragrautur á eftir. Held að ég muni ekki snæða sel héðan í frá öðru vísi en að Harðar verði minnst. Minningasjóðurinn er ótæmandi en ég læt staðar numið hér. Lífið heldur áfram og mikið væri gott ef við létum léttleikann ráða för, eins og Hörður gerði þá yrði allt alltaf gott. Pálínu, Valborgu og Kristínu og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Sólveig Arad. Haddi „frændi“, Haddi hennar Pálu frænku, lést hinn 21. septem- ber, tæplega 89 ára gamall. Hann var giftur Pálínu móðursystur minni og var þannig lagað hreint ekkert frændi minn svona sam- kvæmt kirkjubókum, en hann var miklu meira en „frændi“, hann sum sé funkeraði sem hálfgerður fóst- urpabbi stórs frændsystkinahóps að vestan, sem mörg hver, ef ekki öll, höfðu í seli að meira eða minna leyti hjá Hadda og Pálu á Digranes- veginum og síðar á Kópavogs- brautinni, þegar við héldum til stór Kópavogssvæðisins til náms eða starfa, einhvern tímann á meðan dvöl okkar syðra stóð. Haddi var hluti af stórum systkinahópi og hef- ur sjálfsagt ekki haft mikinn tíma eða rými útaf fyrir sig á meðan hann var að alast upp, og sú æfing sem hann komst í þá hefur sjálfsagt komið í góðar þarfir síðar meir, þegar við frændsystkinin gengum inn og út af heimili hans og Pálu, rétt eins og við ættum þar heima, og reyndar áttu sum okkar heima hjá þeim, meðal annars ég. Haddi taldi aldrei eftir sér að gera öðrum greiða, hvort heldur að skutla mér í skólann eða á flugvöllinn eða ná í Ívar kött I upp í símastaur. Í mörg ár kom Haddi með Pálu frænku og dæturnar Valborgu og Kristínu vestur á firði, og þurfti þá að fara á litla Junior bílnum sínum yfir Þing- mannaheiði, ég hef aldrei skilið hvernig hann kom þeim bíl yfir heiðina, hann hlýtur að hafa borið hann yfir klappirnar og fleytt hon- um yfir árnar, en vestur komst hann og til baka aftur. Fyrir utan alla manngæskuna átti Haddi ásamt Pálu mikla kattgæsku, ekki er ólíklegt að ógnin sem rak Ívar kött I upp í símastaurinn hafi verið einhver af þeim óteljandi villikött- um Digraneshæða sem var í fæði og húsnæði hjá Hadda og Pálu, og hef- ur fundist freklega á rétt sinn geng- ið með að leyfa hýsingu á Ívari ketti I og eiganda hans, mér. Þeir hétu ýmsum skrítnum nöfnum, m.a. Hvæsiköttur og Þangbranda. Svo langt gekk dekrið að svo þeir ættu sem greiðasta leið í kjallarann þá lagði hann langa spýtu úr gluggan- um sem var hátt uppi og niður á gólf. Hafragrauturinn á morgnanna var búinn til jafnt fyrir mannfólkið og kettina. Og þegar Haddi og Pála gerðu sér glaða stund á kvöldin með ostum og fleiru kruðeríi, þá fengu kettirnir líka, líka Ívar köttur I, og þar með þurfti ég að fara að kaupa Camenbert í köttinn, og þannig komst ég upp á lagið með að borða osta! Í slíkt kvöldkruðerí var jafnan kallað með því að slá skiptilykli í miðstöðvarofninn í stofunni. Nú er Lykla-Pétur búinn að slá sínum lykli í Gullna hliðið og kalla Hadda í eilífðarkruðerí í efra og ég er viss um að þar situr hann í góðu yfirlæti með Camenbert og Kópavogsketti allt í kringum sig og jóðlar fyrir gesti og gangandi. Og það veit ég að hafi ískrað í lömunum á Gullna hlið- inu hjá honum Pétri, þá hefur Haddi örugglega smurt þær um leið og hann smeygði sér inn fyrir. Pála, Valborg, Kristín og fjöl- skyldur; ég votta ykkur samúð mína við fráfall Hadda „frænda“. Eygló Aradóttir. Hörður Sigurjón Kristófersson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SÍMONARDÓTTIR, áður Þorfinnsgötu 8, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudaginn 27. september. Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Kr. Hansen, Halldór Kr. Júlíusson, Ólína Guðmundsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Sigurður Júlíusson, Anna Eyjólfsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur vinur okkar og frændi, KRISTINN BREIÐFJÖRÐ (Dinni) frá Flatey á Breiðafirði, Blesugróf 29, lést þriðjudaginn 26. september. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Heimilisfólkið Blesugróf 29 og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.