Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hlín Magn-úsdóttir fæddist
á Króki í Selárdal í
Arnarfirði 7. maí
1921. Hún andaðist
á LSH við Hring-
braut 27. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Hildur Bjarnadótt-
ir, f. 1892, d. 1939,
og Magnús Krist-
jánsson, f. 1888, d.
1966. Hún ólst upp í
Reykjavík hjá föð-
urömmu sinni Berg-
ljótu Sigurðardóttur og föð-
ursystkinum, þeim Sigríði,
Ingibjörgu, Marteini og Valdi-
mari, en dvaldi á sumrin hjá for-
eldrum sínum í Langabotni í Geir-
þjófsfirði. Systkini hennar eru:
Auður, Guðrún, Björn, Sverrir,
Hrefna (tvíburasystir Hlínar),
Kristján, Valdimar, Gísli, Kristín
gift Tore Skjenstad, hún á tvo syni
frá fyrra hjónabandi, þá Inga
Tandra og Úlf Teit Traustasyni, 4)
Margrét Hlín, hún eignaðist þrjú
börn, stúlkubarn, f. 2. desember
1975, d. 19. janúar 1976, Hlín og
Alexander Huga með Leifi Jóels-
syni. Stjúpdóttir Hlínar, dóttir
Sveins frá fyrra hjónabandi með
Andreu Davíðsdóttur, er Hrafn-
hildur, gift Sigurði Magnússyni,
þau eiga sex syni, Magnús, Andrés
Örn, Sigurð Braga, Jóhannes,
Davíð Rúnar og Jón Bjarka. Af-
komendur Hlínar og Sveins eru
samtals fimmtíu.
Eftir lát Sveins hélt Hlín heimili
með Margréti yngstu dóttur sinni
og börnum hennar. Utan heimilis
starfaði Hlín lengst af við sauma-
skap, einnig á Borgarspítalanum
við ræstingar og í býtibúri, en síð-
ustu starfsár sín vann hún á leik-
skóla.
Hún söng einnig í kórum, lengst
í kirkjukór Kópavogskirkju.
Hlín verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
og Vésteinn. Eftirlif-
andi eru Guðrún,
Hrefna, Kristín og
Vésteinn.
Hlín giftist 17. júlí
1942 Sveini Jónssyni,
f. 9. október 1910, d.
9. nóvember 1977 .
Foreldrar hans voru
Júlíana Sveinsdóttir,
f. 1884, d. 1967, og
Jón Sigfússon Berg-
mann, f. 1874, d.
1927. Hlín og Sveinn
bjuggu í Reykjavík
og Kópavogi og eign-
uðust fjórar dætur. Þær eru: 1)
Bergljót Svanhildur, gift Kjartani
Sigurjónssyni, þau eiga þrjá syni,
Svein, Sigurjón og Sindra Pál, 2)
Guðrún Arnhildur, gift Valdimari
Þorsteinssyni, þau eiga fimm
börn, Svein Kára, Pétur Hrafn,
Þorstein Braga, Guðrúnu Tinnu
og Ingu Hlín, 3) Sigríður Hulda,
Við fráfall tengdamóður minnar
leita minningarnar á hugann.
Nú eru þau umskipti orðin að hún
hefur kvatt þetta jarðneska líf og
gengið á vit annars og æðra tilveru-
stigs laus við þjáningarnar.
Hlín var af þeirri kynslóð sem ólst
upp á fyrri hluta síðustu aldar en
bernskustöðvar hennar voru í
Reykjavík hjá föðurömmu sinni og
föðursystkinum. Hún dvaldist þó
gjarnan á sumrin hjá foreldrum sín-
um í Langa-Botni í Geirþjófsfirði.
Það var gaman að ræða við hana
um bernsku- og æskuár hennar og
fá þar með innsýn í þá veröld sem
var.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
1962 bjuggu þau hjónin í Lindar-
hvammi 11 í Kópavogi en það hús
höfðu þau byggt af mesta dugnaði,
því fylgdi stór lóð en þau hófust
strax handa við að rækta hana og
fegra. Garðurinn var þeirra líf og
yndi og samhent hlúðu þau að jurt-
unum og glöddust yfir því að sjá
þær dafna og þroskast.
Ekki voru það einasta jurtirnar
sem döfnuðu og þroskuðust í Lind-
arhvammi, dæturnar áttu þarna sín
bernsku- og æskuár, en þeim
bjuggu þau hjón gott heimili með
góðum bókakosti, þar var sungið og
spilað og hlustað á tónlist en þau
hjónin voru bæði miklir listunnend-
ur. Á síðustu árunum í Lindar-
hvammi lagðist skuggi yfir til-
veruna, Sveinn missti heilsuna og
erfiðlega gekk að ná endum saman
fjárhagslega. Því var gripið til þess
ráðs að selja húsið. Þar með fór
garðurinn góði og sá gleðigjafi sem
garðræktin hafði verið þeim hjón-
um.
Eftir að Sveinn lést hélt Hlín
heimili með Margréti yngstu dóttur
sinni og átti stóran þátt í uppeldi
barna hennar, svo að segja mætti að
hún hafi alið upp tvær kynslóðir.
Hlín var listhneigð og eftir hana
liggja nokkur myndverk sem prýða
heimili dætra og barnabarna falleg
vatnslita- og olíumálverk sem bera
vott um hæfileika sem vert hefði
verið að rækta betur en til þess
gafst ekki tími eða tækifæri í önn
daganna. Alltaf var skemmtilegt að
ferðast með henni og fylgjast með
hve hún naut hverrar stundar, eink-
um þegar hún dáðist að skrautjurt-
um og gróðri í hlýrri löndum að
ógleymdum listasöfnunum og kirkj-
unum. Einnig vakna minningar um
ýmis ferðalög innanlands og hvað
henni var eiginlegt að laga sig að öll-
um aðstæðum, fannst alltaf gaman
og alltaf var veðrið gott þótt rigndi
og blési, það fannst henni bara
hressandi, upplifði allt sem ævin-
týri. Dvölin í Súðavík í fyrrasumar,
rétt áður en hún veiktist, er ljúf í
minningunni. Hún var þar á heima-
velli, vestfirska náttúrufegurðin var
henni inngróin frá blautu barnsbeini
og allt var gott og skemmtilegt jafnt
söngur mófuglanna sem mávagargið
en ekki síst að stunda spilamennsku
með langömmubörnunum.
Hún var lengst af heilsuhraust
þar til í desember 2005 að hún
greindist með sjúkdóm þann sem nú
hefur lagt hana að velli eftir erfiða
baráttu. Alltaf skyldi hún kveðja
okkur er við í fjölskyldunni heim-
sóttum hana, með sinni vanalegu
umhyggjusemi: „Farið þið nú var-
lega og Guð blessi ykkur.“
Nú lifir aðeins minningin eftir og
þakklætið fyrir samfylgdina ásamt
voninni um endurfundi í blómagarði
eilífðarinnar.
Kjartan Sigurjónsson.
Ég man öll kvöldin með þér sem
þú stóðst við gluggann, stundum
tímunum saman, og horfðir á lit-
brigði himnanna mála sig rólega í
svefn. Slokknandi ljós þeirra kveikti
nýja og nýja gleði í augum þínum,
undur eins og í augum lítilla barna
að horfa á jólatré skreytt, kvöld eftir
kvöld, ár eftir ár.
Þau eru nú slokknuð og horfin, lit-
brigði ótal kvölda, fjólubláir, „lilla-
bláir“ eins og þú kallaðir það, bleikir
og jafnvel þessir undarlegu appels-
ínugulu glampar sem blikuðu svo
skært eins og þeir héldu að það væri
að koma dagur og þeir væru dýrasta
roðagull dögunarinnar. Þeir eru nú
allir slokknaðir, litir ótal kvölda, en
gleðin í augum þínum, þegar þú
tókst við þeim eins og þessi gjöf frá
Guði sem þeir voru, slokknar aldrei.
Brosin á vörum þínum þegar þú
tókst við gjöfum skapara þíns, brosin
í augum þínum, bjartari og fegurri
en allir litir himnanna, roðagylltir,
bleikir, fjólubláir, lillabláir, purpura-
litir, bláir, gylltir, þau slokkna aldrei,
brosin þín. Þau munu lifa og lýsa í
minningum okkar sem elskuðum þig,
þau munu loga þar glatt og hlýja
okkar um hjartaræturnar að eilífu.
Og það sem þau kenndu mér, þessi
bros, það mun aldrei slokkna, fölna,
visna né deyja.
Þau kenndu mér að kunna að meta
það sem virkilega skiptir máli í líf-
inu.
Þau eru líka horfin ofan í moldina,
öll blómin þín sem þú hafðir sérstaka
hæfileika til að hlú að og láta
blómstra. Þú gast komið til blómum
frá heitu löndunum og látið vaxa og
dafna í eldhúsgluggum á Íslandi.
Garðar þínir voru alltaf fullir af
blómum og berjum. Þær eru kannski
horfnar núna pelígóníurnar þínar og
rósirnar og öll hin blómin sem þér
þótti svo vænt um, en gleði þín yfir
þeim, brosin þín hlýju, þegar þú
samgladdist þeim yfir blómstrum
þeirra, vinanna þinn blómanna sem
þú talaðir stundum við, því þú kunnir
að meta þau, þau slokkna aldrei né
deyja, blómstrandi brosin þín lifa
með okkur öllum sem elskuðu þig og
halda áfram að springa út að eilífu.
Sólin sest á hverju kvöldi. Stjörn-
urnar hverfa að morgni. En birtan
og ylurinn frá brosum þínum, rödd-
inni þinni, hlátri þínum, augum þín-
um hverfur okkur aldrei.
Það er svo margt sem þú kenndir
mér að meta sem hefur gert líf mitt
ríkara.
Tónlist, söngur, leikur, upplestur
ljóða, dans, náttúran, matargerð,
mannlífið. Og þú kenndir mér fal-
legar bænir. Þú hafðir mikla og
margvíslega hæfileika og náttúru-
lega leik- og sönggleði. Að heyra þig
syngja var ógleymanlegt. Oft
söngstu „Suður um höfin“. Þú syng-
ur enn. „Þú alltaf munt lifa og aldrei
bresta þau bönd sem bundið þig
hafa við himnanna sólgyllta strönd.“
Þú lifir í mér og þinn söngur lifir í
mínum söng. Hann deyr aldrei
söngurinn þinn.
Ég man eftir öllum yndislega
matnum sem þú eldaðir. Við höfum
nú tekið af öllum borðunum og jóla-
kertin eru brunnin niður en ylurinn
sem var handan við hitann af jóla-
steikinni þinni, hrísgrjónagrautn-
um, hverju sem það var, stórt og há-
tíðlegt eða „smærra“ en engu að
síður verðmætara, kærleikurinn
sem þú bjóst matinn handa okkur til
með, hann mun áfram brenna í
hjörtum okkar, rýma fagurlega við
bjarta, heita daga, þegar þú verður
með okkur í anda á gleðistundum og
ylja okkur eigi síður á einmanaleg-
um köldum kvöldum.
Kærleikurinn sem matur og
drykkur er borinn fram með, hverf-
um ekki með matnum og drykknum
sjálfum. Kakóbollarnir klárast á
köldum vetrarkvöldum en ylurinn í
hjartanu verður alltaf eftir. „Drekk-
ið að þessu vatni og yður mun aldrei
framar þyrsta“ sagði hann sem
breytti vatni aftur í kærleika.
Ég þakka Guði fyrir að hafa verið
samferða þér á kvöldi lífs þíns og fá
að fylgjast með þínum fallegu lit-
brigðum á leið þinni inn í hvíldina.
Og ég veit að ömmusólin hans Guðs
er ekki sest. Hún lýsir hinum megin
og ef ég bara loka augunum finn ég
að hún er þarna ennþá. Lífslista-
maðurinn hefur lokið sýningu sinni
og tjaldið er fallið. Sólin lýsir áfram
hinum megin við næturtjöldin.
Og ég veit að hvíldin þín verður
full af kátínufullum dansi og angan
blóma.
Og ég mun alltaf vera vinur vina
þinna.
Hlín Leifsdóttir
Okkur langar í örfáum orðum að
kveðja vinkonu okkar Hlín Magn-
úsdóttur. Við kynntumst Hlín í
gegnum dóttur hennar og vinkonu
okkar, en fljótlega eftir góða við-
kynningu fórum við að taka upp á
því að halda svokölluð drottningar-
boð. Í því fólst að við buðum mæðr-
um okkar sem allar þrjár voru ekkj-
ur til margra ára, í flottan mat. Þar
tjölduðum við öllu sem til var að
gera þeim eftirminnilega kvöld-
stund. Þetta féll í mjög góðan jarð-
veg hjá drottningunum okkar og
ekki varð gleðin minni þegar tvær
þeirra áttuðu sig á því að þær höfðu
unnið saman í Belgjagerðinni í
gamla daga og var margt spjallað
um margar skemmtilegar uppákom-
ur og ýmislegt frá æskuárunum.
Hlín var ávallt hæg og ljúf í við-
móti og hún svo sannarlega naut
þess að vera í góðra vina hópi, njóta
ljúfra veitinga og tónlistar. Þessi
boð héldu áfram í mörg ár og alltaf
jafn ánægjuleg. Hlín hafði einstakt
yndi af blómum og gróðri yfirleitt
og við munum alltaf eftir því þegar
hún og Sigríður Hulda vinkona okk-
ar komu gangandi sumarkvöld eitt
er sól skein í heiði að Hlín segir um
leið og hún bendir á blómabeð með
mörgum blómstrandi valmúum,
„nei, sjáiði hvernig valmúinn skelli-
hlær í sólinni“. Þetta var svo lýsandi
fyrir Hlín og þá innilegu gleði sem
gróðurinn gat veitt henni. Síðasta
minning sem við höfum um Hlín er
að hún var að segja okkur frá til-
hlökkun sinni yfir að flytja á Hrafn-
istu í Reykjavík en þar hafði hún
fengið inni og ætlaði að flytja innan
skamms. „Þar er nefnilega svo góð
gluggakista að ég get haft blóm í
glugganum.“ Við hétum því þá að
færa henni pottablóm í glugga-
kistuna í innflutningsgjöf. Ekkert
varð af því þar sem hún lést áður, en
við sjáum hana vel fyrir okkur
dansa við Svein manninn sinn í
blómagarði himna eins og Sigríður
Hulda sagði þegar hún tilkynnti
okkur lát móður sinnar. „Nú er hún
mamma farin að dansa við pabba í
rósagarðinum í paradís“. Blessuð sé
minning Hlínar. Við hjón vottum af-
komendum samúð okkar.
Halldór og Hulda.
Hlín Magnúsdóttir
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Ástkær móðir okkar,
ANNA M. G. SUMARLIÐADÓTTIR,
Borg í Garði,
verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn
30. september kl. 13.00.
Halldór, Gylfi, Tómas og Kristjana
Þorsteinsbörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR KRISTINSSON
fyrrv. kaupmaður,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
24. september verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í dag, föstudaginn 29. september, kl. 11.00.
Erna Haraldsdóttir, John Moore,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason,
afabörn og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín og systir okkar,
LAUFEY BJARNADÓTTIR
frá Dalsmynni,
Kjalarnesi,
andaðist þriðjudaginn 5. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Grundar fyrir góða umönnun hin síðustu ár.
Guðjón Kr. Einarsson,
systkini hinnar látnu.
Elskulegur sonur minn, eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
ODDUR SIGURÐUR INGVARSSON,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 13. september.
Útför hans fór fram í Brejning, Jótlandi, Danmörku, föstudaginn
22. september
Soffía Axelsdóttir,
eiginkona, börn, tengdabörn
og fjölskyldur.