Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 43
✝ Erla KristínSigurðardóttir
fæddist á Akureyri
4. júní 1931. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 18. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Lovísa Ágústa
Pálsdóttir og Pálmi
Steingrímsson.
Kjörforeldrar
Erlu Kristínar voru
Steinunn Valdi-
marsdóttir og Sig-
urður Gíslason í Hvammi í Hrís-
ey.
Hinn 7. nóvember 1953 giftist
Erla Kristín Jó-
hanni Sigurbjörns-
syni og bjuggu þau
allan sinn búskap í
Hrísey. Börn þeirra
eru Sigurður, f. 8.
júní 1953, Steinunn,
f.12. júlí 1954, Sól-
veig, f. 1. júní 1957,
Lovísa, f. 13. júní
1959, Jóhann Pétur,
f. 7. febrúar 1963
og Þröstur, f. 7.
ágúst 1969. Barna-
börnin eru 18 og
barnabarnabörn 3.
Útför Erlu Kristínar verður
gerð frá Hríseyjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma.
Þá er komið að kveðjustund. Það
er vissulega óvænt að standa í
þessum sporum nú eftir stutt veik-
indi hjá þér.
Þó við eigum öll að heita full-
orðin og vitum að dauðinn er óum-
flýjanlegur er eins og maður sé
aldrei tilbúinn til að takast á við
hann þegar á reynir.
Góðar minningar frá liðnum ár-
um koma upp í hugann á þessari
stundu, minningar frá bernskuár-
um okkar og einnig síðar.
Þú varst ein af þeim mæðrum
sem lengst af varst heimavinnandi
eins og svo margar mæður á þeim
tíma voru, enda var gott að koma
heim og hafa þig til staðar þegar
við vorum börn.
Síðan liðu árin og við fluttum að
heiman eitt af öðru og að lokum
voruð þið pabbi orðin tvö eftir. Þú
fylgdist alltaf vel með þínu fólki,
börnum, ömmubörnum og lang-
ömmubörnum. Þú gladdist þegar
allt var í lagi en hafðir áhyggjur ef
eitthvað bjátaði á einhver staðar.
Það verður skrítið að koma í
Hólabrautina og sjá þig ekki í
horninu þínu með handavinnuna
þína, en minningarnar lifa og þær
munum við geyma um ókomin ár.
Elsku mamma, við systkinin vilj-
um þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Hvíl í friði og megi guð geyma þig.
Mamma mín,
ég minnist þín
að morgni dags er sólin skín
og sendir birtu á sæ og jörð
og sveipar stafagulli fjörð.
Þú straukst mér í bernsku um brá,
blítt og hlýtt varð allt að sjá,
allt svo hljótt og undur rótt
þá yfir færðist nótt.
Mig þú signdir mjúkri hönd,
myrkrið hvarf í draumalönd.
Tilveran eitt ljúflingslag
leikur í minni sérhvern dag.
Þau eru liðin þessi ár,
og þínar hafa lokast brár.
Í mínum huga ertu enn,
að þér hændust dýr og menn
sem ekki mikils máttu sín.
Svo minnast vil ég alltaf þín.
(Helga Finnsdóttir)
Börnin þín.
Elsku amma, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum frá
mér til þín.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig í húsinu ykkar í Hrís-
ey. Þegar við sátum ég, þú og
mamma, og gerðum handavinnuna
okkar og spjölluðum saman um allt
milli himins og jarðar. Mér fannst
alltaf svo notalegt þegar ég sat hjá
þér við stóra gluggann og við
horfðum á fólkið sem labbaði
framhjá. Þú sagðir mér hvað fólkið
hét, því þú þekktir næstum alla í
eyjunni. Mér er svo minnisstætt að
þú gafst okkur krökkunum alltaf
kringlu og mjólk áður en við fórum
að sofa. Það tilheyrði þegar maður
kom til ykkar í Hrísey. Ég mun
geyma allar góðu minningarnar um
þig í hjarta mínu og ég mun hugsa
til þín hvern dag til æviloka. Ég
kveð þig með þessum sálmi, elsku
amma mín.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem.)
Þín
Karitas.
Kveðja til fóstursystur
Erla, góða Erla!
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kveldsett löngu er.
Úti þeysa álfar
um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn
hið bleika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla,
nú ertu þæg og góð!
Hart er mannsins hjarta,
að hugsa mest um sig.
Kveldið er svo koldimmt,
ég kenndi í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi
og drottinn blessi þig.
(Stefán frá Hvítadal)
Ég votta Jóa, börnum, tengda-
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum dýpstu samúð mín.
Friðrik.
Það er bæði ljúft og skylt að
minnast elskulegrar mágkonu,
Erlu Sigurðardóttur frá Hrísey,
sem lést á sjúkrahúsi í Reykjavík
18. sept. sl. eftir stutta sjúkdóms-
legu. Hún hafði lengstum verið
heilsuhraust og þrekmikil og því
komu veikindi hennar og andlát
okkur að óvörum. Nú er hún horfin
úr þessu jarðlífi og hennar er sárt
saknað af fjölskyldu, vinum og
vandamönnum.
Hugurinn líður hálfa öld aftur í
tímann og rúmlega það þegar þau
kynntust, Jóhann bróðir og Erla.
Hún vann þá við verslunarstörf á
Akureyri. Þá hafði hún lokið námi
frá Húsmæðraskólanum á Ísafirði
og tekið gagnfræðapróf frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar.
Erla vann sig inn í hug og hjörtu
okkar, hún var hlý og yfirlætislaus
í framkomu en grunnt á glaðværð-
inni. Hún var kjördóttir og einka-
barn foreldra sinna, heiðurs-
hjónanna Steinunnar
Valdimarsdóttur og Sigurðar
Gíslasonar í Hvammi í Hrísey. Á
því heimili ríkti gestrisni og góð-
vild og það var einstaklega
skemmtilegt að heimsækja þau.
Það sama má segja um heimili
Erlu og Jóhanns.
Erla og Jóhann stofnuðu heimili
í Hrísey og bjuggu þar alla tíð.
Fyrstu misserin í Hvammi í skjóli
foreldra hennar og þar fæddust
fyrstu börnin. Þau komu sér upp
eigin húsi sem þau kölluðu Sól-
vang. Það var stutt á milli Sól-
vangs og Hvamms og mikill sam-
gangur.
Erla var mikil húsmóðir og bjó
fjölskyldunni fallegt heimili. Hún
var mikil handavinnukona, saumaði
út og heklaði hvenær sem hún átti
frjálsa stund.
Jóhann stundaði sjómennsku og
útgerð og það gefur auga leið að
mikil ábyrgð hefur hvílt á Erlu
þegar hann var fjarverandi vegna
starfa sinna.
Árin liðu og þau keyptu sér
stærra hús þar sem heimili þeirra
hefur staðið síðustu áratugina.
Börnin urðu sex, þau uxu úr
grasi og fóru að heiman og stofn-
uðu eigin fjölskyldur. Öll eru þau
dugnaðar- og myndarfólk. Þau eru
öll búsett fjarri heimabyggð nema
tveir synir sem eru búsettir með
sínar fjölskyldur í Hrísey og starfa
við útgerðina með föður sínum.
Við minnumst heimsóknanna til
þeirra hjóna gegnum tíðina. Það
var alltaf tilhlökkunarefni að hitta
þau og frændfólkið í Hrísey. Okkur
er efst í huga síðasta heimsóknin á
75 ára afmælisdegi Erlu 4. júní sl.
Dæturnar og fjölskyldur komu úr
Reykjavík og það var útbúin veg-
leg veisla í tilefni dagsins. Erla var
glöð og kát og naut dagsins umvaf-
in ástvinum sínum. Það var fagurt
veður þennan sumardag og hann
verður okkur ógleymanlegur.
Við sendum kærum bróður og
fjölskyldu hans hugheilar samúð-
arkveðjur.
Þórunn og María Sigríður.
Elsku Erla.
Með söknuð í hjarta kveðjum við
þig í dag en varðveitum minningu
um ljúfa konu sem vakti yfir vel-
ferð allra. Minningar mínar um þig
eru samofnar æskuminningum um
Hrísey og heimsóknum til ykkar
Jóa frænda.
Það var alltaf svo spennandi að
fara út í Hrísey, einhver ævintýra-
ljómi yfir öllu. Keyra út á Ár-
skógssand, taka ferjuna út Hrísey
– stundum kljást við sjóhræðslu –
stíga svo á land á þessa fallegu
eyju þar sem kyrrðin og frelsið rík-
ir. Heimsækja Erlu, Jóa frænda og
öll frændsystkinin mín. Flest eru
þau eldri en ég og voru því miklar
fyrirmyndir í einu og öllu. Siggi
með sín hlýju en glettnu augu eins
og Jói frændi. Systurnar Steina,
Solla og Lovísa, sem líkt og
mamma þeirra voru alltaf að búa
til eitthvað fallegt í höndunum.
Ljúfmennið Jóhann Pétur sem
stundum reyndi að koma allskyns
furðusögum úr eyjunni inn í höf-
uðið á mér og vissara var að taka
sögurnar trúanlega. Þröstur litli
frændi, yngstur þeirra systkina,
sem fór að stunda sjóróðra korn-
ungur. Ég man ekki hvað hann var
gamall þegar hann byrjaði að róa,
kannski 12 ára, en ég man að hann
átti að halda sig rétt við land í
sjónlínu við eldhúsgluggann henn-
ar Erlu sem fylgdist vökulum aug-
um með litla stráknum sínum. Ég
minnist ferðar með Erlu út í
Hvamm til foreldra hennar, Stein-
unnar og Sigga, þar sem hún sinnti
veikri móður sinni. Eftir að Stein-
unn féll frá tóku þau Erla og Jói
föður hennar undir sinn verndar-
væng. Þannig minnist ég Erlu,
ákveðinnar í fasi með sínar skoð-
anir og meiningar á málunum, en
ávallt með hugann við alla. Vakin
og sofin yfir stóru fjölskyldunni
sinni.
Elsku Jói frændi, Siggi, Steina,
Solla, Lovísa, Jóhann, Þröstur,
tengdabörn og barnabörn. Við
mæðgur sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Blessuð sé minning Erlu.
Rósa og dætur.
Erla Kristín
Sigurðardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
RANNVEIG EIÐSDÓTTIR,
Borgarhóli,
Svalbarðseyri,
verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju laugardaginn
30. september kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri
njóta þess.
Karl Á. Gunnlaugsson, Oktavía Jóhannesdóttir,
Birna Gunnlaugsdóttir, Stefán Einarsson,
Hreinn Gunnlaugsson, Elsa Valdimarsdóttir,
Eiður Gunnlaugsson, Sigríður Sigtryggsdóttir,
Hildur Eiðsdóttir,
Eiður Eiðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HÖRÐUR SIGURJÓN KRISTÓFERSSON
bifvélavirkjameistari,
Kópavogsbraut 1b,
verður jarðsunginn föstudaginn 29. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða
SOS barnaþorp.
Pálína Stefánsdóttir,
Valborg Harðardóttir, Eggert Jóhannsson,
Kristín Harðardóttir, Bjarni Halldórsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR
sjúkraliði,
Rofabæ 45,
Reykjavík,
sem andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
21. september, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 3. október kl. 13.00.
Elsa Þ. Axelsdóttir, Pálmi Ólason,
Björk Axelsdóttir, Jón S. Pálsson,
Þyri Axelsdóttir, Ásgeir Guðnason,
Davíð Axelsson, Selma K. Albertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTJANA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Granaskjóli 12,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
2. október kl. 15:00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkin-
son-samtökin.
Guðmundur Pétursson, Þórunn Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Pétursdóttir, Einar Gylfi Jónsson,
Sigurður Pétursson, Hansína Hrönn Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HENNING ÞORVALDSSON
húsasmíðameistari,
Hamrabyggð 14,
Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 24. september.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
2. október kl. 13:00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins, sími 540 1900.
J. Steinunn Alfreðsdóttir,
Jóna Júlía Henningsdóttir, Adólf Adólfsson,
Henning Henningsson, Ása Karin Hólm,
Þorvaldur Jón Henningsson,
Henný Jóna, Vigfús, Arnar Hólm,
Lovísa Björt og Hilmar Smári.