Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 49
Þrír Frakkar náðu að landa
næsta öruggum sigri í Bikarkeppn-
inar með 175 gegn 71 í úrslitaleik
gegn Hermanni Friðrikssyni. Sveit
Hermanns gaf reyndar leikinn eftir
3 lotur þegar munaði 104 impum.
Spilarar í sveit Þriggja Frakka
voru Kristján Blöndal, Ísak Örn
Sigurðsson, Ómar Olgeirsson,
Steinar Jónsson, Stefán Jónsson og
Valur Sigurðsson.
Kristján, Ómar, Steinar
og Stefán eru að vinna sinn
fyrsta bikarmeistaratitil.
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Starfsemi vetrarins hófst með að-
alfundi 22. september. Stjórnin var
endurkjörin og skipa hana því
Garðar Garðarsson formaður,
Kristján Már Gunnarsson gjaldkeri,
Ólafur Steinason ritari, Gunnar
Þórðarson varaformaður, Björn
Snorrason meðstjórnandi og Brynj-
ólfur Gestsson meðstjórnandi.
Eftir fundinn var spilaður 11
para tvímenningur. Efstu pör urðu:
Björn Snorrason – Kristján M. Gunnarss.
33
Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss.16
Össur Friðgeirss. – Guðm.Þór Gunnarss. 14
Gísli Hauksson – Magnús Guðmss. 5
Nánar má finna um gang mála á
heimasíðu félagsins www.bridge.is/
bsel.
Næst verður spilaður eins kvölds
tvímenningur, fimmtudagskvöldið
28. september kl. 19:30 í Tryggva-
skála. Spilarar eru hvattir til að
dusta rykið af spilunum og mæta
galvaskir til spilamennsku. Síðan
tekur við 3 kvölda butlertvímenn-
ingur sem nefndur er Málarabutler-
inn. Hann verður spilaður 5., 12. og
19. október.
Gullsmárinn
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 11 borðum mánu-
daginn 25. september. Miðlungur
220. Beztum árangri náðu í NS:
Ernst Backmann - Birgir Ísleifsson 279
Halldóra Thoroddsen - Hlaðgerður Snæ-
björnsdóttir 250
Kristinn Guðmss. - Guðm. Pálsson 240
Páll Ólason - Elís Kristjánsson 235
AV
Guðm. Magnúss. - Leifur Jóhanness. 279
Haukur Guðmss. - Björn Björnsson 254
Jón Stefánsson - Eysteinn Einarsson 250
Þorgerður Sigurgeirsóttir. - Stefán Frið-
bjarnarson 242
Spilað mánu- og fimmtudaga.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
FYRSTA spilakvöld hjá Brids-
deild Breiðfirðingafélagsins á þessu
hausti var sunnudaginn 24/9. Spil-
aður var tvímenningur á átta borð-
um. Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Garðar Jónsson - Guttormur Vik 218
Unnar Guðmss. - Jóhannes Guðmss. 198
Þorl. Þórarinss. - Brynja Dyrborgard. 181
Austur-Vestur
Jón Jóhannsson - Birgir Kristjánsson 213
Gunnar Guðmss. - Sveinn Sveinsson 204
Haukur Guðbjartss. - Sveinn Kristinss. 202
Sunnudaginn 1/10 verður spilaður
eins kvölds tvímenningur.Sunn-
udaginn 8/10 hefst svo fjögra kvölda
tvímenningskeppni.
Spilað er í Breiðfirðingabúð
Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19.
Þrír Frakkar
bikarmeistarar
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bikarmeistararnir Talið frá vinstri: Steinar Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson,
Valur Sigurðsson, Kristján Blöndal og Ómar Olgeirsson. Með þeim í sveit-
inni spilaði einnig Stefán Jónsson.
FRÉTTIR
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík-
ur býður upp á fræðslugöngu um
Einar Ben. laugardaginn 30. sept-
ember kl. 11.
Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur leiðir gönguna en hann skrif-
aði á sínum tíma þriggja binda rit-
verk um þjóðskáldið Einar
Benediktsson. Elsti hluti Elliða-
vatnsbæjarins, gamla hlaðan, verð-
ur skoðuð og mun Guðjón lýsa lífi
fjölskyldu Einars á þeim tíma þegar
hann óx þar úr grasi. Gengið verð-
ur umhverfis bæinn og fræðst um
líf og störf þessa merka skálds sem
Einar Ben var.
Gangan tekur um klukkustund,
er öllum opin og ókeypis. Nánari
upplýsingar má finna á www.heid-
mork.is
Fræðsluganga
um Einar Ben.
Á KOMANDI vikum mun nýkjör-
in forysta Framsóknarflokksins
halda opna fundi um land allt.
Þau Jón Sigurðsson, formaður,
Guðni Ágústsson, varaformaður
og Sæunn Stefánsdóttir munu
hitta trúnaðarmenn flokksins og
kjósendur auk annarra sem
áhugasamir eru um starf flokks-
ins og áherslur í einstökum mál-
um. Fundirnir verða samtals 20
talsins. Fyrstu fundirnir verða
haldnir sem hér segir:
Laugardagur 30. september kl.
11.00 – Reykjanesbær, Framsókn-
arhúsið, Hafnargötu 62 í Kefla-
vík.
Miðvikudagur 4. október kl.
20.30 – Reykjavík, Hvammur,
Grand Hótel við Sigtún.
Fimmtudagur 5. október kl.
20.30 – Selfoss, Hótel Selfoss.
Þriðjudagur 10. október kl.
20.30 – Akranes, Framsókn-
arhúsið, Sunnubraut 21.
20 fundir Fram-
sóknar um allt
land á næstunni
SAMTÖK náttúrustofa á Íslandi
(SNS) standa fyrir náttúrustofu-
þingi á morgun, 30. september.
Þetta er í annað skipti sem slíkt
þing er haldið í tengslum við árs-
fund félagsins. Samtök nátt-
úrustofa (www.sns.is) voru stofnuð
árið 2002 og eru aðilar að þeim
Náttúrustofa Norðurlands vestra,
Náttúrustofa Norðausturlands,
Náttúrustofa Austurlands, Nátt-
úrustofa Suðurlands, Náttúrustofa
Reykjaness, Náttúrustofa Vest-
urlands og Náttúrustofa Vest-
fjarða.
Tilgangur Náttúrustofuþinga er
að vekja athygli og kynna starf-
semi náttúrustofa og samvinnu
þeirra við aðrar stofnanir í land-
inu, svo sem Náttúrufræðistofnun
Íslands, Umhverfisstofnun, Há-
skóla Íslands, aðra háskóla og
stofnanir í landinu. Dagskrá
þingsins er fjölbreytt og hefst á
ávarpi umhverfisráðherra. Gert er
ráð fyrir að birta fyrirlestra
þingsins á heimasíðu Náttúrustofu
Norðurlands vestra (www.nnv.is)
og heimasíðu samtakanna
(www.sns.is) eftir þingið.
Að þessu sinni sér Náttúrustofa
Norðurlands vestra á Sauðárkróki
um undurbúning þingsins og verð-
ur það haldið á Bakkaflöt í Skaga-
firði og hefst klukkan 12.30. Þing-
ið er öllum opið, bæði á allt þingið
eða einstaka fyrirlestra. Nánari
upplýsingar er hægt að fá á
www.nnv.is og www.sns.is.
Þing náttúrustofa
haldið á Sauðár-
króki á morgun
LANDSMÓT Samfés, samtaka fé-
lagsmiðstöðva á Íslandi verður
haldið í 16. sinn í lok september. Í
ár verður mótið haldið í Reykjavík
og verður þema þess Fjölmenning.
Á Landsmótið mæta fulltrúar ung-
lingaráða í félagsmiðstöðvum
Samfés. Í ár er búist við því að
þátttakendur verði um 350 talsins
frá yfir 60 félagsmiðstöðvum úr
öllum landshornum.
Markmið landsmótsins er að
koma þeim unglingum saman sem
eru hvað virkust í félagslífinu í
sínum heimahögum til að skiptast
á hugmyndum, læra nýja og
áhugaverða hluti sem nýta má í
starfi vetrarins í félagsmiðstöðv-
unum og til að hitta aðra unglinga
og skemmta sér saman heila helgi
á fjölbreyttan og heilbrigðan hátt.
Á föstudagskvöldið verður opn-
unarhátíð þar sem Björn Ingi
Hrafnsson, borgarfulltrúi og for-
maður ÍTR mun bjóða þátttak-
endur velkomna ásamt formanni
Samfés og fulltrúa úr unglingaráði
Ársels. Síðan tekur við fjölbreytt
dagskrá. Landsmótið nær há-
punkti á laugardeginum 30. sept-
ember þegar öll ungmennin eyða
heilum degi um allan bæ í margs-
konar smiðjum. Um kvöldið verð-
ur afrakstur smiðjanna sýndur
öðrum þátttakendum.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heiðrar landsmótið með
nærveru sinni á laugardaginn.
Hann ætlar að fara á milli nokk-
urra smiðja til að hitta þátttak-
endur á landsmótinu og skoða
hvað þeir eru að hafast við, segir í
fréttatilkynningu.
Fjölmenning á
landsmóti Samfés
MÁLÞING um Pólland eftir komm-
únisma verður haldið í dag, föstu-
daginn 29. september, kl. 12.30 í
Háskólabíó, sal 2.
Það eru Vináttufélag Íslendinga
og Pólverja og Alþjóðamálastofnun
sem bjóða til málþingsins Dag-
skráin hefst kl. 12.30 með upplestri
úr ferðabók Jóns Björnssonar. Dag-
skrá málþingsins skiptist síðan í
þrjá hluta.
Í fyrsta hluta er fjallað um sögu
Póllands og tengsl Íslands og Pól-
lands í gegnum tíðina. Í öðrum
hluta verða pallborðsumræður með
pólskum og íslenskum þátttak-
endum. Umræðuefnin verða m.a.
reynsla Pólverja af kommúnisma,
uppbygging lýðræðis eftir hrun
kommúnismans og vandamál því
fylgjandi, og leið Pólverja inn í Evr-
ópusambandið. Í þriðja hluta munu
svo pólskir nemar við Stofnun um
pólska menningu við Varsjárhá-
skóla kynna listtengda dagskrá.
Málþingið er hluti af pólskri
menningarhátíð sem stendur frá
28. september til 1. október.
Málþing haldið
um Pólland eftir
kommúnisma
ALMENNUR félagsfundur sjúkra-
liða í Reykjavík og nágrenni sem
haldinn var á miðvikudag gerir þá
kröfu til viðsemjenda félagsins að
gengið verði frá nýjum stofnana-
samningi við sjúkraliða án frekari
tafa. Í ályktun fundarins er gerð
krafa um að við gerð stofnanasamn-
inga verði tekið tillit til þeirra breyt-
inga sem nýlega hafa verið gerðar á
kjarasamningum annarra stétta inn-
an félags- og heilbrigðisgreina.
Fundurinn krefst þess að þeir
stofnanasamningar sem þegar hafa
verið gerðir verði teknir til endur-
skoðunar og leiðréttir. Fundurinn
vekur athygli stjórnvalda á þeirri
staðreynd að nýútskrifaðir sjúkralið-
ar geta fengið sig metna sem fé-
lagsliða til að starfa utan heilbrigð-
isþjónustunnar, þrátt fyrir þá
alvarlegu staðreynd að verulegur
skortur er á sérmenntuðum starfs-
mönnum til hjúkrunarstarfa, segir í
ályktuninni.
Fundurinn krefst þess að kjör
sjúkraliða verði endurskoðuð og
metin með tilliti til menntunar, mik-
illar hjúkrunarþyngdar, álags, und-
irmönnunar og ofbeldis sem orðið er
hluti af daglegri önn þeirra sem
starfa við hjúkrun.
Gengið verði frá nýjum
stofnanasamningi við
sjúkraliða án tafar