Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 51 menning STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX).www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Fyrir þennan pening færðu sjálfskiptan jeppling sem stendur sig betur en aðrir þegar kemur að aksturseiginleikum, afli, öryggi og endingu. Hann er hvorki of stór né of lítill, situr vel á vegi en hefur samt meiri veghæð en aðrir jepplingar. Hann er á svipuðu verði og venjulegir fólksbílar en þrátt fyrir það er vélin í Forester 158 hestöfl sem er meiri kraftur en í flestum dýrari jepplingum. Umboðsmenn um land allt Subaru Forester hefur verið valinn besti jepp- lingurinn 3 ár í röð af tímaritinu Car and Driver. 2.590.000,- Subaru Forester er ódýrari en Toyota RAV4, Honda CR-V og allir hinir jepplingarnir. Samt stendur hann sig betur. * Þ að er mikið um að vera hjá Buch- binder þessa dagana. Auk þess að fylgja eftir nýjustu mynd sinni, Allt annað dæmi (e. Whole New Thing), hefur hann nýlokið við að gefa út mikið kennslurit um listina að skrifa kvikmyndahandrit, The Way of the Screenwri- ter. Amnon Buchbinder hefur væntanlega miklu að miðla í þeim efnum því hann er mikill reynslubolti þegar kemur að handritsskrifum. Auk þess að hafa sjálfur skrifað handrit að kvikmyndum og sjónvarpsefni hefur hann kennt listina við Film at York-háskólann í Toronto frá 1995. Á morgun klukkan 14.00 mun Buchbinder ræða efni bókarinnar við Sveinbjörn I. Bald- vinsson á málþingi sem haldið er á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Iðnó. „Eftir að hafa kennt handritsskrif í yfir ára- tug hef ég rekist á svo margar áskoranir sem mér finnst ekki almennilega tekið á í kennslu- bókum sem fara eftir hinu klassíska kennslu- líkani,“ upplýsir Buchbinder þegar hann er spurður út í tilurð bókarinnar. „Mig langaði að skrifa bók sem tæki fyrir helstu áskorunina við að skrifa kvikmyndahandrit, þ.e. að skrifa texta sem ekki er ætlaður til lestrar heldur sem stendur til að umbreyta í kvikmynd. Svo vildi ég líka leggja áherslu á að sagan sem sögð er hverju sinni á sitt eigið líf. Það má segja að þetta sé praktísk kennslubók um listina að skrifa handrit en á sama tíma nálgast ég viðfangsefnið frá örlítið heimspekilegu sjónarhorni, öfugt við flestar bækur sem falla í þá gryfju að fjalla um þetta sama efni á mun vélrænni hátt.“ Skortir skilning á mikilvægi sögunnar „Það er hægt að kenna tæknina en auðvitað er ekki hægt að kenna einhverjum að vera góður sögumaður,“ svarar Buchbinder þegar hann er spurður hvort yfir höfuð sé hægt að kenna umrædda kúnst. „Handritsskrif eru bundin vissum lögmálum sem hægt er að varpa ljósi á. Aðalögrunin er hins vegar að kenna fólki að tileinka sér þessa tækni án þess að halli um of á sköpunarkraft þess.“ Buchbinder segir sérstöðu þeirra rithöf- unda sem fást við kvikmyndaformið vera að vettvangur listsköpunar þeirra sé iðnaður. „Helsti óvinur handritshöfunda er og verður hreinlega skortur á skilningi hvað varðar eðli og mikilvægi góðrar sögu í samanburði við hina blessuðu formúlu. Ég held það verði sí- fellt erfiðara að segja sögu án þess að grípa til klisja og formúla því formúlurnar og klisjurn- ar verða sífellt fleiri eftir því sem tíminn líður.“ Óttaðist á tímabili að myndin væri einkabrandari Allt annað dæmi segir frá hinum þrettán ára gamla Emerson. Hann hefur alla tíð fengið kennslu hjá foreldrum sínum, síðhippum sem hafa byggt sér heimili fjarri þéttbýlinu. Í von um að vekja meiri áhuga hjá syni sínum á náminu ákveður móðir Emersons að senda hann í almennan skóla. Þar fellir hann hug til karlkyns enskukennara síns sem sjálfur reyn- ist vera skápahommi. Á sama tíma ganga for- eldrar hans í gegnum hjónabandserfiðleika sem þau reyna að hylja fyrir syni sínum. „Ég hef í gegnum tíðina eytt nokkrum sumrum í Nova Scotia-fylki, þar sem myndin var á endanum tekin upp. Fyrst þegar ég kom þangað kynntist ég fólki sem settist þar að á áttunda áratugnum til að lifa af landsins gæð- um. Mér fannst þetta áhugaverður heimur, en honum höfðu ekki verið gerð skil í kvikmynd áður. Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til mynd sem einkennist að miklu leyti af húmor. Með- höfundur minn, Daniel MacIvor, viðurkenndi fyrir mér að hann hefði einu sinni verið skot- inn í karlkyns kennara sínum og mér fannst það bráðfyndið úr hans munni. Frá þeirri stundu einsetti ég mér að finna hið kómíska í þessari aðstöðu sem undir flestum kring- umstæðum þætti varla fyndin. Ég verð samt að viðurkenna að ég var eiginlega sá eini sem sá þennan gamansama möguleika. Yfir höfuð náði fólk ekki gríninu þegar það las handritið. Ég var því mjög feginn þegar myndin var tilbúin og ég heyrði áhorfendur hlæja. Því á tímabili hélt ég að hún yrði einn allsherjar einkabrandari. Þetta er reyndar lýsandi fyrir muninn á handriti og kvikmynd. Fólk nær húmornum í myndinni en ekki í handritinu.“ Handritsskrif eru bundin vissum lögmálum Í dag verður myndin Allt ann- að dæmi frumsýnd á Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Það er hinn kan- adíski Amnon Buchbinder sem leikstýrir myndinni en hann skrifar einnig handritið við annan mann. Flóki Guð- mundsson sló á þráðinn til Kanada og spjallaði við Buch- binder um nýútkomna bók hans, handritsgerð og að sjálf- sögðu myndina. Hvolpaást Hinn þrettán ára gamli Emerson fellir hug til roskins kennara síns. floki@mbl.is ÍSLENSK kammerverk eru af öllum stærðum og gerðum, eins og tón- leikar í Norræna húsinu á sunnudag- inn báru glögglega vitni um. Þar kom KaSa-hópurinn fram og flutti tón- smíðar eftir ýmis íslensk tónskáld sem voru skemmtilega ólík, allt frá draumkenndri rómantík Sveinbjörns Sveinbjörnssonar yfir í „afstrakt“ tónlist Atla Heimis Sveinssonar með viðkomu í ýmsum straumum og stefnum á öldinni sem leið. Það var einmitt Sveinbjörn sem reið á vaðið með Tríói í e-moll fyrir fiðlu, selló og píanó sem þau Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson selló- leikari og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari léku. Flutningurinn var verulega fallegur; fiðluhljómurinn var safaríkur og hreinn, sellóleik- urinn pottþéttur og píanóspilið tært. Og túlkunin gædd sannfærandi eld- móði. Heldur síðri var strengjakvartett- inn Mors et Vita eftir Jón Leifs sem var fluttur af þeim Elfu Rún, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara og Sig- urgeiri Agnarssyni sellóleikara. Vissulega kom margt ágætlega út, en heildarhljómurinn var samt stundum dálítið loðinn og styrkleikajafnvægi á köflum ekki nægilega vel ígrundað. Sjálfsagt er Norræna húsið ekki auð- veldur staður fyrir þessa tegund tón- listar; nálægðin við flytjendur gerir að verkum að minnstu misfellur heyr- ast auðveldlega. Hér hefði meiri fág- un örugglega gert tónlistina áhuga- verðari. Annað á dagskránni var hins vegar til fyrirmyndar, „Sónata fyrir fiðlu og píanó“ eftir Jón Nordal í flutningi Elfu Rúnar og Nínu Margrétar var meistaralega framsett og Dans eftir Jórunni Viðar í túlkun Áshildar Har- aldsdóttur flautuleikara, Elfu Rúnar og Sigurgeirs sérlega skemmtilegur. Smátríó eftir Leif Þórarinsson í höndum sömu flytjenda var líka ein- staklega fallegt og „Verse I“ eftir Hafliða Hallgrímsson var snilld- arlega leikið af Áshildi og Sigurgeiri. Að mínu mati var síðastnefnda tón- smíðin með þeim athyglisverðustu á tónleikunum; tónlistin skapaði seið- andi andrúmsloft sem sat í manni lengi á eftir. Síðasta verkið á dagskránni var „Tríó nr. 1“ eftir fyrrnefndan Atla Heimi, en það er í fimm stuttum köfl- um sem allir eru óvanalega stílhreinir og fókuseraðir; tónhugmyndirnar eru settar fram á svo einbeittan hátt að jafnvel þótt tónmálið sé af „óaðgengi- legustu“ gerð er ekki annað hægt en að hlusta – og dáleiðast. Það voru þau Elfa Rún, Sigurður Bjarki og Nína Margrét sem léku og gerðu það með næmri tilfinningu fyrir smágerðustu blæbrigðum, sem óneitanlega lyfti tónlistinni í hæstu hæðir. Útkoman var verulega spennandi og áhuga- verð. Morgunblaðið/ÞÖK Íslenskt KaSa-hópurinn flutti tónsmíðar eftir ýmis íslensk tónskáld. Íslensk fjölbreytni TÓNLIST Norræna húsið Kammertónlist eftir íslensk tónskáld í flutningi KaSa-hópsins. Sunnudagur 24. september. Kammertónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.