Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 53

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 53 Íslenskt efni er vinsælasta efnið í Sjónvarpinu: Fréttir, Kastljós og íþróttir varpa ljósi á mál dagsins. Spaugstofan skoðar mál vikunnar í spaugilegu ljósi. Jón Ólafs kemur okkur á óvart með nýjum og ferskum viðmælendum í hverri viku – og tónlist kemur þar oftast við sögu. Auk þess hefjast bráðlega tveir forvitnilegir íslenskir þættir um tónlistarmenn, Tíu fingur og Tónlist er lífið. Í barnaefninu ber Stundina okkar hæst, með bæði nýtt efni og nýja umsjónarmenn. … ÍSLENSKT FÓLK Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrirskemmtilegri ljósmyndasýningu semverður opnuð nú um helgina. Um er að ræða sýningu á myndum af óþekktum stöðum, húsum og fólki úr myndasafni Þjóð- minjasafnsins.    Einhverjum þykir það kannski óspenn-andi tilhugsun að skoða ljósmyndir án nokkurra upplýsinga um hvað á þeim er en til þess er einmitt leikurinn gerður. Þjóð- minjasafnið biðlar til almennings að hjálpa sér að þekkja viðfangsefni ljósmyndanna.    Þjóðminjasafninu berast árlega fjöldinnallur af ljósmyndum og filmum úr ýms- um áttum. Myndirnar eru misvel merktar eins og gengur og því hefur Þjóðminjasafn- ið ákveðið að bregða á það ráð að leita að- stoðar almennings. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík gestaþraut er lögð fyrir gesti safnsins og líklega ekki í það síðasta heldur þar sem góður árangur hefur gefist við þessa aðferð á skráningu efnisins.    Sýningin ber yfirskriftina Ókunn sjón-arhorn og verður til sýnis í Myndasal Þjóðminjasafnsins frá og með næstkomandi laugardegi klukkan 16. Á sýningunni verða um 150 myndir til sýnis sem flestar voru teknar á tímabilinu 1930–1950. Skráning- arblöð munu liggja uppi við takist glöggum sýningargestum að bera kennsl á fólk, stað og stund sem á myndunum er.    Þetta framtak Þjóðminjasafnsins er aðmínu mati bráðsniðugt. Þarna gefst al- menningi kostur á að leggja sitt af mörkum við skráningu heimilda um líf og sögu Ís- lendinga.    Auk sýningarinnar Ókunn sjónarhornverður einnig opnuð á laugardaginn sýning á ljósmyndum Gunnlaugs P. Krist- inssonar (1929–2006). Sýningin, sem ber yf- irskriftina Myndir úr lífi mínu, verður á Veggnum fyrir framan Myndasalinn á Þjóð- minjasafninu. Gunnlaugur var virkur áhugaljósmyndari á Akureyri og samfélagið í kringum hann hans viðfangsefni. Á sýn- ingunni er brugðið upp myndum úr bæj- arlífinu á Akureyri upp úr miðri síðustu öld. Sýningin kemur frá Minjasafninu á Ak- ureyri þar sem ljósmyndasafn Gunnlaugs er varðveitt.    Báðar sýningarnar standa til 26. nóv-ember. Frá 16. september til 30. apríl er Þjóðminjasafnið opið alla daga nema mánudaga milli klukkan 11 og 17. Athygli skal vakin á því að á miðvikudögum er að- gangur að safninu ókeypis. birta@mbl.is Þekkir einhver manninn á myndinni? Óþekktur Það er kannski að einhverjum glöggum sýningargesti Þjóðminjasafnsins takist að bera kennsl á manninn á vindsænginni á þessari gömlu mynd. AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Þarna gefst almenningikostur á að leggja sitt af mörkum við skráningu heim- ilda um líf og sögu Íslendinga. ÓSKÖP var klén mæting í Salnum á þriðjudag þegar hinn að sögn heims- kunni serbneski semballeikari Smiljka Isakovi? sótti okkur heim í fyrsta sinn við aðeins ríflega 20% sætanýtingu. Því það má alveg segja strax að hér fengu menn að heyra óvenjufjölbreytta dagskrá – og í enn fjölbreyttari túlkun. Á einmitt þetta hefði vel mátt hamra í forkynningu, þó ég hafi að vísu ekki séð hana. Því spilagaldur Isakovi? var greinilega í algerum sérflokki. Hljóðfærið býður sem kunnugt hvergi nærri upp á dýna- míska breidd slaghörpunnar, heldur verða túlkendur þess umfram allt að reiða sig á mismikla rúbató-mótun, sem vill oftar en ekki verða ýmist of eða van. En í þessu tilviki vó spila- mennskan í heild skemmtilega salt milli beggja heima, og púlsfestan, eða svífandi reikulleikinn, voru ávallt á hárréttum stöðum. Fyrir vikið hélt hver einasti dagskrárliður fullri athygli, og er það meira en sagt verður um flesta semb- altónleika sem ég hef áður heyrt. Að vísu hjálpuðu hin litríku og oft exótískt þjóðlagaskotnu viðfangsefni mikið upp á sakirnar, enda harla fá- tíð á oftast barokktengdum semb- altónleikum hérlendis. Því miður kom hvorki fram af mæltum kynn- ingum né prentaðri tónleikaskrá hvað var frumsamið fyrir píanó á yngri seinni helmingi dagskrár frá Balkanlöndunum (að mestu frá 20. öld). Þó var a.m.k. eitt atriði, Svíta Búlgarans Genchos Genchevs „Á ár- bakkanum“ (2003) frumsamið fyrir sembal, enda tileinkað Smiljku. Verkin voru flest stutt en á hinn bóginn ekki færri en 19 og því ekki rúm í síminnkandi dagblaðsplássi til að reifa þau öll. „Íberísku“ (þ.e. portúgölsku og spænsku) tónskáld fyrri hlutans stóðu vel fyrir sínu og bættu víða um betur með frönskum eða ítölskum stíláhrifum ofan í þjóð- lega síðbarokkið. Landfræðilegur aðskotamaður var hér C.P.E. Bach með Tilbrigðum um La Folia, en annars stóð kannski mest upp úr sérkennileg f-moll sónata D. Scar- lattis og nýfundinn (1985) gítarískur Fandango hans er hjakkaði sífellt á i. og v. hljómsæti. Balkanlögin frá Serbíu, Búlgaríu og Grikklandi voru hreinasta eyrna- konfekt og satt að segja erfitt að gera upp á milli þeirra. En svo reynt sé að setja puttann á eitthvað þá var það kannski einkum kontrapunkt- snautnin milli grunnhljóms hins hof- ferðuga höfðingjahljóðfæris og seið- andi blóðhita þjóðlagaheimsins sem hreif mann mest upp úr skónum. Til- finningabreiddin var ótrúleg, og ým- ist mögnuð þjóðdansasveiflan, ker- skin þorpskráarstemningin (einstök augnablik voru augljóslega hífuð ef ekki sætkennd) eða ljóðræn innlifun höfunda og túlkanda í náttúruáköll hjarðpípna voru engu lík. Að ekki sé minnzt á kátu búzúkígötudansa Grikkjanna og aukalögin, ægifagran Ground Purcells og „My Lady’s Dompe“ (e.t.v. eftir Hinrik VIII), er skiluðu sér til fullnustu á nýja Du- cornet meistarahljóðfæri Salarins. Serbnesk sembalsveifla TÓNLISTSalurinn Verk eftir Seixas, Carvalho, C.P.E. Bach, Soler, D. Scarlatti, Radi?, Baji?, Mokr- anjac, Genchev, Hadzidakis, Themelis, Theodorakis og Xarhakos. Smiljka Isakovi? semball. Þriðjudaginn 16. september kl. 12. Sembaltónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.