Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 56

Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn KOMDU SNOOPY OG LEYFÐU MÉR AÐ TAKA ÞESSA HÚFU AF ÞÉR SVONA! ROSALEGA ER ÉGÁNÆGÐUR AÐ ÞESSI KJÁNALÆTI ERU BÚIN ÉG VAR ORÐINN HRÆDDUR UM AÐ VERÐA SENDUR Á MUNAÐARLEYSINGJAHÆLI ÞÓ AÐ ÉG ELSKI SYKURHÚÐUÐU SÚKKULAÐI- BOMBURNAR MÍNAR! ÞÁ FINNST MÉR BETRA ÞEGAR MORGUN- KORNIÐ ER BÚIÐ... OG BARA MJÓLKIN ER EFTIR MEÐ ÖLLU SÚKKULAÐINU OG SYKRINUM SEM ÉG BÆTTI ÚT Á STUNDUM BORÐA ÉG TVÆR EÐA ÞRJÁR SKÁLAR AF ÞESSU ÉG HEYRI AÐ HJARTAÐ ÞITT ER FARIÐ AÐ SLÁ HRAÐAR ÞEIR FRAM- LEIÐA ÞETTA LÍKA MEÐ SYKURPÚÐUM, EN MAMMA VILL EKKI KAUPA ÞAÐ HANDA MÉR ÉG ER FARINN ÚT AFTUR AÐ RÆNA OG RUPLA! VANTAR ÞIG EITTHVAÐ? JÁ HVAÐ VANTAR ÞIG? MANN SEM ER EKKI ALLTAF ÚTI AÐ RÆNA OG RUPLA! HVAÐ ER NÍU STAFA ORÐ SEM MAÐUR NOTAR ÞEGAR MAÐUR ER AÐ SPILA GOLF? ÞARNA KOMA KRAKKARNIR. ÉG VONA AÐ ÞAU VERÐI EKKI HRÆDD ÞEGAR ÞAU SJÁ Á MÉR HÁRIÐ KRAKKAR. FINNST YKKUR ÉG EKKI BREYTT? BREYTT? HVAÐ ERTU AÐ MEINA? HÁRIÐ Á MÉR AUÐVITAÐ! Æ JÁ... MÁ ÉG FARA ÚT? Æ! ÉG VONA AÐ ÉG HAFI EKKI BROTIÐ RIF ÞÚ MEINAR AÐ ÞÚ VONAR AÐ NASHYRNINGURINN HAFI EKKI BROTIÐ Í ÞÉR RIF ÞETTA GERIR ÚTSLAGIÐ. ÉG HEF ÁKVEÐIÐ MIG NÚ, HVAÐ? ÞÚ VERÐUR AÐ HÆTTA Í ÞESSARI MYND! Foreldrafélag ættleiddrabarna var stofnað í sept-ember á síðasta ári. Fé-laginu er ætlað að veita ættleiddum börnum og kjörfor- eldrum margvíslegan stuðning að ættleiðingarferli loknu, en félagið veitir ekki þjónustu eða hefur milli- göngu um ættleiðingar: „Við vinnum að því að koma réttinda- og hagsmunamálum ættleiddra barna og kjörforeldra á framfæri við opinbera aðila og einkaaðila og leggjum sérstaka áherslu á fræðsluhlutverk samtakanna,“ seg- ir Sigríður Ingvarsdóttir sem hefur verið formaður félagsins frá stofn- un. Foreldrafélagið stendur í dag fyrir námstefnu um tengslaröskun og meðferð hennar. Þar munu dr. Ronald Federici, tauga- og þroska- sálfræðingur, og meðferðarsér- fræðingarnir Nadya Molina og Krystyna Biena veita leiðbeiningar um meðferð tengslaröskunar. „Tengslaröskun (attachment dis- order) verður þegar tengsl móður við barn raskast eða rofna á meðan barnið er nýburi eða kornabarn. Ýmsir þættir geta truflað eða rofið þessi tengsl, s.s. áföll og vanræksla eða ófullnægjandi gæsla á fyrstu æviárum barnsins, sem eru þau ár sem börn eru að þroska með sér traust í garð annarra,“ útskýrir Sigríður. „Að barn eigi í nánu sam- bandi við móður á þessum aldri er talið leika lykilhlutverk í því að barnið nái seinna meir að eiga heil- brigð og eðlileg sambönd við aðrar manneskjur. Tengslaröskun getur haft alvarleg áhrif bæði á vits- munalegan og tilfinningalegan þroska barnsins og afleiðingin með- al annars verið að barnið sé fá- skiptið gagnvart öðru fólki, eða þvert á móti óeðlilega háð öðrum.“ Sigríður segir tengslaröskun ekki eingöngu henda ættleidd börn, þótt vissulega séu ættleidd börn í meiri áhættuhópi þegar kemur að skorti á tilfinningalegri örvun í frumbernsku. „Með markvissum aðgerðum má þó undantekninga- laust bæta börnum upp þann þroska sem þau hafa farið á mis við og kenna þeim að mynda eðlileg til- finningatengsl,“ segir Sigríður. Ronald Federici er að sögn Sig- ríðar einn helsti sérfræðingur heims í meðhöndlun tengslarösk- unar meðal ættleiddra barna: „Hann leggur mikla áherslu á að grípa sem fyrst inn í, svo snúa megi við neikvæðum áhrifum tengsla- röskunar og koma á öruggum og góðum tilfinningatengslum milli kjörforeldra og barns,“ segir Sig- ríður. „Sérstaklega athyglisverð er sú kenning hans að mörg börn með tengslaröskum fái ekki rétta grein- ingu og séu iðulega ranglega greind með ofvirkni eða athyglis- brest. Með réttri atferlismeðferð er hægt að vinna bug á tengsla- röskuninni og ganga þá neikvæð einkenni til baka.“ Námstefnan hefst í dag kl. níu og stendur til 16. Hún fer fram í Bratta, sal Kennaraháskóla Ís- lands. Námstefnan fer fram á ensku og er öllum opin en þátttöku- gjald er kr. 4.000 fyrir einstaklinga og kr. 6.000 fyrir hjón. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.aettleiding.is. Börn | Foreldrafélag ættleiddra barna heldur námstefnu í dag kl. 9 til 16 í Bratta, KHÍ Tengslaröskun og meðferð hennar  Sigríður Ingv- arsdóttir fæddist í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1983, stundaði nám við LSE og lauk MA- gráðu í liststjórn- un frá City Uni- versity 1990. Sigríður var sett deildarstjóri í samgöngumálaráðu- neytinu 1985–1988, starfaði við listaverkasölu hjá Sotheby’s í Lund- únum 1990–2001. Hún hefur verið formaður Karítas á Íslandi frá 1994 og formaður Foreldrafélags ætt- leiddra barna frá stofnun. Sigríður er gift Herluf Clausen og eiga þau einn son. SUÐUR-kóreskar námsmeyjar íklæddar gömlum búningum komu fram á minningarhátíðinni Seokj- eonje við Sung Kyun Kwan í Seoul síðastliðinn mánudag. Seokjeonje er hátíð sem haldin er til heiðurs Konfúsíusi sem var kínverskur heimspekingur og siðfræðihöfund- ur, en hann var uppi um 551 til 479 fyrir Krist. AP Hátíð til heiðurs heimspekingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.