Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NA 10–15 m/s
vestanl. og við
SA-ströndina.
Skýjað m/köflum
á Vesturlandi, annars skýj-
að, rigning eða súld.» 8
Heitast Kaldast
12°C 4°C
Allir velkomnir!
í Vetrargarðinum í Smáralind
laugardaginn 30. september kl. 11–18, sunnudaginn 1. október kl. 13–18
Komdu,
smakkaðu og
upplifðu!
FJÁRMÖGNUN íslensku viðskiptabank-
anna þriggja er orðin mun dýrari en hún var
í fyrra þegar bankarnir gáfu út mikið af
skuldabréfum í Evrópu og greiddu þá 0,2–
0,3% ofan á millibankavexti (Libro).
Endurfjármögnun bankanna vegna ársins
2007 lauk þegar Kaupþing banki gaf í vik-
unni út skuldabréf fyrir samtals 210 millj-
arða króna í Bandaríkjunum. Skuldabréf
Kaupþings til þriggja ára voru seld vestra
með 0,7% álagi ofan á millibankavexti, sem
er sama álag og á þriggja ára skuldabréfum
Landsbankns sem voru seld í Bandaríkj-
unum.
Ætla má því að álagið hafi um það bil þre-
faldast frá því í fyrra, en 0,3–0,6% álag til
eða frá er mikið í bankaheiminum og hefur
veruleg áhrif á samkeppnisstöðu. Full
ástæða er til að ætla að bankarnir muni að
mestu eða öllu leyti velta auknum fjár-
magnskostnaði yfir á viðskiptavini sína hér á
heimamarkaði. Glitnir nýtur bestu lánskjar-
anna af íslensku bönkunum. | 14
Fjármögnun
bankanna
mun dýrari
FJÖLDI fólks safnaðist saman við Perluna til
að rýna til himins þegar ljósin voru slökkt í
gærkvöldi. Skýjað var að mestu svo ekki gekk
vel hjá þeim sem hugðust skoða stjörnurnar.
Sumir komu í Perluna með stjörnukíki með
í för og rýndu til himins. Þótt ský hafi byrgt
undar. „Þetta var mjög flott, en ég held það
hafi skipt miklu máli hvar fólk var. Það má
eiginlega líta á þetta sem nokkurs konar
generalprufu, það gleymdist að slökkva ljósin
í nokkrum fyrirtækjum niðri í bæ og líka í al-
þingishúsinu,“ sagði Andri Snær. | 6
sýn að mestu tókst að miða út einhverjar
stjörnur með aðstoð stjörnukorts og rauð-
leitrar birtu frá vasaljósi.
Myrkvunin var hluti af opnun Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, og er
hugmynd Andra Snæs Magnasonar rithöf-
Morgunblaðið/ÞÖK
Skimað eftir stjörnum í myrkrinu
TÍU ára drengur á Akureyri, Númi
Kárason, var mjög hætt kominn í
fyrradag þegar hann lenti í kvik-
syndi. Númi var sokkinn upp undir
hendur þegar tveir fílefldir karlmenn,
sem fyrir tilviljun voru staddir í
grenndinni, náðu að bjarga honum
eftir að hafa reynt í 25 mínútur að ná
drengnum úr leðjunni. Einar Sig-
urðsson, vinur Núma, lenti í kvik-
syndinu fyrst en náði að losa sig sjálf-
ur.
Vinirnir tveir voru á reiðhjólum í
malarnámu skammt sunnan við bæ-
inn Glerá ofan Akureyrar laust eftir
klukkan fimm síðdegis á miðvikudag-
inn. „Við vorum bara að hjóla þarna í
leðjunni. Þetta virtist ekki vera
neitt,“ sagði Númi þegar Morg-
unblaðið hitti þá vinina að máli í gær.
Hann var fljótur til svars þegar spurt
var hvernig tilfinning það hefði verið
að lenda í kviksyndinu: „Það var
hræðilegt. Það var eins og skrattinn
væri að toga mig niður í jörðina,“
sagði Númi.
Þeir höfðu stigið af hjólunum og
gengu um svæðið. Einar datt fyrst
niður í leðjuna og festist. „Ég rétti
honum hjálparhönd, togaði í hann en
hann togaði mig þá ofan í og ég fest-
ist,“ segir Númi.
Mínútuspursmál
Þorsteinn Hjaltason og Finnur Að-
albjörnsson voru á ferð á mót-
orhjólum skammt frá. „Ég hljóp inn á
mótorhjólabrautina, stoppaði þá og
bað þá að koma. Mótorhjólakarlarnir
fara alltaf í stóran hring og þeir voru
sem betur fer þarna í brautinni en
ekki einhvers staðar hinum megin,“
sagði Einar, en talið er að aðeins hafi
verið mínútuspursmál hvort hægt
yrði að bjarga vini hans.
Númi segir margt hafa farið í
gegnum hugann meðan hann var
fastur og gat enga björg sér veitt.
„Ég hugsaði um það þegar ég var lít-
ill,“ sagði hann.
„Við fórum báðir að grenja. Það
var líka svo kalt,“ sagði Númi, og
Einar bætti við: „Við vorum alveg
skíthræddir.“
Morgunblaðið náði ekki sambandi
við björgunarmenn Núma í gær, en
haft er eftir Finni Aðalbjörnssyni í
Vikudegi, sem kom út í gærkvöldi, að
aðkoman hefði verið hryllileg. „Þetta
er eitthvað það erfiðasta sem ég hef
komist í en það tók okkur tvo um 25
mínútur að ná drengnum upp og
sjálfir vorum við Þorsteinn í drullu
uppundir klof. Það mátti engu
muna …“ segir Finnur í Vikudegi.
„Eins og skrattinn
væri að toga mig
niður í jörðina“
Tíu ára dreng á Akureyri bjargað eftir
að hann sökk upp að höndum í kviksyndi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glaðir Númi Kárason (t.h.) og Einar Sigurðsson í gær. Þeir lentu í miklum
háska fastir í kviksyndi sunnan við bæinn Glerá ofan Akureyrar.
Í HNOTSKURN
» Einar og Númi segjast hafaverið samtímis fastir í leðj-
unni í um það bil 15 mínútur, en
Einar náði að losa sig sjálfur.
» Númi segist hafa beðið tilguðs og hugsað um afa sinn,
Skúla, sem lést fyrir fjórum ár-
um, en þeir voru mjög nánir, að
sögn Kristjönu, móður Núma.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
BJARNI Daníelsson óperustjóri segir fjár-
hagsstöðu Íslensku óperunnar hafa batnað
verulega síðustu ár þrátt fyrir að Óperan velti
ekki meiri fjármunum nú en áður. „Rekst-
urinn gengur út á það að nýta sem best rík-
isstyrkinn, sem er langstærsta uppspretta
fjár hjá okkur,“ segir Bjarni. Vegna bættrar
fjárhagsstöðu tekst Óperunni að vera með
óvenju fjölbreytta dagskrá í vetur sem ætti að
höfða til flestra auk þess sem söngvari verður
fastráðinn, en engin fastráðning hefur verið
við Íslensku óperuna síðastliðin tvö ár. | 18
Fjölbreytni hjá
Íslensku óperunni
♦♦♦