Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, segir frá- leitt að samkeppnisyfirvöld hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar með því að vísa hluta af máli sem varðaði samráð olíufé- laganna til lögreglu, en í Morg- unblaðinu í gær hélt Ragnar H. Hall hrl. því fram að mikið hefði skort á jafnræði varðandi meðferð þess máls í samanburði við tiltekin önnur mál sem samkeppnisyfirvöld hefðu rannsakað. Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll að brot olíufélaganna á sam- keppnislögum skæru sig frá öðrum málum vegna umfangs og alvar- leika brotanna. Málinu hefði lokið með ákvörðun samkeppnisyfir- valda um stjórnvaldssektir síðla árs 2004 og þar hefðu mjög alvar- leg brot á samkeppnislögum verið leidd í ljós. Að mati samkeppnisyf- irvalda hefði málið gefið fullt tilefni til lögreglurannsóknar. Þá sagði Páll að ýmissar óná- kvæmni gætti í grein Ragnars í Morgunblaðinu í gær. Þannig mætti nefna að svonefnt grænmet- ismál hefði komið til kasta lög- reglu. Öðru máli sem Ragnar nefndi í sinni grein og varðaði tryggingafélög hefði verið lokið með sátt, án þess að gripið væri til stjórnvaldssekta. Þá væri máli sem varðar Eimskipafélag Íslands ekki lokið og Páll benti þar að auki á að það mál varðaði ekki ólöglegt sam- ráð heldur meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þessi mál væru augljóslega mjög ólík hvert öðru að gerð og umfangi og fráleitt að halda því fram að jafnræðis- regla hefði verið brotin með því að þeim hefði ekki öllum verið vísað til lögreglu. Rannsaka mál sem berast Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði að af hálfu ákæruvaldsins væri litið svo á að upphaf rann- sóknar á brotum á samkeppnislög- um væri í höndum samkeppniseft- irlitsins, áður Samkeppnisstofnun- ar. Eftirlitsstofnunin gæti síðan eftir atvikum beitt viðurlögum sem hún réði yfir eða beint máli til ákæruvalds og lögreglu. Ef mál bærist frá Samkeppniseftirlitinu tæki lögregla það til rannsóknar. Þá benti Bogi á að athugun hefði farið fram í tengslum við grænmet- ismálið svokallaða en brotin verið talin fyrnd af hálfu þeirra sem fóru með rannsóknina hjá ríkislögreglu- stjóra. Hann sagðist ekki minnast þess að máli sem varðar samráð tryggingafélaga hefði verið beint til lögreglu og því hefði það ekki sætt rannsókn hennar. Fráleitt að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu Brot olíufélaganna skera sig frá öðrum málum vegna um- fangs og alvarleika Í HNOTSKURN » Jafnræðisreglan er lög-fest í 65. grein stjórnar- skrárinnar og efni hennar er áréttað í 37. gr, stjórnsýslu- laga nr. 37/1993. » Í henni segir, að allir skulijafnir fyrir lögum og óheimilt sé að mismuna þegn- unum í lagalegu tilliti. » Tæpt ár er síðan ríkissak-sóknari fékk gögn um meint brot olíufélaganna. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGREGLAN í Kópavogi leitar enn tveggja manna sem brutu sér leið inn í hús í vesturbæ Kópavogs í gærmorgun og réðust á húsráðanda með kúbeinið að vopni. Telur lögregla að tilefni árásar- innar hafi verið bílaviðskipti milli mannanna. Sá sem fyrir árásinni varð náði að verjast árásarmönn- unum sem komu sér akandi á brott með sjónvarpstæki húsráðanda með sér. Vitað er hverjir voru þarna að verki, og eru þeir hvattir til að gefa sig fram við Lögregluna í Kópavogi. Réðust á mann vopnaðir kúbeini STJÓRN Samvinnutrygginga hefur ákveðið að heiðra minningu Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi forsætisráð- herra og prófessors í lögum, með því að veita Háskól- anum á Akureyri styrk að upphæð 10 milljónir króna til að efla nám í lögfræði við skólann. Ólafur starfaði um árabil sem lögfræðingur Samvinnu- trygginga. Hann skrifaði fjölda greina og rita um ólík lögfræðileg efni en skrif hans um stjórnskipun og mann- réttindi og bók hans um Sameinuðu þjóðirnar nægja ein og sér til að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, segir í frétt frá Háskólanum. „Rit hans Stjórnskipun Íslands er lykillinn að skilningi á réttarlegum grundvelli íslenska ríkisins.“ Styrkurinn verður nýttur til að efla rannsóknir og kennslu við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Ak- ureyri á þeim sviðum lögfræði sem voru Ólafi sérstaklega hugleikin og ber sérstaklega að nefna stjórnskipunar- rétt, þjóðarétt og mannréttindi, sem hafa frá stofnun deildarinnar verið áherslusvið í laganámi við háskólann. Í frétt Háskólans á Akureyri segir að fenginn verði prófessor í lögum til liðs við deildina og muni hann sinna kennslu og rannsóknum auk þess að halda sérstakan fyr- irlestur á árlegri ráðstefnu tileinkaðri minningu Ólafs. Ráðstefnuerindin verði gefin út með viðeigandi hætti í sérstakri ritröð kenndri við Ólaf. „Á þennan hátt mun Háskólinn á Akureyri nýta styrk- inn til að heiðra minningu Ólafs Jóhannessonar sem var án efa einn merkasti lögfræðingur þjóðarinnar bæði fyrr og síðar,“ segir í frétt skólans. Fær 10 milljónir í minn- ingu Ólafs Jóhannessonar Stjórnarskipti 1979 Ólafur Jóhannesson kemur að Bessastöðum og segir af sér og fyrir ráðuneyti sitt. Grímsey. | Almennt er ekki mikið um blómskrúð við nyrsta haf og þess vegna þykir sérstaklega gam- an að sjá blómstrandi írislauk í fal- legri októbersólinni í garðinum hennar Jórunnar Magnúsdóttur, húsmóður að Miðgörðum í Grímsey. En það eru ekki alls staðar blómstrandi blómin. Eins og fram hefur komið var tilkynnt fyrir skömmu að rekstri einu matvöru- verslunarinnar í Grímsey yrði hætt innan skamms. Verslunin hefur verið stór þáttur í samfélaginu, í raun verið félagsmiðstöð eyjar- skeggja, og því leggja heimamenn mikla áherslu á að halda verslun í eyjunni. Núverandi eigendur hafa rekið hana í sex ár. Írisblómið góða stendur hins veg- ar beint og blátt undir húsveggnum við gamla prestssetrið að Mið- görðum. Prestssetrið var byggt af séra Matthíasi Eggertssyni 1906 og er því 100 ára í ár og elsta hús eyjarinnar. Blómstrandi írislaukur í október Morgunblaðið/Helga Mattína Björnsdóttir Blóm Jórunn Magnúsdóttir, húsfreyja að Miðgörðum, og blómið góða í sólinni undir húsveggnum í Grímsey. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, al- þingismaður og fyrrverandi um- hverfisráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi fyrir komandi þingkosningar. Sigríður Anna greindi frá þessu á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fór í Valhöll í gærkvöldi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigríður að þetta væri persónuleg ákvörðun og helgaðist fyrst og fremst af því að hún hefði verið lengi í stjórnmálum. „Mér fannst einfald- lega að núna þegar allt leikur í lyndi, staða flokksins er gríðarlega sterk, mitt kjördæmi langsterkasta vígi flokksins og við höfum skilað mjög drjúgu dagsverki þar, að þá fannst mér þetta vera góður tími til að hætta,“ segir Sigríður og tók fram að hún væri afar stolt af verkum sínum og flokksins undanfarin fjögur kjör- tímabil sem hafi verið mikið fram- faratímabil fyrir þjóðina. Aðspurð hvort brotthvarf hennar úr stóli umhverfisráðherra sé ástæða þess að hún hætti núna segir Sigríður að ekk- ert eitt hafi valdið því að hún tók þessa ákvörðun, heldur spili þar margt inn í og ekki síst fjöl- skylda hennar. Sigríður hefur verið þingmaður Sjálfstæðis- flokksins frá árinu 1991 en hún sat áður í hrepps- nefnd Eyrarsveitar 1978–1990 og var oddviti í sex ár á því tímabili. Sig- ríður tók við embætti umhverfisráð- herra 15. september 2004 og gegndi því til 15. júní sl. eða í 21 mánuð. Hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og á þingi; var formaður þingflokks sjálfstæðismanna frá 1998–2003 og veitti þremur þingnefndum for- mennsku, menntamálanefnd frá 1991–2002, utanríkismálanefnd frá 2002–3 og umhverfisnefnd frá 2003–4 auk þess sem hún var for- maður Landssambands sjálfstæðis- kvenna 1989–1991. Hyggst hætta á þingi næsta vor Segist vera stolt af verkum sínum og flokksins undanfarin fjögur kjörtímabil Sigríður Anna Þórðardóttir LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni klukkustund í Safamýrinni í gær. Hámarkshraði þar er 30 km og voru flestir ökumennirnir á 50– 60 km hraða. Lögreglan segir að íbúar í nágrenninu hafi rætt við þá lögreglumenn sem voru við mæl- ingarnar og þakkað þeim fyrir. 14 óku of hratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.