Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 270. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is VILL ENGA VORKUNN FREYJA HARALDSDÓTTIR SEGIR FATLAÐA EIGA SÉR SÖMU DRAUMA OG AÐRIR >> 23 SLÁTURTÍÐ VAXANDI EFTIRSPURN EFTIR INNMATNUM HOLLT OG ÓDÝRT >> 13 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MND-sjúklingar á Íslandi þurfa að leggjast inn á stofnun þegar öndunar- erfiðleikar, sem óhjákvæmilega fylgja sjúkdómnum er hann ágerist, fara að gera vart við sig. Í Danmörku er sjúklingunum boðið upp á langtíma öndunarvélameðferð á heimili þeirra allan sólarhringinn. Formaður MND- félags Íslands vill að Íslendingar taki upp þetta stuðningskerfi Dana, sem felur m.a. í sér að sex manns eru í fullu starfi við að aðstoða sjúklinginn. Hann segir að öndunarvélameð- ferð í heimahúsum myndi gjörbreyta lífsgæðum MND-sjúklinga og gera þeim kleift að taka lengur þátt í hversdagslífinu. „Ef ég fer í öndunarvél í dag þá er það það sama og að lokast inni á stofnun. Ég flokka það ekki sem val, ég myndi frekar velja að deyja. Það er valið sem við stöndum frammi fyr- ir; að nota öndunarvél eða deyja. Og flestir MND-sjúklingar velja síðari kostinn, jafnvel í Danmörku,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND- félagsins á Íslandi. Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss segir langtíma öndunar- vélameðferð bæta lífsgæði sjúklinga og lengja líf þeirra. „Gefa ætti ís- lenskum sjúklingum, sem kjósa lang- tíma öndunarvélameðferð og uppfylla hefðbundin skilmerki um meðferðar- þörf, kost á slíkri meðferð,“ segir Þór- arinn. Miðað við tölur frá Danmörku má að sögn Þórarins álykta að við und- irbúning sólarhringsmeðferðar með öndunarvél í heimahúsum á Íslandi mætti gera ráð fyrir 3–4 skjólstæð- ingum í lok fyrsta ársins og að eftir 3 ár væru skjólstæðingarnir orðnir 5– 7. Meðferðinni er beitt hjá sjúkling- um með of skertan vöðvastyrk til að anda. Vilja að MND-sjúklingar geti valið um öndunarvélameðferð Mikil breyting á lífsgæðum sjúklinga  Liggur lífið á | Miðopna Í HNOTSKURN » Í Danmörku eru yfirleitt sexaðstoðarmenn í fullu starfi hjá sjúklingi og ganga vaktir. Hefur ekki reynst erfitt að manna þessi störf þar. » Í félagsmálaráðuneytinu ernú unnið að því að koma á þessari einstaklingsmiðuðu þjón- ustu. ALÞINGISHÚSIÐ fékk á sig nýjan og öllu bleik- ari blæ en venjulega í gærkvöldi. Ekki var um að ræða spellvirki mótmælenda heldur hafði Sól- veig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ákveðið í samráði við forystu Krabbameinsfélagsins að lýsa bleiku ljósi á Alþingi næstu daga. Með því sýnir Alþingi og alþingismenn stuðning við bar- áttuna við brjóstakrabbamein og slæst í hóp margra þekktra húsa um víða veröld í sérstöku árveknisátaki. Forseti Alþingis og varaforsetar voru viðstaddir þegar húsið skipti litum í gær- kvöldi og virtust ánægðir með breytinguna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alþingishúsið baðað bleikum ljóma Elista. AP. | Búlgarinn Veselin Topalov, heimsmeistari FIDE, og Rússinn Vladimir Kramnik, heims- meistari klofningssambands Kasp- arovs og Shorts, gerðu í gær jafn- tefli í sjöundu skákinni í sameiningareinvíginu um heims- meistaratitilinn í skák. Einvígið fer fram í Elista, höf- uðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu í Rússlandi, og var þetta fjórða jafntefli meistaranna. Kramnik vann tvær fyrstu skák- irnar, en í fimmtu umferð var Topalov dæmdur sigur eftir að Rússinn mætti ekki til leiks. Mikið hefur gengið á í einvíginu og í gær sagði framkvæmdastjóri Kramniks að hann myndi kæra FIDE eftir einvígið. Áttunda skákin fer fram í dag og þá teflir Kramnik með hvítu mönnunum en staðan er 4–3 hon- um í vil. Fjórða jafnteflið í Elista MJÓLKA, sem er einkarekin mjólk- urstöð, hefur ver- ið að hasla sér völl á markaði þar sem alger einok- un hefur ríkt til þessa en Osta- og smjörsalan er með nær 100% markaðshlutdeild í ostum að undanskildum fetaosti. Ólafur Magnússon, framkvæmda- stjóri Mjólku, segist hafa fundið fyr- ir því að mjólkuriðnaðurinn hafi beitt afli sínu gegn fyrirtækinu. „Ég hef það eftir innanbúðarheimildum að það hafi verið tekin sú ákvörðun að það skyldi knésetja Mjólku með öll- um ráðum,“ segir hann. Ólafur er ósáttur við að samkeppnisyfirvöld geti ekki beitt sér þar sem mjólk- uriðnaðurinn hafi verið undanþeginn samkeppnislögum og aðilum sem þar starfi sé því í reynd heimilt að hafa verðsamráð, samráð um verka- skiptingu auk þess sem þeir útdeili fé sem ríkið innheimti, m.a. af Mjólku. Beita afli gegn Mjólku  Tekin| B8 Ólafur Magnússon Peking. AFP | Starfsmenn Pek- ingborgar hafa þurft að fjarlægja um 40 tonn af rusli á dag á Tian- anmen-torgi eða Torgi hins him- neska friðar síðan á sunnudag, þeg- ar vikufrí þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðardags Kína hófst. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafi verið á Tiananmen- torgi á dag síðan þjóðarfríið hófst og hafa starfsmenn mátt hafa sig alla við til að halda torginu hreinu, en það er á stærð við 63 fótbolta- velli. Reyndar hefur borgin þurft að bæta við 400 starfsmönnum til að hafa undan við að hirða matar- og drykkjarílát, dagblöð og filmubox, sem gestir losa sig við á torginu. Til samanburðar má geta þess að Sorphirða Reykjavíkur fjarlægði um 40 tonn af rusli úr ruslatunnum heimahúsa sl. föstudag og að jafn- aði eru fjarlægð um 80 tonn af rusli á dag í Reykjavík, að sögn Jóns Ólafs Vilhjálmssonar, stöðvarstjóra Sorpu. Reuters Afmæli Haldið upp á 57 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína á Torgi hins himneska friðar 1. október. Rusl á Torgi hins him- neska friðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.