Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 26

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 26
ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAFÉLAGIÐ Útivist hefur ákveðið gjaldskrá í skálum félags- ins fyrir árið 2007 og tekur gildi 1. janúar. Almennt gistiverð í skálunum í Básum, Strút og á Fimmvörðuhálsi verður 2.000 kr. en 1.700 kr. í skálum við Sveinstind, Álftavötn og í Skælingum. Verð til fé- lagsmanna í Útivist verður hins vegar 1.200 kr. fyrir nóttina í öll- um skálum. Verð á tjaldgistingu við alla skála er 750 kr. á mann. Í fréttatilkynningu segir að verð- hækkanir milli ára miðist við að halda í við almennar verðhækk- anir til að rekstrargrundvöllur skálanna haldist. Vetrargisting vinsæl Það nýtur töluverðra vinsælda að gista í Útivistarskálunum yfir vetrartímann og hentar skálinn við Strút sérlega vel hvort heldur ferðast er á jeppum, vélsleðum eða á gönguskíðum. Skálarnir hafa nú verið undirbúnir fyrir veturinn og eru læstir. Panta þarf gistingu á skrifstofu félagsins og fæst þá lyk- ill að viðkomandi skála. Þó er enn skálavarsla í Básum til 15. október en ferðamönnum er bent á að panta gistingu vegna mikillar að- sóknar. Skrifstofa Útivistar er opin kl. 10–17 og síminn er 562 1000. Ný gjaldskrá hjá Útivist Útivist Vinsælt er að æja í skálanum við Strút yfir vetrartímann á fjöllum. Þ að er ó hætt að segja að sumir hafi undirbúið sig betur en aðrir fyrir Spánargönguna, því á meðan sumir menn klifu bæði Kilimanjaro og Hvannadals- hnjúk létu aðrir Esjuna duga,“ segja hjónin Anna Gísladóttir og Eiríkur Einarsson, sem fóru í sumar með gönguhópnum sínum úr röðum áhangenda Víkinga í vikulanga gönguferð um Pýreneafjallgarðinn sem skipulögð hafði verið af Göngu- Hrólfi, deildar innan Úrvals- Útsýnar. Flogið var til Barcelona og gengið um tvo þjóðgarða Spánverja, annars vegar Aigüestortes í Katalóníu og Ordesa í Aragóníu. Ekið var 300 km frá flugvellinum til bæjarins Esport þar sem áð var fyrstu nóttina. Rign- ing og haglél herjuðu á hópinn fyrsta göngudaginn, en síðan tók við sól og 20 stiga hiti. Næstu þrjár nætur var gengið frá bænum Boí í Katalóníu og síðustu þrjár næturnar frá bænum Torla í Aragóníu. Gengið var í sex daga og hæst farið í 2.400 metra hæð. Notast var endrum og sinnum við fjallataxa og hópferðabíla til að kom- ast til og frá göngustöðum. Gengnir voru tíu til tuttugu km á dag eða í fimm til átta tíma. Þótt göngumenn þyrftu hvorki að klifra né erfiða mjög á leiðinni var nauðsynlegt að vera í þokkalegu formi. „Það þýðir ekkert að standa upp úr sófanum eftir vet- urinn og ætla sér í svona göngu,“ segir Eiríkur. Enginn sprakk á limminu Tíu ár eru liðin síðan Víkingarnir fóru að ganga saman, en upphafið má rekja til þess að Eiríkur fór með hóp- inn yfir Fimmvörðuháls. „Síðan höf- um við farið í eina sameiginlega gönguferð á hverju sumri og svo göngum við saman einn sunnudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann, í hvaða veðri sem er. Um síðustu ára- mót var ákveðið að gefa svolítið í og fjölga gönguferðunum um helming. Menn tóku sig svolítið alvarlega enda sprakk enginn á limminu á Spáni,“ segir Anna, sem fengið hefur verið að vera óáreitt sjálfskipaður formaður hópsins. Eiríkur náði því svo hinn 29. janúar sl. að komast upp á topp Ki- limanjaro í Tansaníu, sem er 5.895 metra hár, ásamt bræðrunum Krist- jáni og Ólafi Karveli Pálssonum á sextugsafmæli þess síðastnefnda, en Eiríkur og Ólafur Karvel eru vinnu- félagar á Hafrannsóknastofnun. Ferðafélagarnir í hópi Víkinga voru alls sextán talsins undir far- arstjórn Margrétar Jónsdóttur og Dagnýjar Bjarnadóttur. Ferðin hafði verið ákveðin með tveggja ára fyr- irvara og þá var jafnframt hafin fjár- söfnun. Ferðin kostaði 110 þúsund krónur með öllu inniföldu, þar með töldum mat. „Ferðin stóðst svo sann- arlega allar okkar væntingar og rúm- lega það enda nutum við frábærs spænskumælandi fararstjóra, sem hefur verið búsett á Spáni og er þar öllum hnútum kunnug.“ „Þarna er landslag, gróðurfar og dýralíf mjög fjölbreytt. Há fjöll, djúpir dalir, fögur vötn, lítil sveita- þorp, eyðiþorp með hrörlegum hús- um og breiður af lyngrós og öðrum gróðri einkenna svæðið,“ segir Anna. Þetta eru lífsins lystisemdir Gönguhópurinn hefur verið nafn- laus hingað til, en í ferðinni fékk hann heitið „Lífsins lystisemdir“. „Við uppgötvuðum það nefnilega í ferðinni að við kæmumst ekkert nær því að njóta lífsins lystisemda en með því að ganga saman, njóta samveru hvert við annað, borða góðan mat og síðast en ekki síst spila golf því golf- áhugamönnum í hópnum fer sífellt fjölgandi. Eftir viku göngutúr hélt hópurinn til sólarbæjarins Sitges, sem er rétt sunnan við Barcelona, og þar biðu golfsettin eftir eigendum sínum. „En nú eru að hefjast við- haldsgöngur hér heima og er stefnt að fyrstu gönguferðinni á sunnudag- inn enda er mikill áhugi fyrir annarri utanlandsreisu úr því það tókst svo vel til með þessa fyrstu ferð okkar til útlanda,“ segir Anna að lokum. join@mbl.is Víkingar í Pýreneafjöllum Víkingar Gönguhópurinn ákvað að fara í utanlandsferð í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að farið var í fyrstu gönguferðina innanlands yfir Fimmvörðuháls. Boídalur Gist var í bænum Boí í samnefndum dal í þrjár nætur. Göngugarpar Hjónin Anna Gísladóttir og Eiríkur Einarsson í fjallgöngu. Sextán manna gönguhópur, sem til varð í Víkinni fyrir tíu árum, fór í sína fyrstu utanlandsreisu í sumar. Gengið var í viku um Katalóníu og Aragóníu. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði ferðasöguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.