Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 39 UMFERÐARÖRYGGI Í FYRRI greinum var rætt um umferðarlöggjöfina svo og markmið- asetningar yfirvalda í umferð- armálum og eftirfylgni við hana. Hér verður sjónum beint að refsingum og reynt að leita uppi hvort þær séu í samræmi við markmiðasetningu yf- irvalda, að því gefnu að viðurlög hafi áhrif á hegðan fólks í umferðinni. Eins og vikið hefur verið að áður þá er fjöldi reglu- gerða settur með umferðarlögum. Meðal þeirra má nefna reglugerð um sektir og önn- ur viðurlög við umferð- arlagabrotum nr. 575/2001 og reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi nr. 438/1998. Báðar þessar reglugerðir skipta máli þegar kemur að því að koma lögum yfir þá sem brjóta af sér í umferðinni á skilvirkan og fljótleg- an hátt. Fjöldi umferðarlagabrota er svo mikill að mjög alvarlegt ástand myndi skapast í núverandi dómskerfi ef fara þyrfti með hvert og eitt mál fyrir dómstóla. Því er heimild í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/ 1991 að afgreiða tiltekin mál með lög- reglustjórasátt þar sem sakborningi er boðið að greiða sekt og þar sem það á við að fá punkt, einn eða fleiri eftir eðli brots, í ökuferil sinn. Flestum málum lýkur með lögreglustjórasátt Sáttir sem lögreglustjóri býður eru tvenns konar; sektarboð vegna brota sem ekki færast á sakaskrá og sektargerð sem er vegna alvarlegri brota sem fara almennt á sakaskrá. Sakborningur sem ekki fellst á lög- reglustjórasátt á ávallt þann mögu- leika að verja mál sitt fyrir dóm- stólum sætti hann sig ekki við sáttarboðið. Því er kerfið í senn hugsað til að vera skilvirkt en samt þannig að ekki er gengið á grundvall- armannréttindi sem hlutlausir dóm- stólar tryggja en þangað getur kærð- ur maður alltaf leitað vilji hann ekki una niðurstöðu í lögreglustjórasátt. Í tölfræðiupplýsingum Rík- issaksóknara fyrir árið 2004 kemur fram að útsendur fjöldi sektarboða vegna umferðarlagabrota var 35.719. Sektargerðir, hinn alvarlegri hluti lögreglustjórasáttanna, vegna um- ferðarlagabrota voru hins vegar 2.137 (1), þar af um þriðjungur vegna ölvunarakstursbrota. Sektarfjárhæð er ákveðin í áðurnefndri „sekt- arreglugerð“ og einnig kemur fram í „punktareglugerðinni“ hvort og þá hversu margir ökuferilspunktar skrást í ökuferil sakborningsins. Við skoðun á þessum úrræðum sem ákveðin hafa verið með reglugerðum vakna ýmsar spurningar. Ef þær eru skoðaðar í samhengi við umferðarör- yggismarkmið yfirvalda og ábend- inga RNU kemur í ljós að ef sektum er ætlað að fylgja eftir öryggismark- miðum stjórnvalda í umferð- armálum, sem hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðunum, þá þarf að hugsa sektarfjárhæðir við ýmsum brotum alveg upp nýtt. Sektarfjárhæðir, tíðni brota og hætta sem af þeim stafar Það hefur verið rótgróið í okkar menningu að menn eigi ekki að kom- ast óvíttir frá því að brjóta reglur samfélagsins. Með refsingum vill þjóðfélagið segja við hinn brotlega að framganga hans gagnvart samborg- urunum sé ekki liðin. Réttlætiskennd almennings og öryggi skiptir ekki hvað minnstu máli. Úrræðin eru að- allega sektir og fangelsi í versta falli en einnig réttindamissir þegar refsi- kenndum viðurlögum er beitt eins og stundum (of sjaldan?) í umferð- armálum. Reynslan sýnir að refs- ingar þróast og breytast yfirleitt hægt og dómstólar taka sjaldan u- beygjur eða stór stökk í beitingu við- urlaga. Hugsanlega á hið sama við um sektarfjárhæðir og það sem kom fram hjá hr. Karli Sigurbjörnssyni biskup nýlega er hann var að leggja út af dæmisögunni um fátæku ekkj- una. Hann sagði frá því að þegar menn gæfu til góðgerðarmála þá ætti að gefa svo menn „fyndu fyrir því að þeir hefðu gefið“. Það er ljóst að þeir sem eiga næga fjármuni finna ekkert fyrir því að gefa tíuþúsundkall til hjálpar bágstöddum svo samlíkingin sé tekin áfram og að sama skapi skiptir það þá jafnlitlu er þeir þurfa að greiða sekt fyrir brot í umferðinni upp á sömu fjárhæð. Á sama tíma getur hvort tveggja skipt þann sem lítið hefur á milli handanna stórmáli. Sektarfjárhæðir fyrir umferð- arlagabrot teljast ekki mjög háar hér á landi. Algengar sektarfjárhæðir eru 5–15 þúsund krónur en í sumum brotum fer sektin stighækkandi í samræmi við alvarleikann (t.d. hraði, ölvunarástand). Hæstu sektir sem sjást í sektarreglugerðinni (80–100 þúsund) eru vegna ölvunaraksturs og aksturs þar sem ökumaður hefur verið sviptur ökuréttindum en einnig vegna brota sem tengjast aksturs- og hvíldartíma o.fl. Samræmi milli sektarfjárhæðar og þeirrar hættu eða óhagræðis sem af brotinu stafar fyrir aðra er ekki alltaf auðséð. Ágætt dæmi um þetta er sektin fyrir að aka með of háan farm og valda þannig hættu t.d. undir mannvirkjum og inni í jarðgöngum en slík brot hafa verið nokkuð í um- ræðunni. Þessi brot eru heimfærð undir 75. gr. umfl. og varða skv. sekt- arreglugerð 10.000 króna sekt (eng- inn punktur í ökuferil!). Ef sakborn- ingur greiðir sektina innan 30 daga fær hann 25% afslátt og greiðir því kr. 7.500 og „málið er dautt“. Vænt- anlega greiðir tryggingafélag öku- tækisins skaðabætur vegna tjóns ef um slíkt er að ræða nema sýnt verði fram á stórfellt gáleysi. Til viðbótar þessu má nefna að alkunna er (í það minnsta innan lögreglunnar og hjá eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar) að slík brot atvinnubílstjóra eru oft framin að áeggjan vinnuveitenda sem greiða sektina fyrir ökumann. Ef við tökum ímyndað dæmi um öku- mann sem ekur flutningabíl fulllest- uðum og of hátt hlöðnum undir ör- yggisbita í jarðgöngum og stoppar þannig umferð, tefur og truflar marga og veldur hættu og tjóni þá er ekki útilokað að honum verði boðið að ljúka málinu með greiðslu sektar (10.000) og það er heldur ekki úti- lokað að vinnuveitandinn greiði sekt- ina fyrir hann! Fleiri atriði vekja sérstaka athygli þegar sektarfjárhæðir eins og þeim er lýst í sektarreglugerðinni eru skoðaðar. Sektin fyrir að vera ekki með bílbelti (öryggisbelti) kr. 5.000 – og einn punktur í ökuferil. Í skýrslum RNU hefur ítrekað komið fram að notkunarleysi á bílbeltum er alvarlegt vandamál og ef ökumenn notuðu ætíð bílbelti væri hægt að koma í veg fyrir nokkur banaslys á hverju ári og fækka alvarlega slös- uðum. Hvatinn til að fara að lögum og vernda þannig sjálfan sig um leið er ekki inni í þeirri hugsun sem birt- ist í sektarreglugerðinni um þetta brot og á það við um fleiri. Nefna má fleiri dæmi og mjög nærtækt er að taka hættulegan ná- lægðarakstur sem kostar samfélagið stórar fjárhæðir árlega. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum (Sjóvá-Almennar gáfu tölulegar upp- lýsingar) eru aftanákeyrslur vegna nálægðaraksturs einn af stærstu út- gjaldaliðum tryggingafélaganna þeg- ar kemur að bótum vegna ökutækja- tjóna. Þau eru einnig mjög kostnaðarsöm vegna líkamstjóna. Lausleg könnun á tölfræði hjá lög- reglunni sýnir að þessi brot eru mjög sjaldséð í kæruskrám, þ.e. að kært sé fyrir nálægðarakstur og undirrit- uðum er aðeins kunnugt um fá tilvik. Viðurlög við þessu algenga broti skv. sektarreglugerð eru kr. 5.000. Hér vantar sannanlega samræmi. Hjá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman, við þ.e. hinum Norð- urlandaþjóðunum, hafa menn hugsað viðurlög við þessu broti á annan hátt. Þar eru skilgreind ákveðin mörk í því sem kalla má nálægðarakstur og rof á þeim (nálægð í sekúndum eða brot- um úr sekúndum sem tekur að fara þá vegalengd sem er milli bílanna) varða háum sektum og í sumum til- fellum sviptingu ökuréttar um lengri eða skemmri tíma, sérstaklega ef stór ökutæki eiga í hlut. Umræða um refsingar við umferð- arlagabrotum hefur ekki farið mjög hátt hér á landi. Kann að vera að ekki sé vilji til að ræða þær í samfélaginu. Þau viðurlög sem eru við umferð- arlagabrotum hér á Íslandi, bæði þau sem dæmd eru í dómsölunum (mikill minnihluti mála) og þau sem afgreidd eru með lögreglustjórasátt eins og áður er rakið, hafa þróast en þrátt fyrir það gætir ákveðinnar kyrr- stöðu. Það er helst ef til koma nýir brotaflokkar umferðarmála (t.d. brot á reglum um aksturs- og hvíld- artíma) að þar sjást viðurlög sem skera sig úr. Samanburður við hinar Norðurlandaþjóðirnar En hvernig skyldi málum vera háttað í nágrannalöndunum? Fyrir liggur að „refsipólitíkin“ í umferð- armálunum þegar kemur að hættu- brotum er önnur hjá frændum okkar á Norðurlöndunum. Trúlega hafa Norðmenn gengið tiltölulega langt í refsingum þegar kemur að brotum sem eru sérstök ógnun við umferð- aröryggið eins og t.d. ölvunarakstri. Þar er beitt bæði sektum og fangelsi sem er óskilorðsbundið ef áfeng- ismagn fer yfir 1,5 prómill. Sekt- argreiðslur eru tekjutengdar og mið- ast við ein og hálf mánaðarlaun en þó aldrei minna en kr. 10.000 nkr. (u.þ.b. 107.000 íkr.) fyrir ölvunarakst- ursbrot. Til skýringar þessu má rekja frétt sem sögð var af manni í norska dagblaðinu Dalane Tidende hinn 8. júní sl. Þar er greint frá því að 52 ára gamall Norðmaður sem ók af stað frá bílastæðahúsi að morgni dags eftir gleðskap kvöldið áður var stöðvaður af lögreglu og færður í rannsókn. Hann reyndist vera með 0,62 prómill alkóhóls í blóðinu. Sam- kvæmt blaðafréttinni var maðurinn dæmdur í fangelsisvist í 18 daga (væntanlega skilorðsbundið) og til greiðslu sektar að fjárhæð nkr 60.000 (tæplega kr. 700 þús. íslenskar m.v. gengi í byrjun september). Hann var einnig sviptur ökurétti í sex mánuði. Fram kemur í fréttinni að til grund- vallar sektinni séu lögð mánaðalaun hans, margfölduð með 1,5! Til samanburðar skal nefnt að skv. ísl. sektarreglugerðinni varðar akst- ur með 0,62 prómill í blóðinu sekt að fjárhæð kr. 50.000 (37.500 ef greitt er innan 30 daga) og sviptingu öku- réttar í fjóra mánuði (hér er ekki lagt mat á hver viðurlögin yrðu ef málið hefði farið fyrir dómstóla né heldur ef um ítrekun væri að ræða). Hér munar allnokkru á viðurlögum milli frændþjóðanna fyrir samskonar brot eða u.þ.b. 14-falt í fjármunum talið. Fara þarf nokkru hærra upp skalann í prómillum talið til að eiga vísa fang- elsisvist hér á landi fyrir ölvunar- akstursbrot, í það minnsta þegar ekki er um ítrekunarbrot að ræða. Tekið skal fram að skilgreining ölv- unarakstursmarka er ekki hin sama hér á landi og í Noregi. Danir, sem hafa haft það orð á sér að hafa meira umburðarlyndi við ölv- unarakstursbrotum, hafa nýlega (2004) endurskoðað viðurlög þar í landi við þeim og akstri þar sem öku- menn aka sviptir ökurétti. Þar er beitt viðlíka aðferðafræði og nefnd er í dæminu hér að framan, að mán- aðarlaun eru lögð til grundvallar sekt þótt annarri aðferðafræði sé beitt. Í lægri mörkum, 0,51–2,0 prómill, er sektin skilgrein sem ein mán- aðarlaun margfölduð með tölunni sem kemur út úr áfengismælingunni þannig að sá sem er með 1,20 prómill í blóðinu greiðir mánaðarlaunin margfölduð með 1,2. Þá hafa Danir einnig hert fangelsisrefsingar við ölvunarakstursbrotum og gert yf- irvöldum fært að leggja hald á öku- tæki síbrotamanna á þessu sviði. Þegar borin eru saman viðurlög í Noregi og Danmörku er rétt að hafa það í huga að Norðmenn ganga mun lengra en Danir því þeir miða við brúttólaun en Danir við nettólaun. Svíar og Finnar hafa sambærilega hugsun í ákvörðun viðurlaga í til- teknum umferðarlagabrotum en ekki verður farið nánar út í það hér. Af því að mikil umræða hefur verið um háar tekjur tiltekinna ein- staklinga í íslensku samfélagi að und- anförnu væri freistandi að heimfæra norska dæmið hér að framan til ís- lensks veruleika. Ef NN forstjóri (einn af topp tíu-listanum í Frjálsri verslun) hefði verið staðinn að þessu sama broti og Norðmaðurinn í dæm- inu hér að framan þá hefði slíkur með 15 milljónir í mánaðarlaun þurft að greina 22,5 milljónir í sekt fyrir brot- ið. Auk skilorðsbundins fangelsis og réttindamissis. Ef málið væri hins vegar heimfært upp á afgreiðslu- mann í hlutastarfi sem vinnur með skóla og hefur 96 þúsund á mánuði hefði sá þurft að greiða liðlega 130 þúsund. Þarna myndu einhverjir segja að refsingar hefðu verið sniðn- ar að bæði sanngirnissjónarmiðum og að þær snertu fólk jafnt. Það er spurning hvort refsipólitík af þessu tagi hrifi hér á landi. Frægt varð dæmið fyrir nokkrum árum er einn af toppunum hjá finnska stór- fyrirtækinu Nokia var staðinn að hraðakstri í heimalandi sínu svo úr varð blaðamál. Hann þurfti að greiða ein mánaðarlaun í sekt. Gárungarnir sögðu að sú fjárhæð hefði farið ná- lægt því að rétta við hallann á finnska ríkiskassanum það árið! Sættir Lögreglustjóri býður upp á tvenns konar sáttir; sektarboð vegna brota sem ekki færast á sakaskrá og sektargerð vegna alvarlegri brota sem fara almennt á sakaskrá. Refsingar fyrir umferðarlagabrot Höfundur er yfirlögregluþjónn í Lög- regluskóla ríkisins og hefur um árabil komið að ráðgjöf og fræðslu um um- ferðaröryggismál innan lögreglunnar og utan. Eftir Eirík Hrein Helgason Vakin er athygli á að hver lögreglustjórasátt getur verið út af fleiri en einu broti Eiríkur Hreinn Helgason Morgunblaðið/Eggert Í umferðinni Fjöldi umferð- arlagabrota er svo mikill að alvar- legt ástand myndi skapast ef hvert mál færi fyrir dómstóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.