Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 27 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Höfuðborg Íraks, Bagdad,er ekki á lista yfirhelstu áfangastaði út-sækinna Íslendinga enda hefur verið þar róstugt hin síðari misseri. Þeir eru þó til sem dvalist hafa í borginni, m.a. Börkur Gunnarsson sem var á þessum framandi slóðum á vegum Íslensku friðargæslunnar sem talsmaður Atlantshafsbandalagsins í fimmtán mánuði. Honum er dvölin, eins og gefur að skilja, eftirminnileg og ekki síður ýmsir staðir í borginni. Einn þó öðrum fremur. „Það er kaffihús á „Græna svæð- inu“ í Bagdad sem í daglegu tali var kallað „Sjálfsmorðskaffihúsið“ af þeirri einföldu ástæðu að skömmu áður en ég kom til borg- arinnar í febrúar 2004 hafði það verið jafnað við jörðu í sjálfsmorðs- árás. Raunar þeirri síðustu sem hefur verið gerð á „Græna svæð- inu“. Eigandinn, sem lifði árásina af, lét það ekkert á sig fá, heldur tjaldaði bara yfir rústirnar og hélt rekstrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það er þessi bar- áttuandi í Írökunum sem er svo sjarmerandi. Menn gefast aldrei upp,“ segir Börkur. Hann segir að fastagestir kaffi- hússins hafi haldið áfram að sækja það eftir áfallið enda þótt þeir hafi margir hverjir misst þar vini sína og jafnvel ættingja. Sjálfur missti vertinn tvö af tuttugu börnum sín- um í árásinni. „Hann sýndi ótrúlegt æðruleysi, sá maður.“ Glaðvært og vinalegt fólk „Sjálfsmorðskaffíhúsið“ var á leið Barkar í vinnuna og hann veitti því fljótlega athygli að þar voru aðeins arabar samankomnir. „Það var ein- mitt þess vegna sem ég fór að venja komur mínar þangað. Ég bjó og starfaði með Vesturlandabúum allan sólarhringinn og þetta var því kærkomin tilbreyting. Það kom fyr- ir að einn og einn Vesturlandabúi slæddist inn meðan ég var þarna en það voru ekki hermenn. Oftast var ég þó bara einn með heimamönn- unum.“ Börkur segir andann á kaffihús- inu hafa verið mjög góðan enda séu Írakar upp til hópa glaðvært, skraf- hreifið og vinalegt fólk. En það var ekki bara andinn á „Sjálfsmorðskaffíhúsinu“ sem var til eftirbreytni, menn fengu þar líka góðan beina. „Sérstaklega var ke- babið gott þarna. Það langbesta á „Græna svæðinu“,“ segir Börkur. Ekki man Börkur hvað kaffihúsið hét enda stóð það ekki utan á tjald- inu. „Þeir höfðu fengið tjaldið hjá Tuborg. Ég geri samt ekki ráð fyr- ir að kaffihúsið hafi heitið það enda hafa líklega fæstir arabarnir skilið þá áletrun,“ rifjar hann upp hlæj- andi. „Það var aldrei kallað annað en „Sjálfsmorðskaffíhúsið“.“ Reuters Róstur Við þekkjum Bagdad aðallega af stríðsátökum. Börkur Gunn- arsson kynntist fleiri hliðum á borginni m.a. á „Sjálfsmorðskaffihúsinu“. Tjaldað yfir rústirnar Ferðalangur Börkur Gunnarsson segir Íraka upp til hópa glaðvært og skrafhreifið fólk. Fótboltaleikur Express Ferðir hafa ákveðið að bjóða upp á ferð á leik Arsenal og Breiðabliks en þetta er seinni leikur liðanna í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express segir að ferðalangar geti stutt við bakið á Blika-stelpunum í baráttu sinni við ensku meist- arana í liði Arsenal en á síðasta tímabili fór víst Arsenal taplaust í gegnum tímabilið í deild og bik- ar. Verðið á þessari ferð er 49.900 krónur á mann og miðað er þá við tvo saman í herbergi en inni- falið er flug, gisting á The Strand hótelinu í tvær nætur og miði á leikinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti vítt og breitt Allar nánari upplýsingar um ferð- ina fást á vefsíðu Express Ferða – www.expressferdir.is 24.200 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.