Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ekki hata leikmanninn, taktu heldur á honum! Frábær gamanmynd um þrjár vinkonur sem standa saman og hefna sín á fyrrverandi kærasta sem dömpaði þeim! Með hinni sjóðheitu Sophia Bush úr One Tree Hill. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Talladega Nights kl. 8 og 10 Crank kl. 6 og 10 B.i. 16 ára John Tucker Must Die kl. 8 Clerks 2 kl. 6 Síðustu sýn. B.i. 12 ára Talladega Nights kl. 5.30, 8 og 10.25 Talladega Nights LÚXUS kl. 5.30 og 10.25 John Tucker Must Die kl. 4, 6, 8 og 10 Clerks 2 kl. 10:30 B.i. 12 ára Þetta er ekkert mál kl. 5.45 og 8 My Super-Ex Girlfriend kl. 5.50 og 10.15 Grettir 2 m.ísl.tali kl. 3:50 eeee Empire eeee VJV. Topp5.is ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA AUMINGI! kvikmyndir.isHEILALAUS! BREMSULAUS STÆR STA G AMAN MYND ÁRSIN S Í US A eeee Empire magazine eee LIB, Topp5.is eeee - Topp5.is eee MMJ Kvikmyndir.com “Talladega Nights er ferskur blær á annars frekar slöku gamanmyndaári og ómissandi fyrir aðdáendur Will Ferrell.” staðurstund Málverkasýning Rannveigar B. Al- bertsdóttur „Rönnu“ var opnuð á Sólheimum í Ingustofu 16. sept. sl. Sýninguna nefnir hún „Það sem augað sér“. Á sýningunni eru myndir sem hún hefur málað á und- anförnum árum og gefur þar að líta fjölbreytt úrval verka. Sýningin er opin virka daga frá kl. 09–17 fram til 15. nóvember nk. Myndlist Ranna sýnir á Sólheimum Dr. Kjartan Jónsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason munu fjalla um Fjall- ræðu Jesú Krists á kvöldsamverum á fimmtudagskvöldum í Strandbergi, safn- aðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju, 6., 13., 20. og 27. október og einnig 2. og 9. nóvember. Samverurnar hefjast með léttum kvöldverði kl. 19. Síðan verður fyr- irlestur í 45 mínútur og þar á eftir umræður um efni fyrirlestursins. Stuðst verður við bókina Lífið er áskorun og tölvumyndir notaðar við fræðsluna. Prestarnir veita upplýsingar í síma 863 2220 eða 862 5877. Á fyrstu samverunni fimmtudagskvöldið 6. október kl. 19. fer fram kynning. Allir eru velkomnir. Erindi Fjallræðan: Fræðsluerindi í Hafnarfjarðarkirkju Í Saltfisksetri Íslands í Grindavík er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóð- ar“ þar sem gesturinn fær á tilfinn- inguna að hann sé að rölta eftir bryggjunum í gegnum sjávarþorp frá fyrri hluta síðustu aldar. Á efri hæð er Listsýningarsalur, þar eru til sýnis verk eftir William Thomas Thompson, sýningin er til 6. nóv- ember. Opið alla daga kl. 11-18. Myndlist Sýningar í Saltfisksetrinu Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Paris | DJ Lucky spilar Soul, Funk og Reggí tónlist. Salurinn, Kópavogi | Caput heldur tónleika í Salnum vegna Norrænna músíkdaga föstudaginn 6. okt. kl. 19. Stjórnandi: Guðni Franzson. Einsöngvari: Marta Halldórs- dóttir: Sópran. Miðaverð: 1.500 kr. í síma 5700400 eða á www.salurinn.is Myndlist 101 gallery | Sýning Spessa, Verkamenn! Workers. Sýningartími fimmmtudag til laugadags frá kl. 14-17. Til 14. október. Anima gallerí | Skoski myndlistarmaðurinn Iain Sharpe sýnir til 7. október. Opið þriðjud. – laugard. kl. 13 - 17. Art-Iceland.com | Charlotta Sverrisdóttir með sýninguna Litasinfóníu í Míru-Art, Bæjarlind 6, Kópavogi. Íslenski mosinn og hraunið greypa sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina. Artótek Grófarhúsi | Sigríður Rut Hreins- dóttir sýnir olíumálverk í Artóteki, Borg- arbókasafni Tryggvagötu 15. Sjá nánar á www.artotek.is – Til 10. okt. Aurum | Aron Bergmann sýnir til 13. okt. Verkið sem er í Aurum, er tileinkað prests- stéttinni. Café Karólína | Linda Björk Óladóttir með sýninguna „Ekkert merkilegur pappír“. Linda sýnir koparætingar þrykktar á graf- íkpappír og ýmiskonar pappír. Til 6. okt. Gallerí 100° | Guðmundur Karl Ásbjörns- son – málverkasýning í sýningarsal Orku- veitunnar – 100°. Opin frá kl. 8.30-16 alla virka daga og laugard. frá kl. 13-17. Gallerí Fold | Halldór Baldursson sýnir myndir sínar úr tveimur nýjum barnabók- um, Einu sinni átti ég gott og Sagan af und- urfögru prinsessunni og hugrakka prins- inum hennar. Halldór er þekktur fyrir skopmyndir sínar sem birst hafa í ýmsum blöðum. Meðal bóka hans eru Marta Smarta, Djúpríkið, Dýr, og Fíasól. Til 8. okt. Gerðuberg | Sýning á afrískum minjagrip- um sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann- fræðingur hefur safnað saman. Skemmti- leg blanda af gömlum munum og nýstárlegum en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ljósmynd- irnar sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Lítil augna- blik í lífi fólks á götum og opinberum stöð- um borgarinnar. Sýning Sigurbjörns Kristinsson stendur yf- ir. Í lýsingu sýningarstjórans, Sigríðar Ólafsdóttur, segir: Litir og form, heimur blárra, gulra og brúnna tóna eða er það kanill, skeljasandur, sina og haf? Á sýning- unni má sjá abstraktmyndir í anda gömlu íslensku meistaranna. Nánari upplýsingar: www.gerduberg.is Grafíksafn Íslands | Elva Hreiðarsdóttir sýnir grafíkverk unnin með collagraph tækni. Opið fimmtud.-sunnud. frá kl. 14-18. Sýningin stendur til 8. október. Hallgrímskirkja | Haustsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju á myndverkum Haf- liða Hallgrímssonar verður í forkirkju Hall- grímskirkju. Þetta er önnur sýning Hafliða í Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk með trúarlegu ívafi. Sýningin stendur til 23. október. Hoffmannsgallerí | „Tölvuprentið tekið út“ – Myndlistarverk í formi tölvuprents eftir 11 listamenn í Hoffmannsgalleríi í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, fjórðu hæð, op- ið kl. 9-17, alla virka daga. Hrafnista Hafnarfirði | Þórhallur Árnason og Guðbjörg S. Björnsdóttir sýna myndlist í Menningarsal til 24. október. i8 | Sýning Hildar Bjarnadóttur, Bak- grunnur, opin þriðjudaga-föstudaga kl. 11 - 17 og laugardaga kl. 13 - 17. Til 21. okt. Listasafn ASÍ | Nú standa yfir tvær sýn- ingar í Listasafni ASÍ. Ásmundarsalur: „Storð“. Ragnheiður Jónsdóttir sýnir stór- ar kolateikningar. Gryfja: „Teikningar“. Inn- setning eftir Hörpu Árnadóttur. Arinstofa: „Öll þessi orð og hljóðnaðir sálmar“. In- setning eftir Hörpu Árnadóttur. Opið kl. 13- 17. Aðgangur ókeypis. Til 8. okt. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Reykjanesbæjar | Verk Stein- unnar Marteinsdóttur frá 1961–2006. Ker- amikverk og málverk. Til 15. okt. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Inn- setningar og gjörningar eftir 11 íslenska listamenn sem fæddir eru eftir 1968. Sýn- ingin markar upphaf nýrrar sýningarstefnu í Hafnarhúsinu sem miðar að því að kynna nýjustu stefnur og strauma í myndlist og gera tilraunir með ný tjáningarform. Til 22. okt. Fulltrúar sýningarinnar taka þátt í hádeg- isleiðsögn kl. 12.15-13.15, og boðið er upp á hádegisverð í kaffiteríu. Stúka Hitlers liggur sem hrúgald í Hafn- arhúsinu og bíður þess að fá á sig upp- runalega mynd. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum Þórdísar Aðalsteins- dóttur, ungrar, íslenskrar listakonu sem bú- ið hefur og starfað í New York. Málverk Þórdísar eru frásagnarkennd og vekja upp spurningar um tilfinningar sem lúta að samskiptum fólks. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Sjá nánar á www.lso.is Listasalur Mosfellsbæjar | Steinunn Mar- teinsdóttir sýnir í Listasal Mosfellsbæjar, nýjustu málverk sín sem fjalla um land og náttúru. Hún nálgast náttúruna sem lifandi veru hlaðna vissri dulúð. Listasalur Mos- fellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn virka daga kl. 12-19 og laugard. kl. 12-15. Sýningin stendur til 14. okt. Listhús Ófeigs | Sara Elísa sýnir málverk sem fjalla um tilvist mannsins í borg. Sýn- ingin stendur til 18. október. Lóuhreiður | Árni Björn opnar mál- verkasýningu í Veitingahúsinu Lóuhreiðr- inu, Kjörgarði, Laugaveg 59, annarri hæð. Sýningin er opin til 10. október kl. 9.30- 22.30 daglega. Næsti Bar | Ásgeir Lárusson með rýming- arsölu á eldri og nýrri verkum sínum. Hátt í 70 verk verða boðin til sölu. Saltfisksetur Íslands | Sýning á verkum William Thomas Thompson stendur yfir í Listasal Saltfisksetursins. William er vel þekktur listamaður í Bandaríkjunum. Sýn- inguna kallar hann Sýnir og stendur hún til 6. nóvember. William opnar aðra sýningu í Baltimore 6. október. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11-18. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek- ið á móti hópum eftir samkomulagi. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið eftir sam- komulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga kl. 10-17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin KVARTS stendur yfir til 15. okt. í sýningarsal safns- ins við Garðatorg 7, Garðabæ. Þar sýna tvær finnskar listakonur: Camilla Moberg hönnuður, sem vinnur í gler og Karin Wid- näs leirlistakona. Opið 14-18, nema mánu- daga. Aðgangur ókeypis. Iðnaðarsafnið á Akureyri | Á safninu er kynnt starfsemi 70 fyrirtækja sem áttu sinn þátt í því að Akureyri var oft nefnd iðnaðarbær á 20. öldinni. Nú gefst gestum tækifæri á að fá leiðsögn um safnið með hjálp einnar af tækninýjungum 21. aldar, þ.e. með i-pod. Opið laugardaga kl. 14-16. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10-17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimað- ur, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferill Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist – sýningartími lengdur. Trúlofunar- og brúð- kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung- barnaumönnun og þróun klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá 1800-2005. Unnið í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Opið laugardaga og sunnudaga til 19. nóvember frá 14-16. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10- 18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11-18. Sjá nánar á www.hunt- ing.is Þjóðmenningarhúsið | Saga þjóð- argersemanna, handritanna, er rakin í gegnum aldirnar. Ný íslensk tískuhönnun. Ferðir íslenskra landnema til Utah-fylkis og skrif erlendra manna um land og þjóð fyrr á öldum. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin bygg- ist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson text- íl- og búningafræðings. Myndefni útsaums- ins er m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fyrri alda; þarna er stíl- fært jurta- og dýraskraut o.fl. Mannfagnaður Hótel Loftleiðir | Gamlir Skerfirðingar úr Litla Skerjó. Árlega átthagakaffið er á Hót- el Loftleiðum í kvöld, fimmtudag 5. okt. kl. 20. Mætum öll og rifjum upp gamla tíma. Upplýsingasímar 892 7660 og 617 6037. Fyrirlestrar og fundir Lögberg 102 | Alþjóðamálastofnun HÍ stendur fyrir opnum fyrirlestri um efna- hagslegt og pólitískt samstarf og sam- keppni í Austur Asíu. Dr. Bill Grimes, dós- ent við Boston University heldur erindið. Föstudag, 5. okt kl. 12 í Lögbergi 102. Uppl. á http://www.hi.is/page/ams. Þjóðminjasafn Íslands | Opinn fundur kl. 12 í fundarsal Þjóðminjasafnsins þar sem Christopher Heaton-Harris, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, fjallar um afstöðu Breta til Evrópusam- bandsins og reynslu þeirra af aðildinni að því og svarar loks fyrirspurnum úr sal. Heimssýn og Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála. Fréttir og tilkynningar Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Al- þjóðlega þýskuprófið TestDaF verður hald- ið í Háskóla Íslands 14. nóvember. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði til 10. október. Prófgjaldið er 13.000 kr. Nánari upplýsingar: Tungumálamiðstöð H.Í. Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is, www.hi.is/page/tungumalamidstod og www.testdaf.de Alþjóðleg próf í spænsku (DELE) verða haldin í Háskóla Íslands 24. nóvember. Prófin eru haldin á vegum Menningar- málastofnunar Spánar. Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ. Frestur til innrit- unar rennur út 13. október. Nánari upplýs- ingar: ems@hi.is, 525-4593, www.hi.is/ page/tungumalamidstod. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.