Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki hata leikmanninn,
taktu heldur á honum!
Frábær gamanmynd
um þrjár vinkonur sem
standa saman og hefna
sín á fyrrverandi kærasta
sem dömpaði þeim!
Með hinni sjóðheitu Sophia
Bush úr One Tree Hill.
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Talladega Nights kl. 8 og 10
Crank kl. 6 og 10 B.i. 16 ára
John Tucker Must Die kl. 8
Clerks 2 kl. 6 Síðustu sýn. B.i. 12 ára
Talladega Nights kl. 5.30, 8 og 10.25
Talladega Nights LÚXUS kl. 5.30 og 10.25
John Tucker Must Die kl. 4, 6, 8 og 10
Clerks 2 kl. 10:30 B.i. 12 ára
Þetta er ekkert mál kl. 5.45 og 8
My Super-Ex Girlfriend kl. 5.50 og 10.15
Grettir 2 m.ísl.tali kl. 3:50
eeee
Empire
eeee
VJV. Topp5.is
ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA AUMINGI!
kvikmyndir.isHEILALAUS!
BREMSULAUS
STÆR
STA G
AMAN
MYND
ÁRSIN
S Í US
A
eeee
Empire magazine
eee
LIB, Topp5.is
eeee
- Topp5.is
eee
MMJ Kvikmyndir.com
“Talladega Nights er ferskur blær á annars
frekar slöku gamanmyndaári og ómissandi
fyrir aðdáendur Will Ferrell.”
staðurstund
Málverkasýning Rannveigar B. Al-
bertsdóttur „Rönnu“ var opnuð á
Sólheimum í Ingustofu 16. sept. sl.
Sýninguna nefnir hún „Það sem
augað sér“. Á sýningunni eru
myndir sem hún hefur málað á und-
anförnum árum og gefur þar að líta
fjölbreytt úrval verka. Sýningin er
opin virka daga frá kl. 09–17 fram
til 15. nóvember nk.
Myndlist
Ranna sýnir
á Sólheimum
Dr. Kjartan Jónsson og
sr. Gunnþór Þ. Ingason
munu fjalla um Fjall-
ræðu Jesú Krists á
kvöldsamverum á
fimmtudagskvöldum í
Strandbergi, safn-
aðarheimili Hafnarfjarð-
arkirkju, 6., 13., 20. og
27. október og einnig 2.
og 9. nóvember.
Samverurnar hefjast
með léttum kvöldverði
kl. 19. Síðan verður fyr-
irlestur í 45 mínútur og þar á eftir umræður um efni fyrirlestursins.
Stuðst verður við bókina Lífið er áskorun og tölvumyndir notaðar við
fræðsluna. Prestarnir veita upplýsingar í síma 863 2220 eða 862 5877. Á
fyrstu samverunni fimmtudagskvöldið 6. október kl. 19. fer fram kynning.
Allir eru velkomnir.
Erindi
Fjallræðan: Fræðsluerindi
í Hafnarfjarðarkirkju
Í Saltfisksetri Íslands í Grindavík
er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóð-
ar“ þar sem gesturinn fær á tilfinn-
inguna að hann sé að rölta eftir
bryggjunum í gegnum sjávarþorp
frá fyrri hluta síðustu aldar. Á efri
hæð er Listsýningarsalur, þar eru
til sýnis verk eftir William Thomas
Thompson, sýningin er til 6. nóv-
ember. Opið alla daga kl. 11-18.
Myndlist
Sýningar í
Saltfisksetrinu
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Tónlist
Café Paris | DJ Lucky spilar Soul, Funk og
Reggí tónlist.
Salurinn, Kópavogi | Caput heldur tónleika
í Salnum vegna Norrænna músíkdaga
föstudaginn 6. okt. kl. 19. Stjórnandi: Guðni
Franzson. Einsöngvari: Marta Halldórs-
dóttir: Sópran. Miðaverð: 1.500 kr. í síma
5700400 eða á www.salurinn.is
Myndlist
101 gallery | Sýning Spessa, Verkamenn!
Workers. Sýningartími fimmmtudag til
laugadags frá kl. 14-17. Til 14. október.
Anima gallerí | Skoski myndlistarmaðurinn
Iain Sharpe sýnir til 7. október. Opið
þriðjud. – laugard. kl. 13 - 17.
Art-Iceland.com | Charlotta Sverrisdóttir
með sýninguna Litasinfóníu í Míru-Art,
Bæjarlind 6, Kópavogi. Íslenski mosinn og
hraunið greypa sig sterkt í undirvitund
Charlottu og leitast hún við að flétta þessi
hughrif inn í sköpunina.
Artótek Grófarhúsi | Sigríður Rut Hreins-
dóttir sýnir olíumálverk í Artóteki, Borg-
arbókasafni Tryggvagötu 15. Sjá nánar á
www.artotek.is – Til 10. okt.
Aurum | Aron Bergmann sýnir til 13. okt.
Verkið sem er í Aurum, er tileinkað prests-
stéttinni.
Café Karólína | Linda Björk Óladóttir með
sýninguna „Ekkert merkilegur pappír“.
Linda sýnir koparætingar þrykktar á graf-
íkpappír og ýmiskonar pappír. Til 6. okt.
Gallerí 100° | Guðmundur Karl Ásbjörns-
son – málverkasýning í sýningarsal Orku-
veitunnar – 100°. Opin frá kl. 8.30-16 alla
virka daga og laugard. frá kl. 13-17.
Gallerí Fold | Halldór Baldursson sýnir
myndir sínar úr tveimur nýjum barnabók-
um, Einu sinni átti ég gott og Sagan af und-
urfögru prinsessunni og hugrakka prins-
inum hennar. Halldór er þekktur fyrir
skopmyndir sínar sem birst hafa í ýmsum
blöðum. Meðal bóka hans eru Marta
Smarta, Djúpríkið, Dýr, og Fíasól. Til 8. okt.
Gerðuberg | Sýning á afrískum minjagrip-
um sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann-
fræðingur hefur safnað saman. Skemmti-
leg blanda af gömlum munum og
nýstárlegum en saman mynda þeir heild
sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í
Afríku.
Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220
ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ljósmynd-
irnar sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir
veita eftirtekt í daglegu amstri. Lítil augna-
blik í lífi fólks á götum og opinberum stöð-
um borgarinnar.
Sýning Sigurbjörns Kristinsson stendur yf-
ir. Í lýsingu sýningarstjórans, Sigríðar
Ólafsdóttur, segir: Litir og form, heimur
blárra, gulra og brúnna tóna eða er það
kanill, skeljasandur, sina og haf? Á sýning-
unni má sjá abstraktmyndir í anda gömlu
íslensku meistaranna. Nánari upplýsingar:
www.gerduberg.is
Grafíksafn Íslands | Elva Hreiðarsdóttir
sýnir grafíkverk unnin með collagraph
tækni. Opið fimmtud.-sunnud. frá kl. 14-18.
Sýningin stendur til 8. október.
Hallgrímskirkja | Haustsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju á myndverkum Haf-
liða Hallgrímssonar verður í forkirkju Hall-
grímskirkju. Þetta er önnur sýning Hafliða í
Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk með
trúarlegu ívafi. Sýningin stendur til 23.
október.
Hoffmannsgallerí | „Tölvuprentið tekið út“
– Myndlistarverk í formi tölvuprents eftir 11
listamenn í Hoffmannsgalleríi í húsnæði
ReykjavíkurAkademíunnar, fjórðu hæð, op-
ið kl. 9-17, alla virka daga.
Hrafnista Hafnarfirði | Þórhallur Árnason
og Guðbjörg S. Björnsdóttir sýna myndlist í
Menningarsal til 24. október.
i8 | Sýning Hildar Bjarnadóttur, Bak-
grunnur, opin þriðjudaga-föstudaga kl. 11 -
17 og laugardaga kl. 13 - 17. Til 21. okt.
Listasafn ASÍ | Nú standa yfir tvær sýn-
ingar í Listasafni ASÍ. Ásmundarsalur:
„Storð“. Ragnheiður Jónsdóttir sýnir stór-
ar kolateikningar. Gryfja: „Teikningar“. Inn-
setning eftir Hörpu Árnadóttur. Arinstofa:
„Öll þessi orð og hljóðnaðir sálmar“. In-
setning eftir Hörpu Árnadóttur. Opið kl. 13-
17. Aðgangur ókeypis. Til 8. okt.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14-17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafn Reykjanesbæjar | Verk Stein-
unnar Marteinsdóttur frá 1961–2006. Ker-
amikverk og málverk. Til 15. okt.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Inn-
setningar og gjörningar eftir 11 íslenska
listamenn sem fæddir eru eftir 1968. Sýn-
ingin markar upphaf nýrrar sýningarstefnu
í Hafnarhúsinu sem miðar að því að kynna
nýjustu stefnur og strauma í myndlist og
gera tilraunir með ný tjáningarform. Til 22.
okt.
Fulltrúar sýningarinnar taka þátt í hádeg-
isleiðsögn kl. 12.15-13.15, og boðið er upp á
hádegisverð í kaffiteríu.
Stúka Hitlers liggur sem hrúgald í Hafn-
arhúsinu og bíður þess að fá á sig upp-
runalega mynd.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum Þórdísar Aðalsteins-
dóttur, ungrar, íslenskrar listakonu sem bú-
ið hefur og starfað í New York. Málverk
Þórdísar eru frásagnarkennd og vekja upp
spurningar um tilfinningar sem lúta að
samskiptum fólks.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson
myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Sjá
nánar á www.lso.is
Listasalur Mosfellsbæjar | Steinunn Mar-
teinsdóttir sýnir í Listasal Mosfellsbæjar,
nýjustu málverk sín sem fjalla um land og
náttúru. Hún nálgast náttúruna sem lifandi
veru hlaðna vissri dulúð. Listasalur Mos-
fellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn
virka daga kl. 12-19 og laugard. kl. 12-15.
Sýningin stendur til 14. okt.
Listhús Ófeigs | Sara Elísa sýnir málverk
sem fjalla um tilvist mannsins í borg. Sýn-
ingin stendur til 18. október.
Lóuhreiður | Árni Björn opnar mál-
verkasýningu í Veitingahúsinu Lóuhreiðr-
inu, Kjörgarði, Laugaveg 59, annarri hæð.
Sýningin er opin til 10. október kl. 9.30-
22.30 daglega.
Næsti Bar | Ásgeir Lárusson með rýming-
arsölu á eldri og nýrri verkum sínum. Hátt í
70 verk verða boðin til sölu.
Saltfisksetur Íslands | Sýning á verkum
William Thomas Thompson stendur yfir í
Listasal Saltfisksetursins. William er vel
þekktur listamaður í Bandaríkjunum. Sýn-
inguna kallar hann Sýnir og stendur hún til
6. nóvember. William opnar aðra sýningu í
Baltimore 6. október. Saltfisksetrið er opið
alla daga frá 11-18.
Söfn
Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek-
ið á móti hópum eftir samkomulagi.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú-
inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk-
aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í
Gamla Presthúsinu. Opið eftir sam-
komulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga kl. 10-17. Hljóðleiðsögn á íslensku,
ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl-
unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu.
www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin KVARTS
stendur yfir til 15. okt. í sýningarsal safns-
ins við Garðatorg 7, Garðabæ. Þar sýna
tvær finnskar listakonur: Camilla Moberg
hönnuður, sem vinnur í gler og Karin Wid-
näs leirlistakona. Opið 14-18, nema mánu-
daga. Aðgangur ókeypis.
Iðnaðarsafnið á Akureyri | Á safninu er
kynnt starfsemi 70 fyrirtækja sem áttu
sinn þátt í því að Akureyri var oft nefnd
iðnaðarbær á 20. öldinni. Nú gefst gestum
tækifæri á að fá leiðsögn um safnið með
hjálp einnar af tækninýjungum 21. aldar,
þ.e. með i-pod. Opið laugardaga kl. 14-16.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld
sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja-
vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er
miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla
daga kl. 10-17.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá
Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var
prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimað-
ur, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir
bera vott um. Sýningin spannar æviferill
Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á
heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is
Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist –
sýningartími lengdur. Trúlofunar- og brúð-
kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung-
barnaumönnun og þróun klæðnaðar og
ljósmyndahefðar frá 1800-2005. Unnið í
samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Opið
laugardaga og sunnudaga til 19. nóvember
frá 14-16. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá
öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10-
18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum
fjölda leikmynda sem segja söguna frá
landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is
Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum
munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið
alla daga kl. 11-18. Sjá nánar á www.hunt-
ing.is
Þjóðmenningarhúsið | Saga þjóð-
argersemanna, handritanna, er rakin í
gegnum aldirnar. Ný íslensk tískuhönnun.
Ferðir íslenskra landnema til Utah-fylkis og
skrif erlendra manna um land og þjóð fyrr
á öldum.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til
sýnis útsaumuð handaverk listfengra
kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin bygg-
ist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson text-
íl- og búningafræðings. Myndefni útsaums-
ins er m.a. sótt í Biblíuna og
kynjadýraveröld fyrri alda; þarna er stíl-
fært jurta- og dýraskraut o.fl.
Mannfagnaður
Hótel Loftleiðir | Gamlir Skerfirðingar úr
Litla Skerjó. Árlega átthagakaffið er á Hót-
el Loftleiðum í kvöld, fimmtudag 5. okt. kl.
20. Mætum öll og rifjum upp gamla tíma.
Upplýsingasímar 892 7660 og 617 6037.
Fyrirlestrar og fundir
Lögberg 102 | Alþjóðamálastofnun HÍ
stendur fyrir opnum fyrirlestri um efna-
hagslegt og pólitískt samstarf og sam-
keppni í Austur Asíu. Dr. Bill Grimes, dós-
ent við Boston University heldur erindið.
Föstudag, 5. okt kl. 12 í Lögbergi 102. Uppl.
á http://www.hi.is/page/ams.
Þjóðminjasafn Íslands | Opinn fundur kl. 12
í fundarsal Þjóðminjasafnsins þar sem
Christopher Heaton-Harris, þingmaður
breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu,
fjallar um afstöðu Breta til Evrópusam-
bandsins og reynslu þeirra af aðildinni að
því og svarar loks fyrirspurnum úr sal.
Heimssýn og Stofnun stjórnsýslu og
stjórnmála.
Fréttir og tilkynningar
Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Al-
þjóðlega þýskuprófið TestDaF verður hald-
ið í Háskóla Íslands 14. nóvember. Skráning
fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja
Garði til 10. október. Prófgjaldið er 13.000
kr. Nánari upplýsingar: Tungumálamiðstöð
H.Í. Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is,
www.hi.is/page/tungumalamidstod og
www.testdaf.de
Alþjóðleg próf í spænsku (DELE) verða
haldin í Háskóla Íslands 24. nóvember.
Prófin eru haldin á vegum Menningar-
málastofnunar Spánar. Innritun fer fram í
Tungumálamiðstöð HÍ. Frestur til innrit-
unar rennur út 13. október. Nánari upplýs-
ingar: ems@hi.is, 525-4593, www.hi.is/
page/tungumalamidstod.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is