Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 31 Sjálfstæði Alþingis Að fenginni reynslusem alþingismaðursíðastliðin þrjú árer ég þeirrar skoð- unar að efla þurfi sjálfstæði Alþingis og styrkja innviði þess. Það er áhyggjuefni að Alþingi virðist á nokkrum sviðum ekki hafa burði til að standa undir löggjafar- hlutverki sínu og veita jafn- framt framkvæmdavaldinu aðhald. Glöggt má sjá að Alþingi hefur setið eftir þegar rekstrarkostnaður Alþingis á fjárlögum er borinn saman við rekstrarkostnað á að- alskrifstofum ráðuneyta ann- ars vegar og A-hluta ríkis- sjóðs hins vegar milli áranna 2004 og 2006 (sjá meðfylgj- andi töflu). Hlut- fallsleg hækkun rekstrargjalda Al- þingis er 12,4% á meðan rekstrar- gjöld á aðalskrif- stofum ráðuneyta hækkuðu um á bilinu 9,3% til 32,9% og að með- altali um 19,8%. Rekstrargjöld A- hluta fjárlaga, ráðu- neyta ásamt und- irstofnunum, hafa hækkað um 18,7% fyrir sama tímabil. Á sama tíma og ráðuneyti og und- irstofnanir taka til sín aukið fjármagn vegna þeirra verk- efna sem þar eru unnin situr þingið því eftir með því sem næst óbreyttan rekstur. Saman- burður þessi er á verðlagi hvers árs en vísitala neysluverðs hefur hækkað um rétt rúm 11% tímabilinu. Niðurstöðuna fyrir Alþingi er út af fyrir sig hægt að vera sáttur við út frá sjónarmiðum um aðhald og ráðdeild í opin- berum rekstri. En auðvitað verður að vera tryggt að Alþingi geti staðið undir löggjaf- arhlutverki sínu, þannig að framkvæmdavaldinu sé veitt að- hald. Gæta verður að þjóðrétt- arlegum skuldbindingum í lög- gjafarstarfinu hvort sem er gagnvart EES-samningnum eða vegna annarra alþjóðlegra skuldbindinga og þá er mikil- vægt að þingmenn geti aflað sér þekkingar og tengsla, auk sér- fræðiaðstoðar í tengslum við störf sín. Framkvæmdavaldinu veitt aðhald Sjálfstæði Alþingis er einn af hornsteinum lýðræðisins. Ef horft er til stjórnskipunarreglna er hið þjóðkjörna þing ótvírætt valdamest þriggja handhafa rík- isvaldsins og sjálfstæði þingsins gagnvart öðrum handhöfum rík- isvalds er tryggt í stjórnarskrá. Til þess að Alþingi geti staðið undir hlutverki sínu þarf það að hafa burði til þess að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Störf þingsins eru að miklu leyti háð áherslum ríkisstjórn- arinnar, en þingræðisreglan set- ur möguleikum ríkisstjórnar- innar til áhrifa á þingstörfin skýr mörk. Þingið á síðasta orð- ið. Greina hefur mátt aukinn þunga í umræðunni um að þing- meirihlutinn láti í of miklum mæli undan vilja ríkisstjórnar- innar. Því má þó ekki gleyma að þingræðisreglan byggist á því að ríkisstjórn á hverjum tíma situr í skjóli löggjafarvaldsins og afgreiðsla þingmála frá ríkis- stjórn, eða öllu heldur ein- stökum ráðherrum, grundvallast á vilja meirihluta þingsins hverju sinni. Í seinni tíð má vafa- laust finna dæmi þess að meirihluti þingsins hafi sýnt ríkisstjórninni full- mikinn sveigj- anleika við af- greiðslu stjórnarfrumvarpa. Fyrir þessu eru fjölbreyttar ástæð- ur sem ekki er ætl- unin að gera að um- fjöllunarefni hér. Of algengt er hins vegar að frum- vörp frá þingmönn- um fái ekki umfjöll- un á þinginu eða komist ekki úr nefnd. Þegar fasta- nefndir tefla fram frumvarpi eru þó almennt ágætar lík- ur á að málið kom- ist á dagskrá. Ef mál er þannig vaxið að ut- anaðkomandi sérfræðiaðstoð þurfi við frumvarpsgerð hefur þingið nær ekkert fjárhagslegt svigrúm til slíkrar vinnu. Dæmi eru um að fastanefnd hafi ekki fengið frumvarp samið af þess- ari ástæðu. Ekki er það til merkis um mikið sjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu. Það á ekki einungis að vera á færi ráðuneyta að leggja fram viðamikil lagafrumvörp, en ef þingið á ekki að vera alfarið upp á framkvæmdavaldið komið með frumvarpsgerð er ljóst að breyta þarf áherslum og auka fjárveitingar til nefndasviðs þingsins til þessara verkefna. Nefndasviðið hefur nú 370 þús. kr. á ári til ráðstöfunar til kaupa á sérfræðiþjónustu. Sjálfstæð skoðun á þjóðrétt- arlegum skuldbindingum Algengt er að ráðherrar leggi fyrir þingið frumvörp sem ætlað er að breyta íslenskum lögum eða setja nýjar lagareglur á grundvelli skuldbindinga okkar samkvæmt EES-samningnum eða öðrum alþjóðlegum skuld- bindingum. Við útfærslu slíkra lagareglna hafa þjóðríkin iðu- lega ákveðið svigrúm. Við fram- kvæmd löggjafarstarfsins er því eðlilegt að spurt sé hvort þjóð- réttarlegar skuldbindingar okk- ar standi til þess að ganga jafn- langt í breytingaátt og frumvarpstillögur gera ráð fyrir. Oft á tíðum vilja þingmenn ýmist ganga skemur í átt til breytinga en gert er í slíkum frumvörpum eða kanna aðrar leiðir, standi heimildir til þess. Reynir í þessu efni á túlkun til- skipana eða reglugerða á vett- vangi EES-samningsins eða túlkun annarra alþjóðasamn- inga. Við slíka túlkun er þingið nær algerlega háð áliti embætt- ismanna ráðuneyta og stofnana þeirra, þar sem nauðsynleg þekking hefur ekki verið byggð upp með markvissum hætti hjá þinginu. Þetta er óviðunandi. Það er grundvallaratriði að þingið geti myndað sér sjálf- stæða skoðun um atriði af þess- um toga, óháð áliti þeirra sem að frumvarpsgerðinni stóðu. Slíka sérþekkingu þarf að byggja upp skipulega á nefnda- sviði þingsins og styrkja með því þingið í löggjafarhlutverki sínu. Styrkja þarf innviði Alþingis Efla þarf stuðning við þing- menn í löggjafarstarfi sínu, þannig að þeir geti viðað að sér þekkingu, aflað sér tengsla og einnig notið nauðsynlegrar sér- fræðiaðstoðar. Einn liður í starfi þingmanna er alþjóðleg samskipti. Á Al- þingi starfa 8 alþjóðanefndir en á vettvangi þeirra eiga þing- menn mikilvæg samskipti við þingmenn annarra þjóða um ýmis alþjóðamál. Forseti Al- þingis og forsætisnefnd hafa umsjón með þessum sam- skiptum. Um utanríkismál fjallar utanríkismálanefnd þingsins en nefndin skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál og skal ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum, eins og segir í þing- sköpum. Til þess að rækja þetta mik- ilvæga hlutverk sitt er ljóst að utanríkismálanefnd þarf að vera virk í alþjóðlegum samskiptum, t.d. með því að fylgjast með þró- un mála í Evrópusambandinu, eiga samskipti við mikilvægar alþjóðastofnanir, fylgjast með þróunarstarfi og halda tengslum við utanríkismálanefndir ann- arra ríkja eftir atvikum. Það verklag hefur mótast í þessu sambandi að nefndin fari annað hvert ár til að fylgjast með þróun mála í Brussel, en aðrar ferðir hafa ekki verið farnar. Og að jafnaði hefur þingið ekki fjárveitingar til að senda alla nefndina, enda eru heildarfjárheimildir til utanferða allra 12 fastanefnda þingsins einungis 4,2 milljónir á ári. Ljóst er að Alþingi hefur gengið of langt í því að eftirláta framkvæmdavaldinu að fylgjast með þróun mála á alþjóðavett- vangi. Alþingi sker sig enda með áberandi hætti úr í sam- anburði við aðrar þjóðir í þessu efni. Nýkjörinn forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, sagði við upphaf þingstarfa mikilvægt að alþingismenn líti í eigin barm og hugi að því hvort störf og starfshættir Alþingis séu í sam- ræmi við kröfur tímans. Undir þetta má taka og því ber að fagna að forseti vinni um þessar mundir að heildarsamkomulagi um umbætur á þingstörfum. Þingið á síðasta orðið Eftir Bjarna Benediktsson »… er égþeirrar skoðunar að efla þurfi sjálfstæði Alþingis og styrkja innviði þess. Bjarni Benediktsson Höfundur er alþingismaður. Breyt. í % Fjárlög (rekstur) 2006 2004 2006/2004 Alþingi 1748,7 1556,0 12,4 Aðalskrifstofa ráðuneyta: Forsætisráðuneyti 242,6 205,4 18,1 Menntamálaráðuneyti 553,6 431,7 28,2 Utanríkisráðuneyti 991,6 808,4 22,7 Landbúnaðarráðuneyti 219,1 180,4 21,5 Sjávarútvegsráðuneyti 202,7 153,2 32,3 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 297,7 263,9 12,8 Félagsmálaráðuneyti 236,9 178,2 32,9 Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðu- neyti 440,2 393,6 11,8 Fjármálaráðuneyti 547,8 496,3 10,4 Samgönguráðuneyti 277,3 212,6 30,4 Iðnaðarráðuneyti 148,6 123,5 20,3 Viðskiptaráðuneyti 126,6 115,8 9,3 Umhverfisráðuneyti 263,9 234,2 12,7 Samtals 4.548,6 3.797,2 19,8 Rekstrargj. samt. – A-hluti fjárlaga 149.688 126.102 18,700 Heimild: Fjárlög 2004 og 2006. Fjárhæðir í milljónum kr. maður Ör- á Dönum sýnt fram lifað leng- ur með sjúkdóminn heldur geti það lifað sjálfstæðu og mjög innihalds- ríku lífi. Þetta sé hægt þótt máttur sé farinn úr útlimum og jafnvel öndunarfærum en þá þarf fólk önd- unarvél og einstaklingsbundinn stuðning með hjálparmönnum. „Danir eru komnir langt með þetta kerfi en þar er fólk metið og fær að ráða sér hjálparmenn, allt að sex. Matið er unnið út frá því að hver og einn geti lifað sjálfstæðu lífi og oft stundað einhverja vinnu. Þetta kerfi hafa Danir verið með síðan 1981 en hjá þeim eru núna ríflega 1400 manns sem lifa utan stofnana í öndunarvél. Hjá Svíum er ekki gefinn möguleiki á hjálp- armönnum eftir að fólk er komið í öndunarvél. Við getum tekið það besta frá öðrum Norðurlöndum og komið á stuðningskerfi fyrir fólk. Það sem skiptir máli er að það er með þessum stuðningi verið að gefa fólki lífsmöguleika,“ sagði Sigursteinn. Hann sagði og að áhersla væri lögð á það að fólk væri utan stofn- ana, þannig væri tilvera þess ein- faldari og það væri ódýrara fyrir samfélagið en að fólkið væri vistað á stofnun. Auk þess sem það væri mun áhugaverðara fyrir hvern ein- stakling. Talið er að um 50 manns gætu átt rétt á hjálparmannakerfi hér á landi en Sigursteinn telur að eðlilegt fyrsta skref sé að gefa fólki sem er á þeim tímamótum að fá öndunarvél möguleika á frekara lífi. „Ég hef mikla trú á því að þetta náist í vetur. Ráðamenn hafa tekið þessu vel en mikilvægast er að byrja á því að bjarga mannslífum. Við getum náð því á stuttum tíma að vera með fyrirmyndarþjónustu á þessu sviði utan stofnana. Ég er bjartsýnn á að þetta verði að veru- leika því þegar við þekkjum mál- efnin vel þá erum við Íslendingar þannig að við tökum upp það besta sem mögulegt er að fá,“ sagði Sig- ursteinn Másson formaður Ör- yrkjabandalags Íslands. eftir fyrirmynd ður Jónsson dalags Ís- ngsmiðuð na aðeins ag. Önd- ð viðkom- an sólar- gt í Dan- Íslend- ingar standa þeim verulega að baki í þessum efnum, enn sem komið er. „Við ætlum okkur að verða betri en Danir í þessu eins og öðru. Nema fót- bolta, kannski, það virðist helvíti erf- itt,“ segir Guðjón og hlær. Með Guðjóni í ferðinni til Dan- merkur í ágúst sl. voru fulltrúar m.a. frá Hafnarfjarðarbæ, Landspítala – háskólasjúkrahúsi og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. „Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda hafa verið mjög jákvæð,“ segir Guðjón. „En málið er að okkur liggur lífið á í orðsins fyllstu merkingu.“ Spurður um hvar málið sé statt hjá stjórnvöldum svarar Guðjón: „Það er kominn skriður á þetta. Það er vinna í gangi í félagsmálaráðuneytinu sem miðar að því að koma á þessari ein- staklingsmiðuðu þjónustu. Ég veit að heilbrigðisyfirvöld eru að fjalla um málið. En nákvæmlega hvar málið er statt veit ég ekki. En vonandi sem fyrst.“ á erkingu“ Morgunblaðið/Ómar öndunarvél eða deyja,“ segir Guðjón Sigurðsson. Í HNOTSKURN »Motor neuron disease(MND) er framsækið sjúk- dómsástand sem einkennist af vöðvarýrnun. Vöðvamáttur þverr og dánarorsök er yfirleitt ófullnægjandi öndunargeta. »Árlega greinast um sex nýirMND-sjúklingar á Íslandi. Meðallíftími (án öndunarvélar- meðferðar) er rúm 3 ár. »Undanfarið hafa 15–20MND-sjúklingar verið í umsjá MND-teymis sem starfar við taugadeild LSH. mestu leyti, sé fyrir hendi á LSH en leysa þurfi fjölmörg mál er varða skipulag, fjármál og einnig siðfræðileg um meðferðarlok. „Sólarhringsmeðferð sjúklings með öndun- arvél í heimahúsi er flestum framandi við fyrstu sýn,“ segir Þórarinn. „Sjúklingahópur- inn er misleitur. Líklega velkist enginn í vafa um réttmæti þess að meðhöndla einstaklinga með mænuskaða, sem með réttri meðferð gætu lifað í áratugi meðan spurningar vakna um þá sem eru með framsækinn sjúkdóm sem oft fer hratt versnandi. En málið er þetta: Við getum sett alla þessa sjúklinga saman á stofn- un og lágmarkað fjölda hjúkrunarfólks, en ef við ætlum að hafa lífsgæði sjúklingsins að leið- arljósi, þannig að hann geti verið í sínu eigin umhverfi utan stofnunar, kostar þetta mun meiri peninga. Þetta er spurningin sem ís- lenskt samfélag á eftir að gera upp við sig. Danskt samfélag hefur þegar tekið ákvörðun í málinu. Hvað viljum við gera?“ úklinga til muna eldari öndun Sjúklingur með svokall- arkarennu sem er svo tengd við barka ndunarvél sjúklings í langtímameðferð sólarhringinn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.