Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 17
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LEIÐTOGAR margra ríkja hafa
brugðist hart við þeirri hótun
Norður-Kóreustjórnar að hefja til-
raunir með kjarnavopn. Talið er að
fyrir henni vaki meðal annars að
reyna að draga úr fjárhagslegum
þrýstingi sem Bandaríkjastjórn
hefur beitt með þeim árangri að
farið er að þrengja að ráðamönn-
unum í Pyongyang.
Sérfræðingar í málefnum Aust-
ur-Asíu segja að taka beri hót-
unina alvarlega. Þeir óttast meðal
annars að kjarnorkutilraunir Norð-
ur-Kóreumanna leiði til vígbúnað-
arkapphlaups í þessum heimshluta.
Embættismenn í Suður-Kóreu
voru fljótir að vara við því að vax-
andi spenna vegna deilunnar um
Norður-Kóreu gæti orðið til þess
að Japanir yrðu sér úti um kjarna-
vopn. „Þetta gæti orðið til þess að
Japanir fengju átyllu til að eignast
kjarnavopn og það myndi síðan
hafa eftirköst í Kína og Rússlandi
og breyta almenna valdajafnvæg-
inu í þessum heimshluta,“ sagði Yu
Myung-Hwan, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Suður-Kóreu, í ræðu á
þingi landsins í gær.
Bankar þjarma að N-Kóreu
Sérfræðingar sögðu að svo virt-
ist sem eitt af markmiðum N-Kór-
eustjórnar með hótuninni væri að
reyna að losa sig úr fjárhagslegri
spennitreyju sem Bandaríkjamenn
hefðu haldið henni í að undan-
förnu.
„Bandarísk stjórnvöld hafa sagt
bönkunum að ef þeir hætti ekki
öllum viðskiptum við Norður-Kór-
eu haldi þeir ekki aðgangi að
bandarísku fjármálamörkuðunum,“
hafði fréttastofan AFP eftir Peter
Beck, helsta sérfræðingi hugveit-
unnar International Crisis Group í
málefnum Norðaustur-Asíu. Síð-
ustu mánuði hefur fjármálaráðu-
neyti Bandaríkjanna lagt fast að
bönkum í Singapúr, Víetnam og
fleiri löndum að loka reikningum
Norður-Kóreu. „Þetta er ekki liður
í formlegum refsiaðgerðum, heldur
tilraun til að beita almennum
þrýstingi til að binda enda á ólög-
lega fjármálastarfsemi Norður-
Kóreumanna,“ sagði Beck. „En
netið sem lagt hefur verið er svo
stórt að það er líka farið að ná til
löglegrar starfsemi.“
Notfæra sér kosningarnar
Paik Hak-Soon, sérfræðingur við
hugveitu í Seúl, sagði að Norður-
Kóreumenn vonuðust einnig til
þess að geta haft áhrif á kosning-
arnar í Bandaríkjunum. „Stjórnin í
Pyongyang telur að núna sé rétti
tíminn til að knýja Bandaríkja-
stjórn til að fallast á samninga-
viðræður og aflétta fjárhagslegu
refsiaðgerðunum,“ sagði Paik.
Aðrir fréttaskýrendur í Suður-
Kóreu tóku í sama streng og sögðu
að ef Norður-Kóreumenn stæðu
við hótunina hæfust kjarnorkutil-
raunirnar að öllum líkindum fyrir
kosningarnar 7. nóvember.
!""" !"#
"" $ # $ $ $ "! % &$'$ (
)$'$
* +
, $
+
-'.
/ $01
21$ '
!'!
/ $01
(
3(
!"#$#%& 45
(
3(
$' (&
) *
+,-&. /
0-*./
"",(%
6
/#!'!
6 0%
/#!'! $
)12,%(*(,2,!(3)4&-,412 ,567&&1(, ') 7%%%&(
,5* %% 4#,*(,2,!(( *8!,67&& )'7,, " ), (%,!*
1 ,%#, (9#"%: %$ ,4 )12,%9;$ ;&*( *8! 5'#,#,*(,
2,!( )12,% ,9-,(< 9 ,!&2&%9*',*46!%(=
! "
#
#
#$ #
%$
!&' (#)
$ 7%! %
"
:
%
$
,
4
%
Telja hættu á
vígbúnaðar-
kapphlaupi
Hótun N-Kóreumanna sögð tilraun til
að losna úr fjárhagslegri spennitreyju
Í HNOTSKURN
» Norður-Kóreumenn lýstu þvíyfir í febrúar 2005 að þeir
hefðu þróað kjarnavopn.
» Bandaríska leyniþjónustanCIA telur að Norður-
Kóreumenn geti nú þegar sett
saman sex til átta kjarnorku-
sprengjur.
» Norður-Kóreumenn ollumiklu upppnámi í júlí þegar
þeir skutu sjö eldflaugum í til-
raunaskyni.
Sokoto. AFP. | Margir kvíða því að
þurfa að leiða lífsförunautinn upp
að altarinu, umstangið í kringum
athöfnina er mikið og flestir eru því
fegnir þegar hún er að baki. Þó eru
þeir til sem sverja heit um eilífa
tryggð oftar en einu sinni, sumir
miklu, miklu oftar. Nígeríumað-
urinn Shehu Malami, sem er á 69.
aldursári, tilheyrir ugglaust þess-
um hóp en hann gerði sér lítið fyrir
í síðustu viku og gifti sig í 201.
skiptið á lífsleiðinni.
„Ég vil ekki fleiri giftingar, þetta
er endirinn. Ég mun halda í eig-
inkonur mínar fjórar allt til enda
svo fremi sem annað ólán hendir
mig ekki,“ sagði Malami íbygginn,
þar sem hann sat í skugga mangó-
trés í borginni Sokoto í vikunni.
Þegar Malami kvæntist í 200.
skiptið í júní 2004 lofaði hann að
það yrði í allra síðasta skipti. En
erfitt reyndist að halda loforðið,
hann kvæntist enn og aftur í síðustu
viku til að fylla í skarð fertugrar
ástkonu sem hann skildi við.
Malami nálgast sem fyrr segir
sjötugt en honum er lýst sem lág-
vöxnum og sköllóttum 29 barna
föður. Hann gengur undir gælu-
nafninu „Maisaje“, sem útleggst
„maðurinn með skegghárin“, en að
eigin sögn hefur líf hans einkennst
af ævintýralegri reynslu af hjóna-
böndum, svo sem nærri má geta
enda eiginkonurnar alls 199 talsins.
Prófessor í sálarlífi kvenna
„Ég hef einstaklega kröfuharðan
smekk fyrir konum og kynlífs-
löngun mín er nokkuð sterk. Ég bar
mig alltaf eftir lostafullum konum,
því mér hafa aldrei þótt konur með
siginn afturenda spennandi.“
Malami hugðist gefa út ævisögu
en því miður lést vinur hans, sem
ætlaði að fjármagna útgáfuna, þeg-
ar frásögnin var komin að eig-
inkonu númer 160. „Ég lít á mig
sem prófessor þegar kemur að kon-
um og sálarlífi þeirra. Það er ekki
til sú manngerð á meðal kvenna
sem ég hef ekki fengist við.“
Fékk loksins nóg
eftir 201 giftingu
Ramallah. AFP. | Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hét í gær stuðningi Bandaríkja-
stjórnar við Mahmoud Abbas, leið-
toga Palestínumanna, sem hefur átt
undir högg að sækja.
Rice sagði eftir fund með Abbas í
Ramallah á Vesturbakkanum að Ab-
bas hefði vakið „mikla aðdáun“
bandarískra ráðamanna. Áður hafði
Abbas sagt að viðræður hans við
leiðtoga Hamas um myndun þjóð-
stjórnar á svæðum Palestínumanna
hefðu farið út um þúfur.
Rice hyggst einnig ræða við Ehud
Olmert, forsætisráðherra Ísraels, til
að reyna að blása lífi í friðarumleit-
anir í Mið-Austurlöndum.
Reuters
Lofar stuðn-
ingi við Abbas