Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 25
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 25
Götunöfn geta verið skemmtileg. Nú
eru til sölu nýjar íbúðir í Nausta-
hverfi, annars vegar við Sporatún og
hins vegar Sokkatún. Nafngiftirnar
tengjast e.t.v. því að á svæðinu höfðu
hestamenn aðstöðu áður fyrr, en
einn sem ég talaði við hélt reyndar
að Sokkatún væri prentvilla; að eitt
m vantaði í nafnið …
Norvik stefnir að því að opna þrjár
verslanir í húsi sem rísa mun á horni
Tryggvabrautar og Hvannavalla,
væntanlega á næstu misserum.
Verslanirnar eru Krónan, Inter-
sport og Húsgagnahöllin.
Bæjarráð hefur staðfest samning á
milli Akureyrar og Smáratorgs um
kaup félagsins á húseignum á Gler-
áreyrum, þar sem gömlu Sam-
bandsverksmiðjurnar voru til húsa.
Mestur hluti þeirra húsa verður rif-
inn og verslunarmiðstöðin Glerár-
torg tvöfölduð að stærð.
Það er greinilega eftir töluverðu að
slægjast á Akureyri, því í bænum
hafa a.m.k. tvær stórar verslanir að
sunnan opnað á síðustu mánuðum,
Bílanaust og Ellingsen.
Hagkaup hefur líka áhuga á að reisa
nýja verslun og sóst eftir svæðinu
þar sem íþróttaleikvangur bæjarins
er nú, eins og frægt er orðið.
Akureyringar ættu því ekki að líða
skort í næstu framtíð og ekki þurfa
þeir að kvíða bensínleysi því Atlants-
olía stefnir að því að opna sjálfs-
afgreiðslustöð í Glerárhverfi
snemma á næsta ári.
Stofnaður hefur verið söfnunar-
reikningur til stuðnings Sigríði
Sveinsdóttur og 14 ára syni hennar
en þau misstu allt sitt í bruna í
Hamragerði 25 í vikunni. Númer
reikningsins er 1145-05-443721 og
kennitalan 050571-3009.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, sendi frá sér yfirlýsingu á
dögunum í framhaldi viðtals við
framkvæmdastjóra landvinnslu fyr-
irtækisins um hvalveiðar. Í yfirlýs-
ingunni er áréttað að viðkomandi
hafi ekki talað í nafni Samherja og
fyrirtækið telji að hefja eigi hval-
veiðar og að nýta beri hvalastofna
með sjálfbærum hætti eins og aðra
nytjastofna enda éti hvalir hér við
land 2 milljónir tonna af fiski, skv.
tölum frá Hafrannsóknastofnun,
sem sé talsvert meira magn en ís-
lenski fiskiskipaflotinn ber að landi
og sérfræðingar Hafró fullyrði að
vöxtur hvalastofna hafi veruleg áhrif
á afrakstur mikilvægra fiskistofna.
Vignir Þormóðsson hefur ákveðið að
hætta sem formaður knatt-
spyrnudeildar KA, eftir sex ár í
embættinu. Unnsteinn Jónsson hef-
ur hins vegar verið endurkjörinn
formaður knattspyrnudeildar Þórs.
Starfsemi heilsuræktarinnar Átaks
flyst í Hamar, félagsheimili Þórs við
Skarðshlíð, frá 16. október til ára-
móta. Ástæðan er sú að nú standa
yfir miklar byggingaframkvæmdir
við Strandgötuna þar sem fyr-
irtækið er til húsa; verið er að
stækka húsnæði Átaks verulega.
Skemmtileg myndlistarsýning Stef-
áns Jóhanns Boulter hefur verið
opnuð á Bókasafni Háskólans á Ak-
ureyri og stendur sýningin til 3. nóv-
ember. Stefán er ungur listamaður,
sem stundaði listnám í Bandaríkj-
unum og á Ítalíu og var síðar aðstoð-
armaður Odd Nerdrum um þriggja
ára skeið.
Mikið er um að vera hjá Leikfélagi
Akureyrar sem endranær. Æfingar
eru hafnar á verkinu Herra Kolbert
en það verður frumsýnt í lok mán-
aðarins. Þá eru Karíus og Baktus á
ferðinni í Rýminu og Kristján Ingi-
marsson sýnir þar líka einleikinn
Mike Attack þessa dagana og gerir
út mánuðinn.
Valgerður Sverrisdóttir, utanrík-
isráðherra, skaust norður með flugi
föstudaginn í síðustu viku en staldr-
aði stutt við; flaug aftur suður með
sömu vél en í millitíðinni veitti hún
viðtöku fyrsta eintaki rits um norð-
urslóðamálefni og mögulegar sigl-
ingar um norðurheimskautið. Í rit-
inu eru erindi frá málþinginu Ísland
í þjóðleið sem Háskólinn á Akureyri
stóð fyrir í byrjun sumars.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti
Vessgú! Þorsteinn Gunnarsson
rektor og Valgerður Sverrisdóttir.
Rúnar Kristjánsson hugleiddiÍslendingseðlið og hvernig
nýir tímar hafi farið með það:
Íslendings er eðlið nú
orðið breytt til muna.
Í því hefur tryggð og trú
tapað öllum funa.
Þar er eins og andinn sé
ekki lengur vökull.
Engin hugræn helgivé,
hjartað kalt sem jökull.
Er það framtíð okkar lands
að menn glati rótum,
og ýti sér í átt til grands
eftir tíðarhótum?
Og í framhaldi hrökk honum af
munni þessi vísa:
Landið á sér íbúa
öðruvísi en forðum.
Nóg er hér um nýbúa
með nýja siði á borðum.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af Íslend-
ingseðli
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt
samþykki sitt fyrir nýja bóluefninu
Cardasil til varnar leghálskrabba-
meini og er búist við því að það geti
komist í almenna notkun innan fárra
mánaða. Gardasil hefur verið þróað
hjá lyfjafyrirtækinu Merck and Sa-
nofi Pasteur og miðar að því að lyfið
komi konum á aldrinum 9 til 26 ára
að gagni. Frá þessu var greint á net-
miðli BBC. Annað lyfjafyrirtæki,
GlaxoSmithKline, hefur líka þróað
bóluefnið Cervarix gegn vörtuveiru,
sem valdið getur leghálskrabba-
meini og hafa prófanir á báðum
þessum lyfjum lofað góðu.
Krabbamein í leghálsi er næstal-
gengasta krabbamein hjá konum í
heiminum, en um fimm hundruð
þúsund konur greinast með legháls-
krabbamein á ári hverju. Dauðsföll
af völdum leghálskrabbameins í
heiminum öllum eru um 274 þúsund
árlega. Allar konur, sem lifa kynlífi,
eiga það á hættu að smitast af vörtu,
sem getur valdið leghálskrabba-
meini. Með almennum bólusetning-
um má gera ráð fyrir að það dragi úr
smithættu auk þess sem vangaveltur
eru uppi um hvort ekki skuli bólu-
setja stráka líka með því markmiði
að útrýma vandamálinu.
Bóluefni
gegn leg-
hálskrabba
heilsa Orlando Vacation Homes
If you are planning a trip to Orlando, Florida and you are interested
in learning more about vacation home ownership, please contact
us or visit our website.
www.LIVINFL.com
Contact: Meredith Mahn
001-321-438-5566
Domus Pro Realty - Vacation Home Sales Division
Stofnfundur Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins
verður haldinn fimmtudaginn 26. október kl. 16.00
í Víkinni, sjóminjasafni Reykjavíkur, Grandagarði 8.
Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja varðveita
þetta sögufræga skip. Varðskipið Óðinn tók þátt
í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út
í 50 mílur og síðar 200 mílur. Óðinn er því sögulegt
tákn um sigur lítillar eyþjóðar yfir heimsveldi Breta.
Varðskipið Óðinn er safngripur sem vert er að
varðveita sem merkan hluta af sögu okkar!
Björgum Óðni
sögunnarvegna
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111