Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 23
fræðsla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 23 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég er orðin svo þreytt á þvíað fólk horfi á mig og segihvað við annað: „Aum-ingja hún, en hvað þetta er sorglegt.“ Fatlað fólk vill ekki láta líta á sig sem minnimáttar. Ég hef verið fötluð í tuttugu ár, eða frá því ég fæddist, og auðvitað er það oft rosalega erfitt og stundum er stutt í að maður gefist upp. Það er þó mikil áskorun enda getum við stjórnað því sjálf hvernig við hugsum og hvernig við horfum á líf okkar. Það er í raun ákvörðun hvort maður vill vera nei- kvæður eða jákvæður. Ég vil með þessu verkefni mínu og jákvæðri nálgun sýna fram á að fólk með fötl- un er líka hamingjusamt fólk og á sömu drauma. Fatlaðir einstaklingar eiga að hafa sömu tækifæri og aðrir. Ef við hjálpumst öll að er það vel hægt og um leið verður ekkert sorg- legt við það að lifa með fötlun,“ segir Freyja Haraldsdóttir, sem í dag fer formlega af stað í leiðangur þar sem hún mun heimsækja framhaldsskóla og fræða nemendur og starfsfólk um málefni fatlaðs fólks. Öðlaðist nýtt lífsviðhorf Freyja er mikið líkamlega fötluð en hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í desember í fyrra eftir þriggja og hálfs árs nám og var hún dux scholae. „Ég hef undanfarin þrjú ár verið með fyrirlestur í lífsleikni í Fjölbraut í Garðabæ, sem ég byggi á reynslu minni sem fatlaður ein- staklingur í skólakerfi og samfélagi. Ég hef þróað fyrirlestrana á þessum tíma, bæði með auknum þroska mín- um og reynslu. Í framhaldi af því fannst mér ég tilbúin að fara með þessa fræðslu í alla framhaldsskóla landsins,“ segir Freyja og bætir við að á þessum tíma hafi líka runnið upp fyrir henni að kannski væri það meðal annars hennar hlutverk að bæta stöðu fatlaðs fólks með því að fræða aðra og opna augu almenn- ings fyrir þeim heimi sem fólk með fötlun lifir í. „Þegar ég byrjaði að vera með fyrirlestra öðlaðist ég fljótt nýtt lífsviðhorf, því ég fann einhvern tilgang með hlutskipti mínu sem fötluð manneskja.“ Auðvelt að líta undan Freyja segir að brýn þörf sé á því að upplýsa ófatlað fólk um heim þeirra fötluðu. „Ég sjálf þekki ekki líf þeirra sem eru í allt annarri stöðu en ég. Til dæmis líf þeirra sem búa í stríðshrjáðu landi. Við horfum á fréttir frá þessum löndum í sjón- varpinu og hugsum með okkur hvað þetta sé nú hræðilegt, en svo slökkv- um við á sjónvarpinu. Það er svo auðvelt að líta undan þegar eitthvað er óþægilegt. Ég hef oft upplifað þetta frá fólki úti í samfélaginu þeg- ar það horfir á okkur sem lifum með fötlun vorkunnaraugum, en gerir ekkert í því, lítur bara undan og er jafnvel með leynda fordóma, þótt það geri sér ekki grein fyrir því. Ein- mitt þess vegna er svo áríðandi að brjóta múrinn á milli fatlaðs og ófatl- aðs fólks og reyna að gefa raunsæja mynd af heimi fatlaðra. Ég ætla ekki að fara mikið út í fræðilegu hliðina í mínum fyrirlestrum, heldur byggi ég þá á upplifun og eigin reynslu og því sem ég hef lært af því að lifa með fötlun.“ Hver og einn ber ábyrgð Freyja segist ekki kæra sig um að fólk vorkenni henni né öðrum fötl- uðum einstaklingum, þótt það sé ríkjandi í þjóðfélaginu. „Þess vegna fer ég af stað með þessa fyrirlestra undir yfirskriftinni að það séu for- réttindi að vera með fötlun.“ Freyja segir að sér finnist margt vanta upp á aðstöðu og aðgengi fatl- aðs fólks í samfélaginu. „Við mætum hindrunum á hverjum einasta degi en þær hindranir liggja ekki ein- göngu í fötluninni sjálfri, heldur í umhverfinu. Í þeim skólum sem ég hef stundað nám hefur aðgengi yf- irleitt verið gott fyrir fólk með fötl- un, en það er ekki nóg, vegna þess að mesta hindrunin felst í viðhorfum starfsfólks skóla. Ég verð með sér- staka fyrirlestra ætlaða starfsfólki framhaldsskólanna þar sem ég legg áherslu á að hver og einn beri ábyrgð á því sjálfur hvernig hann tekur á nemendum með fötlun. Það er undir hverjum og einum komið hvort hann ákveður að lesa sér til um fötlun þeirra sem hann þarf að umgangast og vinna með og hvort hann mætir þeim með umburð- arlyndi. Og það er líka ákvörðun að kynna sér ekki málin og vera ekki umburðarlyndur. Þess vegna fer margt eftir þessari ákvörðun því hugarfar fólks er stærsta hindrunin í lífi okkar sem fatlaðar mann- eskjur.“ Freyja segist vera spennt að fara af stað en hún mun bjóða öllum framhaldsskólum landsins að fá sig í heimsókn og halda fyrirlestrana þeim að kostnaðarlausu, því mennta- málaráðuneytið og félagsmálaráðu- neytið styrkja verkefni hennar. Hugarfarið er stærsta hindrunin Morgunblaðið/Ásdís Kjarnakona Freyja Halldórsdóttir vill ekki láta líta á sig sem minnimáttar. www.forrettindi.is Við styðjum Sigríði Andersen í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. www.sigridurandersen.is Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona Ágúst Geirsson fyrrv. umdæmisstjóri og stjórnarmaður í Samtökum eldri sjálfstæðismanna Elsa B. Valsdóttir læknir og fyrrv. formaður Heimdallar Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar Jóna Gróa Sigurðardóttir fyrrv. borgarfulltrúi Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins og fyrrv. alþingismaður Þorsteinn Davíðsson lögfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.