Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 27 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Höfuðborg Íraks, Bagdad,er ekki á lista yfirhelstu áfangastaði út-sækinna Íslendinga enda hefur verið þar róstugt hin síðari misseri. Þeir eru þó til sem dvalist hafa í borginni, m.a. Börkur Gunnarsson sem var á þessum framandi slóðum á vegum Íslensku friðargæslunnar sem talsmaður Atlantshafsbandalagsins í fimmtán mánuði. Honum er dvölin, eins og gefur að skilja, eftirminnileg og ekki síður ýmsir staðir í borginni. Einn þó öðrum fremur. „Það er kaffihús á „Græna svæð- inu“ í Bagdad sem í daglegu tali var kallað „Sjálfsmorðskaffihúsið“ af þeirri einföldu ástæðu að skömmu áður en ég kom til borg- arinnar í febrúar 2004 hafði það verið jafnað við jörðu í sjálfsmorðs- árás. Raunar þeirri síðustu sem hefur verið gerð á „Græna svæð- inu“. Eigandinn, sem lifði árásina af, lét það ekkert á sig fá, heldur tjaldaði bara yfir rústirnar og hélt rekstrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það er þessi bar- áttuandi í Írökunum sem er svo sjarmerandi. Menn gefast aldrei upp,“ segir Börkur. Hann segir að fastagestir kaffi- hússins hafi haldið áfram að sækja það eftir áfallið enda þótt þeir hafi margir hverjir misst þar vini sína og jafnvel ættingja. Sjálfur missti vertinn tvö af tuttugu börnum sín- um í árásinni. „Hann sýndi ótrúlegt æðruleysi, sá maður.“ Glaðvært og vinalegt fólk „Sjálfsmorðskaffíhúsið“ var á leið Barkar í vinnuna og hann veitti því fljótlega athygli að þar voru aðeins arabar samankomnir. „Það var ein- mitt þess vegna sem ég fór að venja komur mínar þangað. Ég bjó og starfaði með Vesturlandabúum allan sólarhringinn og þetta var því kærkomin tilbreyting. Það kom fyr- ir að einn og einn Vesturlandabúi slæddist inn meðan ég var þarna en það voru ekki hermenn. Oftast var ég þó bara einn með heimamönn- unum.“ Börkur segir andann á kaffihús- inu hafa verið mjög góðan enda séu Írakar upp til hópa glaðvært, skraf- hreifið og vinalegt fólk. En það var ekki bara andinn á „Sjálfsmorðskaffíhúsinu“ sem var til eftirbreytni, menn fengu þar líka góðan beina. „Sérstaklega var ke- babið gott þarna. Það langbesta á „Græna svæðinu“,“ segir Börkur. Ekki man Börkur hvað kaffihúsið hét enda stóð það ekki utan á tjald- inu. „Þeir höfðu fengið tjaldið hjá Tuborg. Ég geri samt ekki ráð fyr- ir að kaffihúsið hafi heitið það enda hafa líklega fæstir arabarnir skilið þá áletrun,“ rifjar hann upp hlæj- andi. „Það var aldrei kallað annað en „Sjálfsmorðskaffíhúsið“.“ Reuters Róstur Við þekkjum Bagdad aðallega af stríðsátökum. Börkur Gunn- arsson kynntist fleiri hliðum á borginni m.a. á „Sjálfsmorðskaffihúsinu“. Tjaldað yfir rústirnar Ferðalangur Börkur Gunnarsson segir Íraka upp til hópa glaðvært og skrafhreifið fólk. Fótboltaleikur Express Ferðir hafa ákveðið að bjóða upp á ferð á leik Arsenal og Breiðabliks en þetta er seinni leikur liðanna í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express segir að ferðalangar geti stutt við bakið á Blika-stelpunum í baráttu sinni við ensku meist- arana í liði Arsenal en á síðasta tímabili fór víst Arsenal taplaust í gegnum tímabilið í deild og bik- ar. Verðið á þessari ferð er 49.900 krónur á mann og miðað er þá við tvo saman í herbergi en inni- falið er flug, gisting á The Strand hótelinu í tvær nætur og miði á leikinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti vítt og breitt Allar nánari upplýsingar um ferð- ina fást á vefsíðu Express Ferða – www.expressferdir.is 24.200 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.