Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 270. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
VILL ENGA VORKUNN
FREYJA HARALDSDÓTTIR SEGIR FATLAÐA
EIGA SÉR SÖMU DRAUMA OG AÐRIR >> 23
SLÁTURTÍÐ
VAXANDI EFTIRSPURN
EFTIR INNMATNUM
HOLLT OG ÓDÝRT >> 13
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
MND-sjúklingar á Íslandi þurfa að
leggjast inn á stofnun þegar öndunar-
erfiðleikar, sem óhjákvæmilega
fylgja sjúkdómnum er hann ágerist,
fara að gera vart við sig. Í Danmörku
er sjúklingunum boðið upp á langtíma
öndunarvélameðferð á heimili þeirra
allan sólarhringinn. Formaður MND-
félags Íslands vill að Íslendingar taki
upp þetta stuðningskerfi Dana, sem
felur m.a. í sér að sex manns eru í
fullu starfi við að aðstoða sjúklinginn.
Hann segir að öndunarvélameð-
ferð í heimahúsum myndi gjörbreyta
lífsgæðum MND-sjúklinga og gera
þeim kleift að taka lengur þátt í
hversdagslífinu.
„Ef ég fer í öndunarvél í dag þá er
það það sama og að lokast inni á
stofnun. Ég flokka það ekki sem val,
ég myndi frekar velja að deyja. Það
er valið sem við stöndum frammi fyr-
ir; að nota öndunarvél eða deyja. Og
flestir MND-sjúklingar velja síðari
kostinn, jafnvel í Danmörku,“ segir
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-
félagsins á Íslandi.
Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á
lungnadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss segir langtíma öndunar-
vélameðferð bæta lífsgæði sjúklinga
og lengja líf þeirra. „Gefa ætti ís-
lenskum sjúklingum, sem kjósa lang-
tíma öndunarvélameðferð og uppfylla
hefðbundin skilmerki um meðferðar-
þörf, kost á slíkri meðferð,“ segir Þór-
arinn.
Miðað við tölur frá Danmörku má
að sögn Þórarins álykta að við und-
irbúning sólarhringsmeðferðar með
öndunarvél í heimahúsum á Íslandi
mætti gera ráð fyrir 3–4 skjólstæð-
ingum í lok fyrsta ársins og að eftir 3
ár væru skjólstæðingarnir orðnir 5–
7. Meðferðinni er beitt hjá sjúkling-
um með of skertan vöðvastyrk til að
anda.
Vilja að MND-sjúklingar geti valið um öndunarvélameðferð
Mikil breyting á
lífsgæðum sjúklinga
Liggur lífið á | Miðopna
Í HNOTSKURN
» Í Danmörku eru yfirleitt sexaðstoðarmenn í fullu starfi
hjá sjúklingi og ganga vaktir.
Hefur ekki reynst erfitt að
manna þessi störf þar.
» Í félagsmálaráðuneytinu ernú unnið að því að koma á
þessari einstaklingsmiðuðu þjón-
ustu.
ALÞINGISHÚSIÐ fékk á sig nýjan og öllu bleik-
ari blæ en venjulega í gærkvöldi. Ekki var um að
ræða spellvirki mótmælenda heldur hafði Sól-
veig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ákveðið í
samráði við forystu Krabbameinsfélagsins að
lýsa bleiku ljósi á Alþingi næstu daga. Með því
sýnir Alþingi og alþingismenn stuðning við bar-
áttuna við brjóstakrabbamein og slæst í hóp
margra þekktra húsa um víða veröld í sérstöku
árveknisátaki. Forseti Alþingis og varaforsetar
voru viðstaddir þegar húsið skipti litum í gær-
kvöldi og virtust ánægðir með breytinguna.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alþingishúsið baðað bleikum ljóma
Elista. AP. | Búlgarinn Veselin
Topalov, heimsmeistari FIDE, og
Rússinn Vladimir Kramnik, heims-
meistari klofningssambands Kasp-
arovs og Shorts, gerðu í gær jafn-
tefli í sjöundu skákinni í
sameiningareinvíginu um heims-
meistaratitilinn í skák.
Einvígið fer fram í Elista, höf-
uðborg sjálfstjórnarlýðveldisins
Kalmykíu í Rússlandi, og var þetta
fjórða jafntefli meistaranna.
Kramnik vann tvær fyrstu skák-
irnar, en í fimmtu umferð var
Topalov dæmdur sigur eftir að
Rússinn mætti ekki til leiks.
Mikið hefur gengið á í einvíginu
og í gær sagði framkvæmdastjóri
Kramniks að hann myndi kæra
FIDE eftir einvígið.
Áttunda skákin fer fram í dag
og þá teflir Kramnik með hvítu
mönnunum en staðan er 4–3 hon-
um í vil.
Fjórða
jafnteflið
í Elista
MJÓLKA, sem er
einkarekin mjólk-
urstöð, hefur ver-
ið að hasla sér völl
á markaði þar
sem alger einok-
un hefur ríkt til
þessa en Osta- og
smjörsalan er
með nær 100%
markaðshlutdeild
í ostum að undanskildum fetaosti.
Ólafur Magnússon, framkvæmda-
stjóri Mjólku, segist hafa fundið fyr-
ir því að mjólkuriðnaðurinn hafi beitt
afli sínu gegn fyrirtækinu. „Ég hef
það eftir innanbúðarheimildum að
það hafi verið tekin sú ákvörðun að
það skyldi knésetja Mjólku með öll-
um ráðum,“ segir hann. Ólafur er
ósáttur við að samkeppnisyfirvöld
geti ekki beitt sér þar sem mjólk-
uriðnaðurinn hafi verið undanþeginn
samkeppnislögum og aðilum sem
þar starfi sé því í reynd heimilt að
hafa verðsamráð, samráð um verka-
skiptingu auk þess sem þeir útdeili
fé sem ríkið innheimti, m.a. af
Mjólku.
Beita afli
gegn Mjólku
Tekin| B8
Ólafur Magnússon
Peking. AFP | Starfsmenn Pek-
ingborgar hafa þurft að fjarlægja
um 40 tonn af rusli á dag á Tian-
anmen-torgi eða Torgi hins him-
neska friðar síðan á sunnudag, þeg-
ar vikufrí þjóðarinnar í tilefni
þjóðhátíðardags Kína hófst.
Talið er að um 1,5 milljónir
manna hafi verið á Tiananmen-
torgi á dag síðan þjóðarfríið hófst
og hafa starfsmenn mátt hafa sig
alla við til að halda torginu hreinu,
en það er á stærð við 63 fótbolta-
velli. Reyndar hefur borgin þurft að
bæta við 400 starfsmönnum til að
hafa undan við að hirða matar- og
drykkjarílát, dagblöð og filmubox,
sem gestir losa sig við á torginu.
Til samanburðar má geta þess að
Sorphirða Reykjavíkur fjarlægði
um 40 tonn af rusli úr ruslatunnum
heimahúsa sl. föstudag og að jafn-
aði eru fjarlægð um 80 tonn af rusli
á dag í Reykjavík, að sögn Jóns
Ólafs Vilhjálmssonar, stöðvarstjóra
Sorpu.
Reuters
Afmæli Haldið upp á 57 ára afmæli
Alþýðulýðveldisins Kína á Torgi
hins himneska friðar 1. október.
Rusl á Torgi
hins him-
neska friðar