Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRESKA söngkonan Petula Clark þenur hér radd- böndin á stórtónleikum evrópsku dívanna í Laugar- dalshöll í gærkvöldi þar sem hún var gestasöngvari ásamt Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni tenór. Ásamt þeim sungu evrópsku dívurnar Eivör Páls- dóttir frá Færeyjum, Eleftheria Arvanitaki frá Grikk- landi, Sissel Kyrkjebo frá Noregi, Patricia Bardon frá Írlandi og Ragnhildur Gísladóttir frá Íslandi. Uppselt var á tvenna tónleika þeirra í gær, klukkan níu um kvöldið og á aukatónleikana klukkan sex. Umgjörð tónleikanna var glæsileg, strengjasveit skipuð 50 meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Íslands lék og Drengjakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst- bræður sungu með dívunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegir dívutónleikar Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÚRSKURÐARNEFND almannatrygginga hefur fellt niður endurkröfu Tryggingastofnunar rík- isins á hendur eldri borgara vegna ofgreiddra bóta upp á rúmar 916 þúsund krónur á árunum 2003 til 2004. Hefur nefndin vísað málinu aftur til TR til endurútreiknings og eftir atvikum til að taka nýja ákvörðun um endurkröfu vegna of- greiddra bóta 2004. Bætur tekjutengdar að lögum Ákvörðun Tryggingastofnunar um endurreikn- ing lífeyrisgreiðslna til eldri borgarans sem fædd er árið 1935, var kærð til úrskurðarnefndar og krafðist viðkomandi þess að ákvörðunin yrði ómerkt. Var byggt á því að lagaheimild skorti fyr- ir eftir á endurreikningi frá TR. Í kæru var því mótmælt að tekjur maka eldri borgarans af sér- eign væru taldar kæranda til tekna að hálfu leyti við endurútreikning bóta. Úrskurðarnefnd segir í úrskurði sínum að bæt- ur lífeyristrygginga almannatrygginga séu að lögum tekjutengdar og geti hvort tveggja tekjur bótaþega sjálfs eða maka hans haft áhrif til skerðingar bótaréttar. Þessi tekjutenging er að mati nefndarinnar á málefnalegum rökum reist. Nefndin leit ennfremur til þess að skv. hjú- skaparlögum hvílir gagnkvæm framfærsluskylda á hjónum. Telur nefndin að ákvæði reglugerðar frá 2003 um útreikning, endurreikning og upp- gjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags frá TR hafi fulla lagastoð en þar sé kveðið á um að fjármagnstekjum skuli ávallt skipt til helminga milli hjóna við útreikning bóta. Með vísun til gagnkvæmrar framfærsluskyldu hjóna telur nefndin það ekki skipta máli hvort um sé að ræða hjúskapareign eða séreign þegar tekjur séu kann- aðar með tilliti til útreiknings tekjutengdra bóta. Séreign maka hafi fyrst og fremst áhrif við slit hjúskapar eða ákvörðun erfðaréttar. Þegar litið sé til framfærslu hafi hún hins vegar engin áhrif Samkvæmt þessari niðurstöðu var ekki grund- völlur til að beita reglugerð frá 2004 um breyt- ingu á fyrrnefndri reglugerð fyrr en frá gild- istöku hennar 29. október 2004. Var því nauðsynlegt talið að vísa málinu aftur til TR til endurútreiknings bóta vegna ársins 2004 og til endurákvörðunar endurkröfu hafi bætur verið of- greiddar það ár. Ákvörðun TR ómerkt Eldri borgari kærir TR fyrir endurkröfu vegna ofgreiddra bóta um 916 þúsund krónur  Málinu vísað aftur til TR til endurútreiknings bóta Í HNOTSKURN » Úrskurðarnefndin telur það ekkiskipta máli hvort um sé að ræða hjú- skapareign eða séreign þegar tekjur séu kannaðar með tilliti til útreiknings tekju- tengdra bóta. Séreign maka hafi fyrst og fremst áhrif við slit hjúskapar eða ákvörð- un erfðaréttar. Þegar litið sé til framfærslu hafi hún hins vegar engin áhrif. » Nauðsynlegt var talið að vísa málinuaftur til TR til endurútreiknings bóta vegna ársins 2004. LÖGREGLAN í Keflavík hefur tekið til rannsóknar alvarlega lík- amsárás og húsbrot í fyrrakvöld þegar tveir menn ruddust inn í íbúð við Kirkjuveg í Keflavík og misþyrmdu manni þar innandyra. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, var einsamall í íbúðinni þegar ráð- ist var inn og beittu mennirnir táragasi gegn honum. Einnig veittu mennirnir honum skurð- áverka með eggvopni. Að sögn lög- reglunnar í Keflavík hlaut mað- urinn einnig áverka á baki og skarst að lokum illa á hendi þegar hann braut rúðu í hurð til að reyna að komast undan árásarmönnun- um. Þeir yfirgáfu svæðið á bifreið sinni en húsráðandinn náði bíl- númerinu og hóf lögreglan leit að þeim. Meintir árásarmenn voru síðan handteknir í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti á mánu- dagskvöld og er unnið að rannsókn málsins. Ekki er ljóst hver tilgangur árásarinnar var en reikna má með því að það upplýsist með yfir- heyrslum. Húsráðandinn var færð- ur til aðhlynningar á slysadeild. Réðust vopnaðir inn á mann Árásarmenn beittu táragasi og eggvopni ASÍ hefur farið þess á leit við þjóð- skjalavörð að upplýst verði hvort og þá hvenær símar á skrifstofu sambandsins hafi verið hleraðir. Í bréfi til þjóðskjalavarðar segir m.a.: „Fram hefur komið í opin- berri umræðu nýlega að gögn í varðveislu safnsins geymi upplýs- ingar um, að símar Alþýðu- sambands Íslands og starfsmanna þess hafi í einhverjum tilvikum ver- ið hleraðir af stjórnvöldum.“ Upp- lýst hafi verið að símtöl Hannibals Valdimarssonar, fyrrv. forseta ASÍ, voru hleruð. Skjöl sem Þjóðskjala- safnið hefur birt beri ekki með sér hvort, hvenær eða hversu lengi símar ASÍ hafi verið hleraðir. ASÍ óskar upplýsinga um símahleranir LÖGREGLAN í Keflavík handtók ökumann fólksbifreiðar í gær sem skapaði hættu með ofsaakstri á Reykjanesbraut og hlýddi ekki lög- reglu um að stöðva bílinn fyrr en við Leifsstöð þar sem hann ók upp að flughlaði og reyndi að komast inn í flugrana. Í ljós kom að maðurinn átti við geðræn vandamál að stríða og var læknir kvaddur á lögreglustöð en þar var maðurinn yfirheyrður í viðurvist verjanda, að sögn lögreglu. Málið upphófst við Vogaveg er bíll fór fram úr lögreglubíl á um 120 km hraða og hófst þá eftirför. Ökumað- ur stöðvaði ekki bílinn en jók hrað- ann upp í 140–150 km við Voga- stapa. Maðurinn ók öfugum megin inn í hringtorg á leið sinni upp að Leifsstöð og ók utan í sandbing við vinnusvæði. Stöðvaði hann bílinn við flugvél sem verið var að undirbúa fyrir flug og náði lögregla honum. Eftir yfirheyrslur var manninum komið undir læknishendur. Olli hættu með ofsaakstri BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokks í Árborg segja að engin óeðli- leg vinnubrögð hafi átt sér stað við vinnslu skipulagsmála í bænum. Fulltrúar Framsóknarflokks segja að samkomulag hafi verið svikið. Eftir að upp úr slitnaði í meiri- hlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Árborg hafa ásakanir um óheiðarleika gengið á víxl. Í yfirlýsingu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks er því hafnað að óeðlileg vinnubrögð hafi verið við- höfð við þá beiðni Eðalhúsa að fá auglýsta tillögu um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreit. „Meirihluti B og D lista ákvað á fundi sínum þann 23.október sl. að deiliskipulagstillagan skyldi ekki verða auglýst fyrr en frestur til að leggja inn tillögur í svonefnt miðbæj- arskipulag væri úti. Því var sam- þykkt á áðurnefndum meirihluta- fundi að haldinn yrði aukafundur í skipulags- og byggingarnefnd þann 1. desember og þar yrði heimilað að auglýsa deiliskipulagið. Síðan yrði það staðfest í bæjarráði 7. desember og samþykkt í bæjarstjórn 13. des- ember 2006 og færi í auglýsingu eftir það,“ segir í yfirlýsingu sjálfstæðis- manna. Er svo skorað á bæjarfull- trúa Framsóknarflokks að staðfesta þetta, eða vera ella ekki merk orða sinna. Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum Framsóknarflokks er sagt frá fundi sem haldinn hafi verið vegna Sig- túnsreitsins, en fundinn hafi setið fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, formaður skipulags- og byggingarnefndar, auk fram- kvæmdastjóra Eðalhúsa. „Ástæðan fyrir þessum fundi var sú að fulltrúar D-lista vildu fá sam- þykki okkar fyrir því að deiliskipulag Eðalhúsa ehf. fengi afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd á meðan samkeppni um miðbæjar- skipulag væri enn í gangi. Við vorum algjörlega á móti því, þess vegna var haldinn fundur til að finna sáttaleið í málinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Gert var samkomulag um að deiliskipulag Eðalhúsa ehf. á Sig- túnsreitnum fengi afgreiðslu á auka- fundi 1. desember í skipulags- og byggingarnefnd, ef fyrirtækið legði fram samþykki allra eigenda lóða á reitnum. Þar sem ekki lá fyrir sam- þykki allra eigenda lóðanna var sam- komulag um afgreiðslu málsins fallið úr gildi.“ Ekki hefði átt að boða fundinn án þess að gögnin lægju fyrir, þar með hefði samkomulagið verið brotið. Ásakanir ganga á víxl í bæjarstjórn Árborgar Átök um vinnubrögð fyrrverandi meirihluta í skipulagsmálum FORMENN allra stjórnmálaflokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um fjármál stjórnmálasamtaka og fram- bjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Í frumvarpinu segir m.a. að tilgangur þess sé að kveða á um fjár- framlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Einnig að draga úr hættu á hagsmuna- árekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Markmiðið er að auka traust á stjórnmálastarfsemi og auka lýðræði. Frumvarp um fjármál flokk- anna lagt fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.