Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning RAGNHEIÐUR Gröndal hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar á undanförnum árum, hún er marg- verðlaunuð stúlkan og er sérlega hæfileikarík. Hér er hún á ferðinni með nýjustu plötu sína sem hún kall- ar réttilega Þjóðlög. Á henni er að mestu leyti að finna gömul íslensk þjóðlög, í bland við önnur, við ljóð eft- ir ekki ómerkari menn en t.d. Jónas Hallgrímsson, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Halldór Laxness og Hallgrím Pétursson til þess að nefna nokkra. Ragnheiður á sjálf lög og texta á plötunni. Ég held að Ragnheiður hafi farið fram úr sjálfri sér við gerð þessarar plötu. Hún hefur aldrei sungið jafn- vel og hún gerir hér. Rödd hennar er bæði full af þjóðlegum styrk eins og finna má í rímnasöng en líka hefur hún sig á loft með fíngerðum sálmasöng eins og hún hafi með sér boðskap frá himn- um. Kannski er þjóðerniskenndin að tala en það er vegna þess að ís- lenskari plötu hef ég ekki heyrt í mörg ár. Jafnvel ekki síðan Björk gaf út Homogenic. Útsetningarnar eru kannski ekki frumlegar á sama hátt og á Homogenic en það er þessi ein- staka taug þjóðlegrar stemningar og ekki síst virðingar, sem þær eiga sameiginlega. Ætli það sé ekki þjóð- ernisrómantíkin. Það er fallegur hljómur blást- urshljóðfæra sem fylgir söng Ragn- heiðar í gegnum sum laganna. Þessi sérkennilega blöndun tveggja hljóða ómar eins og gömul saga í gegnum þungan og tregafullan píanóleik Ragnheiðar. Gott dæmi um þetta er upphafslag plötunnar, „Gefðu mér móðurmálið mitt“, við ljóð Hallgríms Péturssonar. Strengjaútsetningarnar eru ekki síðri. Þær iða undir yfirborð- inu og bíða þess að fá að spretta upp með sínum hægláta krafti. „Fram á regnfjallaslóð“ er lýsandi fyrir þenn- an sérstaka norræna stíl. Lagið er líka sérlega vel raddað. Tapan-tromma Mitko Popov fellur vel að þessari þjóðlegu stemmningu sem hér ræður ríkjum og það sama má segja um allan hljóðfæraleik plöt- unnar. Hann er kannski frekar dauð- hreinsaður á köflum en það er sérlega viðeigandi vegna þess hve langt Ragnheiður gengur í því að nýta röddina sína. Eins og áður sagði þá hef ég aldrei áður heyrt hana syngja eins og hún gerir á Þjóðlögum. Stundum minnti hún mig örlítið á Ei- vöru Pálsdóttur en sú hugmynd hvarf jafnfljótt úr huga mér og hún birtist vegna þess hve sér-íslenskur hljómur tónlistarinnar er. Í því felast töfrar þessarar plötu. Hún virðir sérstöðu íslenskrar tónlistarhefðar án þess þó að vera föst í viðjum hennar. Útsetn- ingarnar leyfa lögunum að lifna við á áður ókannaðan hátt á sama tíma og þau halda sígildum eiginleikum sín- um. Þjóðlög er án efa ein af bestu plötum ársins. Framúrskarandi TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Ragnheiðar Gröndal nefndur Þjóðlög. Á honum eru ýmis íslensk þjóð- lög, þrjú lög eftir Ragnheiði sjálfa auk eins sænsks þjóðlags. Ljóðin eru bæði þjóðvísur og eftir nokkur af helstu skáld- um þjóðarinnar. Fram koma: Ragnheiður Gröndal, söngur, raddir, píanó og útsetn- ingar, Haukur Gröndal, klarinett, basset- horn og útsetningar, Hugi Guðmundsson, elektróník og útsetningar og fleiri. 12 Tónar gefa út. Ragnheiður Gröndal – Þjóðlög  Helga Þórey Jónsdóttir Morgunblaðið/Eyþór Þjóðlög Plata Ragnheiðar er ein af þeim bestu á árinu, að mati gagnrýnanda. ÓFAGRA VERÖLD Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Fim 18/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 8/12 kl. 20 Lau 30/12 kl. 20 Fös 5/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Lau 9/12 kl. 20 Lau 6/1 kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 8/12 kl. 20 Fös 29/12 kl. 20 Lau 30/12 kl. 20 Lau 6/1 kl. 20 BLÓÐBRÚÐKAUP Nemendaleikhúsið sýnir Blóðbrúðkaup Í kvöld kl. 20 Fim 7/12 kl. 20 Fös 8/12 kl. 20 Miðaverð 1.500 SÖNGLIST NEMENDASÝNINGAR Í dag kl. 17 Í kvöld kl. 20 BROT AF ÞVÍ BESTA Fim 7/12 kl. 20 Rithöfundar lesa úr nýjum bókum. Jóladjass og upplestur í forsal Borgar- leikhússins. Ókeypis aðgangur Lau 9/12 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar Sun 10/12 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/12 kl. 14 Lau 30/12 kl.14 Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 20 JÓLALEIKRITIÐ RÉTTA LEIÐIN Barna og unglingaleikhúsið Borgarbörn Í dag kl. 9:30 Fim 7/12 kl. 9:30 Fös 8/12 kl. 9:30 Lau 9/12 kl.. 13:00 UPPS Lau 9/12 9/12 kl. 15:00 Sun 10/12 kl. 13:00 Sun 10/12 kl. 15:00 Mán 11/12 kl. 9:30 Þri 12/12 kl. 9:30 Mið 13/12 kl. 9:30 Fim 14/12 kl. 9:30 Fös 15/12 kl. 9:30 Lau 16/12 kl. 13:0 Lau 16/12 kl. 15:00 Sun 17/12 kl. 13:00 Sun 17/12 kl. 15:00 Miðaverð 500 virka daga og 1400 um helgar SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Stóra sviðið kl . 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00, sun. 21/1 kl. 14:00. PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur. Fös. 8/12 uppselt, lau. 9/12 uppselt. Aukasýning sun. 10/12 örfá sæti laus. Allra síðasta sýning! BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Mið. 6/12 kl. 9:45 örfá sæti laus og kl. 11:00 örfá sæti laus, lau. 9/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 10/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 örfá sæti laus. JÓLABÓNUS Jóladagskrá Hugleiks fim. 7/12 kl. 21:00. Miðasala í síma 551 2525 og á www. hugleikur.is. Leikhúsloftið Leikhúskjal larinn SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl . 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Gjafakort fyrir alla fjölskylduna! Sýnt í Iðnó Fim. örfá 7.12 Fös. örfá 8.12 Lau. örfá 9.12 Lau. 13/1 Fös. 19/1 Lau. 20/1 Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 klst. fyrir sýn. Sími 5629700 www.idno.is og www.midi.is Sýningar kl. 20 Síðustu sýningar fyrir jól! Herra Kolbert „Frábær skemmtun“ – „drepfyndið“ – „gríðarlega áhrifamikil sýning“ Fös 8. des kl. 19 örfá sæti laus Lau 9.des kl. 19 Hátíðarsýn. örfá sæti laus - Umræður með höfundi að lokinni sýningu Fös. 15.des. kl.19 Örfá sæti laus Lau. 16.des. kl.19 Nokkur sæti laus Síðustu sýningar! Ekki við hæfi barna. Tryggðu þér miða núna Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 9. des kl. 14 örfá sæti laus Lau 9. des kl. 15 UPPSELT Lau 16. des kl. 14 Nokkur sæti laus Lau 30. des kl. 14 Í sölu núna Síðustu sýningar! Styttri sýningartími – lækkað miðaverð! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress STRAVINSKY Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 – 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 GJAFAKORT Í ÓPERUNA – jólagjöf sem gleður! Verð við allra hæfi. IGOR STRAVINSKY www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX ATH! ALLIR 25 ÁRA OG YNGRI FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI Í SAL Fimmtudagur 7. desember kl. 20 Sálmar 1...Sálmar jólanna Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari flytja spuna um þekkt jólalög. Miðaverð kr. 1.500, nemendur kr. 500. Sunnudagur 10. desember kl. 17 Sálmar 2...Jólin með Bach Kammerkórinn Schola cantorum, stjórnandi Hörður Áskelsson. Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Fluttir verða þekktir aðventu- og jólasálmar og sálmforleikir eftir J.S.Bach. Miðaverð kr. 1.500, nemendur kr. 500. Miðasala í Hallgrímskirkju s. 510 1000 Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 3.-31. des. 2006 á 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju ÞÝSKI listmálarinn Tomma Abts hlaut hin umdeildu Turner- myndlistarverðlaun fyrir árið 2006. Það var listakonan Yoko Ono sem tilkynnti hver hefði hlotið verðlaun- in á Tate-listasafninu í Lundúnum í fyrradag. Verðlaunaupphæð Abts nemur 25.000 pundum. Að venju var mikið deilt um valið á sigurvegaranum og þeim sem til- nefndir voru í ár, en það voru myndlistarmennirnir Phil Collins, Mark Titchner og Rebecca Warren sem kepptu við Abts um verðlaunin. Dómnefndin telur verk Abts þess eðlis að flókið eðli þeirra komi æ betur í ljós því lengur sem menn virði þau fyrir sér. Verk Abts eru alltaf af stærðinni 48 x 38 sm og teljast til abstrakt- listar. Abts segir þessa stærð hafa höfðað það vel til sín að hún hafi ákveðið að halda sig við hana. Hún segist ekki ákveða fyrirfram hvernig verkin eigi að vera heldur komi það í ljós eftir því sem meira er málað á strigann. Turner-verðlaunin voru fyrst af- hent árið 1984. Verðlaunahafinn verður að vera búsettur á Bret- landi, undir fimmtugu og hafa unn- ið verk sem þykja framúrskarandi. Damien Hirst hlaut verðlaunin 1995 og varð heimsfrægur í kjölfar- ið líkt og Tracey Emin sem hlaut þau fjórum árum síðar. Reuters Turner Verðlaunahafinn Tomma Abts við eitt verka sinna. Turner- verðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.