Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN V ið sátum nokkrir fem- ínistar á öldurhúsi nýverið og ræddum femínískar syndir okkar í fortíð og nú- tíð. Ég viðurkenndi lúpuleg að hafa eitt sinn spurt félagsfræði- kennarann minn af hverju karlar væru betri bílstjórar en konur. Ég man hvernig hún horfði þreytuleg á mig og ég áttaði mig á að kannski væri ég aðeins að ruglast. Samt stóð ég fast á mínu enda fátt hallærislegra á mennta- skólaárunum en að breyta um skoðun á tveimur mínútum. Ég hafði ekki leitt hugann að því að karlar í kringum mig keyrðu ein- faldlega oftar en konur sem og að karlar yllu almennt miklu fleiri umferðarslysum. Og ekki hvarflaði að mér að hörð karl- mennskuímynd gæti e.t.v. ýtt undir glæfraakstur karla. „Ég gifti mig ung og leit alveg svakalega upp til eiginmannsins,“ sagði ein okkar og útskýrði hvernig karlinn varð hennar guð. „Ég var einu sinni að spá í að kaupa vændi vegna þess að ég var í Amsterdam og það virtist vera það sem maður átti að gera,“ sagði annar og ein bætti við: „Já, ég sagðist alltaf vera jafnréttissinni.“ Við hlógum dátt enda höfðum við öll á einhverjum tímapunkti haldið því fram að við værum jafnréttissinnar en mynd- um aldrei kalla okkur annað en femínista í dag. En hver er mun- urinn? Forval Vinstri grænna fór fram sl. helgi og í anda kven- frelsisstefnu sinnar hefur flokk- urinn sett sér reglur um að jafn- ræði skuli vera við uppröðun á framboðslista, þ.e. að karlar og konur skipi jafnt efstu sæti. Kon- ur hlutu mjög góða kosningu í forvalinu og lentu í fjórum af sex efstu sætum sem og sjö af tólf sem kosið var um. Sé reglum flokksins fylgt gætu tvær konur þurft að víkja fyrir körlum á framboðslistum í þremur kjör- dæmum suðvesturhornsins. Nú er vandamálið ekki að það vanti fleiri karla á Alþingi. Þeir eru nú þegar 67% og þeim fjölg- aði í reynd í síðustu kosningum. Samþykkt VG, sem á að vera í anda kvenfrelsis, gengur því gegn sínu upprunalega markmiði sem var auðvitað að tryggja hlut kvenna. Hausatalningar eru bara einn hluti af jafnréttisbaráttunni og jafnréttisbaráttan er bara einn liður í kvenfrelsisbaráttunni. Nýverið hélt ég nemendafyr- irlestur við háskóla í Sydney í Ástralíu um samning um afnám allrar mismununar gagnvart kon- um. Samningurinn er frá árinu 1979 og 185 ríki hafa skrifað undir hann, þar með talið Ísland. Ég byrjaði fyrirlesturinn á að spyrja hversu mörgum samnem- enda minna þætti samningurinn skipta máli í dag. Tæpur helm- ingur rétti hikandi upp hönd. Hvorki kyn né þjóðerni virtist ákvarða afstöðu fólks en þess má geta að nemendur voru af mörgu þjóðerni og á öllum aldri. Kvennasamningurinn er afrakst- ur þrjátíu ára vinnu kvenna og félagasamtaka sem höfðu áttað sig á því að mennska kvenna nægði ekki til að tryggja þeim mannréttindi. Samningurinn snýst ekki um jafnrétti og kynjahlutleysi heldur einmitt um að afnema alla mismunun gagnvart konum. Kynhlutlaus lög eru því ekki nóg heldur get- ur þurft að grípa til sértækra aðgerða á borð við kvennakvóta. Með undirskrift hafa íslensk stjórnvöld viðurkennt að mis- munun gegn konum sé til og skuldbundið sig til að gera eitt- hvað í því. Þetta þýðir að ís- lenska ríkið er femínisti sam- kvæmt skilgreiningu Femínistafélags Íslands sem segir að femínisti viti að jafn- rétti kynjanna hafi ekki verið náð og vilji gera eitthvað í því. Í áðurnefndri kennslustund spunnust miklar umræður um fæðingarorlof en Ástralía gerð- ist aðili að kvennasamningnum með fyrirvara um að ríkið gæti ekki tryggt konum launað fæð- ingarorlof. Tveir miðaldra karl- ar, báðir feður, voru afskaplega hrifnir „íslensku leiðinni“ og annar þeirra sagði mér síðar að hann hefði aðeins fengið einn launalausan frídag þegar dóttir hans fæddist. Að sama skapi voru tvær ungar konur alfarið á móti þessari hugmynd og hlupu í alla staði í vörn fyrir ferða- veldið, ýmist með eðlishyggju- hugmyndum eða með því að hlýða þeirri undarlegu köllun sem blundar í svo mörgum okk- ar – að reyna að koma í veg fyr- ir breytingar á kerfinu. Ég varð fyrst dálítið pirruð út í þessar stallsystur mínar en áttaði mig síðan á að það er ekkert sjálf- sagt að þær geri sér grein fyrir um hvað kvenfrelsi snýst, ekki frekar en ég þegar ég gerði fé- lagsfræðikennarann gráhærðan um árið. Ég leyfi mér að fullyrða að hefði ég verið að fjalla um samning um afnám allrar mis- mununar gagnvart blökkumönn- um hefði allur bekkurinn talið hann mikilvægan, umhugs- unarlaust. Ef helmingur Íslend- inga væri blökkumenn og í kringum fimm hundruð þeirra leituðu sér aðstoðar árlega vegna ofbeldis af hálfu hvítra, þætti ekki öllum sjálfsagt að umfangsmiklum rannsóknum yrði ýtt úr vör og í framhaldinu aðgerðaáætlunum, menntun og fræðslu, eftirlitsmyndavélum og hverju einu sem er talið virka í baráttu gegn ofbeldi? (Árlega leita um 500 konur til Stígamóta og Kvennaathvarfs í fyrsta sinn). Með femínískum fortíð- arsyndum okkar félaganna á barnum höfðum við reynt að sverja af okkur femínisma og þar af leiðandi kvenfrelsi. Það er ekkert í femínisma sem kem- ur í veg fyrir að leiðrétta mis- rétti sem karlar verða fyrir. En það að afneita kvenfrelsi og horfa aðeins á kynhlutleysi er áframhald viðvarandi dýrkunar á eina „meirihlutahópi“ heims- ins; hvítum, gagnkynhneigðum, heilsuhraustum körlum. Hætt- um því! Femínískar syndir » Þetta þýðir að íslenska ríkið er femínistisamkvæmt skilgreiningu Femínista- félags Íslands halla@mbl.is VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur PÁLL Magnússon útvarpsstjóri skrifar rætna blekkingargrein í Morgunblaðið á mánudag, þar sem hann slær því fram gegn betri vitund að milljarðatap hafi verið á rekstri miðla 365 sem sýni að mögulegur rekstrarvandi miðla 365 hafi ekkert með ójöfn samkeppnisskilyrði að gera. Páll lætur líka sem engin breyt- ing sé að verða með því RÚV-frumvarpi sem Alþingi hefur nú til meðferðar og sem Sam- keppniseftirlitið hefur lýst svo að stríði gegn anda samkeppnislaga. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa líka gert alvar- legar athugasemdir, enda sjá allir sem vilja að frumvarp mennta- málaráðherra felur í sér að blásið er til sókn- ar fyrir ríkisreksturinn og þrengt að einkarekstri á svo gróf- an hátt að jaðrar við hreina misnotk- un á skattfé almennings. Milljarðatap RÚV Útvarpsstjóri veit vel að ekkert milljarðatap hefur verið á rekstri miðla 365. Það tap sem hann er að tala um varð á rekstri Dagsbrúnar hf., eiganda 365 miðla ehf., en nafni Dagsbrúnar var breytt í 365 hf. þann 17. nóvember sl. og sama dag var undirritaður ráðinn forstjóri félags- ins, jafnframt því að stýra 365 miðl- um ehf., sem ég gerði áður. 365 hf. (áður Dagsbrún) á nú og rekur: 365 miðla ehf., Senu ehf., D3 miðla ehf. og Saga film ehf., auk eignarhluta í nokkrum hlutdeildar- og dótt- urfélögum. Þrjú síðastnefndu hafa sérstakan framkvæmdastjóra og að- koma að rekstri Saga film sætir tak- mörkunum samkvæmt ákvörðun samkeppniseftirlits. Þetta er vissu- lega flókið fyrir þann sem þekkir ekki til en útvarpsstjóri veit betur. Sá fjölmiðlarekstur sem hér er til umræðu er allur innan 365 miðla ehf. Framlegð af þeim rekstri var ágæt á árinu 2005, um 960 m.kr., sem var um 15% af veltu. Verr hefur gengið á þessu ári eins og kunnugt er en fram- legð er samt jákvæð um hundruð milljóna króna eða um 5,4% af fjöl- miðlahluta 365 hf. (áður Db.) skv. 9 mán. upp- gjöri. Í fyrra var sam- bærileg framlegð af RÚV um 272 m.kr. (7,6% af veltu), en bók- fært rekstrartap 196 m.kr., hvort tveggja eft- ir tæplega 2,5 milljarða króna ríkisstyrk á formi afnotagjalda. Þar væri því nær að tala um milljarðatap af fjöl- miðlun en útvarpsstjóri þarf væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af svoleiðis smámunum. Árið í ár ætti þrátt fyrir allt ekki að vera mikið verra hjá miðlum 365 en hjá RÚV í fyrra, þótt engan fáum við ríkisstyrk- inn! Áætlanir 365 hf. gera ráð fyrir að framlegð verði 10–11% árið 2007 af 12–13 milljarða veltu en 365 miðlar ehf. eru um 65% af þeirri veltu. Jafnari almenn starfsskilyrði Viðunandi rekstur einkarekinna fjölmiðla myndi hins vegar ekki breyta neinu um það að fjölmiðlafyr- irtæki landsins eiga heimtingu á eðli- legum starfsskilyrðum eins og önnur fyrirtæki, þótt það markmið virðist harla fjarlægt miðað við fjandskap stjórnvalda í garð frjálsra fjölmiðla. Ákall um takmarkanir á að RÚV auki sókn sína í tekjupósta á markaði, jafnframt því að fá 2,8 milljarða króna árlega frá skattgreiðendum, er ákall um örlítið jafnari almenn starfs- skilyrði. Það er parturinn sem út- varpsstjóri getur ekki skilið. Ef RÚV getur jafnframt fjárhagslegum yf- irburðum til „almannaþjónustu“ (fréttamiðlun og metnaðarfull inn- lend dagskrárgerð), fylgt eftir yf- irboðum í íþróttaefni og afþreyingu með fleiri auglýsingum og kostun á fleiri rásum til að koma efninu frá sér, þá er aðeins rökrétt að álykta að einkastöðvar verði að skera niður í sinni almannaþjónustu og einbeita sér að því sem hefur betur fyrir kostnaði. Það er ljóst af grein útvarpsstjóra, um milljarðatap miðla 365, að hann hikar ekki við að beita blekkingum í umræðum um útvarpsmálin. Sama var uppi á teningnum í þættinum Ís- land í bítið á dögunum þar sem hann margítrekaði að RÚV hefði ekki leit- að eftir því að gera einkaréttarsamn- inga um innkaup á bandarísku af- þreyingarefni, hefði ekki gert slíkan samning við Disney og hefði ekki áhuga á því. Dagskrárdeild Stöðvar 2 hefur á hinn bóginn undir höndum skriflega staðfestingu á því frá Disn- ey að RÚV er með nýlegan einkarétt- arsamning! Það kann að vera að slíkar blekk- ingar þyki viðeigandi fyrir hið nýja RÚV en það hlýtur að vera tvíbent að sá sem blekkingunum beitir sé sjálfur aðalandlit fréttastofu RÚV og togi þar í alla spotta. Blekkingar útvarpsstjóra Ari Edwald svarar grein Páls Magnússonar » Frumvarp mennta-málaráðherra felur í sér að blásið er til sóknar fyrir ríkisrekst- urinn og þrengt að einkarekstri Ari Edwald Höfundur er forstjóri 365 hf. og 365 miðla ehf. ÞAÐ hefur verið ein af þjóð- aríþróttum okkar Íslendinga að grípa í spil og mörgum síðkvöldum hefur landinn eytt í þá iðju. Þegar spilastokkurinn er gefinn er nauð- synlegt að rétt sé gefið því annars gengur spilið ekki upp í lokin og allar nið- urstöður verða mark- lausar. Þetta er öllum ljóst sem á annað borð leika þessa list. Tilefni þess að ég minnist á þessi spil er það að mér finnst ekki vera rétt gefið úr spila- stokki þeim er notaður er af stjórnvöldum til að skipta jafnt. Ég hóf störf hjá íslensku lög- reglunni á vordögum árið 1964, eða fyrir tæpum 43 árum. Mest allan þennan tíma hef ég verið í stjórnunar- störfum hjá lögreglunni en í því felst m.a. að taka ábyrgð á fjármálum og sjá til þess að í lok hvers árs séu töl- urnar í debet og kredit sem jafn- astar. Ég hef unnið með mörgum lög- reglustjórum hér í Eyjafjarðarsýslu sem allir hafa verið sómamenn og haft að leiðarljósi að hafa debet og kredit í lagi hjá sínu embætti. Aldrei hefur hér verið bruðlað með fé og allir hafa þeir kennt mér að fara vel með þá fjármuni sem okkur er ætlað að eyða til löggæslunnar. Reynt skal að fá sem mest út úr hverri krónu og gæta þess ávallt að hagsýni og ráð- vendni ráði ferðinni í öllum málum. Ég hef alltaf verið ánægður og sam- mála þessum þáttum í rekstri op- inberra fyrirtækja. Nú síðustu árin hefur hins vegar þetta farið á verri veg og alltaf reynist erfiðaðra og erf- iðaðra að halda þeim félögum debet og kredit í járnum. Til þess að það hafi verið hægt höfum við þurft að haga því svo að ekki sé ráðið í stöðu þeirra lögreglumanna sem hætta þar sem við sjáum ekki að við eigum peninga til að greiða nýjum mönnum laun. Stór hluti starfa okkar í yf- irstjórn lögreglunnar fer í það að finna leiðir til að reksturinn verði í jafnvægi um áramótin. Sýslumenn hafa skrifað undir árangurs- stjórnar- samninga sem gera það að verk- um að þeir fá ákveðnar krónur til rekstursins og eiga síðan að reka sínar löggur á þeim peningum. Þetta er gott til að byrja með en síðan fer að halla und- an fæti. Á síðustu árum hefur tvisvar komið 1,5% flatur nið- urskurður á slíkar rík- isstofnanir og í tvö ár gerir þetta hjá okkur laun eins góðs lögreglumanns. Þá eldast lögreglumennirnir og fá aldurstengdar launahækkanir, þeir verða veikir o.fl. en allt slíkt kemur illa við hálftóman kassann okkar. Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að við heyrum sífellt að ver- ið sé að auka við friðargæsluna og lögreglumenn streyma þangað og þá um leið margfalda þeir laun sín. Stjórnvöld tala um mikilvægi þess að við sinnum skyldum okkar við Sri Lanka, Afganistan o.fl. o.fl. Mér finnst stundum að við gleymum skyldunum við okkur sjálf. Mér finnst að á meðan ekki sé hægt að fullmanna lögreglulið höfuðstaðar Norðurlands svo sómasamlegt sé þá höfum við engar skyldur við Sri Lanka. Þá er mér kunnugt um það að sama vandamál, þ.e.a.s að halda debet og kredit í jafnvægi, sé hjá ná- grannaembættum okkar hér á Norð- urlandi. Dómsmálaráðherra vor hefur unnið frábært starf í þágu löggæsl- unnar og að öðrum forverum hans ólöstuðum er hann sá eini sem sýnt hefur skilning og haft kjark til að gera góða hluti. Sameining lögreglu- umdæma er nauðsynleg og þá breyt- ingu hefur hann þorað að gera. Við munum um áramót sameina lögregl- una hér í Eyjafirði en ég sé ekki að þeir peningar sem við fáum til sam- einingarinnar dugi fyrir meiru en nauðþurftum. Þá er okkur ætlað sem stærsta embættið hér á svæð- inu að vera með stoðdeild í rann- sóknum fyrir önnur minni embætti hér í nágrenninu. Einnig hvað varð- ar fíkniefnahund en við erum eina embættið hér á Norðurlandi sem á slíkan hund. Ég veit að ráðherra vor ræður ekki yfir fjármunum öðrum en tilheyra ráðuneyti hans og tel ég að hann geri vel með úthlutun þeirra. Þess vegna þarf víðtækt samstarf allrar ríkisstjórnarinnar til að leiðrétta peningana til löggæsl- unnar og við skulum sinna með sóma okkar eigin fólki áður en við gerum skyldur okkar við Sri Lanka. Mér er ekki ljúft að kvarta og ekki þekktur að því. Mér var raunar bannað það í uppvextinum. Þess vegna reyni ég að fara eins ljúfum orðum um þetta ástand og ég get, en til ráðamanna segi ég þetta. Sjáið til þess að allir geri skyldur sínar hér á Fróni, að rétt sé deilt út þeim spilum sem ráðamenn deila út, sérstaklega nú á jólaföstunni. Er ekki vitlaust gefið...? Ólafur Ásgeirsson skrifar um störf hjá lögreglunni »Mér finnst stundumað við gleymum skyldunum við okkur sjálf. Ólafur Ásgeirsson Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri og áhugamað- ur um bætta löggæslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.