Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is FYRRI umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007 fór fram í borgarstjórn í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mælti fyrir frumvarpinu en í þeim umræðum sem á eftir fóru gagnrýndi minnihlutinn í borg- arstjórn ýmis atriði frumvarpsins. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði að með sölu Landsvirkjunar og end- urreikningi lífeyrisskuldbindinga væri ætlunin að breiða yfir bólgu í rekstri og skort á aðhaldi. Þá sagði hann rekstrarútgjöld borgarinnar aukast umfram skatttekjur og benti á að mest hækkaði reksturinn á skrif- stofum í ráðhúsinu, eða um 16%. „Laun og almennur rekstrarkostn- aður eykst um 8% hjá borginni og það er með ólíkindum að borgarstjóri skuli leyfa sér að halda þeim upplýs- ingum að blaðamönnum þessa lands að vegna þess að menn hafi verið látnir endurreikna lífaldur lífeyr- isþega til næstu 35 ára og þar með endurmeta tryggingafræðilega líf- eyrisskuldbindingar borgarinnar, sé rekstrarniðurstaðan í næstu fjár- hagsáætlun eitthvað betri heldur en rekstraráætlun ársins sem er að líða. Með svona trixum reyna menn að breiða yfir þessa bólgu í rekstrinum, sem þó stendur í áætluninni svart á hvítu, fremur en að takast á við það viðfangsefni,“ sagði Dagur en hann tók fram að hreinar skuldir A-hluta borgarsjóðs hafi engar verið í árslok 2006. Þannig hafi skuldirnar lækkað úr 15 milljörðum í valdatíð fyrri meirihluta. Að mati Dags felast helstu póli- tísku tíðindi áætlunarinnar í órök- studdum gjaldskrárhækkunum á öll- um sviðum langt umfram verðlags- hækkanir. „Lítil framtíðarsýn“ „Nú verður ekki séð af útkomuspá ársins 2006 að sérstök þörf hafi verið á hækkun gjaldskránna umfram verðbólgu. Þó er það þannig að gjald- skránum er ætlað að hækka almennt um 8,8% þrátt fyrir verðbólguspá í áætlun upp á 4,5%.“ Dagur sagði jafnframt að eftir öll stóru orðin í þágu aldraðra væri „býsna magnað“ að aðgerðir í þeirra þágu ættu sér hvergi stað í áætl- uninni. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, gerði mál- efnasamning meirihlutans að umtals- efni og sagði hann þegar orðinn vandræðalegan og benti á að áætlanir hefðu ekki staðist. „Hefði þess verið að vænta að leiðtoginn sjálfur, hæst- virtur borgarstjóri, myndi í inngangi að greinargerð [fjárhagsáætlunar- innar] lýsa þessum áherslum. Hér er hins vegar á ferðinni rislítill texti og lítil framtíðarsýn […] Það veldur áhyggjum að hér gætum við verið að sjá fyrirheit um það hvernig sama meirihluta kemur til með að ganga að fylgja öðrum áætlunum eftir og núna fjárhagsáætlun.“ Svandís sagði brýnt að minnihlut- inn héldi meirihlutanum við efnið og gengi úr skugga um að áætlanir stæðust. Bólga í rekstri og skortur á aðhaldi Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn gagnrýndu fjárhagsáætlunina á fundi borgarstjórnar í gær Morgunblaðið/Ásdís Málin rædd Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúar VG, stinga saman nefjum á fundi borgarstjórnar. ÁBYRGÐ og árangur er yfirskrift frumvarps að fjárhagsætlun nýs meirihluta í Reykjavík fyrir árið 2007 sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri mælti fyrir í gær. Á blaðamannafundi þar sem borgar- stjóri kynnti megináherslur fjár- hagsáætlunarinnar sagði hann áætl- unina endurspegla nýjar áherslur í rekstri Reykjavíkurborgar. „Þrátt fyrir þrönga stöðu sem blasti hér við okkur þegar við tókum við er ég mjög stoltur af því í dag að við erum með þessu frumvarpi að stíga mörg mikilvæg skref í því að snúa við rekstrinum. Það hefur ver- ið rosalegt tap á rekstri borgarinnar og því var mikil nauðsyn á því að taka á rekstrinum með miklu mark- vissari og ábyrgari hætti en gert hefur verið,“ sagði Vilhjálmur á fundinum og tók fram að hann hefði notað tímann síðan hann tók við borgarstjórastarfinu til þess að fara yfir alla rekstrarþætti borgarinnar með fjármálastjóra og sviðsstjórum borgarinnar í þeim tilgangi að ná markvissari fjármálastjórn og hag- ræða án þess að það skerði á neinn hátt þjónustuna sem meirihlutinn vilji halda uppi. Framkvæmdir á vegum borg- arsjóðs nema sjö milljörðum Í frumvarpinu má sjá að gert er ráð fyrir rúmlega 13,7 milljarða króna rekstrarafgangi á A-hluta starfsemi Reykjavíkurborgar á næsta ári samanborið við rúmlega eins milljarðs króna halla á þessu ári. Fram kom í máli Vilhjálms að þar munaði mest um hagnað af sölu í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, en söluhagnaður af honum er 10,1 milljarður. Eins og fram hefur komið var andvirði söl- unnar ráðstafað til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Það þýðir að heildarskuldir A-hluta borgarinnar nema rúmum 28,5 milljörðum kr. í lok árs 2007 sam- anborið við tæplega 52,8 í útkomu- spá ársins 2006. Heildartekjur A- hluta eru áætlaðar rúmir 52 millj- arðar samanborið við rúmlega 49 milljarða 2006, sem er 6,2% hækkun milli ára. Rekstrargjöld fyrir fjár- magnsliði eru áætluð tæplega 50,6 milljarðar samanborið við tæplega 52,8 milljarða 2006 eða 4,2% lækkun milli ára. Þess má geta að undir A-hluta starfsemi Reykjavíkurborg- ar heyra aðalsjóður, eignasjóður og skipulagssjóður. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði tæpir 2,9 milljarðar samanborið við tvo milljarða 2006, sem er 40% hækkun milli ára. Ráð- gert er að bókfærðar heildareignir nemi 78,2 milljörðum samanborið við tæpa 89 milljarða í útkomuspá þessa árs sem er tæplega 10,6 millj- arða lækkun milli ára eða sem nem- ur 11,9%. Lækkunin skýrist af sölu eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Fram kemur í frum- varpinu að gert er ráð fyrir að eigið fé nemi tæpum 49,7 milljörðum í árslok 2007 samanborið við tæplega 36 milljarða í útkomuspá þessa árs eða sem nemur 38,1% hækkun. Áætlaðar framkvæmdir borgarsjóðs nema samtals rétt rúmum sjö millj- örðum á árinu 2007, þar af eru byggingarframkvæmdir rúmir 3,7 milljarðar og gatnaframkvæmdir 3,4 milljarðar. Í samstæðuársreikningi borgar- innar, sem samanstendur af A- og B-hluta, en til B-hluta teljast fjár- hagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, er gert ráð fyrir að heildartekjur verði 79,7 milljarðar króna samanborið við 74,8 milljarða kr. í útkomuspá 2006 sem er 6,5% hækkun milli ára. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði eru áætluð 72 milljarðar samanborið við 74 milljarða í útkomuspá þessa árs sem er 3% lækkun milli ára. Rekstrarafgangur 2007 er áætlaður tæplega 13,5 milljarðar samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2006. Gert er ráð fyrir að bókfærðar heildareignir nemi tæpum 248 millj- örðum í árslok 2007 samanborið við 250 milljarða í útkomuspá þess árs sem er rétt rúmlega tveggja millj- arða lækkun á milli ára eða 0,9%. Eftir því sem fram kemur í grein- argerð með frumvarpinu skýrist breytingin einkum af sölu á eign- arhlut borgarinnar í Landsvirkjun. Heildarskuldir samstæðu Reykja- víkurborgar eru áætlaðar rúmlega 128 milljarðar samanborið við rúm- lega 138 milljarða í áætlaðri útkomu 2006. Gert er ráð fyrir að eigið fé nemi rúmum 112 milljörðum í árslok 2007 samanborið við tæpa 105 millj- arða í útkomuspá þessa árs eða sem nemur 7% hækkun milli ára. Stefna að því að reka A-hluta á núlli á kjörtímabilinu Eftir því sem fram kemur í frum- varpinu eru skatttekjur áætlaðar um 42,3 milljarðar króna á næsta ári. Kostnaður við rekstur mála- flokka að frádregnum sértekjum þeirra er áætlaður 46,3 milljarðar en mismunurinn er brúaður með arði af eignum og vaxtatekjum. Í máli Vilhjálms kom fram að meiri- hlutinn legði mikla áherslu á að hagnaður yrði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á kjörtíma- bilinu. „Ég geri mér grein fyrir að stöðunni verður ekki snúið við á einni nóttu. Markmið okkar í meiri- hlutanum á þessu kjörtímabili er að koma því þannig fyrir að rekstrar- tekjur A-hlutans dugi fyrir rekstr- argjöldum. Þetta er ekki þannig í dag og okkur tókst ekki á þessu ári að láta þetta mætast og það mun ekki takast á næsta ári, en við ætl- um að reyna að ná þessu jafnvægi á kjörtímabilinu, þannig að A-hlutinn sé rekinn á núlli. Í dag er það svo að af því að rekstrartekjurnar eða skatttekjurnar duga ekki erum við að nýta aðra fjármuni til að loka þessu dæmi, t.d. arðsemisgreiðslur frá Orkuveitunni og aðrar tekjur,“ sagði Vilhjálmur. Fram kom í máli hans að útsvarshlutfallið helst óbreytt á næsta ári, þ.e. verður áfram 13,03%. Ráðgert er að álagn- ingarhlutfall fasteignaskatta á íbúð- arhúsnæði lækki um 10% og er það, að sögn Vilhjálms, í samræmi við kosningaloforð meirihlutans. Spurður hvernig stefnt væri að því að auka tekjur borgarinnar sagði Vilhjálmur að fjölgun íbúa í borginni væri tekjuaukandi aðgerð, auk þess sem leggja ætti sérstaka áherslu á aðhald í rekstri. Spurður hvort vænta mætti gjaldskrárhækk- ana á komandi ári svaraði Vilhjálm- ur því játandi, en tekjuaukning vegna hækkana á þjónustugjöldum nemur 270 milljónum króna á næsta ári. Benti hann á að hækkanirnar væru almennt í samræmi við hækk- un verðlags milli áranna 2005 og 2007. 14 milljarða rekstrarafgangur Gert er ráð fyrir nærri 14 milljarða afgangi af rekstri borgarsjóðs í frumvarpi að fjár- hagsáætlun nýs meirihluta í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Fjárhagsáætlun Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra endurspeglar nýtt frumvarp meirihlutans að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 það aðhald í rekstri og ábyrgð sem hann vill sýna á kjörtímabilinu.          !"#$ %& ' $ ( (  ) ) ( ) (() ( * () )  !"# $  %& ' $  * + , -      !" #$" %&  Í HNOTSKURN »Útsvarshlutfall helstóbreytt á næsta ári og verður því áfram 13,03%. »Álagningarhlutfall fast-eignaskatta á íbúðar- húsnæði lækkar um 10%. »Ráðgert er að þjón-ustugjöld borgarinnar hækki samtals um 270 millj- ónir króna á næsta ári og eru þær hækkanir í samræmi við þróun verðlags. »Framkvæmdir hjá A-hlutanema rúmum 7,1 milljarði króna árið 2007, þar af nema byggingarframkvæmdir rúm- um 3,7 milljörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.