Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 35 ✝ Móðir mín og tengdamóðir, KARITAS Á.Þ. GUÐJÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 7. desember kl. 15.00. Jóhannes Albertsson, Jósefína Hafsteinsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Dóttir okkar, systir og barnabarn, SVANDÍS ÞULA ÁSGEIRSDÓTTIR, andaðist laugardaginn 2. desember. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast Svandísar Þulu er bent á Barnaspítala Hringsins í von um bata Nóna Sæs. Hrefna Björk Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvi Jónsson, Nóni Sær Ásgeirsson, Pálmi Freyr Steingrímsson, Sigurður J. Pálmason, Auður Eysteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hjalti Svanberg Hafsteinsson, Þóra Kristjánsdóttir, Jón Guðmundsson, og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN ÖFJÖRÐ PÁLSSON, Litlu-Reykjum, Hraungerðishreppi, Flóa, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 29. nóvember . Verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 8. desember kl. 13:30 Sigríður Gísladóttir, Þórir L. Þórarinsson, Ásdís Svala Guðjónsdóttir, Páll Þórarinsson, Sólrún Stefánsdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir, Einar Axelsson, Gísli Þórarinsson, Þorvaldur Þórarinsson, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Gunnhildur Þórarinsdóttir, Haraldur Sigurmundsson, Sigþór Þórarinsson, Jóna Vigdís Evudóttir, Steinn Þórarinsson, Jónína H. Gunnlaugsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Jósef Geir Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur hlýju og vináttu við andlát og útför, RÚNARS ÞÓRS HALLSSONAR vélvirkjameistara, Hátúni 6, Reykjavík. Sigfríð Guðlaugsdóttir, Hallur Ingi Rúnarsson, Sigþór Rúnarsson, Guðlaugur Rúnarsson, tengdadætur og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, GUNNAR BALDUR GUÐNASON, Hraunbæ 116, andaðist á Landspítalnum við Hringbraut mánudaginn 4. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Gunnarsdóttir. og ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita ykkur styrk á þessum miklu sorgartímum. Samstarfsfólk hjá Króki dráttarbílum. Það var mánudaginn 27. nóvember sl. að við fengum hringingu um að gamall og góður vinur okkar hefði dá- ið daginn áður í hörmulegu slysi í Hvalfirði. Kynni okkar af Hilla eru löng og góð. Hann var traustur félagi, einfari, svolítið feiminn og hlédrægur en hafði húmorinn í lagi, þótt hann virk- aði stundum svolítið kaldhæðinn á köflum. Vinskapur okkar við Hilla hófst á Eskifirði og hélst eftir að við fluttum suður í borgina enda var Hilli í skóla eins og við. Það var margt brallað á þessum árum. Því miður eins og oft vill verða þeg- ar fólk er komið á kaf í vinnu og kom- ið með fjölskyldu verður oft minni tími aflögu til að rækja vinskapinn en þó að heimsóknir Hilla til okkar yrðu færri nú seinustu árin hittum við hann stundum á förnum vegi og þá var spjallað um daginn og skipst á fréttum. Það er okkur mikilvæg stund með tilliti til þessa hræðilega slyss þegar við löbbuðum með Hilla í Vesturbæ- inn að kvöldi menningarnætur síðast- liðið sumar. Mikið var spjallað á leið- inni og sagði Hilli okkur frá því að hann væri algjörlega búinn að breyta um lífsstíl, væri farinn að ganga á fjöll, hjóla og róa á kajak. „Ja, hver hefði trúað því?“ sagði Hilli. Hann sagði okkur líka frá því að hann ætti vinkonu og virtist mjög hamingju- samur með lífið. Enginn veit hvenær kallið kemur og erum við minnt á það reglulega. Minning um góðan dreng lifir áfram í hjarta okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Um leið og við þökkum Hilla kær- lega fyrir samfylgdina viljum við senda öllum aðstandendum hans okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Egils og Kristín. Það voru sorgarfréttir sem bárust mér á mánudagsmorguninn í síðustu viku. Góður vinur minn til margra ára, Ásgeir Hilmar Jónsson, eða Hilli eins og ég kallaði hann iðulega, hafði látist af slysförum daginn áður við kajakróður í Hvalfirði. Mig setti hljóðan við þessi tíðindi. Í fyrstu fannst mér eins og þetta gæti ekki hafa gerst, en raunveruleikinn var þó annar og við sem þekktum Hilla verðum að sætta okkur við orð- inn hlut, þótt vissulega sé tilhugsunin sár. Minningin um góðan og um margt einstakan dreng mun hins veg- ar lifa með okkur um ókomin ár og veita okkur huggun harmi gegn. Ég gæti sagt frá mörgu sem við Hilli brölluðum saman; á æskuárum okkar á Eskifirði, menntaskólaárun- um á Egilsstöðum og síðar hér í Reykjavík. Ég er þó alls ekki viss um að hann hefði kært sig um það, enda var hann lítillátur að eðlisfari og sótt- ist ekki eftir athygli. Sumt af þessu er líka best geymt í minningunni, eink- um það sem snýr að unglings- og djammárunum. Þau voru skemmti- leg, en skrautleg á köflum; tími sem því miður kemur aldrei aftur, en bar oft á góma í spjalli okkar og það end- aði bara á einn veg – með skellihlátri. Það er ekki hægt að hugsa sér traust- ari vin en Hilla. Hann var afar hjálp- samur og mikill dugnaðarforkur og fengu margir að njóta þessara eig- inleika hans, þar á meðal ég. Hann var iðulega boðinn og búinn ef ein- hver úr vinahópnum þurfti á aðstoð að halda og þegar hann tók til hend- inni þá gengu hlutirnir bæði hratt og vel fyrir sig. Við Hilli deildum svip- uðum húmor og gátum skopast að nánast öllu. Á góðum stundum var ekkert okkur heilagt, allt var látið flakka og meira að segja sjálfur dauð- inn fékk öðru hverju að vera með, hversu viturlegt sem það nú annars kann að vera. Og þannig háttaði því til er við áttum spjall saman fyrr á þessu ári. Hilli hafði dregið það í mörg ár að skrifa BA-ritgerð í sagn- fræði og bar hana stundum á góma. Ég hafði margsinnis hvatt hann til að ljúka þessu af og þarna lét ég það út úr mér, að það liti miklu betur út í minningargreininni um hann ef hægt yrði að titla hann sagnfræðing. Þetta líkaði Hilla, þetta var brot af þessum galsafengna húmor sem við köstuð- um á milli okkar og nutum í botn. Ekki grunaði mig þá að nokkrum mánuðum síðar ætti ég eftir að setja örfá minningarorð á blað um þennan góða vin minn. En svona er lífið – og dauðinn. Ég vil í lok þessara fátæklegu orða senda móður Hilla, Þorbjörgu Eiríks- dóttur, sem og systkinum hans og öðrum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Guðjón Ingi Eiríksson. Það var okkur mikill harmur að heyra að bekkjarfélagi okkar og fermingarbróðir, Ásgeir Hilmar Jónsson, hefði látist á sviplegan hátt af slysförum sunndaginn 26. nóvem- ber sl. Hilli, eins og hann var ævin- lega kallaður, gekk með okkur í gegn- um allan Grunnskóla Eskifjarðar þar til leiðir skildi vorið 1978 eftir að við héldum í lok skólagöngu okkar sam- an í skólaferðalag í hringferð í kring- um landið sem stóð yfir í um viku- tíma. Við minnumst Hilla með söknuði og hlýhug og þess skemmtilega tíma sem við áttum með honum sem bekkjarfélaga. Þrátt fyrir að hann væri í eðli sínu feiminn og hæverskur var hann oft hrókur alls fagnaðar í bekknum ef svo bar undir. Hann átti það til að koma með fyndnar athuga- semdir um menn og málefni sem féllu okkur bekkjarsystkinum hans vel í geð og urðu okkur tilefni til mikillar skemmtunar. Við minnumst hans líka fyrir hversu vel gefinn og fróður hann var enda gekk honum vel í skól- anum og var ævinlega í hópi þeirra nemenda sem voru með bestu ein- kunnirnar. Það er nöturlegt til þess að vita að Hilli okkar skuli hafa fallið frá á þeim tíma sem nú fer í hönd, jólahaldinu. Á þessum árstíma í skólanum okkar hér á árum áður vorum við krakkarnir farin að hlakka til jólanna eins og gengur og gerist. Við í bekknum tók- um þátt í undirbúningi jólanna í skól- anum og ræddum mikið um fram- kvæmd jólahaldsins þar. Þar lá Hilli ekki á liði sínu og hann hafði skoðanir á þessu og við spáðum mikið í það hvenær litlujólin yrðu haldin og þar fram eftir götunum. Tilhlökkunin var mikil hjá okkur í bekknum og spenna í loftinu og mikil gleði í hjörtum okk- ar. En nú í ár, á þeim tíma sem við hér áður fyrr krakkarnir í bekknum vorum vön að hlakka svo mikið til og þar með talinn Hilli, er Hilli bekkjar- félagi okkar borinn til grafar og ríkir því mikil sorg í hjörtum okkar eftirlif- andi bekkjarsystkina hans. Með þessum minningarorðum okk- ar, sem mega sín lítils í ljósi þess at- burðar sem ótímabært fráfall vinar okkar og bekkjarfélaga er, kveðjum við þig, Ásgeir Hilmar Jónsson, með miklum söknuði og þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur á þeim tíma sem við áttum með þér sem bekkjarbróður og vini. Við vottum ástvinum hans og þá sérstaklega aldraðri móður hans, Þorbjörgu Eiríksdóttur, og systkin- um hans þeim Jóni, Jónu og Ragn- hildi, og vinkonu Ásgeirs Hilmars, Báru Bryndísi, okkar dýpstu samúð. Bekkjarsystkinin, árgangur 1962, frá Grunnskóla Eskifjarðar. Það er mér ljúfsárt að rita þessi orð um hann Hilla. Sárt vegna þess að þarna fór góður drengur alltof fljótt en ljúft vegna allra góðu minn- inganna um hann. Leiðir okkar lágu saman í Mennta- skólanum á Egilsstöðum 1982, en fyrsta minningin um Hilmar er svolít- ið sérstök þar sem ég sá hann á tón- leikum með Utangarðsmönnum í Al- þýðuskólanum á Eiðum árið áður. Þarna var ég, saklaus sveitapilturinn og mætti þessum skuggalega töffara í grænum hermannafrakka. Það var ekki laust við að mér fyndist ég hálf hallærislegur í þessu samhengi og var ekkert að hafa mig mikið í frammi. Þetta breyttist svo fljótt því árið eftir fór ég í ME, og fyrir ein- hverja ótrúlega tilviljun, þá lendum við Hilli í sama vinahópnum. Fljót- lega kom í ljós að þrátt fyrir her- mannafrakkann og hið hrjúfa yfir- bragð þá var góður drengur og sannur vinur þarna á ferð. Í þessum hópi vorum við hver öðrum ólíkari bæði í útliti og fasi en náðum þrátt fyrir það ótrúlega vel saman og mynduðum tengsl sem eru í raun órjúfanleg og hafin yfir alla fjarlægð eða tíma. Ég fann það best á mánudaginn þegar ég sá myndina af Hilla í Mogg- anum og las um þetta hörmulega slys, hversu tengslin geta verið sterk þrátt fyrir að fjarlægðin hafi verið mikil síðustu ár og sambandið enn minna. Við Hilli umgengumst talsvert mikið í tæpan áratug, fyrst í Mennta- skólanum á Egilsstöðum og síðar í Reykjavík þar sem hann lagði stund á sagnfræði við HÍ. Síðastliðin 15 ár höfum við skipst á símanúmerum þegar við höfum hist fyrir tilviljun en það er kannski táknrænt að við hitt- umst í síðasta skipti fyrir um 2 árum á tónleikum með hljómsveitinni Stranglers í Smáranum. Þá vorum við báðir með fögur fyrirheit um að hringjast á, hittast og rifja upp gamla góða daga úr ME sem við áttum með genginu góða þeim Jónasi, Gísla, Óm- ari, Inga herbergisfélaga Hilla, og svo auðvitað mörgum fleiri. Þetta komst reyndar aldrei til fram- kvæmda hjá okkur en minnir okkur sem eftir erum á að rækta sambandið við gamla vini og kunningja betur. Fyrir utan það hversu góður vinur hann var þá á ég Hilla margt að þakka og oft bjargaði hann mér í kröppum dansi unglingsáranna. Hann var óumdeilanlega svolítill ein- fari en ótrúlega sterkur persónuleiki sem hleypti ekki hverjum sem er að sér. Hilli sagði mér aldrei fullkom- lega frá sínum innstu hugsunum, heldur breiddi yfir eigin tilfinningar með kaldhæðni. Samt sem áður var gott til hans að leita þegar maður þurfti á sönnum vini að halda og hann var ætíð tilbúinn að hjálpa þegar hjálpar var þörf. Ég minnist Hilla sérstaklega fyrir einstakan áhuga á tónlist og óþreyt- andi þolinmæði við að grúska í tón- listarsögu enda sjálfur sagnfræðing- ur. Það var alltaf einhver ný og furðuleg tónlist í gangi þegar maður kom í heimsókn og margt af því besta sem ég held upp á er það sem hann vakti athygli mína á. Ég minnist hans fyrir framúrskarandi námshæfileika og dugnað. Hann var úrræðagóður, skipulagður, fljótur að hugsa og ein- staklega duglegur enda ávann hann sér traust og virðingu þeirra sem unnu með honum. Ég man að við fé- lagarnir vorum duglegir á planinu á Eskifirði enda gaf Vilhjálmur rektor okkur ósjaldan frí til að bjarga verð- mætum hafsins. Þetta nýttum við vinirnir okkur vel til að ná okkur í skotsilfur fyrir helstu nauðsynjum. Þetta kom svo betur í ljós þegar við unnum saman á vertíð á Grundarfirði en þaðan á ég margar góðar minn- ingar. En fyrst og fremst minnist ég hans sem góðs vinar og félaga. Mér finnst við hæfi að ljúka þess- um orðum á uppáhaldsorðatiltækinu hans Hilla frá því í menntaskóla „Jakki er ekki frakki nema síður sé“ sem tengist reyndar gamla græna hermannafrakkanum að vissu leyti en í mínum huga því að hann var sannarlega heiðarlegur og kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Ég kveð kæran vin með söknuði og virðingu. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið svo heppinn að leiðir okkar lágu saman um tíma og fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég votta móður þinni, systkinum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína en minningin um þig mun lifa áfram. Þórarinn Þórhallsson.  Fleiri minningargreinar um Ás- geir Hilmar Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Örn Jónasson (Öddi), Rúnar Þór Hrafnkelsson, Jónas Andrés Þór Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.