Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 43 menning SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar 21. aldarinnar FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber Einsöngvari ::: Denyce Graves hátíðartónleikar í háskólabíói Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. SöngstjarnaT V Æ R M A G N A Ð A R ! Antony Beevor lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér. Þegar hinn frægi flugkappi og einangrunarsinni Charles A. Lindbergh vann stórsigur á Franklin Roosevelt í forsetakosningunum 1940 greip óttinn um sig á hverju einasta gyðingaheimili í Bandaríkjunum. BÆKUR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ LESA SAMSÆRIÐ GEGN BANDARÍKJUNUMFALL BERLÍNAR 1945 Það var fyrst um aldamótin1900 að glæpasögur fóru aðteljast til viðurkennds flokks innan bókmenntanna. Mörg af fyrri verkum Edgars Allans Poe teljast jafnan til upphafsrita á þess- um vettvangi. Upphaf vinsælda glæpasagnanna eru þó jafnan eign- uð Sherlock nokkrum Holmes, hug- arfóstri Arthur Conan Doyles. Sög- urnar um Holmes öðluðust upphaflega vinsældir, eins og margar aðrar, þegar mánaðarlegar sögur af störfum hans voru birtar í Strand-tímaritinu í Bretlandi. Vin- sældir Holmes voru svo miklar að þegar Doyle drap söguhetju sína í bókinni The Final Problem urðu viðbrögð lesenda og tilboð útgef- enda um fleiri sögur svo yf- irgengileg að Doyle neyddist til að vekja Holmes upp frá dauðum. Fjölgun og auknar vinsældir glæpasagnanna héldust svo í hend- ur við aukningu á prentuðu efni, bókum og blöðum, fyrir almenning í bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi, sem síðan breiddist út til annarra landa Evrópu.    Fyrsta íslenska glæpasagan erjafnan talin vera „íslenskur Sherlock Holmes“ sem kom út árið 1910, að sögn Katrínar Jak- obsdóttur íslenskufræðings. „Það er smásaga eftir Jóhann Magnús Bjarnason en sú fyrsta í fullri lengd er Húsið í Norðurá eftir Guðbrand Jónsson og hún kom út árið 1926.“ Katrín segir þá þróun hafa verið í glæpasagnaritun hér á landi að við séum stöðugt að sveigja okkur í átt til Skandinavíu. „Það er að segja þessar raunsæju glæpasögur þar sem tekist er á við ýmis samfélagsmál. Einnig er mikil áhersla á einkalíf aðalpersónunnar sem oftast er lögreglumaður,“ seg- ir Katrín. Hún segir glæpasöguna jafn- framt vera í stöðugum vexti hér á landi. „Þetta hófst eiginlega árið 1997 þegar Arnaldur Indriðason gaf út sína fyrstu bók og einnig Stella Blómkvist. Þetta fór úr því að vera jaðargrein innan bókmenntanna sem þótti frekar hallærisleg yfir í að vera viðurkennd bókmennta- grein og svo vinsæl að mörgum þykir eflaust nóg um,“ segir Katrín og hlær. Hún segir það eðlilega þróun að glæpasögur séu í auknum mæli farnar að rata upp á hvíta tjaldið. „Áður las fólk reyfara en horfir nú í auknum mæli á sjónvarpsþætti með svipuðum söguþræði. Að mörgu leyti hentar bíómynda- og sjónvarpsformið söguþræði glæpa- sagna mjög vel. Það hefur tekist mjög vel til, eins og til dæmis í til- felli Mýrarinnar,“ segir Katrín.    Nú virðast bæði innlendir og er-lendir framleiðendur hafa áhuga á að tryggja sér réttinn á ís- lenskum glæpasögum. Framleiðslu- fyrirtækið UFA Fernseproduktion GmbH hefur keypt réttinn til gerð- ar sjónvarpsmyndar og sjónvarps- þátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir hina dularfullu Stellu Blómkvist. Þá hefur þýski kvikmyndaframleiðandinn Ziegler Film tryggt sér kvikmyndaréttinn á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurð- ardóttur. En hvernig skyldi þessu ferli háttað, þegar útgefin glæpasaga verður að kvikmyndahandriti? Þegar blaðamaður hafði sam- band við Yrsu sagði hún það víst mismunandi hversu mikið höf- undur væri með í þróun handrits eftir að réttur sagna þeirra hefur verið seldur. Í sínu tilfelli hefði sér virst staða rithöfundarins af- skaplega lítil. „Ég veit að sumir setja það inn í samningana að þeir vilji hafa puttana í handritinu. Það er hins vegar svo mikið að gera hjá mér að ef ég hefði sett eitthvað inn í samning, væri það að ég kæmi ekki nálægt því,“ sagði Yrsa. Pétur Már Ólafsson hjá bóka- forlaginu Veröld, sem sá um samn- inga fyrir hönd Yrsu, segir þýska fyrirtækið Ziegler Film hafa tryggt sér framleiðslurétt á Þriðja tákn- inu í tvö ár. „Ef framleiðandi nýtir sér ekki réttinn innan þessara tveggja ára fellur rétturinn aftur til höfund- arins,“ segir Pétur Már en bætir við að hann telji frestinn þó yf- irleitt vera lengri en tvö ár og allt upp í fimm ár hér á landi. Pétur segir höfunda og útgef- anda hafa lítið sem ekkert um þró- unina og útkomuna að segja þegar rétturinn hefur verið seldur. „Þetta er annar miðill. Þó að höf- undurinn komi að handritinu að einhverju leyti er það alltaf fram- leiðandinn sem ræður hvernig út- koman verður,“ segir Pétur. Pétur Már er sammála Katrínu að aukning í framleiðslu á glæpa- myndum haldist í hendur við auk- inn áhuga á glæpasögunum. „Einnig hafa íslenskar glæpasög- ur vakið mikla athygli erlendis og því eðlilegt að framleiðendur ytra sperri eyrun. Líkt og með nýjustu bók Yrsu þá bitust fimm þýsk út- gáfufyrirtæki um útgáfuréttinn á henni óútgefinni. Þegar bitist er um óútgefið efni eftir óþekktan höfund spyrst það út og við erum enn að fá fyrirspurnir frá áhuga- sömum kvikmyndaframleið- endum,“ segir Pétur.    Sumir velta kannski fyrir sérhvers vegna eftirspurnin er jafn mikil um að gera bækur eftir sögum sem margir hafa lesið og þekkja sögulokin. „Er það bara ekki þannig að menn eru alltaf að leita eftir góð- um sögum,“ veltir Pétur fyrir sér. „Framleiðendur telja sjálfsagt að þeir geti sett söguna fram á þann hátt að hún veki athygli áhorfenda. Mér sýnist Mýrin nú aldeilis hafa lukkast vel þó svo að menn hafi vit- að hver framdi glæpinn. Það er þá annað í sögunni sem menn langar að sjá á tjaldi.“    Af innlendum vettvangi mánefna að Baltasar Kormákur lauk nýverið við Mýrina hans Arn- aldar og kvikmyndagerðin Zik Zak hefur keypt réttinn að Skipinu eftir Stefán Mána. „Það er alltaf samið um réttinn til ákveðið margra ára, yfirleitt þriggja ára. Höfundurinn fær svo greiddar ákveðna upphæð á ári, einskonar raðgreiðslur af fyr- irfram umsamdri upphæð,“ sagði Stefán Máni í samtali við Morg- unblaðið um málið. „Segjum sem svo að í upphafi sé samið um eina milljón króna til höf- undar. Hann fær þá 100 þúsund krónur á ári í 3 ár fyrir réttinn að bókinni og fari myndin í fram- leiðslu að þeim tíma loknum fær höfundurinn greiddar hinar eft- irstandandi 700 þúsund krónur. Aðrar greiðslur, til dæmis hluti af ágóða, eru svo samningsatriði manna á milli.“ Hann segir kvikmyndaframleið- endur yfirleitt ráða mestu um handritsgerð og annað eftir að rétturinn hefur verið seldur. Zik Zak keypti jafnframt réttinn að fyrri bók Stefáns Mána, Svartur á leik, og þá hafi Stefán sjálfur verið byrjaður á handritsgerðinni. Hann segist þó ekki ætla hafa hönd í bagga með gerð Skipsins, nema kannski að vera mönnum innan handar, enda sérfróður um söguna. Aðspurður um hvort rithöfundar hræðist ekki að leggja sköp- unarverk sín í hendur annarra með þessum hætti svarar Stefán Máni: „Það voru fleiri um hituna hjá mér í bæði skiptin og maður velur ein- faldlega aðila sem maður getur treyst og virðast hafa sömu hug- myndir og maður sjálfur um út- komuna. Ég hef þó þá varnagla í mínum samningum að ég get tekið nafnið mitt út finnist mér myndin ekkert tengjast mínu verki.“ En hverja telur Stefán ástæðu þess að kvikmyndaframleiðendur leita í auknum mæli til útgefinna bóka. „Það er mikil gróska í kvik- myndagerðinni og þarna sjá menn tilbúnar sögur sem hentar kannski vel til að færa yfir á hvíta tjaldið. Þó það sé gróska í kvikmyndagerð- inni eru nefnilega ekki margir hér á landi sem eru vanir að skrifa kvikmyndahandrit frá grunni,“ segir Stefán Máni. Hann bætir við að trúlega verði erlendur handritshöfundur fenginn til að skrifa Skipið og telur jafn- framt að myndin verði jafnvel gerð að mestu leyti erlendis.    Að ofantöldu má telja aukningu íframleiðslu mynda byggðra á glæpasögum sjálfsagt framhald á þeirri velgengni sem slíkar bækur hafa átt að fagna síðustu ár. Sams konar þróun hefur átt sér stað í ná- grannalöndunum, þó að margar myndanna hafi orðið sjónvarps- myndir frekar en bíómyndir. Inn- lend framleiðsla fyrir sjónvarp virðist því miður ekki enn burðug til að standa að slíkri framleiðslu. Það stendur þó vonandi til bóta með áformum um aukin fjár- framlög ríkisins til Sjónvarpsins til innlendrar dagskrárgerðar. Allavega er hægt að fullyrða með nokkru öryggi að myndir byggðar á glæpasögum séu komn- ar til að vera á Íslandi og eigi vafa- lítið eftir að fjölga á næstu miss- erum. Glæpasögur á hvíta tjaldið » „Þetta fór úr því aðvera jaðargrein innan bókmenntanna sem þótti frekar hallærisleg yfir í að verða viðurkennd bókmenntagrein og svo vinsæl að mörgum þykir eflaust nóg um.“ Eftir glæpasögu „Mér sýnist Mýrin nú aldeilis hafa lukkast vel þó svo að menn hafi vitað hver framdi glæpinn.“ birta@mbl.is AF LISTUM Birta Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.