Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TVÖFÖLDUN SUÐURLANDSVEGARINS Allvíðtæk pólitísk samstaða virð-ist hafa náðst um að tvöfaldaeigi Suðurlandsveg frá Vest- urlandsvegi og austur á Selfoss. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hann telji að tvöfalda eigi veginn hið fyrsta. Fjár- málaráðherra telur að slík fram- kvæmd geti kostað 5–7 milljarða króna og verkið tekið um fjögur ár. Vegagerðin virðist hafa aðrar skoð- anir en stjórnmálamennirnir á því hvaða leið eigi að fara. Hún heldur enn fram svokölluðum 2+1-vegi, þar sem akstursstefnur eru aðskildar með vegriði. Það er vafalaust rétt hjá vegagerðarmönnum að slíkir vegir eru ódýrari en tvöfaldur vegur. En þegar þeir benda á að fyrir mikinn aukakostnað fáist hlutfallslega lítið meira öryggi hljóta menn að staldra við. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að talið væri að með 2+1-vegi fækkaði slysum um 25–30%. Við tvöföldun vegarins mætti hins vegar fækka öll- um slysum um 40%. Hvað þýðir það mörg mannslíf? Auðvitað eigum við að nota örugg- ustu lausnina, sem völ er á. 2+1-vegir á helztu leiðum út frá höfuðborginni geta ekki orðið annað en bráðabirgða- lausn. Þar ræður annars vegar síauk- inn umferðarþungi og hins vegar vax- andi kröfur almennings um öryggi á vegunum. Hægt er að vísa til reynsl- unnar af tvöföldun Reykjanesbraut- ar, sem er mjög góð. Af hverju ætti að fara aðra leið á öðrum aðalleiðum til og frá höfuðborginni? Það er hægt að fjármagna þessar framkvæmdir. Hvort það gerist með einkaframkvæmd eða með því að ríkið taki lán fyrir þeim skiptir ekki öllu máli. Ef málið kemst fyrr í höfn með einkaframkvæmd og hún er hagkvæm fyrir almenning á auðvitað að nota þá aðferð, eins og Morgunblaðið hefur áður rætt. Hinir svokölluðu 2+1-vegir geta verið góð lausn á aðalleiðum í dreif- býli. Gera má ráð fyrir að eftir ein- hver ár verði þeir orðnir lágmarks- krafa á vegum þar sem til dæmis er mikil umferð flutningabíla. Við eigum hins vegar ekki að tjalda til einnar nætur á aðalvegunum á þéttbýlasta svæði landsins. Þann kostnað, sem mældur er í krónum, verður að vega á móti þeim gífurlega tolli, sem umferðarslysin taka. Mannslíf verða aldrei metin til fjár. Við eigum að teygja okkur eins langt og mögulegt er til að fækka slysunum og tryggja eins og hægt er öryggi borgaranna á vegum úti. Embættis- menn og sérfræðingar eiga að sjálf- sögðu rétt á sinni skoðun, en það eru stjórnmálamennirnir, sem taka af skarið. HVALVEIÐAR OG FERÐAMANNAIÐNAÐUR Alþjóðadýraverndunarsjóðurinnfékk Gallup til þess að gera könnun á viðhorfi Íslendinga til hval- veiða og áhrifa þeirra á ferðamanna- þjónustu. Í ljós kom að 48% Íslend- inga telja að hvalveiðar í atvinnu- skyni hafi slæm áhrif á ferða- mannaiðnaðinn í landinu, um 40% töldu að hvalveiðar hefðu engin áhrif og um 12% að hvalveiðar mundu hafa jákvæð áhrif á ferðamannastraum- inn. Þetta eru athyglisverðar niður- stöður, ekki sízt í ljósi þeirra um- ræðna, sem fram hafa farið eftir að Hvalur hf. hóf hvalveiðar á ný með samþykki íslenzkra stjórnvalda. En jafnframt sýnir þetta að nær helm- ingur þjóðarinnar er raunsær á áhrif hvalveiðanna á þá mikilvægu at- vinnugrein, ferðamannaþjónustu. Ýmsar vísbendingar eru um alvar- leg áhrif hvalveiðanna á stöðu okkar í augum annarra þjóða. Íslenzkir kaupsýslumenn verða varir við gagn- rýni erlendra viðskiptamanna sinna. Fyrirtæki í útlöndum, sem selja ís- lenzkar vörur, hafa í ákveðnum til- vikum lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun og gefið í skyn, að hvalveiðarnar muni hafa neikvæð áhrif á framhald viðskipta. Forystu- grein í einu virtasta dagblaði Banda- ríkjanna, Washington Post, þar sem við Íslendingar erum gagnrýndir fyrir afstöðu til botnvörpuveiða, á að hluta til rætur að rekja til hvalveið- anna. Ríkisstjórnin þarf að hugsa sinn gang áður en lengra verður haldið. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is RISABORINN TBM 3 lauk ferð sinni um tíu milljón ára sögu af ís- lenskri jarðfræði þegar hann boraði sig í gærmorgun gegnum síðustu sentimetrana af 6.733 metrum frá aðkomugöngum 3 í Glúmsstaðadal. Er þá lokið heilborun aðrennsl- isganganna, sem flytja munu vatn úr Hálslóni og í hverfla Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Göngin eru 40 kílómetra löng, um og yfir 7,5 metrar í þvermál og liggja dýpst rúmlega 180 metrum undir yfirborði Fljótsdalsheiðar. Borinn hitti svo að segja beint á punktinn vestan við Þrælaháls, en það er talið nokkurt afrek þar sem ekki er unnt að mæla með hnitum í jarðlögunum heldur stuðst við hornafræðina. Um 70 cm frávik reyndist vera þar sem borinn kom í gegn, eða óverulegt að mati mæl- ingamanna. Vel unnið og vandað verk Malcolm Rankin, breskur verk- fræðingur hjá VIJV framkvæmda- eftirliti, hefur starfað að virkj- unarframkvæmdum víða um heim í yfir 30 ár. Hann segir framkvæmd- ina alla afar metnaðarfulla og sam- bærilega við það besta á þessu sviði í heiminum í dag. „Ef til vill hefur þessi framkvæmd ekki gert sig á þann hátt sem margir vildu, en í fullri alvöru þá er hún stórkostleg og ég held að miðað við kring- umstæður hafi allir skilað sínum hlut af mikilli prýði og metnaði,“ sagði Rankin. „Við höfum hér fólk við störf frá yfir 20 þjóðlöndum og það er áhrifamikið að sjá hvernig það hefur starfað saman og átt samskipti sín á milli. Borvélarnar hafa reynst þokkalega en verið ákveðin vandkvæði með búnaðinn í kringum þær. Jarðfræðin hefur verið afar erfið og komið upp ófyr- irsjáanlegir þættir eins og að bor sæti fastur í hálft ár sem var afar erfiður tími. Einnig hefur vatns- flaumurinn yfir okkur úr berginu reynst mjög þungur í skauti og skapað ýmis vandamál.“ Rankin segir alla hafa staðið sig vel og vel unnið úr vandamálum. „Öll verk af þessum toga hafa sín vandamál og það er ljóst í mínum huga að þetta er annað best unna og skipulagða verk sem ég hef kom- ið að á mínum ferli. Hið besta var í Indlandi og skaraði fram úr, þetta kemst nálægt því. Þrátt fyrir nokkra seinkun hefur þrekvirki verið unnið. Tímaramminn var mjög knappur og að mínu viti ekki raunhæfur.“ Rankin telur verkið nú vera rúmum mánuði á eftir áætlun í heild sinni, en reynt verði að hraða vinnu eftir mætti með fleiri tækjum og meiri mannskap. Frágangur í fimm mánuði Nú verður haldið áfram að styrkja aðrennslisgöngin þar sem þurfa þykir. Það hófst í apríl 2005 þegar þau voru heilfóðruð næst Hálslóni, en sérstaklega þarf að styrkja göngin þar, við gangamótin þar sem Jökulsárveitugöng koma inn á aðrennslisgöngin og ofan við stöðina þar sem þau tengjast inn í stöðvarhúsið. Þá er sérstakur frá- gangur við tvenn sveiflugöng, loka þarf aðkomugöngum 1, 3 og 4 með 25 metra löngum steyputöppum, en aðkomugöngum 2 verður haldið opnum meðan á frágangi stendur. Alls eru aðkomugöngin öll um 10 km löng. Í steyputöppum aðkomu- ganga 1, 2 og 4 verða minni háttar göng sem lokuð verða með um, nægjanlega stór fyrir t bíl, til viðhalds í aðrennslis unum. Þar sem bergið þarf styrkingar er sprautusteyp stálrif og það boltað, allt ef ójafna, misgengja og sprun Guðmundur Pétursson, y efnisstjóri Landsvirkjunar Kárahnjúkavirkjun, segir s Borun aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar lokið og s Fimm mánuðir eru flókinn frágang aðr Gegnumbrot Risaborinn skar sig í gegnum síðustu 70 cm af aðre heilborun 40 km langs vatnsvegar frá Hálslóni til stöðvarhúss Ká Eftir bilun í risaborn- um TBM 3 var aftur lagt til atlögu við síð- asta berghaftið í 40 km löngum vatnsvegi frá Hálslóni til Fljótsdals og hafði borinn betur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmu Áfangi Gianni Porta, yfirmaður Impregilo, og borstjórinn Wu Zia Morgunblaðið/Steinunn Ásmu Stoltir Borgengið fagnar ákaft eftir vel unnið og erfitt verk. LÆKNAFÉLÖG OG LYFJAFYRIRTÆKI Fyrir nokkrum dögum voru nokkr-ar umræður hér á síðum Morg- unblaðsins um jólafagnað Geðlækna- félagsins, sem halda átti í samvinnu við lyfjafyrirtæki. Eftir þessar um- ræður tók Geðlæknafélagið ákvörðun um að draga beiðni sína um styrk frá umræddu lyfjafyrirtæki til baka, sem var rétt ákvörðun. Í framhaldi af þessum fréttum bár- ust Morgunblaðinu upplýsingar um tvo svonefnda fræðslu- og jólafundi annars vegar á vegum Félags ís- lenzkra öldrunarlækna og hins vegar á vegum Félags íslenzkra lungna- lækna, í báðum tilvikum í samvinnu við lyfjafyrirtæki. Mál þetta kom til umræðu á Al- þingi í fyrradag. Þar sagði Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðisráðherra m.a.: „Mikil umræða hefur farið fram á vegum lækna um þessi mál og ég fagna henni. Ég höfða til siðferðis- kenndar þeirra. Það verður að vera tryggt að sjúklingar og við öll hin getum treyst því að þetta sé í lagi.“ Læknafélögin verða að taka ákvörðun um að skera á þessi tengsl á milli lækna og lyfjafyrirtækja. Lækn- arnir og félög þeirra geta ekki verið þekkt fyrir að taka við fjárstuðningi frá lyfjafyrirtækjum. Þetta vita þeir sjálfir manna bezt og eiga að taka ákvarðanir í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.