Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Flott jóladress Mokkakápur MokkajakkarGjöfin hennar Síðumúla 3, sími 553 7355 Opið alla daga til jóla Peysur • Bolir Blússur • Buxur Pils • Kjólar Krókhálsi 3 569-1900 hvítlist LEÐURVÖRUVERSLUN G ó lfs ki nn N ý se nd in g Sparilegir buxnakjólar Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 SJÖ ökumenn voru teknir fyrir ölv- unarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík frá miðjum degi á mánudag og þar til um miðjan dag í gær og segir lögreglan það vera óvenju mikið á virkum degi. Þetta voru aðallega karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri. Útlit er fyrir að fleiri verði teknir fyrir ölvunar- akstur í umdæmi Reykjavíkurlög- reglunnar á þessu ári en nokkru sinni fyrr, segir Karl Steinar Vals- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. Nú í desember gerir lögreglan að venju átak í eftirliti á þessu. Óvenju mikill ölvunarakstur FRÁ janúar síðastliðnum hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 6,65%. Bændasamtök Íslands vekja athygli á því í fréttatilkynningu að landbún- aðarafurðir svo sem kjöt og mjólk hafa á þessu tímabili hækkað minna en vísitala neysluverðs meðan aðrar matvörur hafa hækkað umfram vísitölu neysluverðs. Til dæmis hafi sykur hækkað um 25% og brauð og kornvörur um 9,14%. Þá hafi fiskur hækkað 13,45%. Ávextir og græn- meti hafi hækkað minna en vísitala neysluverðs. Þá hafi mjólkurvörur ekki hækkað í heildsölu frá árs- byrjun en lítils háttar hækkun er á verði flestra vöruflokka til neyt- enda á tímabilinu. Landbúnaðarvör- ur hækkað lítið GAGARÍN og Minjasafn Reykjavík- ur unnu nýverið til verðlauna á sýn- ingunni NODEM 2006 í Ósló fyrir Landnámssýninguna Reykjavík 871 +/-2. Hlaut sýningin verðlaun fyrir framúrskarandi notkun á stafrænu efni til miðlunar í söfnum. Þetta er í annað sinn sem verkefni unnin af Gagarín vinna til þessara verðlauna. Sýningin er afrakstur vinnu ótal margra, en hlutverk Gagarín var að hanna, forrita og framleiða innihald margmiðlunarefnis í sýningunni, segir á vef fyrirtækisins. Með sýn- ingunni er varpað ljósi á landnám Ís- lendinga með nýstárlegum hætti og er stafrænni miðlun og gagnvirkni beitt með fjölbreyttum hætti. Í áliti dómnefndar segir meðal annars: „Sýningin er glæsileg á að líta, fróðleg og nýstárleg og er gerð af tilfinningu fyrir rýminu og staðn- um. Hér fara saman fjölbreytt miðl- unartækni, gott aðgengi og fram- setning í hæsta gæðaflokki.“ Það voru Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir, sýningarhönnuður, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, sem var verkefnisstjóri sýningarinnar, Guðný Káradóttir, framkvæmda- stjóri og Hringur Hafsteinsson, margmiðlunarmeistari hjá Gagarín, sem kynntu verkefnið á ráðstefn- unni og veittu viðurkenningunni við- töku. Landnámssýningin 871 +/-2 hefur unnið til verðlauna Verðlaun Hjörleifur Stefánsson, Guðný Káradóttir, Þórunn S. Þorgríms- dóttir og Hringur Hafsteinsson veittu verðlaununum viðtöku. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.