Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Upplestur ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísi- talan hækkaði um 0,56% og var 6460 stig við lokun markaða. Bréf 365 hækkuðu um 1,77%, bréf Landsbanka um 1,12% og bréf KB banka um 1,07%. Bréf Flögu lækk- uðu um 4,86% og hafa nú lækkað um 49% á árinu. Krónan stóð í stað í lok dags miðað við stöðu hennar í gærmorgun. Gengi evru er nú 91,90 krónur og dollara 69,45 krónur. Hlutabréf hækka ● ACTAVIS er meðal 22 aðila sem sýnt hafa áhuga á 53% hlut rúmenska ríkisins í samheitalyfjafyr- irtækinu Antibiot- ice Iasi í Rúmen- íu. Segir í frétt á vef Bloomberg að talið sé hugs- anlegt að Actavis muni leggja fram tilboð í fyrirtækið. Róbert Wess- mann, forstjóri Actavis, hefur sagt í viðtali í Morgunblaðinu að félagið hafi leitað að kauptækifærum eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaup- um þess á Pliva sl. haust. Taldi hann m.a. að Actavis gæti á næstu tveim- ur árum eða svo náð svipuðu út úr því að kaupa minni einingar en Pliva. Markmiðið sé að Actavis verði þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Vitnað er til þessa markmiðs í frétt Bloomberg. Markaðsvirði þessa rúmenska félags er talið um 21 millj- arður. Actavis orðað við fyrirtæki í Rúmeníu Róbert Wessmann vísitölu neysluverðs í desember, en greining Glitnis spáði 0,1% hækkun frá síðasta mánuði. Að mati greiningardeilda KB banka og Glitnis mun draga úr verð- bólguhraða á næstu mánuðum. Greining Glitnis spáir þannig að verðbólgan verði um 6,6% yfir þetta ár en aðeins 1,6% yfir næsta ár og því nokkuð undir verðbólgumark- miði Seðlabankans. Greining KB spáir einnig að verðbólga verði kom- in á markmið Seðlabankans um mitt næsta ár og verði í kringum 2,5% undir lok 2007. Deildirnar gera ekki ráð fyrir frekari veikingu krónunnar í þessum spám sínum. Þrátt fyrir betri verðbólguhorfur telja Greining Glitnis, KB banka og Landsbankans líkur hafa aukist á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína 21. desember næstkomandi. Dregur úr verð- bólguþrýstingi Greiningardeildir spá hækkun stýrivaxta Seðlabanka VÍSITALA neysluverðs í desember 2006 er 266,2 stig og hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, sem komu út í gær. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 245 stig, óbreytt frá því í nóvember. Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% verðbólgu á ári (0,3% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis). Í síðasta mánuði lækkaði vísitala neysluverðs um 0,04% en þá mældist tólf mánaða verðbólga 7,3%. Verð- bólga mæld á tólf mánaða tímabili hefur farið lækkandi frá því í ágúst er hún mældist 8,6%. Að vísu hækk- aði hún í síðasta mánuði úr 7,2% í 7,3% en mælist nú eins og áður sagði 7%. Spá 2,5% verðbólgu árið 2007 Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði um 0,4% milli mánaða, en í umfjöllun sinni bendir greiningar- deild KB banka á að undanfarin ár hafi þessi liður hækkað í desember. Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 1% en á sama tíma í fyrra hækkaði sá liður um 2%. Að mati greiningar- deildarinnar gefur þetta vísbend- ingu um að dregið hafi úr verðbólgu- þrýstingi í hagkerfinu. Greidd húsaleiga hækkaði um 1,8% milli mánaða sem endurspeglar mikinn uppgang á leigumarkaði, en aukna eftirspurn eftir leiguhúsnæði má líklega tengja við mikið innflæði erlends vinnuafls að undanförnu. Greiningardeildir KB banka og Landsbankans spáðu 0,2% hækkun Í HNOTSKURN » Meginmarkmið Seðla-bankans er stöðugt verð- lag, skilgreint sem hækkun neysluverðs um 2½% á tólf mánuðum. » Helsta tæki Seðlabankanstil að ná verðbólgumark- miðinu eru vextir í endur- hverfum viðskiptum bankans við lánastofnanir, svokallaðir stýrivextir. » Stýrivextir Seðlabankanseru nú 14%, en greiningar- deildir viðskiptabankanna þriggja telja auknar líkur á hækkun stýrivaxta síðar í mánuðinum.     % +,%- . /+ 0$ 1       *-' . ,'!" / " &0 $0#  *1'2# !"' $# *+' !"'   SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur með nýjum úrskurði sett skilyrði fyrir kaupum félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. Eigendur DM eru að miklu leyti þeir sömu eða eru tengdir eigendum Pennans. DM hefur eftir kaupin annast rekstur vöruhúss og vörudreifingu m.a. á bókum, tímaritum, ritföngum og skrifstofuvörum. Það er niður- staða Samkeppniseftirlitsins eftir rannsókn á umræddum samruna að tilefni sé til íhlutunar á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Viðræður á milli samrunaaðila og Samkeppniseftir- litsins hafa leitt til sáttar um að að- ilar hlíti skilyrðum sem koma eiga í veg fyrir óheppileg áhrif samrunans á samkeppni á viðkomandi mörkuð- um, eins og segir í úrskurði eftirlits- ins. Skilyrðin felast m.a. í því að koma í veg fyrir flæði upplýsinga á milli DM og Pennans og skapa jafn- ræði með þeim sem eru á mörkuðum fyrir bóka-, tímarita- og ritfanga- sölu. Í því skyni m.a. verður DM óheimilt að sinna innheimtu fyrir þá aðila sem fyrirtækið dreifir fyrir. Skilyrt kaup HEIÐRÚN Jóns- dóttir hefur ver- ið ráðin fram- kvæmdastjóri í yfirstjórn Eim- skipafélags Ís- lands. Hennar verksvið verður yfirstjórn starfs- þróunarsvið og samskiptasviðs ásamt lögfræðilegum verkefnum félagsins. Heiðrún er fædd á Húsa- vík árið 1969. Hún lauk kandidats- prófi í lögfræði frá HÍ árið 1995 og varð héraðsdómslögmaður haustið 1996. Hún tók próf í starfsmanna- stjórnun frá HA 1999 og lauk lög- gildingu í verðbréfamiðlun árið 2006. Síðast var hún einn meðeig- enda Lex lögmannsstofu og starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Símans og starfsmannastjóri KEA. Heiðrún til Eimskips Heiðrún Jónsdóttir   !" !# $%    2 34 5.6 2 3 4 2 3 47 . 78( 3 .*5.6 2 9**5.6 2 (:5.6 2 5 * 2 % 2;*6 <-/+ '6=-* 2 :+*/+ 2 > 2 >.4(. 2 ? @9 (" 22 2 A 2 !" # ;B 2 (-5.6 2 C4 +45.6 2 D# " 2 E>F39 G & 2 G&---  2 )  2 $!%& '( ? <-? + 2 )*+,%& %95+ 2 %6 " 2 &  -(31 34(-* 4(1) 3(45 3)(6* )-(** )+(3* +1(-* 7-5(** )6(1* 66(** 13()* 16(3* 11)(4* ))()* )(+4 -(33                           % +@ *6 +- G. !.*+-, '6? 2 2 2 2 22 @ 2 2  2 2 22 2 2 2 22 2 2 2 222 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 22 @ @ @ 2 2 @ @ @ @ @               @   ) *6 !* 3G%213 - ("+ *6  @    @ @ @ @ @ @ @ @ ?!  *2 D+H ?I7 )8-+) 18-1) 9*(4 9*(1 J J (G?; K3F 38143 38-63 9*(1 :*(1 J J L3L E>F? .**2 48-)6 181+* *(* :1(6 J J E>F' D** -+4 1383+7 :*(3 :*(6 J J CL;F K.M0. 38-3* 1)8+13 :*(3 9*(1 J J TVÖ félög hafa í sameiningu geng- ið frá kaupum á 83,8% hlut í Nord- Vest verðbréfum, með fyrirvara um samþykki FME. Kaupendur eru annars vegar F. Bergsson Eignar- haldsfélag ehf., en forsvarsmaður þess er Frosti Bergsson, og hins vegar Gnúpverjar ehf., en forsvars- maður þess er Eiríkur Tómasson. Kaupin eru gerð í samstarfi við framkvæmdastjóra NordVest, Skúla Sveinsson, og forstöðumann verðbréfamiðlunar félagsins, Jón F. Thoroddsen. NordVest er óháð verðbréfafyrirtæki og í tilkynningu segir að velta þess hafi margfaldast síðustu ár. Í kjölfarið hafi fjárfestar sýnt félaginu áhuga en það er með aðild að Kauphöll Íslands og stefnir að aðild að OMX. Starfsmenn eru fjórir en þeim á að fjölga um 4–6 á næsta ári. Nýir eigendur NordVest ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.