Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágúst Stein-dórsson fæddist í Ási í Hrunamanna- hreppi 6. september 1925. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Stefáns- dóttir, f. 11. júní 1885, d. 19. júní 1982 og Steindór Eiríksson, f. 24. júní 1884, d. 5. sept. 1967. Systkini Ágústs eru Stefán, f. 10. mars 1909, d. 18. ágúst 2001, Guð- mundur, f. 6. ágúst 1911, d. 14. apríl 1992, Kristín, f. 19. maí 1914, Elín, f. 27. apríl 1916, d. 30. des. 1984, Sveinbjörg, f. 3. okt. 1917, d. 6. des. 1922, Guðrún, f. 14. ágúst 1919, d. 18. feb. 1984, Eyrún, f. 22. júlí 1921, d. 19. júlí 2006, Svein- sson, börn þeirra Jenný Ruth, maki Árni Viðar Sigurðsson, sonur þeirra Viktor, og Ingi Bogi; 5) Steindór Rúnar, börn hans Ágúst Rúnar, Rakel, Smári, Stefán og Guðrún Lilja; 6) Jónína, maki Logi Sigurfinnsson, synir þeirra Kári, Sölvi og Egill; og 7) Halldór Jónas, maki Ingunn Gísladóttir, dætur þeirra Hafdís og Helena. Ágúst átti soninn Sigurleif fyrir hjóna- band, maki Þórhildur Sverris- dóttir, synir þeirra, Guðmundur Ingi og Benedikt. Ágúst fluttist ungur að heiman. Fyrstu tvö árin fyrir sunnan starf- aði hann við akstur hjá vörubíla- stöðinni Þrótti en eftir það stund- aði Ágúst sjómennsku á veturnar hjá Tryggva Ófeigssyni og vann við jarðvinnslu á sumrin. Þegar hann hætti sjómennsku vann hann um tíma hjá brauðgerðinni Myll- unni en síðustu 20 árin starfaði hann hjá Ísal eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ágúst verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. björn Kristinn, f. 9. mars 1924, d. 1. des. 2006, Eiríkur, f. 1. júlí 1928 og Sigurður, f. 22. sept. 1930. Eiginkona Ágústs er Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir, f. í Jaðarkoti í Flóa 28. sep. 1929. Foreldrar hennar voru Halldóra Hall- dórsdóttir, f. 15. nóv. 1888, d. 13. apríl 1988 og Sigurður Guð- mundsson, f. 11. maí 1895, d. 4. júní 1936. Börn þeirra Ágústs og Sigríðar eru: 1) Sigurbjörg, maki Vilberg Ágústsson; 2) Sigþór, f. 17. janúar 1954, d. 19. janúar 1955; 3) Sigþór Kristinn, maki Jóna Kristín Bald- ursdóttir, börn þeirra Davíð Örn, Baldur Ágúst og Sigríður Kristín; 4) Elín, maki Hrafn Ingimundar- Að eiga góða samferðamenn er ómetanlegt, og í dag kveð ég einn slíkan. Við Ágúst eða Gústi eins og ég kallaði hann alltaf höfum gengið saman síðastliðin þrjátíu ár. Á rúmlega þrjátíu ára samferð reynir á alla mannlega þætti og við- fangsefnin breytast sífellt, hann var fremstur meðal jafningja með hraustlegt atgervi og því kom andlát hans á óvart. Blómaskeið Gústa var um og eftir miðja síðustu öld þegar allir lögðust á eitt við að gjörbylta aldagömlu bændasamfélagi í samfélag dagsins í dag. Það einkennilega er að við sem yngri erum og njótum þessarar miklu og öru uppbyggingar skulum ekki sýna þeim sem skópu velmeg- unina og verðmætin sóma og virð- ingu. Við njótum afrakstursins en ekki kynslóðin sem skóp verðmætin, kynslóðin sem umgekkst vinnu af auðmýkt og trúmennsku, ruddi brautina fyrir auknum tækifærum okkur öllum til handa. Hví er ég að minnast á þetta í minningargrein. Framkoma sam- félagsins er niðurlægjandi og okkur til skammar, kaldar kveðjur á ævi- kvöldi. Ennþá er verið að láta full- orðna fólkið bera uppi velferðarsam- félagið. Gústi var í eðli sínu keppnismað- ur, hann var léttlyndur og ákveðinn og kom alltaf beint að efninu, skjót- ráður og sporléttur og annaðist öll verkefni af trúmennsku. Á sínum yngri árum stundaði hann nám í íþróttaskólanum í Haukadal og alla okkar samferð stundaði hann daglega íþróttaæfing- ar. Hann fór snemma til sjós og ein saga frá þeim tíma lýsir honum vel. Hann var á mótorbátnum Ingólfi sem strandaði snemma morguns við suðurströndina. Það var kalsa veður og mikið brim, svo brimskaflarnir gengu yfir bátinn. Björgunarmann- skap dreif að í fjöruna og fljótlega tókst að skjóta línu út í bátinn. Þá skapaðist annað vandamál; hver vildi verða fyrstur, hvern ætti að draga fyrst í land. Ástandið var ekki árennilegt, mikið brim og hvasst. Þegar skipstjórinn gekk á menn og spurði hvort einhver þeirra vildi slá til og verða fyrstur færðust menn undan nema Gústi, það skipti víst litlu hvort maður dæi fyrst eða síðast ætti það að liggja fyrir þeim að far- ast þarna í fjöruborðinu. Drátturinn í land gekk en var tímafrekur og hann meira og minna í kafi í briminu á meðan á honum stóð. En í land komst hann og var mikið þakkað. Veðrinu slotaði smám saman, sam- tímis fjaraði undan bátnum og síð- asti skipverjinn þurfti því ekki að fara í björgunarstólinn. Gústi var vinnuforkur og gat því alltaf gengið að vinnu, hann var lengi háseti á togaranum Neptúnusi og síðar Júpíter í eigu Tryggva Ófeigs- sonar hjá skipstjóranum Bjarna Ingimarssyni. Eftir einhverja mán- uði fannst honum afkoman ekki sú sem hann hafði búist við og tjáði Tryggva að hann ætlaði að söðla um. Tryggvi bað Gústa frá því og lofaði honum að héðan í frá yrði hann á kaupi annars stýrimanns. Það sem hann vissi ekki þá var að Bjarni hafði þá þegar haft samband við Tryggva og beðið um að hann væri á kaupi annars stýrimanns, halda í hann þennan. Rétt er að hafa í huga að þetta var á þeim tíma þegar mikil eftirspurn var eftir skipsrúmi hjá góðum skipstjórum. Á nútíma máli segjum við, hann tók á því í vinnu. Um tíma átti ég þess kost að vinna með honum – allt- af sama keppnin, klára 50 stk. fyrir kaffi eða við hættum ekki fyrr en þessi stafli er búinn. Ég hef engan hitt eða unnið með sem var annar eins keppnismaður. Talandi um trúmennsku og traust þá lést Eyrún systir Gústa í haust. Rúna eins og við kölluðum hana var jarðsett í fjölskyldugrafreit í Hruna kirkjugarði þar sem fyrrum maður og dóttir hvíldu fyrir. Það var mikið kappsmál Rúnu að keyptur yrði og settur upp legsteinn á leiðið. Fyrir andlátið bað hún Gústa að sér látinni að sjá um þetta. Þetta gerði hann af stakri elju- semi og var ekki í rónni fyrr en verk- efninu var lokið. Ég fylgdist með úr fjarska og fann umhyggjuna, hvert smáatriði vegið og metið. Í dag er þessi sami legsteinn fal- legur vitnisburður um trúmennsku hans og natni. Tæki hann eitthvað að sér þá kláraði hann alltaf verkefnið, stórt sem smátt. Í einkalífinu var hann gæfumaður en heimilið ber þess glöggt vitni að þar fóru samheldin hjón, alltaf verið að sýsla eitthvað og heimilið öllum opið. Að lokum vil ég þakka Gústa fyrir samferðina, við áttum margar góðar stundir gátum tekist á en alltaf vinir. Hann dó eins og hann lifði, varð bráðkvaddur, alltaf gengið hreint og beint til verks. Megi Guð blessa góðan dreng. Hrafn. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með nokkrum orðum. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 20 ár- um þá tóku Gústi, Sigga og aðrir í fjölskyldunni á móti mér eins og ég hafði alla tíð verið einn af þeim. Gústi var alveg einstakt hraust- menni, hann sá alveg einn um allt viðhald á húsinu þeirra sem þau byggðu fyrir rúmlega 40 árum. Það mátti ekki rétta honum hjálparhönd hvorki við viðhald hússins né við garðinn. Hann var uppi á þaki að taka laufið úr rennunum nokkrum sinnum á haustin. Einnig voru þau með kartöflugarð í lóðinni og þegar hann fór að stinga upp á vorin þá var gengið í það af krafti og ekki litið upp fyrr en verki var lokið. Hann var einstakur vinnumaður, t.d. þegar hann þurfti að hætta vinnu vegna aldurs í Álverinu í Straumsvík eftir yfir 20 ára starf þá fékk hann boð um það frá forstjóranum að hann mætti vera þremur mánuðum lengur hjá þeim en venja var, hann tók því og lauk sinni vakt þar kl. 24 á gamlárs- kvöld. Þegar voraði þá hringdu þeir til hans og buðu honum að koma aftur til sumarafleysinga sem hann þáði. Ári seinna þá var hringt aftur og sama boðið, þá var hann kominn í aðra vinnu og afþakkaði boðið. Þetta sýnir vel hvernig hann var. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa öðrum eins og að skutla eða sækja barnabörnin. Einnig hafði hann mjög gott sam- band við systkini sín sem eftir eru á lífi, sérstaklega voru þau hjón góð við Rúnu systur hans sem lést fyrr á þessu ári. Hann var einstakur mað- ur. Gústi var alltaf mjög heilsuhraust- ur og því kom fráfall hans okkur öll- um í opna skjöldu. En þó má segja að þetta hafi alveg verið hans stíll að ganga að hverju verki og ljúka því á sem stystum tíma. Hann varð bráð- kvaddur í sófanum heima hjá sér þegar þau voru að horfa á Kastljós í sjónvarpinu. Elsku Sigga mín, þinn missir er mestur, ég votta þér og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð. Þinn tengdasonur, Vilberg Ágústsson. Í dag kveðjum við okkar ástkæra pabba, tengdapabba og afa. Gústi afi var ætíð boðinn og búinn að hjálpa til við uppeldi strákanna sem ekki er hægt að fullþakka. Hvort sem það var að sitja hjá þeim þegar þeir voru veikir og við foreldr- arnir þurftum að mæta til vinnu eða að skutla þeim á íþróttaæfingar og í tónlistarskóla. ,,Ekkert mál“ var ætíð svarið þegar við báðum um að- stoð. Þegar hann var með þeim not- aði hann tímann vel til þess að segja frá fyrri tíð með sínum skemmtilega frásagnarstíl, svo þeir höfðu bæði gagn og ekki síður gaman af. Margar Ágúst Steindórsson Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og vinar, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa, GYLFA HALLDÓRSSONAR, Höskuldarvöllum 19, Grindavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 25. nóvember síðastliðinn. Margrét Guðmundsdóttir, Hörður Gylfason, Ásgrímur Kristinn Gylfason, Rúna Szmiedowicz, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir, Ámundínus Örn Öfjörð, Guðmundur Jón Helgason, Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, afabörnin kæru og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SESSELJA GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 33, lést sunnudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 11.00. Grétar Kjartansson, Jón Kjartansson, Jóhanna Kjartansdóttir, Ólafur Magnússon, Guðrún Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Ísafirði, Aflagranda 40, áður Ásvallagötu 44. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar A-5 á Landspítalanum í Fossvogi. Guðlaug Einarsdóttir, Sigurður Geirsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Tony Leonard, Fríða Sigurðardóttir, Einar Óskar Sigurðsson, Rakel Valgeirsdóttir, Gunnar Berg Gunnarsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG S. PÁLSDÓTTIR, fyrrv. prófastsfrú í Stafholti, sem lést mánudaginn 4. desember verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. desember kl. 13.00. Ragnar H. Bergsson, Guðmundur P. Bergsson, Gerður Daníelsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Kristín Björnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Guðleifsson, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ EDDA S. GEIRDAL, Miðvangi 41, Hafnarfirði, áður Jaðri, Bæjarsveit, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 14. desember kl. 11.00. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBORG GÍSLADÓTTIR frá Blönduósi, sem lést fimmtudaginn 7. desember sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laug- ardaginn 16. desember kl. 11.00. Ásgeir Ingi Þorvaldsson, Guðfinna Sveinsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Valgeir Benediktsson, Olgeir Þorvaldsson, Sigríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.