Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁSKORUN ANNANS Kofi Annan flutti á mánudagkveðjuræðu sína eftir 10 ár ístóli framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ræðan var hörð ádrepa á samfélag þjóðanna. Annan flutti ræðuna í forsetabóka- safni Harrys Trumans í Independence í Missouri og er það ekki að furða því að Truman lék lyk- ilhlutverk í stofnun Sameinuðu þjóð- anna. Truman vildi koma í veg fyrir að ófriður á borð við heimsstyrjöldina síðari brytist út á ný og sá fyrir sér betri heim í sama anda og skáldið Tennyson í ljóðinu Locksley Hall. Í sýn Tennysons frá 1837 þagnar sláttur stríðstrumbna og skynsemin tekur völdin. Stríðsfánarnir eru brotnir saman á þingi mannkyns. Þetta ljóð gekk Truman með í veski sínu og dró fram þegar efasemdar- menn spurðu hvers vegna ætti að stofna Sameinuðu þjóðirnar. Annan sagði í ræðu sinni að enginn gæti tryggt öryggi sitt gegn þeim ógnum, sem nú steðja að, með því að sækjast eftir því að verða öðrum æðri: „Við berum öll ábyrgð á öryggi hvers annars og við getum aðeins tryggt sjálfum okkur varanlegt ör- yggi með því að stuðla að því að aðrir verði öruggir.“ Hann bætti við að þessi ábyrgð snerist ekki bara um að aðstoða þá, sem ráðist er á, heldur einnig að vernda almenna borgara gegn þjóð- armorði, stríðsglæpum, þjóðernis- hreinsunum og glæpum gegn mann- kyni. „Það þýðir að virðing fyrir fullveldi þjóða má ekki lengur verða skjöldur ríkisstjórna, sem eru ákveðnar í að murka lífið úr eigin þjóð, eða afsökun okkar hinna til að gera ekki neitt þegar svo grimmilegir glæpir eru framdir,“ sagði hann og bætti við að ástandið í Darfur sýndi að enn væri samstaða samfélags þjóð- anna aðeins í orði, en ekki á borði þegar neyðin væri stærst. Annan beindi spjótum sínum ekki síst að bandarískum stjórnvöldum og sagði að þegar þau „virðast snúa baki við eigin hugsjónum og markmiðum veldur það vinum þeirra erlendis vita- skuld áhyggjum og ruglar þá í rím- inu“. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu eftir seinna stríð búið til fjöl- þjóða kerfi og Sameinuðu þjóðirnar væru hjarta þess. „Bandaríkjamenn þurfa nú eins og mannkyn allt meira en nokkru sinni á að halda hnattrænu kerfi sem þjóðir heims geta notað til að takast sameiginlega á við verkefni á heimsvísu,“ sagði hann. Orð Annans eru þörf ádrepa. Valdamiklar þjóðir geta ef til vill ver- ið einráðar til skamms tíma – eða talið sér trú um að þær geti það – en ekki til lengri tíma. Á því eru bandarísk stjórnvöld nú loks að átta sig. Sýn Tennysons, Trumans og Annans kann að virðast næstum jafn fjarlæg í dag og hún var í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, en hún mun ekki rætast nema þjóðir heims snúi bökum saman – á þingi mannkyns. Það er sú áskorun, sem Kofi Annan setti fram í kveðju- ræðu sinni. BURT MEÐ RIBBALDAHÁTT Ekkert lát virðist vera á hörmuleg-um umferðarslysum, sem hafa í för með sér örkuml og dauða. Þannig létust tveir í umferðarslysi á Suður- landsvegi snemma í desember og aðr- ir slösuðust og ungur maður lést eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi á sunnudag og annar slasaðist. Þessi hörmulegu slys hafa kynt undir uppbyggilegri umræðu um rót- tækar vegabætur, bæði á Suður- landsvegi og Vesturlandsvegi, og er það vel og vekur vonir um að með slíkum bótum megi draga úr tíðni og alvarleika umferðarslysa sem þess- ara. Það er á hinn bóginn ekkert já- kvætt eða uppbyggilegt við frétt sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær um hátterni aðsteðjandi vegfarenda í ofangreindum slysum og framkomu við lögreglu sem sinnti skyldustörf- um sínum á vettvangi slysanna. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn lýsti því svo í samtali við Morgunblaðið, að sumir vegfar- enda við slysstað gengju svo langt, að aka beinlínis í gegnum vettvang slysa og hefðu engan skilning á því að lög- regla þyrfti að hafa frið til að ljúka vettvangsrannsókn. Lýsing Karls Steinars er ófögur: „Fólk var nánast að lesa yfirvöldum pistilinn fyrir að geta ekki hunskast til að hleypa umferð í gegn. Okkur blöskraði þetta skeytingarleysi.“ Það er vissulega áhyggjuefni þegar almenningur skammar lögregluna, tefur og torveldar henni störf. Lög- reglan á vettvangi er auðvitað fyrst og fremst að tryggja öryggi á slys- stað, sinna frumrannsókn og gæta að sönnunargögnum. Hvers konar ribbaldaháttur er það, að sýna ekki biðlund, þolinmæði og samkennd með þeim sem þjást, þegar vegfarendur aka fram á slysstað, þar sem fólk á um sárt að binda og lög- reglan reynir að sinna skyldustörfum sínum? Halda einhverjir að lögreglan sé að loka fyrir umferð af skepnuskap í garð náungans, eða að lögreglan sé að tefja fyrir umferðinni að gamni sínu? Auðvitað er það ekki svo. Lögregl- an á skilyrðislausan rétt á því að störf hennar á vettvangi njóti skilnings og virðingar vegfarenda. Hún gerir það sem í hennar valdi stendur til þess að finna hjáleiðir og tryggja að fólk verði fyrir eins litlum töfum og hægt er. En þegar alvarleg slys ber að höndum eru tafir óhjákvæmilegar og vegfarendur verða einfaldlega að sýna þann þroska sem til þarf, að sætta sig við bið, hversu óþægileg sem hún kann að vera fyrir viðkom- andi. Við Íslendingar höfum oft státað okkur af því hversu rík samkenndin og samhjálpin er í okkar litla þjóð- félagi. Við höfum verið hreykin af því hversu skjótt við bregðumst við, þeg- ar við finnum að aðrir þurfa á aðstoð að halda, innanlands sem utan. Við eigum að halda áfram að hlúa að dyggðum eins og samhjálp og sam- kennd og útrýma ribbaldahætti. Sú niðurstaða að 6,6% ís-lenskra barna búi við fá-tækt, líkt og fram kemur ískýrslu um fátækt barna sem forsætisráðherra lagði núverið fram, er afar varlega áætluð. Þetta er mat Hörpu Njáls félagsfræðings sem um árabil hefur rannsakað fá- tækt á Íslandi og vinnur nú að doktorsritgerð um lífsskilyrði og fátækt barnafjöl- skyldna og barna. Segir hún afar brýnt að ís- lensk stjórnvöld fari að fordæmi nágrannaþjóða og láti gera út- tekt á grunnframfærslukostnaði fjölskyldna, svo lægstu laun og bæt- ur taki mið af því. Bendir Harpa á að samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands frá árinu 2005 séu einstæðir foreldrar í 91,2% tilvika konur og tekur fram að einstæðir foreldrar eru að stærstum hluta láglaunakonur með tekjur langt undir meðallaunum sem duga ekki fyrir grunnframfærslu. Segir hún ekki óalgengt að bilið milli tekna og framfærslukostnaðar sem vanti upp á til að endar nái saman sé 20– 30%. Þetta sama ár voru rétt rúm- lega 11 þúsund konur með rúmlega 17 þúsund börn á framfæri. Kallar eftir markvissum stjórnvaldsaðgerðum Meðal þess sem rannsóknir Hörpu hafa leitt í ljós er að lægstu laun hérlendis séu það lág að þrátt fyrir 100% starf dugi launin ekki fyr- ir lágmarksframfærslu. Harpa nefn- ir sem dæmi að samkvæmt hennar útreikningum var lágmarks- framfærslukostnaður fyrir einstætt foreldri með eitt barn á framfæri 192.675 krónur í upphafi þessa árs. Útgjöld fyrir mat, hreinlætisvörum, lækniskostnaður, lyf, fatakaup og rekstur á bíl, tóku öll mið af upp- hæðum Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Sé viðkomandi ein- staklingur í láglaunastarfi og fær því t.d. rúmar 100 þúsund kr. útborg- aðar eftir skatt fyrir fullt starf má hann búast við að með meðlagi og barnabótum nálgist heildartekj- urnar því að vera 142 þúsund kr. Í þessu dæmi vanti því um 50 þúsund kr. til þess að brúa bilið milli tekna og framfærslu. „Inni í þessum grunnfram- færslukostnaði er ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna tómstund við íþróttaiðkun eða tónlista barnsins sem getur oft veri kostnaðarsamt,“ segir Harp bendir á að börn í fátækum skyldum verði oft af félagsl töku vegna bágrar fjárhags fjölskyldunnar. „Börn átta snemma á því að þau sitji ek sama borð og félagar þeirra við „eðlilegar“ fjárhagslega lagslegar aðstæður. Þetta b niður sjálfsmynd þeirra, vel mikilli andlegri vanlíðan,“ s Harpa og tekur fram að ran hafi sýnt að börn sem komi minni heimilum búa við ver Telur afar brýnt að stjórnvöld láti gera úttekt á grunnfr Vantar töluvert up laun dugi fyrir gru Brotin sjálfsmynd Ranns búa oftar við meiri heilsub Harpa Njáls félagsfræðingur hefur rannsakað fá- tækt á Íslandi um árabil. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segir hún lykilatriði í því að vinna á fátækt að skattleysismörk verði hækkuð verulega og skerðingarmörk tekna hjá einstæðum for- eldrum tvöfaldist og fari í 190 þúsund kr. Harpa Njáls Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Verkefnið „Börn styðjabörn“ felst í því að sér-hvert grunnskólabarn áÍslandi styrkir eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví í Afríku um eina skóla- máltíð alla skóladaga ársins næstu tvö árin. Matur fyrir 45.000 börn Þetta þýðir að greitt verður fyr- ir skólamáltíð fyrir um 45.000 börn í tvö ár. Verkefnið verður unnið af Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna (World Food Programme, WFP) og er kostnaður við það 110 milljónir króna á ári eða samtals 220 milljónir króna. Verkefnið verður hluti af átaki WFP, „Máls- verður á menntavegi“, sem á liðnu ári aðstoðaði 21,7 milljónir barna í 74 löndum að sækja skóla með því að gefa þeim eina máltíð á dag. Með verkefninu kemst Ísland í hóp fimm efstu ríkja í framlögum til WFP, ef miðað er við höfðatölu. Reyndar segir Mikael Bjerrum, framkvæmdastjóri WFP á Norð- urlöndum, að miðað við núverandi framlag efstu ríkja skjótist Ísland í þriðja sætið á eftir Lúxemborg og Noregi, en síðan komi Danmörk, Írland og Svíþjóð. Mikilvægt verkefni Utanríkisráðherra kynnti verk- efnið í Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- arnesi að viðstöddum nemendum skólans en frá 1999 hafa börn í skólanum verið í vinaskóla- samstarfi við skóla í Malaví. Val- gerður Sverrisdóttir sagði fram- tak skólans í þessu efni mjög til fyrirmyndar og sagðist vona að fleiri fylgdu í kjölfarið. Árið 2000 var þúsaldaryfirlýs- ing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkt og þá hétu þjóðir, þar á með- al Ísland, að taka höndum sa baráttunni gegn fátækt. Val Sverrisdóttir sagði að umræ verkefni væri sérstaklega st mjög mikilvægt, því það ten lensk börn við börn sem byg mjög mikla fátækt í þróunar unum. Hún benti á að verke tengdist beint þremur af átt saldarmarkmiðum þúsaldar irlýsingar Sameinuðu þjóða fyrsta lagi að útrýma fátækt hungri. Í öðru lagi að tryggj grunnskólakennslu fyrir öll og í þriðja lagi að jafna stöð kynjanna í skólum. Í máli utanríkisráðherra k „Börnin geta lifað aðei Börn styðja börn Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kyn arnesi og sýnir myndir eftir afríska nemendur. Til hægri er Klara Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráð- herra kynnti í gær sér- stakt þróunarverkefni Íslands í Úganda og Malaví næstu tvö árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.