Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 29 Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2006. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur minnkað um 5,5% milli ára. Hlutfall prentunar á bókum 2006 Prentað á Íslandi 54% Prentað erlendis 46% ÞEGAR þessar línur eru settar á blað að kvöldi 5. desember hafa 27 einstaklingar á öllum aldri beðið bana í umferðinni á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu skelfilegra en nokkur orð fá lýst. Oft gerist það, þegar fólki ofbýður, að þá fer af stað ein- hvers konar ferli eða uppákoma. Svo gerðist í ágúst þegar fimm létu lífið á þremur vikum. Þá fór í gang á vegum Umferðarstofu undir- skriftasöfnun með yfirskriftinni STOPP þar sem rúmlega 35.000 manns skrifuðu undir. Eftir þessa sömu hrinu var samkoma í Hall- grímskirkju með samgöngu- ráðherra, þingmönnum og ef ég man rétt var forsetinn okkar þar, sá ágæti maður. Þar var lýst yfir stríði á hendur umferðarslysum. Þetta færði mér þá hugsun að nú færi þessu að linna. Því miður hefur raunin orðið allt önnur því sam- kvæmt upplýsingum frá Umferð- arstofu hafa sex einstaklingar látið lífið í umferðinni frá miðjum sept- ember. Þar af eru tveir sem létust sl. laugardag á Suðurlandsvegi. Í þetta sinn fer umræðan enn á ný af stað og nú snýst hún um breikkun vegarins á milli Reykjavíkur og Sel- foss. Og aðalmálið er hvort velja eigi 2:1- eða 2:2-leiðina. Allt er þetta gott og gilt, ekki skal dregið úr því. Líklega eru flestir á einu máli um að umferðarmannvirki okkar beri ekki þessa miklu umferð sem er orð- in á vegunum. Þessu breytum við ekki í einu vetfangi. Allt snýst þetta með einum eða öðrum hætti um pen- inga og það hvernig stjórnvöld raða hlutunum upp fyrir okkar hönd. Þetta er fólk, sem við höfum valið til að ráðstafa skattpeningum okkar. Það er alls staðar hrópað á meira fé frá því opinbera til óteljandi verk- efna í samfélaginu. Ég hefði gaman af að vita hversu margar af þeim innsendu greinum sem birtast í Morgunblaðinu á degi hverjum snú- ast um of litlar fjárveitingar þess opinbera. Það sem mér finnst umræðan snúast alltof lítið um er hegðun öku- manna í umferðinni. Samkvæmt fréttum var grunnástæðan fyrir slysinu á Sandskeiði á laugardaginn sú að annar bíllinn var að fara fram úr stórum vörubíl og ók beint fram- an á bíl sem kom á móti. Þetta er ótrúlegt en sennilega alveg satt, því miður. Ég skil vel að það fari í taug- arnar á mönnum að hafa stóran vörubíl fyrir framan sig. Þar er ég engin undantekning. En lendi ég í slíku þá reyni ég bara að róa mig niður og hugsa með mér að líf og limir, bæði mitt og minna samferða- manna, er mér miklu meira virði en svo að ég setji það í stórhættu fyrir örfáar mínútur sem ég er fljótari á áfangastað. Ástandið á vegakerfi okkar er eins og það er og það er bara eins og að berja hausnum við stein að haga sér ekki samkvæmt því. Í 47. tbl. Vikunnar 2006 var grein með yfirskriftinni: Missti hreyfiget- una, minnið og málið og hver var ástæðan. „Í einni andrá varð gáleysi annars ökumanns til þess að fót- unum var kippt undan glæstum von- um þessarar ungu stúlku og eftir sat brotin sjálfsmynd, öryggisleysi, von- brigði og ótti sem og þrautaganga til framtíðar.“ Í Morgunblaðinu 6. desember sl. var viðtal við hjón sem greinilega varð til vegna atburðanna á Sand- skeiði sl. laugardag. Þar var yf- irskriftin: Sjá fram á breytt líf í kjöl- far alvarlegs slyss í sumar. Og hver skyldi ástæðan hafa verið þar. „Öku- maður bifreiðar sem kom á móti þeim á Suðurlandsvegi við Hólmsá dottaði við stýrið, ók yfir á rangan vegarhelming og á hinn bílinn.“ Þetta eru tvö dæmi sem komu fyrir sjónir mínar sama daginn og segja þér, sem kannt að lesa þennan pistil minn, nákvæmlega það sem ég vil ná fram með skrifum mínum. Fyrir einu til tveimur árum skrif- aði Þráinn Bertelsson grein á bak- síðu Fréttablaðsins sem hann nefndi: Fimm orða kúrinn. Greinin snerist um alla þá mörgu megrun- arkúra sem í boði eru fyrir of þungt fólk. Þetta voru heilmiklar lýsingar um hvaða árangri mætti ná með hin- um eða þessum kúrnum. En í lok greinarinnar kom svo hans eigin uppskrift. Fimm orða kúrinn: Borð- aðu minna, hreyfðu þig meira. Nið- urstaða Þráins var sem sé sú að til væri einfaldari lausn á vandanum en einhverjir flóknir kúrar. Ég var hon- um hjartanlega sammála. Kannski er þetta jafnvel enn einfaldara með umferðina. Ég tala um tveggja orða kúrinn: Virðið umferðarreglurnar. Mitt mat er að þær séu nokkuð góðar. Þetta er allt sem þarf. Ég skora á okkur öll að taka nú höndum saman og breyta svolítið aksturslag- inu. Því miður verður sennilega aldrei alveg hægt að koma í veg fyr- ir öll slys en ég er alveg sannfærður um að fækka megi þeim til muna ef við förum okkur svolítið hægar. Við verðum að haga okkur eftir aðstæðum eins og þær eru á hverj- um stað og tíma. Ef við gerum það ekki komumst við aldrei upp úr þessu skelfilega fari. Tveggja orða kúrinn Leifur Þorsteinsson fjallar um umferðarslys, ástæður þeirra og úrbætur » Því miður verðursennilega aldrei al- veg hægt að koma í veg fyrir öll slys en ég er al- veg sannfærður um að fækka megi þeim til muna ef við förum okk- ur svolítið hægar. Leifur Þorsteinsson Höfundur er líffræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.