Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                 ! " # $ %     &     '() * +,,,        Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28/30 Veður 8 Minningar 30/35 Viðskipti 16 Leikhús 42 Erlent 17 Myndasögur 43 Menning 18/19, 38/44 Dagbók 45/49 Höfuðborgin 20 Staður og stund 46 Akureyri 20 Víkverji 48 Suðurnes 21 Velvakandi 48 Landið 21 Bíó 46/49 Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent Þétting GSM-símakerfisins, með tilstyrk Fjarskiptasjóðs, hefst næsta vor. Eftir fyrsta áfanga á GSM- kerfið að ná til alls hringvegarins og nokkurra helstu fjallvega. Stefnt er að því að stafrænar sendingar Ríkis- útvarpsins um gervihnött hefjist einnig næsta vor. » Baksíða Guðbjörn Magnússon rafeinda- virki vann í gær það afrek að gefa blóð í 150. sinn í Blóðbankanum. Enginn Íslendingur hefur oftar gef- ið blóð en Guðbjörn og má því með sanni segja að hann sé mikið gæða- blóð. Hann sagði að sér þætti vænt um að ná þessum áfanga. » Baksíða Vafi leikur á því hvort það stand- ist félagafrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar að leggja gjöld á afla- verðmæti smábáta og fiskiskipa samkvæmt lögum og dreifa þeim til hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sama gildir um álagningu búnaðargjalds að því er varðar búgreinasambönd og einhverjar úrbætur þarf að gera varðandi Bændasamtök Íslands, en líklega stenst þessi framkvæmd varðandi búnaðarsambönd. » 4 Erlent Sumar af þekktustu stórversl- unum Bretlands, þ. á m. Tesco, Pri- mark og Asda, selja „ódýr en flott“ föt með því að nýta sér varnarleysi verkafólks í Bangladesh sem fær að- eins sem svarar um sex íslenskar krónur í laun á tímann. » 16 Dómstóll í Eþíópíu dæmdi í gær Mengistu Haile Miriam, fyrrverandi einræðisherra landsins, sekan um þjóðarmorð þegar marxistastjórn hans var við völd á árunum 1974– 1991. » 16 Að minnsta kosti 70 manns biðu bana í sjálfsmorðsárásum í miðborg Bagdad í gær. Flestir þeirra sem lágu í valnum voru sjítar en á þriðja hundrað særðist í árásunum. Á sama tíma bárust tíðindi af því, að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi líklega tilkynna nýja stefnu í Írak eftir áramót en ekki fyrir jól eins og orðrómur hefur verið uppi um að undanförnu. » 17 Kynningar – Morgunblaðinu fylgir Miðbæjarpósturinn. MIKILL raki myndaðist í sýningar- sölum Náttúrugripasafns Íslands eftir að á þriðja hundrað lítra hita- veituvatns lak á milli hæða í gær- morgun. Að sögn Álfheiðar Inga- dóttur, útgáfustjóra hjá NÍ, hefur rakinn að öllum líkindum valdið ein- hverjum skemmdum á innréttingum en ekki er ljóst með fjárhagslegt tjón. Hún hafði einnig nokkrar áhyggjur af eintaki af geirfuglinum. „Hann er ekki varðveittur við raka- og hitastýrðar aðstæður eins og þarf að vera og í raun ekki for- svaranlegt að geyma 186 ára ham við þessar aðstæður,“ segir Álfheiður en hamur geirfuglsins er einn af fáum sem eftir eru í heiminum og verður vart metinn til fjár. Lekinn uppgötvaðist á tólfta tím- anum og var vatn yfir öllu gólfinu, að sögn Álfheiðar. Hún segir ljóst að tæring hafi komið fram í hitaveitu- elementi í kyndiklefa. Mikill vatnsleki varð hjá Náttúrugripasafni Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Hreinsað til Menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hreinsuðu upp hitaveituvatnið en óljóst er með skemmdir. UMFANG ferðaþjónustu á Íslandi, mælt í gistinóttum á hótelum og gistiheimilum, hefur vaxið margfalt meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í Norrænu tölfræðihandbókinni fyr- ir árið 2006 sem er nýlega komin út. Í skýrslunni er byggt á tölum frá Hagstofunni, sem sér um gistinótta- talningar hérlendis. Fram kemur að á síðustu 10 árum hefur gistinóttum hérlendis fjölgað um 85% en fjölg- unin almennt hjá frændum okkar er í kringum 20%. Grænlendingar og Færeyingar njóta þó líkt og Íslend- ingar talsvert meiri fjölgunar hlut- fallslega. Í skýrslunni kemur einnig fram að mun hærra hlutfall gesta á hótelum og gistiheimilum hérlendis er útlendingar, samanborið við hin löndin. Þetta segir í frétt frá Ferða- málastofu. Þar er haft eftir Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra að töl- urnar staðfesti hve miklum árangri íslensk ferðaþjónusta hefur náð á er- lendum mörkuðum á síðastliðnum áratug í samanburði við nágranna- þjóðirnar. Að baki þessum árangri liggi mikil vinna fjölda aðila sem hafa sýnt mik- ið frumkvæði í vöruþróun og við að koma íslenskri ferðaþjónustu á framfæri til neytenda. Á þessum ár- um hafi stjórnvöld skapað greininni þá innviði, laga- og rekstrarum- hverfi, sem hún hefur nýtt til mesta vaxtar-, þróunar- og framfaraskeiðs í íslenskri ferðaþjónustu. Einnig hafa stjórnvöld í auknum mæli kom- ið að öllu almennu kynningarstarfi, bæði með stórauknu fjármagni og með nýjum aðferðum. Ferðaþjónustan vex mest á Íslandi Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð- ið að fella niður mál gegn fv. endur- skoðanda Tryggingasjóðs lækna og rökstyður það með því að mikill dráttur hafi orðið á endurákæru. Maðurinn var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur og var máli hans vísað frá héraðsdómi með dómi Hæsta- réttar í maí á sl. ári. Að sögn lög- fræðings mannsins er verið að skoða skaðabótakröfu á hendur ríkinu. Forsaga málsins er sú að fv. fram- kvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna varð uppvís að stórfelldum fjár- drætti en á árunum 1993 til 2001 tókst honum að draga sér um 75 milljónir króna úr sjóðnum. Endur- skoðandinn var í kjölfarið ákærður vegna vanrækslu á skyldum sínum. Í niðurstöðu héraðsdóms frá því í desember árið 2004 voru gerðar verulegar athugasemdir við rann- sókn málsins og ákæran jafnframt sögð óskýr. Þá hafði framkvæmda- stjórinn fv. áður upplýst að hann hefði falsað gögn sem lögð voru fyrir endurskoðandann en þær fullyrðing- ar voru ekki rannsakaðar af lög- reglu. Málinu var skotið til Hæstaréttar sem komst að sambærilegri niður- stöðu. Talið var að verulega hefði skort á rannsókn lögreglu og vegna annmarka var ófært að fella efnis- dóm á málið og ekki komist hjá því að vísa málinu frá héraðsdómi. Ekkert heyrðist af endurákæru Síðastliðið vor fékk efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra dómskvadda matsmenn til að meta og rannsaka tiltekin atriði en að sögn Kristins Bjarnasonar, lögmanns mannsins, hafði ekkert heyrst frá þeim í lok ágúst sl. og sendi hann þá bréf til embættisins. Kristinn fór yfir málavexti frá upphafi, benti á að eng- inn glæpur hefði verið framinn og vísaði til þess hversu langur tími væri liðinn frá frávísun málsins. Í október sendi hann svo erindi til ríkissaksóknara þar sem óskað var eftir að rannsókn málsins yrði hætt. Ríkissaksóknari sendi fyrir nokkru bréf til efnahagsbrotadeild- ar, og afrit til Kristins, þar sem hann lýsti þeirri ákvörðun sinni að það bæri að hætta rannsókn málsins. Það gerir hann með þeim rökum að í raun sé málsmeðferðartíminn orðinn slík- ur að hann sé í andstöðu við mann- réttindasáttmála og stjórnarskrá um réttmæta málsmeðferð. Mál endurskoðanda verið fellt niður Maðurinn íhugar skaðabótakröfu á hendur ríkinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.