Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 1
SÆNSKA BYLGJAN
SVÍAR MEÐ SÉRSTÆÐAN STÍL Í MIKILLI
ÚTRÁS Í ALÞJÓÐLEGUM TÍSKUHEIMI >> 22
MARGSLUNGIÐ ÁR,
GJÖFULT OG GOTT
MYNDASÖGUR
MENNING >> 58
STOFNAÐ 1913 355. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
SKIPTAR skoðanir eru hjá stjórn-
mála- og trúarleiðtogum heims um
hvort aftaka Saddams Husseins, fyrr-
verandi forseta Íraks, marki tímamót
í átt til friðar eða hvetji til enn frekari
átaka í Mið-Austurlöndum.
Að minnsta kosti 31 beið bana þeg-
ar sprengja sprakk við fiskmarkað í
Kufa, þar sem einkum búa sjítar, suð-
ur af Bagdad í gærmorgun. Ekki var
þó ljóst hvort tilræðið tengdist aftök-
unni á Saddam.
Saddam var hengdur í Bagdad fyr-
ir dögun í gær. George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, sagði að Saddam
hefði fengið sanngjörn málaferli, upp-
lifað réttlæti sem hann hefði neitað
fólki um í stjórnartíð sinni. „Það að
Saddam Hussein svari til saka mun
ekki binda enda á ofbeldið í Írak en
það er mikilvægur hornsteinn í þróun
Íraks sem lýðræðisríkis sem getur
ríkt, varað og varið sig,“ sagði meðal
annars í yfirlýsingu forsetans.
Margaret Beckett, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði að Saddam
hefði þurft að svara til saka fyrir
suma hræðilega glæpi sína gegn
írösku þjóðinni en fordæmdi um leið
dauðarefsinguna. Talsmenn Evrópu-
sambandsins tóku í sama streng.
Rússar lýstu yfir vonbrigðum með
að ekki var hlustað á alþjóðleg mót-
mæli vegna aftökunnar. Míkhaíl Ka-
mynin, talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins, sagði að taka hefði átt pólitískar
afleiðingar aftökunnar með í reikn-
inginn og varaði við að dauði Sadd-
ams gæti aukið á óöldina í Írak.
„Eins og margoft hefur komið fram
eru íslensk stjórnvöld mótfallin
dauðarefsingum og eiga aðild að al-
þjóðasamningum þar að lútandi,“
sagði Valgerður Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylkingar-
innar, sagðist óttast að Saddam yrði
gerður að píslarvætti í kjölfar aftök-
unnar.
Aftökunni fagnað
og hún fordæmd
Reuters
Líflátinn Saddam Hussein með
böðlum sínum í gærmorgun.
Stjórnvöld | 6
Jakarta. AFP. | Meira en 500 manns
er saknað eftir að indónesísk ferja
sökk í slæmu veðri norðan við Jövu á
föstudagskvöld að staðartíma.
Ferjan var á leið frá Kumai til
Semarang á Jövu og er talið að
a.m.k. 550 manns hafi verið um borð,
jafnvel mun fleiri. Ferjan átti að
koma til Semarang á föstudagskvöld
en samband rofnaði við hana
skömmu áður og sökk hún um 40 km
frá Mandalika-eyju eða um 300 km
norðaustur af Jakarta, höfuðborg
Indónesíu. Þyrla og skip tóku þátt í
björgunaraðgerðum og áður en
hætta varð leit höfðu tveir björgun-
arbátar fundist, þar af annar tómur,
og 24 mönnum hafði verið bjargað.
Hundraða saknað
Gleðilegt nýár!