Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 34

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 34
stjórnmál 34 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bridsfélag Selfoss og nágrennis Jólaeinmenningnum lauk fimmtu- dagskvöldið 21. desember sl. Loka- staða efstu spilara varð þessi: Þröstur Árnason/Guðjón Einarsson 43 Anton Hartmannsson 31 Guðmundur Þór Gunnarsson 21 Gunnar Björn Helgason 20 Grímur Magnússon 16 Daníel M. Sigurðss./Sigfinnur Snorrason 16 Efstu spilarar seinna kvöldið: Sigfinnur Snorrason 26 Guðjón Einarsson 25 Gunnar Björn Helgason 25 Vilhjálmur Þór Pálsson 25 Brynjólfur Gestsson 21 Nánar má finna um gang mála á heimasíðunni: www.bridge.is/bsel. Fyrsta mót eftir áramót verður eins kvölds tvímenningur 4. janúar. Mótið er HSK mótið í tvímenningi fyrir árið 2006. BRIDS UMSJÓN ARNÓR G. RAGNARSSON| norir@mbl.is Selfoss Þrír efstu í einmenningnum. Frá vinstri: Anton Hartmannsson, Guðjón Einarsson og Guðmundur Þór Gunnarsson. Á gætu landsmenn. Við áramót viljum við gjarnan nýta tækifæri til að líta um öxl á liðið ár og einnig horfa fram á veginn. Á árinu sem er að ljúka urðu talsverðar breytingar á ríkisstjórn Íslands og nýir menn gengu þar til starfa. Á síðari hluta ársins hafa líka orðið ýmsar breyt- ingar á vettvangi íslenskra þjóð- mála. Og hinn 16. desember sl. var níutíu ára afmæli Framsókn- arflokksins haldið hátíðlegt en hann er elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Á afmælinu kom Framsóknarfólk saman víða um landið og efldi samstöðu og bar- áttuhug til þeirra miklu átaka sem framundan eru. Framsóknarmenn eiga brýnt er- indi við þjóðina nú sem jafnan áð- ur. Framsóknarflokkurinn eflist með hverri nýrri kynslóð baráttu- manna og samherja. Á næstu mán- uðum munum við standa fyrir kröftugum málflutningi og stað- festa þau þjóðlegu, félagslegu og mannúðlegu gildi sem við stöndum fyrir. Allt frá upphafi hefur Framsókn- arflokkurinn verið framfarasinn- aður umbótaflokkur svo sem upp- runi hans og stefnuyfirlýsingar sýna. Flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vanda- mála á hverjum tíma og leitar sam- starfs við aðra um raunhæfar lausnir. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Framsókn- armenn leggja höfuðáherslu á að hver kynslóð skili þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og rík- ari menningu, þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auð- gildi og vinnan, þekkingin og fram- takið vegur þyngra en auðdýrkun og auðsöfnun. Fjölbreytileg gróska í menning- arlífi blasir við á Íslandi um þessar mundir. Þetta sést í menningarlíf- inu, í listsköpun, hönnun, rann- sóknum og menntun. Í þessu má finna áræði og frumkvæði þjóð- arinnar og um leið heilbrigðan og sterkan þjóðarmetnað. Framþróun þekkingarsamfélags- ins er mikilvægasta umbótasviðið til lengri tíma séð. Efling mennta- stofnana, rannsókna, tækniþróunar og vísinda mun leika grundvall- arhlutverk í þessari þróun. Þarna vex hið gróandi þjóðlíf inn í fram- tíðina með fjölgandi og batnandi lífstækifærum fyrir uppvaxandi kynslóðir. En um leið verðum við að sjá til þess að engir samfélags- hópar verði út undan og að allar byggðir í landinu njóti ávaxta af þessari framþróun. Á árinu sem er að hverfa voru gerðir mikilvægir samningar að til- hlutan ríkisstjórnarinnar, annars vegar við samtök aldraðra og hins vegar við heildarsamtök á vinnu- markaði. Þessir samningar munu hafa mikil áhrif á samfélagsþró- unina á næstu árum. Þeir leiða af sér margháttaðar umbætur á bóta- og velferðarkerfum landsmanna. Árangurinn kemur í ljós strax eftir áramótin. Í mars á komandi ári verða í beinu framhaldi af þessu öllu veru- legar verðlækkanir á matvöru sem munu nýtast öllum almenningi. Þessar almennu kjarabætur allar nýtast vissulega öllum lands- mönnum en umfram allt koma þær þeim til góða sem minnst hafa og mest eru þurfandi. Þetta eru þann- ig breytingar í jafnaðarátt. Mjög mikil gróska blasir við í landinu þegar litast er um á vett- vangi viðskiptalífs og atvinnu- starfsemi. Hér er almenn velmegun og atvinna fyrir alla. Við höfum reyndar tekið eftir vaxandi mis- skiptingu auðs og tekna en rétt er að minna á að þeir tekjulægstu hafa líka fengið kjarabætur með árunum. En þjóðin þarf að mæta þessu með því að ná meira jafn- vægi og varanlegum stöðugleika í hagþróuninni. Þetta hefur gerst áundanförnum mánuðum, eftir að hjöðnunaraðgerðir ríkisstjórn- arinnar fóru að ná áhrifum á efna- hagsframvinduna. Verðbólgan er minnkandi og þannig næst góð við- spyrna til umbóta. Á þessu ári urðu heitar umræður og deilur um raforkuvirkjanir á há- lendinu og iðnaðaruppbyggingu á landsbyggðinni. Nýlega lagði auð- lindalaganefnd alþingis og rík- isstjórnarinnar fram skýrslu eftir mikið starf og boðar þar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu mál. Nefndin gerir grein fyrir leið- um til þess að undirbúa og móta á næstu þremur árum heildar- auðlindaáætlun, í senn með yfirliti um nýtanlega staði og svæði í land- inu og einnig um þá staði og svæði sem ekki kemur til mála að raska af umhverfisástæðum. Vonandi nær Alþingi á næstu mánuðum að afgreiða lög um þessi mikilvægu efni. Íslendingar vilja sýna landinu okkar ást og virðingu og með heildarlöggjöf og áætlun um auðlindamálin verða kaflaskil á þessu sviði. Næsta vor verða líka þau tímamót í stórframkvæmd- unum á Austurlandi að framleiðsla hefst og fer að skila landsmönnum arði. Þeim áfanga munu allir lands- menn auðvitað fagna. Ágætu landar. Kærar þakkir fyr- ir kynni og samstarf og hugheilar óskir um farsælt nýtt ár. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins Gróandi þjóðlíf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ást og virðing fyrir landinu Íslendingar vilja sýna landin okkur ást og virðingu og með heildarlöggjöf og áætlun um auðlindamálin verða kafla- skil á þessu sviði, segir Jón Sigurðsson. Lífeyrissjóðstekjur séu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Afsláttur af fasteignagjöldum auk- ist með lækkandi tekjum. Lífskjör fatlaðra verði bætt, dregið verði úr skerðingu bóta vegna at- vinnuþátttöku og lífeyrisgreiðslur skerði ekki örorkubætur. Afnema skal tekjutengingu við laun maka. Lækka þarf húsnæðiskostnað ör- yrkja og fatlaðra. Það eru rauntekjur eftir skatt- greiðslur til ríkis og sveitarfélaga sem skipta þá sem minnst hafa sér til framfærslu mestu máli. Það er ekki nóg að hækka lægstu laun og bætur T.R. ef skattastefna ríkisstjórnar verður síðan til þess að láglaunafólk og bótaþegar eru að greiða skatta af brúttótekjum sem ekki nægja fólki til lágmarksframfærslu og nauðþurfta. Skattastefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar Það er sorglegt að líta yfir vegferð ríkisstjórnarinnar í skattamálum ein- staklinga sl. 12 ár. Misskipting í laun- um hefur aukist sem aldrei fyrr og margir hafa tugi milljóna eða hundr- uð í árslaun. Ríkisstjórnin eykur á misvægið með forgang á að afnema hátekjuskattinn og lækka sér- staklega skatta þeirra sem hæstar tekjur hafa. Frekar átti að hækka tekjuviðmið og hafa áfram skatt á há- ar og mjög háar ofurtekjur. Persónu- afsláttur var látinn sitja eftir og hafa minna vægi til hækkunar skattleys- ismarka sem leiddi til þess að skatt- greiðendur með lágar tekjur beinir tekjuskattsgreiðendur. Þetta kallaði fjármálaráðherra að breikka skatt- stofninn. Ríkisstjórnin valdi flata prósentulækkun um 4% sem kom þeim betur sem hærri höfðu tekj- urnar. Þannig fjölgar lágtekjuskatt- greiðendum en hagur þeirra með hærri tekjur batnar. ASÍ knúði rík- isstjórnina til þess að hætta við 1% af fyrirhugaðri 4% lækkun og færa þá fjármuni yfir í hækkun persónu- afsláttar. Það leiðir til þess að skatt- leysismörk hækka úr 79.000 í 90.000 kr. Frjálslyndi flokkurinn lagði til fyr- ir alþingiskosningar 2003 að í stað stefnu ríkisstjórnarinnar yrði þeim 16 milljörðum króna sem átti að verja í 4% flata lækkun tekjuskatts á ein- staklinga varið öllum í hækkun per- sónuafsláttar. Það hefði hækkað skattleysismörk i um 110.000 kr. Hagur lágtekju- og millitekjufólks hefði batnað en þeir sem hæstar hefðu tekjur greiddu meira. Stjórn- arandstaðan lagði til í haust að per- sónuafsláttur yrði hækkaður sem næmi báðum þeim 2% sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Allar tillögur frá stjórnarandstöðu um velferðarmál aldraðra og öryrkja sem og hækkun persónuafsláttar voru felldar á haust- þinginu. Lækkun virðisaukaskatts á mat- vöru og aðrar aðgerðir til lækkunar matarverðs eiga síðan að koma til framkvæmda í mars 2007. Að sjálf- sögðu kosningamál sem ríkistjórnin leggur með sér. Það verður annarra að fylgja þeirri stefnu eftir. Tíma- bært er að skipta um ríkisstjórn að vori. Varnar- og öryggismál Einn merkasti atburður innan- lands á árinu var að bandaríska setu- liðið fór af landi brott. Þarna urðu vatnaskil í utanríkismálum okkar. Aðdragandinn var sérstakur og kom ríkisstjórninni á óvart. Það er ánægjuefni að hér skuli ekki vera vopnum búinn her á friðartímum. Að Bandaríkin færu með sín tæki, tól og mannskap átti öllum að vera ljóst og vinátta Davíðs og Bush breytti því ekki. Hörmungarástand er í Írak þar sem nú er borgarastríð og ömurlegt að tveir fyrrum forystumenn okkar þjóðar skildu játast undir þau víga- ferli sem skila heimsbyggðinni vax- andi hatri milli þjóða og trúarbragða. Við bentum árið 2004 á að nauðsyn væri að leita samstarfs við norrænar þjóðir um eftirlit og varnir norð- urhafa. Nú eiga sér stað slíkar við- ræður sem vonandi leiða til aukinnar samvinnu. Sýnum frumkvæði að því að ræða við rússneska ráðamenn um samskipti og eftirlit norðurhafa. Ver- öldin er mikið breytt frá dögum kalda stríðsins, aukin samvinna þjóða á fjöl- mörgum sviðum og friðarvilji verður að vera leiðarljós nýrrar og friðvæn- legrar framtíðar. Landið, miðin og víðernin Við deilum um nýtingu okkar á náttúruauðlindum til lands og sjávar, þar er engin sátt á orðin. Vont kvóta- kerfi fiskveiða hefur ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt. Lögin áttu að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu og byggja upp fiski- stofnana. Einkum okkar að- alnytjastofn, þorskstofninn. Kvóta- brasksleigukerfið arðrænir bæði sjómenn og sjávarbyggðir, kvótalitl- ar útgerðir og fiskvinnslur. Það sóar verðmætum, það vita allir þeir sem fiskveiðar stunda. Þeir stóru verða stærri í kerfinu og atvinnuréttur byggðanna safnast á færri hendur. Fólki fækkar í sjáv- arbyggðunum og allir leita með log- andi ljósi að atvinnutækifærum sem gætu orðið tryggari en braskið með atvinnurétt sjávarbyggðanna. Faðir kvótans, Halldór Ásgrímsson, réði Valgerði Sverrisdóttur, sem falið var verkefnið iðnvæðing byggðanna, þ.e. stóriðja, einkum álver. Það þarf eng- an að undra þó öllu sé vel tekið sem viðbót í atvinnu, þar með stóriðju (ál- bræðslu) í byggðum sem standa veikt. Forsvarsmenn byggða vilja nýta þá orku sem svæðið býður upp á. Álver af hæfilegri stærð, að því gefnu að orku megi nýta án verulegs skaða á náttúru, er vissulega nothæf- ur kostur til atvinnusköpunar. Rekst- ur Norðuráls í Hvalfirði sýndi góðan rekstur þó framleiðsla sé undir 150– 200 þúsund tonnum á ári. Stjórnvöld verða að hafa stefnu og óþarft að stofna til risaálvera í hverri vík. Reynsla okkar m.a. af Kára- hnjúkavirkjun ætti að kenna okkur vandaðri umgengni við náttúruna í framtíðinni. Ég þakka landsmönnum stuðning við Frjálslynda flokkinn og óska öll- um gæfuríks komandi árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.