Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 32
stjórnmál 32 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ essi áramót marka upp- haf kosningaárs og síð- asta kjörtímabili rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er því að ljúka. Ég er sannfærð um að eftir kosn- ingarnar í vor vilja flestir að mynd- uð verði frjálslynd jafnaðarstjórn. Hún verður ekki til án Samfylking- arinnar. I. Mistök og röng forgangsröðun hafa einkennt þetta kjörtímabil. Siðferðisbrestur stjórnvalda í Íraksmálinu er óuppgerður, göm- ul hleranamál fást ekki upplýst, varnarviðræðurnar voru klúður frá upphafi til enda, valdi hefur verið misbeitt, hagstjórn setið á hakanum, átök við lífeyrisþega hafa verið árviss atburður, skatt- byrði hefur þyngst hjá þorra fólks og misskipting auðs og tekna hef- ur aukist meir en í flestum öðrum löndum. Í ríkisstjórninni er pólitísk upp- lausn sem endurspeglast í því að þrír forsætisráðherrar, þrír utan- ríkisráðherrar, þrír félagsmálaráð- herrar og þrír umhverfisráðherrar hafa verið skipaðir á jafnmörgum árum. Ríkisstjórnin mótar stefnu frá degi til dags með það eina markmið að lifa kjörtímabilið af. Slík ríkisstjórn er í eðli sínu ábyrgðarlaus því hún horfir ekki til framtíðar og tekst því ekki á við erfið en aðkallandi verkefni. Þjóðin þarf nýja ríkisstjórn sem gerir upp við fortíðina og hefur löngun, kraft og þor til að fást við framtíðina. II. Hagstjórnarmistök hafa valdið miklum sveiflum í efnahagslífinu og flóttinn frá krónunni hefur sett svip sinn á nýliðið ár. Allir sem ein- hvers mega sín, s.s. stórfyrirtæki og efnamenn, taka sín lán í evrum eða öðrum erlendum myntum á eðlilegum vöxtum. Eftir situr ís- lenskur almenningur með krónulán – ýmist vísitölutryggð eða á ok- urvöxtum. Eftirstöðvar húsnæð- islána hækka ár frá ári vegna verð- bólgunnar þó stöðugt sé greitt af lánunum. Kostnaðurinn af hags- tjórnarmistökum ríkisstjórn- arinnar mun fylgja húsnæðiskaup- endum langt inn í framtíðina. Einstaklingar og smáfyrirtæki sem ná ekki endum saman um mánaðamót greiða þó hæsta reikn- inginn. Í nóvember sl. námu yf- irdráttarlán til fyrirtækja um 112 milljörðum og til heimila 70 millj- örðum. Af þessum lánum eru nú greiddir 21–23% okurvextir sem þýðir að vaxtabyrði fyrirtækjanna er um 24 milljarðar og heimilanna um 14 milljarðar. Ég fullyrði að það er engin betri kjarabót til fyrir íslenskan almenning en að losna undan verðtryggingu og því vaxta- okri sem fylgir íslensku krónunni á tímum alvarlegra hagstjórn- armistaka. Lægra skatthlutfall í tekjuskatti og virðisaukaskatti er hjóm eitt í þeim samanburði. Þjóðin þarf ríkisstjórn sem þorir að tala um evruna sem raunhæfan valkost. Ríkisstjórn sem er stað- ráðin í að koma á jafnvægi í efna- hagsmálum sem er forsenda þess að hægt sé að taka evruna upp sem gjaldmiðil í fyllingu tímans. Sú stjórn er óhugsandi án þátttöku Samfylkingarinnar. III Öryggismál hafa verið í brenni- depli á árinu. Þá er ég ekki ein- vörðungu að vísa til þjóðaröryggis og hervarna heldur ekki síður til mannöryggis og þeirra varna sem við eigum hvert og eitt rétt á í okk- ar daglega lífi. Kynferðisbrotum gegn konum hefur fjölgað þó að öðrum af- brotum fækki. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um 43% milli ára, ekkert lát virðist á heimilis- ofbeldi, vændi og hvers kyns sala á kynlífsþjónustu er útbreiddari en áður. Dæmdir nauðgarar ganga út úr réttarsölum og halda ótrauðir áfram fyrri iðju. Þetta end- urspeglar viðhorf sem vega að frelsi, öryggiskennd og þ.a.l. lífs- gæðum kvenna. Mikilvægt er að Alþingi, dómskerfið og rétt- arvörslukerfið taki á þessum mál- um af festu. . Öryggi á vegum úti er verulega ábótavant og dauðaslysum í um- ferðinni fjölgar. Framkvæmdir við þjóðvegi landsins hafa ekki haldið í við þróun samfélagsins og því fer fjarri að íslenskt samfélag sé kom- ið inn í 21. öldina í samgöngu- málum. Mörg svæði á landsbyggð- inni búa við skerta grunnþjónustu vegna skorts á samgöngum. Fram- lög til vegamála hafa lækkað veru- lega að raungildi þótt tekjur rík- issjóðs af umferðinni hafi aldrei verið meiri. Þjóðin þarf ríkisstjórn sem er tilbúin til að ráðast í fjárfest- ingarátak í samgöngumálum. Sam- göngumál eru velferðarmál 21. ald- arinnar – þau eru leið stjórnvalda til að jafna aðstöðu fólksins í land- inu. IV. Hnattvæðingin hefur haldið inn- reið sína á Íslandi. Hún birtist m.a. í mikilli útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði en jafnframt í verulegri fjölgun erlendra rík- isborgara á íslenskum vinnumark- aði. Hvort tveggja hefur aukið verðmætasköpun og bætt verulega lífskjör Íslendinga. Hnattvæðingin er komin til að vera og felur í sér ótal tækifæri fyrir íslenska þjóð ef við tökum skynsamlega á málum. Aðstreymi erlends vinnuafls get- ur haft í för með sér undirboð á vinnumarkaði ef ekki er brugðist við með því að tryggja innflytj- endum og innfæddum sömu rétt- indi og sömu laun fyrir sömu vinnu. Stuðla verður að því að öflug Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Þjóðin þarf nýja ríkisstjórn Morgunblaðið/ Jim Smart Pólitísk upplausn Ríkisstjórnin mótar stefnu frá degi til dags með það eina markmið að lifa kjörtímabilið af, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. S veitarstjórnarkosningar í maí gáfu nokkurn for- smekk að því sem nú er í vændum. Þar urðu mál- efni aldraðra og velferð- armál almennt og einnig umhverf- ismál mikið til umræðu og hafa verið síðan. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk góða kosningu. Við náðum sterkri fótfestu á sveit- arstjórnarstiginu og einkum var út- koma okkar glæsileg í stærstu sveitarfélögunum. Þannig á VG nú 6 borgar- og bæjarfulltrúa í 4 stærstu kaupstöðum landsins. Fylgi V-listanna var nálægt 13% að vegnu meðaltali og VG þar með þriðja stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum. En næst á dagskrá eru af- drifaríkar alþingiskosningar. Þjóðin stendur á tímamótum í marg- víslegum skilningi og þarf að svara með skýrum hætti hvaða stefnu hún vill í mikilvægum málaflokkum. Stjórnarsamstarfið er útbrunnið og þegar af þeim ástæðum brýnt að knýja fram umskipti í íslenskum stjórnmálum. Valdþreytan skín af báðum stjórnarflokkunum. Fram- sókn er augljóslega ekki í ástandi til að stjórna einu eða neinu og Sjálfstæðisflokkurinn er einnig langþreyttur og kraftlaus. Vera hans í mörgum ráðuneytum, sam- fellt í einn og hálfan áratug, liggur eins og mara á viðkomandi mála- flokkum. Flestum er ljós þörfin á að breyta til og hleypum ferskum vindum að t.d. í dómsmálaráðuneyt- inu, samgönguráðuneytinu. Það þarf að frelsa menntamálin, fjöl- miðlamálin og Ríkisútvarpið undan Sjálfstæðisflokknum. Stefnubreyting er aðalatriðið En fyrst og síðast er mikilvægt að knýja fram breytta stjórn- arstefnu á Íslandi. Óánægja al- mennings fer vaxandi og hvarvetna þar sem maður kemur heyrir mað- ur gagnrýnt hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á velferðarmálum, um- hverfismálum, utanríkismálum, at- vinnu- og byggðamálum, svo ekki sé nú minnst á efnahagsmálin, verðbólguna og allt sem því tengist. Jafnvægisleysið í efnahagsmálum og á vinnumarkaði, afleiðingar stór- iðjustefnunnar, ábyrgðarleysis og mistaka ríkisstjórnarinnar við hag- stjórn, er nú að koma lands- mönnum í koll í formi verðbólgu og hækkandi lána, óstöðugs gengis, ört vaxandi erlendra skulda og lakara lánshæfis. Ábyrg hagstjórn þar sem snúið verður af feigðarbraut viðskiptahalla og erlendrar skulda- söfnunar verður að taka við. Það getur að sjálfsögðu ekki gengið að reka þjóðarbúið ár eftir ár með dúndrandi halla í viðskiptum við út- lönd, hvað þá methalla eins og í ár upp á um og yfir 20% af vergri landsframleiðslu. Þótt undarleg þögn sé um alvöru málsins í um- ræðum hér heima verður stað- reyndum ekki leynt fyrir erlendum matsaðilum, sérfræðistofnunum og aðilum í viðskiptalífi eins og dæmin sanna og það kemur að skuldadög- unum. Velferðarkerfið hefur mætt af- gangi og misskiptingin blasir hvar- vetna við. Aldraðir, öryrkjar, ein- stæðar mæður og fólk sem vinnur á strípuðum lægstu kauptöxtum hef- ur litla sem enga hlutdeild fengið í hinu margrómaða góðæri. Rík- isstjórnin hefur svo aukið á ört vax- andi launa- og aðstöðumun með skattkerfisbreytingum sem hygla hátekju- og stóreignafólki og fjár- magnseignendum. Velferðarstjórn eins og VG hefur barist fyrir þarf að komast til valda. Kosningarnar næsta vor verða þó einna afdrifaríkastar þegar kemur að umhverfismálum. Atkvæðaseðill- inn þá kann að vera síðasta tæki- færið til að koma á framfæri skýr- um skilaboðum um hvort menn vilja áframhaldandi blinda og óhefta stóriðjustefnu, áframhald- andi álvæðingu á kostnað íslenskrar náttúru og annars atvinnulífs, eða staldra við. Í undirbúningi eru 3–5 ný verkefni á þessu sviði, meira en tvöföldun álversins í Straumsvík með orku m.a. úr Neðri-Þjórsá, ný álver við Helguvík og við Húsavík, uppbyggingaráform við Þorláks- höfn og loks nýtilkominn áhugi Norsk Hydro á að reisa allt að 600.000 tonna risaálver á Íslandi einhvern tímann í náinni framtíð. Kosningasigur Vinstri grænna og sterk staða okkar í næstu rík- isstjórn er það sem til þarf til að koma í veg fyrir að þessi holskefla ríði yfir og tóm gefist til að end- urmeta hlutina. Gerbreyta þarf áherslum í utan- ríkis- og friðarmálum. Gera verður upp stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við Íraksstríðið og tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Fyrst þarf reyndar þó seint sé að fella úr gildi yfirlýsinguna um atbeina Íslands að stríðsaðgerð- unum í formi afnota af íslenskri lofthelgi og flugvöllum, láta fjar- lægja nafn Íslands af lista stuðn- ingsþjóða við stríðið og biðja afsök- unar á mistökunum Á sviði atvinnu- og byggðamála þarf metnaðarleysið, stóriðju- og einkavæðingarþjónkunin að víkja fyrir áherslu á fjölbreytni, sam- göngubætur og jöfnun aðstöðu. Hringlinu með samgöngumálin verður að linna, en vegaáætlun hef- ur verið skorin niður og útboðum frestað trekk í trekk vegna stór- iðjuþenslunnar. Tilraunir ríkisstjórnarinnar til að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið, sem enn standa yfir, og framganga í fjölmiðlamálum almennt fara illa í þjóðina. Vilji okkar Vinstri grænna er skýr. Takist ekki að koma í veg fyrir einkavæðingu Útvarpsins á ný ríkisstjórn að hafa það sem eitt af sínum forgangsverkefnum að snúa því til baka og færa þjóðinni aftur Ríkisútvarpið. Annað mál sem taka verður föstum tökum þegar að loknum kosningum er að rannsaka og upplýsa til fulls hin pólitísku símhlerana- og njósnahneyksli sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Afdrifaríkar kosningar að vori Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óánægja almennings Hvarvetna þar sem maður kemur heyrir maður gagnrýnt hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á velferðarmálum, umhverf- ismálum, utanríkismálum, atvinnu- og byggðamálum, svo ekki sé nú minnst á efnahagsmálin, skrifar Steingrímur J. Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.