Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 60

Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 60
60 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ STARFSFÓLK BORGARLEIKHÚSSINS ÓSKAR YKKUR GLEÐILEGS NÝS ÁRS OG ÞAKKAR SAMFYLGDINA Í VETUR SJÁUMST Í BORGARLEIKHÚSINU 2007 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00                                      ! "                  !    "  ! # $ %       &'#    ( ) !  ###     $    "!( *++ $,-- .#   # +/#-- ! )00" 1 '  !  ! /#   # ,-#-- !     & # ,#--- 1 2 ( ,  + 3 4   # 5#  # # ,- 1   6     %   &  % 37889: 398&"2 1 ;'9<= #"   12  4 >>>#  '   ( &  % )    &  % 389 "?2:289 ;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*      *-F     !  *+ +     &  ,-.  / 0 1     2 Gleðilegt nýtt ár! LA þakkar landsmönnum öllum fyrir einstakt leikhúsár og óskar þér gæfu á nýju ári. Svartur köttur – forsala hafin Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 EILÍFT augnablik er fyrsta plata Guðrúnar Árnýjar, en Guðrún hefur haslað sér völl sem hin frambærileg- asta söngkona síðustu ár. Rödd hennar er sér- stök, hún er há og mikil og getur bókstaflega sung- ið sig inn í hjarta hlustandans. Guðrún hefur gott vald á þessari sérstöku rödd og því afskaplega góð söngkona. Þrátt fyrir að þessi plata sé full af ábreiðum er gaman að segja frá því að Guðrún Árný á sjálf nokkur lög á henni og eru þau alls ekki slæm. Mér finnst alltaf gaman þegar söngvarar semja tónlist líka. Stemningin á plötunni er mjög persónuleg, á henni eru lög um ást- ina og lífið. Sum eru vel úr garði gerð önnur eru litlausari og minna spennandi. Engu að síður kemst Guðrún Árný vel frá þeim, hún skil- ar sínu afskaplega vel. Vandinn er hins vegar sá að heildarsvipur plöt- unnar er frekar flatur, lagavalið hefði mátt vera aðeins fjölbreyttara. Það hefði þurft að útfæra þema plöt- unnar á meira afgerandi hátt. Út- setningarnar gera lögin mjög hátíð- leg svo að stundum fannst mér eins og ég væri að hlusta á jólaplötu þrátt fyrir að það væri ekki eitt einasta orð um jól á henni. Að öðru leyti er þetta ágætis verk. Ekkert sérlega frumlegt en alls ekki lélegt, bara svolítið stefnuleysi. Túlkun Guðrúnar er einlæg og hljóð- færaleikurinn er sérlega vandaður og fallegur. Lágstemmdari lögin koma betur út en þau stórbrotnu, þá bæði hvað varðar strengjaútsetn- ingar og söng Guðrúnar. Einlæg frumraun TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur söngkonunnar Guðrúnar Ár- nýjar nefndur Eilíft augnablik. Lög og textar eru eftir ýmsa. Auk Guðrúnar koma fram Þórir Baldursson á píanó, org- el og harmonikku, Róbert Þórhallsson á bassa, Matthías Stefánsson á gítar, Ein- ar Valur Scheving á trommur og Hall- grímur Jónas Jensson á selló í Elíft augnablik. Einnig leikur Sinfóníuhljóm- sveit Bratislava undir stjórn David Hern- ando. Gestasöngvarar: Edgar Smári Atla- son og Jón Jósep Snæbjörnsson. Útsetn- ingar og stjórn upptöku plötunnar sjálfrar voru í höndum Þóris Baldurssonar. Frost gefur út. Guðrún Árný – Eilíft augnablik  Helga Þórey Jónsdóttir  Gorbatsjov – Frjálshyggjan tók honum opnum örmum í þetta sinn.  Nick Cave – Gaf yfirvararskegg- inu nýjan sjens.  Harrison Ford – Kemst nú fram fyrir í röðinni á Dillon.  Eli Roth – Næst kaupir hann sér hús við hliðina á Damon Albarn.  Kate Winslet – kom hún eða?  Húsbandið úr Rock Star-þáttun- um – Aðalástæða þess að fólk fór á Rock Star-tónleikana.  Belle & Sebastian – Fyrir að fara út fyrir borgarmörkin.  Johnny Triumph – Hann sneri aftur (dansandi).  David Fricke, blaðam. Rolling Stone – Fyrir að fara á sömu tónleika og í fyrra.  Örninn – Sýndi fram á varnar- þörf Íslendinga gegn aulahroll- inum. Góðir Hljómsveitin Belle & Sebastian náði upp góðu stuði á Austurlandi í sumar. Traustustu „Íslandsvinir“ ársins 2006 Morgunblaðið/ÞÖK Leiðtogi Gorbatsjov kom til landsins og fyllti Háskólabíó. Reuters Töff Harrison Ford er vinur okkar og sækir skemmtistaðinn Dillon. Fréttir í tölvupósti ÍSLENSKI hesturinn er einstæður fyrir margra hluta sakir og er fjöl- skrúðug litaflóra hans eitt af því sem hann prýðir. Það veit höfundur Lita íslenska hestsins, Friðþjófur Þor- kelsson, og liggur hér að baki mikil og merk vinna við að ljósmynda lita- afbrigði hestsins. Friðþjófur er kunnur fyrir hestaljósmyndir sínar og hefur gefið út ýmislegt tengt ís- lenska hestinum og er skemmst að minnast gagnlegrar bókar hans og dr. Stefáns Aðalsteinssonar er nefn- ist Íslenski hesturinn – litir og erfðir. Hér greinir bókarhöfundur skil- merkilega frá öllum þekktum litum hestsins og leggur ríka áherslu á lýs- ingu á sjaldgæfari litbrigðum hrossa- stofnsins, eins og litföróttum. Hnit- miðaður textinn á hverri síðu á íslensku, ensku, þýsku og dönsku gerir bókina einkar auðvelda í notk- un – jafnvel við elta uppi nýkastaða hryssu í stóðinu – og myndirnar yfir- leitt afskaplega lýsandi og nota- drjúgar. Hún þjónar fullkomlega til- gangi sínum: að tryggja litafjöl- breytnina til framtíðar með því að „hestamenn þekki litina vel og að skilgreiningar séu samræmdar“, eins og segir í formála rektors Landbún- aðarháskóla Íslands, Ágústs Sigurðs- sonar. Friðþjófur leggur fram ómetan- legt starf við lýsingu á fæðingarlit folalda en þau eru að hans sögn einu ferfættu húsdýrin á Íslandi sem skipta litum þegar þau eru þriggja til fjögurra mánaða (bls. 11) og því ljós- myndaði hann öll folöldin tvisvar, í júní- eða júlímánuði og aftur um haustið þegar hárskipti höfðu orðið, með fyrri myndirnar til hliðsjónar til að þekkja hryssurnar og folöldin aft- ur. Sum folaldanna voru einnig ljós- mynduð eftir að þau komust á full- orðinsár og margar myndir eru af fullorðnum hestum, því ættu allir að geta fundið litinn sem leitað er að. Þessi rannsóknarvinna er dýrmæt því áríðandi er að greina lit rétt við grunnskráningu folaldanna í World- Feng-gagnabankann og hefur oft borið á því t.a.m. í Evrópu að rangir litir hafa verið skráðir. Margir ný- græðingar eru líka í hestamennsk- unni hér á landi og er mikilvægt að þessari þekkingu sé skilað til kom- andi kynslóða, bæði af fræðilegum ástæðum og ánægjunnar vegna. Að auki hefur margur vanur hestamað- urinn fallið í ýmsar „litagryfjur“ – en þeim sem ætlar brúna folaldið mó- álótt, vegna öskugrás litar og áls eftir bakinu, er gert það illmögulegt með þær upplýsingar í höndum að állinn hverfur eftir hárskiptin, auk þess sem móálóttu folöldin eru með ljós faxhár meðfram makka. Og hvaða hestamaður vill ekki geta vitað að vori hvort rauða folaldið gráni með haustinu og verði fallega grátt eftir örfá ár? Margar eru spurningarnar og uppgefin svörin hreint frábær. Þetta prýðisgóða uppfletti- og fræðirit er þó ekki gallalaust. Erfða- fræði litanna eru vissulega sumpart gerð skil en spurning er hvort ekki hefði farið betur á því að láta fylgja með ítarefnið um erfðafræðina sem vísað er á á heimasíðu útgefanda, og því miður virðist vera erfiðleikum bundið að finna þar. Frágangur bók- arinnar er góður en þó hvimleitt að lesa inn á milli um eins árs hesta eða tveggja ára í stað veturgamals eða tveggja vetra. Umbrot og hönnun bókarinnar er nokkuð gamaldags, síðurnar eru illa nýttar og fagrar stemningsmyndir höfundar á milli einstakra lita hefðu að ósekju mátt fylla upp í hverja síðu en þess í stað brjóta rendur þær upp og draga úr gildi bókarinnar fyrir ljósmynda- og náttúruunnendur. Þó má nærri geta að hestamenn munu sökkva sér í fræðin og hlakka til nýs vors með nýju rétt litgreindu folaldi í haga. Morgunblaðið/RAX Hestar „Íslenski hesturinn er einstæður fyrir margra hluta sakir.“ Folöld skipta litum BÆKUR Handbók Eftir Friðþjóf Þorkelsson Mál og menning – 2006, 160 bls. Litir íslenska hestsins Þuríður Magnúsína Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.