Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ segir að það komi ekki fram í teikni- myndasögum frá þeim tíma. „Ég held að ég hafi verið að gera drauga- sögu með Þrándi frænda mínum sem var fyrst og fremst grínsaga. Ég hef ekki sótt meðvitað í þá reynslu eða farið í nógu djúpa sálarkönnun til að vita hvaða áhrif það hafði. En alla ævi hef ég notað myndasögur og bíó- myndir á sama hátt og dópistar nota krakk – til að sleppa í burtu. Ekki það að raunveruleikinn væri svona hroðalegur; skemmtanaiðnaður er bara svo skemmtilegur – það liggur í hlutarins eðli. Ég hugsa að þetta blandist allt saman, eins og hjá öll- um listamönnum, lífsreynsla og áhrif frá annarri list.“ Ritskoðaður í Kvennó Á skólagöngu sinni þræddi Hug- leikur Vesturbæjarskóla, Haga- skóla, Kvennaskólann og Listahá- skóla Íslands. Í Kvennó birtist fyrsta teiknimyndasagan opin- berlega. „Ég gerði einhverja „crap- pyass myndasögu í Kvennó og það var í raun algjört svindl því ég notaði myndasöguforrit. Í minningunni voru það ekkert fyndnar sögur en ég var með grófan texta og hann var einu sinni ritskoðaður. Ég held að ég hafi talað um myglað rottuhræ og það hafi þótt alltof ógeðslegt til að það væri birt. Ég get ekki sagt að ég hafi verið fúll yfir því. Enda skamm- aðist ég mín fyrir að nota mynda- söguforritið til að gera myndasög- una í stað þess að gera það sjálfur. En ég fékk ágætis útrás eitt árið því þá var ég í skreytinganefnd sem sá um að gera plaköt fyrir viðburði, teiknaði til dæmis Spiderman ef það var grímuball.“ Árni rekur inn nefið: „Ertu með rakvélina?“ „Já, þarna uppi – á felustaðnum,“ svarar Hugleikur. Hugleikur segist alltaf hafa vitað að hann langaði til að gera mynda- sögur eða eitthvað því tengt, en hann hafi líka langað til að læra að gera kvikmyndir. „Þess vegna sótti ég tvisvar um fornámið í Listaháskól- anum, en komst ekki inn,“ segir hann. „Í fyrra skiptið stóð ég mig ekki nógu vel og í seinna skiptið tókst mér ekki að mæta seinni inn- tökuprófsdaginn því ég lenti í bíl- slysi. Ég var í farþegi í bíl sem flaug út í hraun og gleraugun mín brotn- uðu. Ég gat því ekki mætt í inntöku- prófið. Í millitíðinni vann ég í bóka- búð útgáfunnar Skjaldborgar og á sérdeild einhverfra í Langholts- skóla. Ég sótti tvær annir í kvöld- skóla í FB til að nota það sem forn- ám, þannig að ég gæti sótt beint um án þess að fara í fornámið og þá flaug ég inn.“ Hann skráði sig á fjöltæknibraut. „Það virtist fjölbreyttasta brautin, tengdist margmiðlun og maður lærði á tölvur, vídeó, hljóð, ljósmyndir, gjörninga, konseptlist og allt mögu- legt, auk þess að geta fiktað við myndasögugerð. Ég fékk tækifæri til að rýna í sjálfan mig í þessu ferli, sem stóð yfir í þrjú ár, og útskriftar- verkefnið var heimildarmynd um hlutverkaleiki, svo sem Dungeons & Dragons. Það var skemmtileg mynd en hún hefur setið á hillunni síðan ég útskrifaðist. Ég á samt enn mynd- efnið og er að hugsa um að klippa það og stytta niður í stuttmynd.“ – Tókst þú sjálfur þátt í hlutverka- leikjum? „Ég var svo mikill lúði að mér tókst ekki einu sinni að vera al- mennilegur role-playing lúði. Maður varð að kunna reglurnar og ég gat ekki fengið mig til þess að læra þessa doðranta af reglum. Þess vegna komst ég aldrei inn í þennan geira, sem er svo sem allt í lagi, því mér skilst að það sé mjög ávanabind- andi. Ég uppgötvaði Twerps síðar meir, sem er aðeins nokkrir bækl- ingar og skilgreint sem heimsins auðveldasti hlutverkaleikur. Ég lagði upp með að heimildarmyndin yrði falleg og einlæg, þar sem fólk opnaði sig um áhugamálið sitt og fegurðin kæmi fram, sem fylgir öll- um áhugamálum sem ástríða er fyr- ir, hvort sem það er stjörnuskoðun eða fluguhnýting. Innlifunin verður svo mikil þegar fólk ræðir um það og það er gaman að ná slíku á mynd, sérstaklega ef fólk opnar sig, því það er oft á varðbergi og hálfskammast sín enda er þetta a-afar nördalegt. Það er meira kúl að vera comicbook nörd en role-playing.“ Hrafnhildur stormar inn um dyrn- ar glaðleg í bragði. Hugleikur lítur upp, réttir henni blaðið sem hann hefur dundað sér við að teikna á og segir: „Ég teiknaði zombíukúreka handa þér. Viltu sjá hann?“ „Já, af hverju handa mér?“ svarar hún. „Ég ákvað það núna. Finnst þér hann ekki flottur?“ „Jú, ætlarðu ekki að teikna á hann hatt?“ spyr hún. „Nei, kúrekar voru sjaldnast með kúrekahatta; þeir voru í bændalörf- um.“ Kúreki án hattsins Samræðurnar standa yfir á meðan hún gengur í gegnum vinnustofuna inn í eldhúsið. Þar lokar hún að sér með nýja kúrekanum og Hugleikur lýsir því þegar fyrsta skopmyndin varð til sem síðan hefur komið út á mörgum bókum, meðal annars fyrir síðustu jól, Fylgið okkur. „Það gerðist á Seyðisfirði. Ég var að setja upp sýningum ásamt tveim- ur listakonum, við vorum öll óút- skrifuð og þetta var hluti af sum- arverkefni sem nemendur gátu valið sér, Hringveginum, þar sem nem- endur dreifðu sér á staði við hring- veginn. Ég vildi fara eins langt frá Reykjavík og mögulegt var og við fengum Seyðisfjörð. Þá var ég kom- inn með tvö til þrjú verk, vatnslita- málverk af hákörlum að ráðast á menn, auk þess sem í horninu á hverju slíku málverki var lítil teikn- ing af flugvélum að springa. Auk þess hannaði ég fána fyrir ímynduð þjóðerni. Allt var þetta svolítið myndasögulegt. Þegar hálftími var í sýningu ákvað ég að hafa eitt snið- ugt verk í viðbót, var með a5 blöð og blekpenna og byrjaði að teikna það sem seinna varð bókin Elskið okk- ur.“ – Streymdi þetta óvænt fram? „Ekki beint óvænt. Ég hafði alltaf teiknað spýtukarla þegar ég nennti ekki að gera flóknari teikningar og var að fikta að gamni mínu með Þrándi, Gulla og Hirti frænda mín- um. Við áttum það sameiginlegt að búa til brandara með spýtukörlum, oftast ofbeldisdjók. Þetta þróaðist eiginlega af því. Ég einfaldaði meira að segja spýtukarlana; þeir voru mun einfaldari en þeir sem ég teikn- aði þegar ég var lítill.“ – Hvernig var fyrsta teikningin? „Það voru tveir kallar, annar sagði: „Ríddu mér.“ Svo teiknaði ég annan og annan þar til komnir voru þrjátíu, einn á mínútu, og þetta voru brandarar. Þetta var sumarið fyrir síðasta árið í Listaháskólanum. Stuttu eftir að ég útskrifaðist byrj- aði ég aftur að vinna með ein- hverfum og þá ákvað ég að prófa að gefa sjálfur út bók með teikning- unum. Friðrik Sólnes vinur minn skrifaði formála og keyrði mig á ljós- ritunarstofuna. Síðan fórum við saman á Veðurstofuna og fengum að nota pressuheftara á skjalasafninu í kjallaranum, stórhættulega byssu, og gáfum út fyrstu bókina þannig.“ – Áttu hana? „Nei, ég á ekki þá fyrstu. Ég var að árita um daginn og þá kom einn með bók á rauðum kili og rauðri málningarslettu framan á. Þannig voru fyrstu bækurnar. Ég sletti smá blóði framan á með málningu og tannbursta, þannig að hver bók væri einstök. Það var aðeins allra fyrsta útgáfan sem var með rauðum kili. Ég gaf aftur út Elskið okkur fyrir næstu jól, en þá var kjölurinn svart- ur. Það var mínimalískara, auk þess sem ég vildi að fyrsta útgáfan þekkt- ist. Fyrst var bókin seld í búðum eins og Dogma, Tólf tónum og Nex- us, að sjálfsögðu, og Mál og menning seldi hana meira að segja fyrsta árið og hefur alltaf tekið við bókinni. Þetta gerði ég þrenn jól í röð, Elskið okkur árið 2002, Drepið okkur árið 2003 og Ríðið okkur árið 2004. Þá hafði JPV samband og bauð mér út- gáfusamning, þar sem öllum sög- unum yrði safnað í eina bók, Forðist okkur. Sama haust gaf ég út Bjargið okkur, sem er álíka löng bók. Bjarg- ið okkur er því tæknilega mín fjórða bók og kom út árið 2005.“ Í sláturhúsi heilagra kúa – Þú gengur ansi langt í húm- ornum. Heldurðu að það gangi frek- ar upp af því að teikningarnar eru ekki raunsæjar í eðli sínu? „Þær eru ekki útlitslega raunsæj- ar, eins langt frá því og mögulegt er, og ég spáði í það eftir á hvort það væri málið – hroðalegt viðfangsefni verði fyndnara á spýtukallaformi, þá verði það ósjálfrátt hlægilegt. Teikn- ingarnar eru óraunverulegar, en fólk segir að viðfangsefnið sé satt. Svo hlær það, en segir svo: „Ahh,“ eins og það sé sárt hvað það sé satt.“ – Hvernig velurðu úr teikningar til birtingar – fer það að einhverju leyti eftir því hvort húmorinn er hús- um hæfur eða ekki? „Ég vel það einungis út frá því hvort mér finnst sagan góð. Stund- um eru þær ekkert sérlega fyndnar, en virka engu að síður sem lítil saga. Ef teikningin er sorgleg eða fyndin eða falleg fær hún að komast í bók- ina mína. En ef hún er ófyndin og lé- leg þá sleppi ég henni. Það veltur ekki á því hvort hún fer yfir strikið.“ Forðist okkur var gefin út í enskri þýðingu af Penguin 2. nóvember síð- astliðinn og nefndist þar „Should You Be Laughing At This?“ Bókin fékk afar góðar viðtökur í Guardian, sem birti eina af teikningunum, en heldur snautlegri í The Irish Sun, þar sem birt var grein undir fyr- irsögninni „Bannið þessa sjúku bók“. Ef til vill lýsti gagnrýnandi Morgunblaðsins húmor Hugleiks best þegar hann sagði að það væri Skyldleiki Eineygði kötturinn Kisi kviknaði út frá eineygðu kóngulónni Bjössa í fyrstu sögu Hugleiks í Bleki. Það er til fáránlega lítið af íslenskum hryllings- myndum; við eigum allar þessar drauga- og skrímslasögur, heilt vættatal af skrímslum, en nei, við ákváðum að gera bara stofudrama. Gætið vel að staðsetningu kerta Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.