Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 24

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 24
daglegt líf 24 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ V on og ótti togast á í mannshug- anum þegar nýtt ár gengur í garð. Þetta er sammannlegt og einkennir raunar öll meiriháttar tímamót í lífi manneskjunnar. Þegar árið er liðið minnist fólk gleði- og sorgarstunda þess, en hitt er enn ofar í huga – hvað nýja árið ber í skauti sér? Það veit enginn á þeirri stundu þegar tíminn virðist skiptast í tvennt með næstum áþreifanlegum hætti – um áramót. Við Íslendingar þekkjum alls kyns sögur sem bera þessu vott. Huldufólk og álfar gegndu miklu hlutverki í þjóðtrú okkar. Á nýársnótt fluttu þeir sig búferlum og Guð hjálpi þeim manni sem á einhvern hátt flækt- ist inn í þá atburðarás. Hver man ekki eftir manninum Fúsa sem sat á krossgötum og neitaði öllum gylliboðum huldufólksins þar til það bauð honum flot, dýrafitu sem hélt uppi starfskrafti forfeðr- anna. „Sjaldan hef ég flotinu neitað,“ sagði maðurinn og beit að svo mæltu í flotskjöldinn og varð hugstola frá þeirri stundu. Við áramót strengjum við Íslendingar gjarnan heit, ætlum að grenna okkur eða verða betri menn á nýju ári. Við drögum sam- an eldivið og dót í brennur og söfnumst sam- an um þær með þeim svip sem einkennir fólk þegar það horfir á náttúruna í veldi sínu – finnum djúpt í sálinni hvernig eldurinn eirir engu. En svo hristum við af okkur þessa til- finningu og drífum okkur heim í stofu til þess að horfa á áramótaskaupið. Fjölskyldur safn- ast saman, sumir fara út að skjóta upp flug- eldum en aðrir standa við gluggann og horfa. Klukkan tólf á miðnætti, eftir að útvarps- stjóri hefur lokið máli sínu, byrja klukkur að slá og gamla árið dragast saman og verður að engu á sjónvarpsskjánum. Svolitla stund er- um við í einskonar tímaleysi – svo kemur nýja árið á skjáinn, örsmátt í fyrstu en stækkar og stækkar – nýtt ár er gengið í garð. Við kyss- umst og finnum um leið hve vænt okkur þykir hvert annað, um landið – og lífið sjálft. Á þessu viðkvæma augnabliki er það einmitt sem vonin og óttinn togast á hvað mest. Hvað mun gerast á nýju ári? Frá því mannkynið tók að skipta tímanum upp í einingar hefur sú tilfinning sem reynt var að lýsa hér að ofan eflaust verið sam- mannleg. En tilfinning er annað en hefðir og siðir. Með öðrum þjóðum eru allskonar ára- mótahefðir sem okkur kunna að þykja fram- andi. Það er alltaf skemmtilegt að spegla sig í öðrum. Rætt var við fjóra einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að koma frá er- lendu menningarsamfélagi og í ljós kom að talsverður munur er á því hvernig fólk kveð- ur gamla árið og tekur á móti því nýja. Sinn er siður í landi hverju Við áramót togast á sundurleitar tilfinningar, jafnt í mannssál- inni sem í þjóðarsálinni. Hvað mun gerast? Hvernig mun okk- ur vegna? Við bregðumst við þessu með því að mynda hefðir og siði og á sama hátt eiga aðrar þjóðir sína áramótasiði. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddi við fjóra einstaklinga sem allir eiga það sammerkt að búa nú á Íslandi en hafa fæðst og alist upp í allt öðru menningarumhverfi. REUTERS Flugeldasýning Glæsileg flugeldasýningin í höfninni í Sydney. ÍPóllandi byrjar tími skemmtihalds ágamlárskvöld,“ segir Stanislaw Bartos-zek málfræðingur sem nýlega gaf útpólsk-íslenska orðabók. „Ég kom til Íslands fyrir 19 árum til að læra íslensku en ég hafði áður meistarapróf í norsku og ensku. Ég á pólska konu og tvö uppkomin börn og þau komu síðar til Íslands til búsetu. Við höldum áramótin hér á Íslandi á íslensk- an hátt en einmitt í ár ætla ég að fara til Pól- lands og vera þar yfir áramótin ásamt íslensk- um vinum. Þá munum við halda áramótin að pólskum hætti. Við ætlum að fara á veitingastað og dansa eins og flestir gera og á miðnætti ætl- um við fara út á Gamla torg í Poznan, sem er í vesturhluta Póllands, en á torginu eru oft haldn- ir tónleikar og fólk getur dansað þar og skemmt sér. Ég var á Gamla torgi fyrir fjórum árum í Kraká, þá voru þar stórir tónleikar og hundrað þúsund manns að hlusta og skemmta sér á torg- inu. Þess má geta að í nær öllum borgum Pól- lands er til eitthvert torg sem gengur undir nafninu Gamla torg. Í Póllandi er ekki hefð fyrir brennum, ára- mótaskaupum eða fjölskylduhátíðum. Fólk fer þar út að skemmta sér á gamlárskvöld í vina- hópi. Það ríkir partístemming. Fólk borðar heima hjá sér og fer svo út að skemmta sér. Áður hefur það talað sig saman um hvar það ætli að hittast og hvað það ætli gera. Dansinn er mikið atriði, Pólverjar hafa gaman af að dansa. Þetta er tími karnivals sem hefst á gamlárskvöld og stendur allt fram á sprengidag en eftir þann dag hefst fasta sem stendur fram að páskum. Það að fara út að skemmta sér á gamlárs- kvöld er nokkuð gömul hefð. Desember er hins vegar tími föstu en sú fasta er samt ekki lengur tekin eins alvarlega og páskafastan. Lengi vel, eða þar til fyrir nokkrum árum, borðuðu Pól- verjar ekki kjöt á aðfangadagskvöld, heldur fisk. Kirkjan lét þau boð út ganga fyrir fáum ár- um að hún hefði ekki lengur neitt á móti kjötáti á aðfangadagskvöldi, en eigi að síður halda Pól- verjar í þá hefð að borða fisk á aðfangadag. Á gamlársdag er ekki um að ræða neitt sér- stakt borðhald en fólk drekkur freyðivín saman. Það hefur færst í vöxt að sprengja flugelda í Póllandi en oft er það gert á vegum yfirvalda á hverjum stað. Annað gæti skapað hættu, t.d. í stórborgum. Sumir fara á fín böll um áramótin og klæða sig þá uppá en hinir sem eru á torginu klæða sig bara eftir veðri. Eftir að klukkan hefur slegið tólf á miðnætti og fólk hefur skálað í freyðivíni þá heldur það áfram að skemmta sér fram á rauða nótt. Á nýársdag sefur fólk vel og lengi. Morgunblaðið/Ómar Stanislaw Bartoszek frá Póllandi Allir fara út að skemmta sér Á Srí Lanka halda Búdda-trúarmenn áramót 13.apríl og nýja árið byrj-ar svo 14. apríl. Á Srí Lanka eru þó um 8% íbúa kaþólskir og þeir halda sín ára- mót eins og aðrir kristnir menn, þ.e. 31. desember. Madu Wanthie Priyargika Kumari er gift íslenskum manni sem hún kynntist á Srí Lanka. „Hann var að vinna þar og þess vegna er ég nú komin hingað, við giftumst á Srí Lanka og fluttum svo hingað. Ég kom til Íslands 2003,“ segir hún. En er Madu kaþólsk? „Nei, ég er Búddatrúar og hélt því áramótin hátíðleg 13. apríl þegar ég bjó á Srí Lanka. Ég þekkti hins vegar kaþólikka, mágkona mín er kaþólsk og hún fer til fjölskyldu sinnar til að halda jól, bróðir minn fer með en tekur ekki þátt í jólahaldinu.“ En hvað um þig hér á Íslandi? „Ég tek þátt í jóla- og áramóta- haldi með tengdafjölskyldu minni og finnst það rosalega gaman. Eftir að ég kom til Íslands þá hélt ég svolítið upp á Búddatrú- aráramótin 13. apríl 2004. En það er erfitt að halda í þennan sið hérna svo ég gerði ekkert í fyrra og veit ekki hvað ég geri árið 2007. En ég sakna minna gömlu áramóta og langar til að halda þau aftur hátíðleg fyrir mig og son minn sem er tveggja og hálfs árs, ég vil að hann kynnist líka mínum ára- mótum.“ Hvernig eru Búddatrúaráramót? „Þann 10. og 11. apríl ár hvert er húsið þrifið hátt og lágt og málað ef þarf. Þegar allt er orðið hreint og fínt förum að elda mat. Við notum hveiti og sykur til að búa til hefð- bundin sætan mat, þetta tekur nokkra daga. Þá kaupum við líka áramótagjafir, í minni fjölskyldu gefum við föt. Þann 13. apríl þvær maður af sér gamla árið og notum þá sér- staka olíu í hárið til þess að hreinsa það. Eft- ir það förum við í Búddahof með blóm og matinn sem við höfum búið til. Þetta afhend- um við munki í hofinu. Allt á sinn tíma. Þeg- ar við komum heim aftur byrjar nýja árið. Maður lofar innra með sér að vera eins góð- ur á árinu og hægt er og kveikir á olíulampa fyrir Búdda. Mamma byrjar nýja árið með því að kveikja á eldavélinni og elda grjóna- graut sem er aðeins þykkari en íslenski grjónagrauturinn og úr kókosmjólk og svo borðum við saman. Við þessa eldamennsku klæðist sú sem kveikir á eldavélinni í fyrsta sinn á nýju ári sérstökum lit, í fyrra var það rauði liturinn. Næsta ár gæti liturinn verið grænn eða gulur. Þetta er ekki vitað fyrr en rétt fyrir hvern 13. apríl. Ég er að hugsa um að fara í Búddahofið í Kópavogi næsta 13. apríl – en það er dálítið öðruvísi en hofin í Srí Lanka því það er ætlað fólki frá Taílandi. Hina siðina mína get ég svo haft eins og heima í Srí Lanka. Madu Wanthie Priyargika Kumari frá Srí Lanka Fagna áramótum 13. apríl Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.