Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 41 eins og lesandinn væri staddur í slát- urhúsi heilagra kúa. „Morgunblaðið hefur talað um að ég sé að brjóta tabú og ég hef ekkert nema gott um það að segja. Í Irish Sun var mér nánast stillt upp sem glæpamanni; mér fyndist það bara fyndið að fólk yrði illa úti í lífinu og að ég hagnaðist á ógæfu annarra. Blaðamaðurinn bar þetta undir við- mælanda sem hann vissi að myndi hneykslast til að búa til fréttina og auðvitað móðgast fólk yfir því sem ég skrifa. Ég veit alveg úr hvaða átt ég kem og hef aldrei átt erfitt með það. Penguin, útgáfufyrirtækið mitt, var himinlifandi yfir fréttinni, enda fannst þeim þetta frábær auglýsing í þessu útbreidda slúðurblaði, sem slær ýmist upp Paris Hilton eða barnaperrum. Írar eru þekktir fyrir gott skopskyn, en Írland er stærra land en Ísland og þess vegna er meira um teprur, auk þess sem það er hákaþólskt land, sem skapar skemmtilegar andstæður í fólkinu. Ég hef aldrei hneykslast á fólki sem hneykslast á mér. Mér finnst það engin fásinna að fólki skuli finn- ast ég fara yfir strikið eða sögur mínar vera ógeðslegar – vegna þess að þær eru það. Ef öllum fyndist þetta allt í lagi og þessar sögur væru normið væri eitthvað alvarlegt að. Ég var að horfa á viðtal við Dave Chapelle; gaman að líkja sér við hann,“ segir Hugleikur og brosir. „Þar sagði hann frá kvörtunum vegna þáttar um Ku Klux Klan, sem var dálítið beinskeyttur, og að það væri mikilvægt við allan húmor af þessu tagi að hann kæmi umræðu af stað – það að umræðan væri til stað- ar skipti höfuðmáli.“ Rýnt í ósýnilegan heim – Er boðskapur í sögum þínum? „Flestir sem lesa sögur mínar sjá að mér finnst misnotkun hræðilegt fyrirbæri. En mín afstaða kemur ekki fram, að öðru leyti en því að ég bendi á að misnotkun sé hversdags- legt fyrirbæri og það er eiginlega djókið – að misnotkun skuli yfirhöf- uð eiga sér stað úti um allt án þess að talað sé um það, þó að meira sé gert af því en áður í spjallþáttum og metsölubókum. Annars er þetta ósýnilegur heimur allt í kringum okkur sem er svo fáránlegt að ég bý til brandara um það.“ – Mamma þín segir að hún myndi ekki gefa móður sinni bók. „Þetta segja margir, segir Hug- leikur hæglátur. „Ég held að hún kaupi þetta sjálf. Ég geri ekki mikið af því að gefa mína bók í jólagjöf. Kannski finnst mér það of augljóst, ekki nema mér detti ekkert annað í hug.“ Hugleikur snaraði bókinni sjálfur yfir á ensku. „Áður en ég fór til JPV hafði ég gefið út valdar sögur úr Elskið okkur og Drepið okkur vegna þess að fólk var alltaf að segja að ég yrði að gera það. Úr varð lítil bók sem nefnist Our Prayer eftir lagi með Beach Boys, en Friðrik Sólnes átti hugmyndina að því. Þegar JPV hafði gefið út hinar bækurnar sagði ég þeim að það myndi borga sig að gefa út á ensku. Og ég gerði sjálfur textann, átti einhverjar þýðingar fyrir og vissi hvernig sumt var orð- að, auk þess sem ég hef fylgst vel með á þeim anga myndasögumark- aðarins sem er á ensku.“ – Í einum ritdómnum varstu sagð- ur miðlungsteiknari. „Já,“ segir Hugleikur og hlær. „Það var nú bara fyrir Kisa. Og gagnrýnandinn gaf bókinni tvær stjörnur vegna þess að það voru auð- ar síður aftast! Ég gerði bókina um Kisa vegna þess að mig langaði til að vinna meira með hann og einnig til að athuga hvort einhver á annað borð fílaði þetta. Hún seldist upp fyrir jólin sem gerir það að verkum að get hugsað mér að fara yfir í Kisa á næsta ári. Ég veit ekki hvort ég geri aðra „okkur“-bók, allavega í einrömmungastíl. Ég er búinn að fylla kvótann í bili, en það er aldrei að vita hvað gerist ef mér dettur eitthvað í hug. Ég er með nokkra í hausnum, en samtals eru þetta ná- kvæmlega sex hundruð brandarar og það var viljandi gert að fylla upp í þá tölu. Ef ég bæti við, þá yrði það afar stutt, 66 brandarar, þannig að þeir yrðu alls 666. Ég get hinsvegar hugsað mér að gera aðra bók í sama stíl og Fermið okkur, eina sögu en samt í spýtukallastíl.“ – Stendur til að gera sögur með flóknari teikningum? „Kisi er auðvitað með flóknari teikningum en „okkur“-bækurnar. Og ég hef velt fyrir mér zombíubók, hryllingsmyndasögum sem ég myndi skrifa og teikna. Og mig lang- ar líka til að skrifa sögu sem annar teiknar; fyrir því er löng hefð í myndasögubransanum. Það fyndna er að ég ætlaði alltaf að verða ofur- hetjuteiknari. Í menntaskóla teikn- aði ég voðalegar gellur,“ segir hann og dregur úr möppu teikningar af miklum hasarpíum. „Ef maður ætlar að verða mynda- söguteiknari á Íslandi er enginn tími til þess að gera flottar teikningar því maður getur ekki lifað af því nema maður hafi komið sér á framfæri. Þess vegna fór ég út í skrípamynd- irnar og sú fyrsta var fyrir tímaritið Blek um Koto-Mata.“ Á fyrstu síðu sögunnar, sem nær yfir sex síður, kynnir Koto-Mata sig til leiks: „Komiði nú öll margblessuð og sæl börnin mín og segiði halló við Koto-Mata, geimfarann ógurlega!! Hann er einn af þekktari farand- leigumorðingjum í alheiminum og þið ættuð öll að taka ykkur hann til fyrirmyndar. Húrra! Húrra!“ Hugleikur heldur áfram: „Það eitt að Kisi fæddist leiddi til þess að Koto-Mata varð útundan, en ég von- ast til að ég endurveki hann. Svo fór ég í Listaháskólann, varð upptekinn af öðru og þannig urðu „okkur“- bækurnar til.“ Það er forvitnilegt að fletta möppu Hugleiks með teikningum af skrímslum og ýmsum persónum, svo sem klappstýru með ofvaxnar hend- ur, og ljóst að þar er enginn miðl- ungsteiknari á ferð. „Það er mik- ilvægt fyrir myndasöguhöfunda að halda því gangandi að skissa persón- ur, jafnvel bara á einni teikningu, þannig að þær fæðist reglulega. Þú sérð til dæmis kóngulóna á fyrstu síðu sögunnar um Koto-Mata,“ segir hann og bendir á litla kónguló efst á síðunni, sem kynnir sig til leiks sem eineygðu kóngulóna Bjössa. „Síðan gerði ég eineygða köttinn Kisa mörgum árum síðar; þetta er eitt- hvað sem setið hefur fast í mér.“ Af neikvæðri umfjöllun En Hugleikur er ekki maður ein- hamur því auk teikninga og söng- leiks er hann einn höfunda að ára- mótaskaupinu, ásamt bræðrunum Ara og Úlfi Eldjárn, Margréti Örn- ólfsdóttur og Þorsteini Guðmunds- syni. „Reynir Lyngdal [leikstjóri] hringdi í mig í september og tveim dögum síðar mætti ég á fund með hinum höfundunum. Þetta er frekar ólíkur hópur, en samt hefur honum verið lýst sem FERSKUM,“ segir hann og hlær. „Svo hefur stundum komið fram að Skaupið hljóti að verða með svörtum húmor; ég næ ekki alveg þeirri umræðu, sé ekki að það sé samheiti yfir það sem við er- um að gera.“ – En þú getur náttúrlega ekkert sagt um hvað þið eruð að gera? „Ég get sagt að eins og vanalega verða sumir ánægðir með Skaupið og sumir ekki. Það sem ég hef séð finnst mér mikil snilld.“ Hugleikur lítur á tölvuna og segir svo hlæjandi: „Ég googlaði sjálfan mig, geri það af og til, og setti inn áramótaskaupið og Hugleik. Þá kom upp gaur sem hefur enga trú á þessu og segir: „Hvernig dettur RÚV í hug að fá eitthvað hálfsofandi, órakað nörd sem kallar sig Hugleikur til að sjá um Áramótaskaupið, mann sem hefur fengið athygli á að krassa á blað eitthvað krot með bundið fyrir augun og náð að markaðsetja það í verslanir sem myndasögur þar sem „rúnka“ og „fróa“ er annað hvert orð í textunum.“ Hugleikur kímir eftir lesturinn. „Ég hef ekki fengið mikið af nei- kvæðri umfjöllun en finnst það alltaf gaman, þó að stundum sé hún svolít- ið undarleg. Mér finnst bara gaman að lesa slæmt um sjálfan mig; ef ég fæ kikk út úr einhverju, þá er það það.“ Sjálfsmynd Svona lítur Hugleikur Dagsson út þegar horft er í gegnum hans eigin gleraugu. Útsalan hefst þriðjudaginn 2. janúar v/Laugalæk • sími 553 3755 ÚTSKRIFT nemenda frá Borg- arholtsskóla fór fram miðvikudaginn 20. desember sl. 85 nemendur voru útskrifaðir af hinum ýmsum braut- um skólans. Fjölmargir nemendur fengu verðlaun fyrir góðan náms- árangur og félagsstörf við útskrift- ina. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Björg Hákonardóttir af nátt- úrufræðibraut. Í ræðu sinni til útskriftarnema lagði Ólafur Sigurðsson skólameist- ari út af orðunum: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson Útskrift frá Borgarholtsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.