Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 37 Öryggi í orkumálum O g hvar passar Ísland inn í þessa mynd? Ljóst er að orkuflutningar munu færast í aukana á siglinga- leiðum við Ísland. Öryggi í orku- málum kemur því Íslandi meira en lítið við. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallaði um þessi mál á ráð- stefnu í Aþenu 7. desember: „Frá sjónarmiði Ís- lands er orkuöryggi hin nýja vídd, sem gerir að verkum að norðurhluti Norður-Atlantshafssvæð- isins skiptir aftur máli innan NATO í pólitískum og hernaðarlegum skilningi.“ Björn sagði að ör- yggi í orkumálum ætti að verða fastur liður á dagskrá NATO. Mikilvægt væri að bandalagsríki beggja vegna Atlantshafsins ynnu saman að orkuöryggi og það yrði hluti af þungamiðju í stefnu bandalagsins í öryggismálum. Björn vísaði til þess að það að NATO hefði mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja öryggi í orkumálum hefði verið staðfest með einróma ályktun utanríkismálanefndar Bandaríkjaþings í júní um að hefja ætti umræður innan bandalags- ins um vaxandi mikilvægi orkuöryggis fyrir aðild- arríki NATO: „Richard Lugar, öldungadeildar- þingmaður og formaður nefndarinnar, sagði við þetta tækifæri að aukin samkeppni um takmark- aðar birgðir af olíu og gasi í heiminum gæti leitt til ágreinings, sem aðildarríki NATO gætu flækst inn í með beinum eða óbeinum hætti.“ Leita nýrra leiða L ugar hefur lagt mikla áherslu á að leita nýrra leiða í orkumálum og á heimasíðu sinni gerir hann ræki- lega grein fyrir afstöðu sinni. Á leiðtogafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Ríga í nóvember hélt Lugar sérstaka fundi um þessi mál. Hann hefur áhyggjur af því að Bandaríkin séu of háð inn- flutningi á orkugjöfum og vill setja kraft í að rannsaka og þróa nýja orkugjafa. Um þessar mundir kunni þeir að vera dýrari en olía og gas, en tækninni hafi fleygt fram og þegar framleiðsla hefjist fyrir alvöru megi búast við að það breyt- ist. Íslendingar eru vel í sveit settir í orkumálum. Nánast allt rafmagn í landinu er framleitt með virkjun vatnsfalla eða jarðvarma. 70% orkunnar, sem notuð er á Íslandi, eru framleidd innan lands. 30% eru innflutt, aðallega olía. Þetta er auðvitað óskastaða og ugglaust vildu mörg ríki, sem eru öðrum háð um mestan hluta sinnar orku, vera í sömu stöðu. Þegar orkukreppan skall á í upphafi áttunda áratugar 20. aldarinnar var kraftur settur í rann- sóknir á öðrum orkugjöfum en olíu. Þegar krepp- an var afstaðin dró hins vegar úr áhuganum og nú er svo komið að í hinum vestræna heimi leggja aðeins Japanar meira fé til slíkra rann- sókna en þá var gert. Í flestum vestrænum ríkj- um hefur framlagið staðið í stað eða minnkað eins og gerst hefur í Bandaríkjunum. Þetta sýnir ef til vill best hversu lítið hefur í raun verið hugs- að fram í tímann. Þeir, sem hafa haft mesta hags- muni af því að framlengja núverandi ástand, hafa haft mikinn skriðþunga í umræðunni um slíkar rannsóknir og það er kannski núna fyrst, sem þeir eru að átta sig á því að ætli þeir að lifa af þurfi þeir að tileinka sér nýja siði, hvort sem það eru olíufyrirtæki eða bílaframleiðendur. Hér á undan er vísað til þess að Svíar ætli sér að verða óháðir öðrum um orku árið 2020 og Brasilíumenn hafi alla burði til að verða sjálfum sér nægir með framleiðslu etanóls og nýtingu ol- íu- og gaslinda. Barein norðursins Á Íslandi er nú unnið í verkefni, sem snýst um að koma hér á „vetn- issamfélagi“. Í bók eftir Jeremy Rifkin, sem nefnist Vetnishag- kerfið (The Hydrogen Economy) og kom út 2002 segir að vegna þessa verkefnis hafi Ísland nú fengið viðurnefnið „Barein norðursins“. Rifkin er mikill talsmaður vetnisvæðingar og heldur því fram að með henni gætu markast þáttaskil þar sem valdahlutföll í heiminum gætu raskast með þeim hætti að vald flyttist frá þeim, sem hingað til hafa getað tuddað á öðrum í krafti orkuauðlinda. Hann bendir á að olíuframleiðsla ríkja utan OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkja, hafi nánast náð hámarki og þau forðabúr, sem eftir séu, sé að finna í Mið-Aust- urlöndum. Vaxandi spenna milli íslams og Vest- urlanda geti ógnað aðgangi vestrænna ríkja að olíu. Vetni geti hins vegar orðið til þess að taka púðrið úr þeim hættulega leik, sem nú eigi sér stað milli herskárra múslíma og vestrænna þjóða. Fyrirtækið Íslensk nýorka var stofnað utan um vetnisvæðingarverkefnið hér á landi. Eins og kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins er það vettvangur samvinnu orkufyrirtækja og rann- sóknastofnana, sem nefnist Vistorka. Hún er í eigu Nýsköpunarsjóðs, Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar, Iðn- tæknistofnunar, Háskóla Íslands, Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi og Aflvaka. Samanlagt á Vistorka 51% í Íslenskri nýorku. Á móti kemur hlutur þriggja erlendra fyrirtækja, Daimler- Chrysler, Norsk Hydro og Shell International, sem hvert um sig eiga 16,3%. Markmiðið með verkefninu er að breyta Íslandi í vetnissamfélag, í fyrstu með því að vetnisvæða bíla- og skipaflota Íslendinga, en síðan standa vonir til þess að héð- an mætti flytja út vetni. Þetta verkefni er ekki einsdæmi því að svipuð áform eru uppi á Hawaii, þar sem ætlunin er að nota jarðvarma og sól- arorku til þess að framleiða vetni, jafnvel með það fyrir augum að flytja það út þegar fram í sækir. Vetnissamfélag 2050? J ón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, hefur sagt að tak- ist vel til með verkefnið gæti verið svo komið árið 2050 að í samgöngum og hjá fiskiskipaflotanum verði að mestu notað vetni. Íslendingar geta ekki flýtt þróun nýrrar tækni og ef til vill er það rétt að þróunin verði ekki hraðari en svo að vetn- isfarartæki muni ekki verða algeng fyrr en eftir hálfa öld, eins og spáð er hjá Shell. Svo virðist hins vegar sem krafturinn í rannsóknum á nýjum orkugjöfum til notkunar í samgöngum sé nú að aukast og þar leikur vetnið stórt hlutverk. Þróun- in í þessum efnum gæti því orðið hraðari en nú er spáð. Það myndi skipta miklu um öryggi Íslands ef landið yrði með öllu óháð utanaðkomandi orku- gjöfum og stæði fyrir utan „hið nýja kalda stríð“ sem áður er lýst. Landið yrði þá ekki háð sveifl- um í verðlagi á olíu og gasi og eða baráttunni um olíuna þegar framleiðslan hættir að anna eft- irspurninni. Það kæmi sér einnig vel fyrir ís- lenskt efnahagslíf ef Íslendingar yrðu í farar- broddi í þróun nýrrar tækni, sem gæti komið til með að leysa af hólmi olíuna, en fátt hefur jafn mikil áhrif á hegðun þjóða í valdatafli heims- stjórnmálanna. Því á að leggja aukinn kraft í að fylgja eftir þeim nýjungum, sem fram koma, þétt eftir. » Landið yrði þá ekki háð sveiflum í verðlagi á olíu og gasiog eða baráttunni um olíuna þegar framleiðslan hættir að anna eftirspurninni. Það kæmi sér einnig vel fyrir ís- lenskt efnahagslíf ef Íslendingar yrðu í fararbroddi í þróun nýrrar tækni, sem gæti komið til með að leysa af hólmi olí- una, en fátt hefur jafn mikil áhrif á hegðun þjóða í valdatafli heimsstjórnmálanna. rbréf Morgunblaðið/ÞÖK Háhitasvæðið á Hellisheiði Gangi eftir áform um að gera Ísland að vetnissamfélagi og nota endurnýjanlegar orkulindir gæti það gert landið óháð í orkumálum og styrkt stöðuna í öryggismálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.