Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 57

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 57 menning 1. Draumalandið: Andri Snær Magnason – Breytti þjóðarsálinni. 2. Sendiherrann: Bragi Ólafsson – Bragi í sínu besta formi. 3. Upp á sigurhæðir: Þórunn Erla Valdimarsdóttir – Innblásin ævisaga. 4. Eineygði köturinn Kisi og hnakkarnir: Hugleikur Dagsson – Frumkvöðull í íslenskri frásagnarlist. 5. Öðruvísi saga: Guðrún Helgadóttir – Bókmenntaverk sem hefur allt til að bera. 6. Theresa: Francois Mauriac, þýð.: Kristján Árnason – Til að kjamsa á. 7. Fyrir kvölddyrum: Hannes Pétursson – Lífssýn þroskaðs manns. 8. Tryggðarpantur: Auður Jónsdóttir – Sterk saga um siðferðisvanda 9. PS – Ísland: Páll Stefánsson – Náttúruljósmyndari á heimsmælikvarða 10. Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvötn og ást: Ingunn Snædal – Nýtt blóð í ljóðlistinni. Áhugaverðasta bókin Áhrif Andra Snæs Magnasonar á þjóðarvitundina eru ómæld. Morgunblaðið/Ásdís Ævintýri Kabakov-hjónin unnu með ævintýraheim Andersens á sýningunum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Áhugaverðasta myndlistarsýningin 1. „Morgunn, kvöld, nótt … “ Framlag Ilya og Emiliu Kaba- kov til sýningarinnar Lífheimur, Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin bauð upp á huglægt og rým- islegt ferðalag um ævintýralendur H.C. Andersens. 2. Frelsun litarins/Regard fauve, sýning á frönskum ex- pressjónisma í upphafi 20. aldar. Listasafn Íslands. Hér má kynna sér málaralist heimsþekktra listamanna og sjá verk þeirra í samhengi við íslenska listasögu. 3. Yfirlitssýningar á verkum Birgis Andréssonar og Stein- gríms Eyfjörð. Sýningin var einstakt tækifæri til að glöggva sig á ferli þessara tveggja þjóðlegu og alþjóðlegu listamanna. 4. Rúrí, Tileinkun. Gjörningur í og við Drekkingarhyl á Þingvöllum. Myndlistarviðburður sem snerti þjóðina alla. 5. Hreinn Friðfinnsson í Suðsuðvestri: „Sögubrot og mynd- ir“ Sýning sem lét lítið yfir sér en bjó yfir persónulegum og margræðum menningarsögulegum skírskotunum. 6. Olga Bergmann, Innan garðs og utan, sýning í Listasafni ASÍ. Sérstaklega metnaðarfull sýning og mætti kalla há- punkt ferils Olgu hingað til. 7. Katrín Sigurðardóttir, Stig, Gallerí i8. Hér var unnið á nótum rökhyggju og innsæis á eftirminnilegan máta þar sem áhorfandinn tók lifandi þátt í verkinu. 8. Kees Visser, Ívar Valgarðsson og Þór Vigfússon, sam- sýning í Nýlistasafni. Fegurð naumhyggju og ljóðrænnar hugsunar, eftirminnilegt samspil þriggja listamanna. 9. Louisa Matthíasdóttir 1917–2000, yfirlitssýning á Lista- safni Akureyrar. Hér komu meðal annars fram verk eftir Louisu sem ekki hafa áður verið aðgengileg almenningi. 10. Uncertain States of America, samsýning bandarískra listamanna. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Sjaldgæf- ur kostur á að sjá nýja strauma í listum vestan hafs. 1. Mr. Skallagrímsson – Landnámssetrið í Borgarnesi. 2. Pétur Gautur – Þjóðleikhúsið 3.–4. Fagnaður– Þjóðleikhúsið 3.–4. Glæpur gegn diskóinu – Steypibaðsfélagið Stútur 5. Herra Kolbert – LA 6. Mindcamp – Sokkabandið 7. Umbreyting – Þjóðleikhúsið 8.–10. Bakkynjur – Þjóðleikhúsið 8.–10. Hundrað ára hús – Frú Emilía 8.–10. Best í heimi – Rauði þráðurinn. Áhugaverður Benedikt Erlingsson þykir fara á kostum í ein- leiknum Mr. Skallagrímsson sem er sýndur í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Sýningar hefjast aftur í vor. Morgunblaðið/Eyþór Áhugaverðasta leiksýningin 1. Tónleikar Sigur Rósar á Klambratúni, 30. júlí. 2. Frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Eddu I eftir Jón Leifs, 14. október. 3. Tónleikar Búlgarska kvennakórsins Angelite í Hallgrímskirkju 21. maí. 4. Afmælistónleikar Sykurmolanna í Laugardalshöll, 17. nóvember. 5. Megas í Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð 25. febrúar. 6. Flutningur Caput-hópsins á tónlist eftir Doina Rotaru á Skálholtshátíð 13. júlí. 7. The Tallis Scholars u. stj. Peters Philips í Langholtskirkju 7. janúar. 8. Skuggaleikur e. Karólínu Eiríksdóttur, Íslenska óperan, 17. nóvember. 9. Patrick Watson á Airwaves-hátíðinni í október. 10. Supergrass á Reykjavík Trópík-tónlistarhátíðinni, 6. júní. Hljómleikar ársins Morgunblaðið/Eggert Stórtónleikar Rúmlega fimmtán þúsund manns nutu tónleika hljómsveit- arinnar Sigur Rósar á Miklatúni/Klambratúni í sumar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Tækjasjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2007 Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs á hverjum tíma. Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er öðru fremur tekið mið af eftirfarandi atriðum: ● Að tækin séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. ● Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. ● Að tækin séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. ● Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. ● Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.