Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 57 menning 1. Draumalandið: Andri Snær Magnason – Breytti þjóðarsálinni. 2. Sendiherrann: Bragi Ólafsson – Bragi í sínu besta formi. 3. Upp á sigurhæðir: Þórunn Erla Valdimarsdóttir – Innblásin ævisaga. 4. Eineygði köturinn Kisi og hnakkarnir: Hugleikur Dagsson – Frumkvöðull í íslenskri frásagnarlist. 5. Öðruvísi saga: Guðrún Helgadóttir – Bókmenntaverk sem hefur allt til að bera. 6. Theresa: Francois Mauriac, þýð.: Kristján Árnason – Til að kjamsa á. 7. Fyrir kvölddyrum: Hannes Pétursson – Lífssýn þroskaðs manns. 8. Tryggðarpantur: Auður Jónsdóttir – Sterk saga um siðferðisvanda 9. PS – Ísland: Páll Stefánsson – Náttúruljósmyndari á heimsmælikvarða 10. Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvötn og ást: Ingunn Snædal – Nýtt blóð í ljóðlistinni. Áhugaverðasta bókin Áhrif Andra Snæs Magnasonar á þjóðarvitundina eru ómæld. Morgunblaðið/Ásdís Ævintýri Kabakov-hjónin unnu með ævintýraheim Andersens á sýningunum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Áhugaverðasta myndlistarsýningin 1. „Morgunn, kvöld, nótt … “ Framlag Ilya og Emiliu Kaba- kov til sýningarinnar Lífheimur, Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin bauð upp á huglægt og rým- islegt ferðalag um ævintýralendur H.C. Andersens. 2. Frelsun litarins/Regard fauve, sýning á frönskum ex- pressjónisma í upphafi 20. aldar. Listasafn Íslands. Hér má kynna sér málaralist heimsþekktra listamanna og sjá verk þeirra í samhengi við íslenska listasögu. 3. Yfirlitssýningar á verkum Birgis Andréssonar og Stein- gríms Eyfjörð. Sýningin var einstakt tækifæri til að glöggva sig á ferli þessara tveggja þjóðlegu og alþjóðlegu listamanna. 4. Rúrí, Tileinkun. Gjörningur í og við Drekkingarhyl á Þingvöllum. Myndlistarviðburður sem snerti þjóðina alla. 5. Hreinn Friðfinnsson í Suðsuðvestri: „Sögubrot og mynd- ir“ Sýning sem lét lítið yfir sér en bjó yfir persónulegum og margræðum menningarsögulegum skírskotunum. 6. Olga Bergmann, Innan garðs og utan, sýning í Listasafni ASÍ. Sérstaklega metnaðarfull sýning og mætti kalla há- punkt ferils Olgu hingað til. 7. Katrín Sigurðardóttir, Stig, Gallerí i8. Hér var unnið á nótum rökhyggju og innsæis á eftirminnilegan máta þar sem áhorfandinn tók lifandi þátt í verkinu. 8. Kees Visser, Ívar Valgarðsson og Þór Vigfússon, sam- sýning í Nýlistasafni. Fegurð naumhyggju og ljóðrænnar hugsunar, eftirminnilegt samspil þriggja listamanna. 9. Louisa Matthíasdóttir 1917–2000, yfirlitssýning á Lista- safni Akureyrar. Hér komu meðal annars fram verk eftir Louisu sem ekki hafa áður verið aðgengileg almenningi. 10. Uncertain States of America, samsýning bandarískra listamanna. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Sjaldgæf- ur kostur á að sjá nýja strauma í listum vestan hafs. 1. Mr. Skallagrímsson – Landnámssetrið í Borgarnesi. 2. Pétur Gautur – Þjóðleikhúsið 3.–4. Fagnaður– Þjóðleikhúsið 3.–4. Glæpur gegn diskóinu – Steypibaðsfélagið Stútur 5. Herra Kolbert – LA 6. Mindcamp – Sokkabandið 7. Umbreyting – Þjóðleikhúsið 8.–10. Bakkynjur – Þjóðleikhúsið 8.–10. Hundrað ára hús – Frú Emilía 8.–10. Best í heimi – Rauði þráðurinn. Áhugaverður Benedikt Erlingsson þykir fara á kostum í ein- leiknum Mr. Skallagrímsson sem er sýndur í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Sýningar hefjast aftur í vor. Morgunblaðið/Eyþór Áhugaverðasta leiksýningin 1. Tónleikar Sigur Rósar á Klambratúni, 30. júlí. 2. Frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Eddu I eftir Jón Leifs, 14. október. 3. Tónleikar Búlgarska kvennakórsins Angelite í Hallgrímskirkju 21. maí. 4. Afmælistónleikar Sykurmolanna í Laugardalshöll, 17. nóvember. 5. Megas í Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð 25. febrúar. 6. Flutningur Caput-hópsins á tónlist eftir Doina Rotaru á Skálholtshátíð 13. júlí. 7. The Tallis Scholars u. stj. Peters Philips í Langholtskirkju 7. janúar. 8. Skuggaleikur e. Karólínu Eiríksdóttur, Íslenska óperan, 17. nóvember. 9. Patrick Watson á Airwaves-hátíðinni í október. 10. Supergrass á Reykjavík Trópík-tónlistarhátíðinni, 6. júní. Hljómleikar ársins Morgunblaðið/Eggert Stórtónleikar Rúmlega fimmtán þúsund manns nutu tónleika hljómsveit- arinnar Sigur Rósar á Miklatúni/Klambratúni í sumar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Tækjasjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2007 Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs á hverjum tíma. Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er öðru fremur tekið mið af eftirfarandi atriðum: ● Að tækin séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. ● Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. ● Að tækin séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. ● Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. ● Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.